Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Iþróttamiðstöð rís af gninni á Akranesi Akranesi. NÚ ERU að hefjast framkvæmdir við áframhaldandi byggingu íþrótt- amiðstöðvar við Jaðarsbakka á Akranesi. í þeim áfanga sem nú fer af stað verður íþróttahús ÍA lengt um 10 metra og þar komið fyrir aðstöðu á þrem hæðum. Búningsklefar verða á þeirri fyrstu, skrif- stofur og líkamsræktaraðstaða á annarri hæð og gistirými fyrir 20-30 manns á þeirri þriðju. Þá verður einnig hafist handa við gerð aðalinngangs íþróttamiðstöðvarinnar. Þessi verkáfangi sem nú verð- ur unnin er uppbygging húsnæðisins á fokhelt stig og á því að vera lokið í byijun næsta árs. Þá er fyrirtækið Tréverk sf. sem annast byggingarframkvæmdir. I öðrum áfanga verður síðan lok- ið við að fullgera bygginguna innan- dyra. Síðan verður hafist handa við gerð búningsklefa við íþróttavöllinn og þar verður einnig aðstaða til veitingareksturs og félagsstarfs. Sú bygging nær niður að knattspyrnu- völlunum og skapar glæsilegt út- sýni yfir vallarsvæðið. Vonast er til að þessum fram- kvæmdum öllum verði lokið á næstu fjórum til fímm árum. Með tilkomu þessara mannvirkja breytist að- staða íþróttafólks á Akranesi til muna. Búningsklefar eru orðnir lé- legir og anna engan veginn þeirri miklu notkun sem er. Það er íþróttabandalag Akraness og Akraneskaupstaður sem standa að þessum byggingarframkvæmd- um og hefur sérstakur fram- kvæmdasamningur verið v gerður milli aðila þar sem kveðið er á um að íþróttabandalagið annist fram- kvæmdir með styrk og stuðningi bæjaryfirvalda. Iþróttabandalag Akraness hefur nú nýlega gert samning við Búnað- arbanka Islands um fjánnögnun á hluta byggingarframkvæmda og með tilkomu hans er bandalaginu gert kleift að auka byggingarhraða nokkuð. Þessi samningur var undir- ritaður á formlegan hátt af Sólon Sigurðssyni bankastjóra_ og Magn- úsi Oddssyni formanni ÍA. - J.G. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Bygging íþróttamiðstöðvarinnar á Akranesi. Byggingakraninn kom- inn á sinn stað og ekkert til fyrirstöðu að hefjast handa. Doktor í byggingaverkfræði GUNNAR Guðni Tómasson hef- ur nýlega lokið doktorsprófi í byggingarverkfræði frá Massachusetts Institute of Tec- hnology (MIT), Cambridge í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans, sem er á sviði straum- og bylgjufræði, heitir á ensku „Nonlinear waves in a channel: Three-Dimensionai and Rotational Effects". Ritgerðin fjallar um útbreiðslu ólínulegra bylgja, sérstaklega með tilliti til áhrifa jaðra og snúnings jarðar á þróun þeirra. Sýnt er fram á að fyrir margar svokallaðar innri bylgjur í hafinu eða stöðuvötnum eru áhrif snúnings jarðar sambæri- leg við ólínuleg og tvístrandi (di- spersive) áhrif. Margir eiginleikar bylgjanna eru skýrðir út frá þess- ari niðurstöðu. Dr. Gunnar Guðni Tómasson Ritgerðin var unnin undir hand- leiðslu prófessors W.K. Melville. Niðurstöður hennar hafa verið birt- ar í breskum og bandarískum vísindaritum. Gunnar er fæddur 18. febrúar 1963. Stúdent frá Men'ntaskólan- um við Hamrahlíð 1982. Bygging- arverkfræðingur frá verkfræði- deild Háskóla íslands 1986 og lauk meistaraprófi í byggingarverk- fræði frá MIT 1988. Gunnar er kvæntur Sigríði Huldu Njálsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau eina dottur', Kristínu Maríu. Foreldrar Gunnars eru Þóra Kristín Eiríksdóttir og Tómas Árnason seðlabankastjóri. Gunnar starfar á Verkfræðistofunni Vatnaskilum í Reykjavík. C 23 KD®®Ca IAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR 3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA ^EINT VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BF.STU MYNDGÆÐUM. - 3 4JX ÞÝÐA ALLRA BESTU UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK- AÐNUM í DAG. ÞAÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ TALA UM LINSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. - MACRO LINSA 8xZOOM — SJÁLFVIRKUR FOCUS - MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR - SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI — FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI- STYKKI o.íl. - VEGUR AÐEINS l.l KG. kr. 69.950,- stgr. munalán 3E Afborgunarskilmálar jjj[ VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 í t-Iöfdar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! SUBARU STATION 1.8DL4WD Valkvætt fjórhjóladrif Hátt og lágt drif Vökvastýri Samlæstar hurðir Rafstillanlegir speglar Þriggja ára ábyrgð ■ Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700 Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.