Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 31

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 31
SAMSAFNlSm* CliGAJÖM ÍOHÖM SEPTEMBER 1991 Á Bessastöðum. Lengst til vinstri eru Gunnar Thoroddsen borgarstjóri í Reykjavík, Séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup og Björn Þórðarson, fyrrum forsætisráðherra. Lengst til hægri eru þeir Bohr og Sveinn Björnsson forseti að stinga saman nefjum, en hvort þar hafi borið á góma atvik frá stríðsárun- um skal ósagt látið. Niels Bohr og Alexander Jóhannesson háskólarektor við landgöngu- brú Gullfoss, en hinn danski vísindamaður var hér í boði Háskóla Islands. SÍMTALID... ER VIÐ ÓLAF JÓNSSON UPPL ÝSINGAFULL TR ÚA REYKJAFÍKURBORGAR Skmutfánar íAusturstræti „Borgarskrifstofur.“ — Góðan dag, mig langar að fá samband við einhvern sem getur upplýst mig um flöggin sem blakta um allt Austurstræti. „Já, ég skal gefa þér samband við Ólaf Jónsson upplýsingafull- trúa.“ „Já.“ — Góðan dag. Guðrún Gunn- arsdóttir heiti ég, blaðamaður á Morgunblaðinu. „Já, sæl.“ — Heyrðu, mig langar svo að vita eitthvað meira um þessa fána sem eru í Austurstræti. „I framhaldi af aðgerðum varðandi miðborgina var ákveðið að lífga aðeins upp á Austur- strætið. Það voru meðal annars settir niður bekkir og blómaker og svo þessir skrautfánar." — Tákna þeir eitthvað? „Þeir tákna ekkert sérstakt. Þetta er bara til þess að lífga upp miðbæinn og hressa upp á mann- lífið.“ — En nú voru fánarnir öðruvísi á litinn fyrst. Á að skipta um mánað- arlega? „Það má alveg hugsa sér að þetta breytist eitthvað. En hugmyndin er fyrst og fremst að gera miðbæinn líf- legan svo fólk hafi ekki bara steininn á götunni fyrir fram- an sig heldur finni að það sé svona heimsborgarbragur yfir bænum.“ — Hafíð þið fengið einhver viðbrögð? „Viðbrögðin hafa verið ágæt en sumir hafa nú miskilið þetta aðeins." - Nú? „Á nóttu til hefur nú komið fyrir að fánastangirnar hafa ver- ið rifnar upp af einhverjum böldnum gestum miðborgarinnar og þeir hafa jafnvel brugðið á leik með þær í einskonar burt- reiðar. En það var nú ekki til- gangurinn með þessum stöng- um. Það er nú oft þegar reynt er að gera eitthvað skemmtilegt og líflegt að þá eru alltaf ein- hveijir sem misskilja það og mis- nota. Þetta getur einmitt orðið til þess að við þurfum að taka stangimir niður en ég vona nú að svo verði ekki.“ — En hver hannaði fánana? „Það var Guðni Pálsson arkitekt sem lagði línurnar að þessari heildar- breytingu í Austur- stræti en hann er höfundur að Kvosarskipulag- inu.“ — Það er nefni- lega það, ég þakka þér þá bara kær- lega fyrir. „Jú, blessuð." Óiafur Jónsson Þeir ílentust ekki allir í leiklistinni, leikararnir sem útskrifuðust úr fyrsta árgangi Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Einn er fram- kvæmdastjóri Islensks heimilsiðnaðar, annar unir sér á tónlistar- deild RUV og sá þriðji hefur umsjón með garðyrkjumálum borgar- innar. Jóhanni Pálssyni garðyrkjustjóra Reykjavíkur langaði til að ráða sér meira í starfi og hálffertugur sneri hann sér því að „hinni bakteríunni“ sinni, grasafræðinni. Inga Þórðardóttir og Jóhann Pálsson í „Ást og stjórnmál“, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1960. Leikarastarfið er óskaplega erfítt starf að mörgu leyti, maður er háður þeim hlutverkum sem maður fær, að þau séu góð og passi manni. Mér fannst frem- ur óþægilegt að hafa svo lítið um það að segja hvað ég gerði og þegar ég hafði leikið í Þjóðleikhús- inu í hálfan annan áratug, ákvað ég að finna mér aðra atvinnu- grein þar sem ég réði meiru sjálf- ur og öryggið væri meira, segir Jóhann. Hann var aðeins 19 ára þegar hann hóf nám í leiklistar- skólanum, „yngstur og allt of ungur.“ Eftir tveggja ára nám þar var hann við leiklistarskóla Dramaten í Svíþjóð í einn vetur. Jóhann segir það hafa verið erfítt að koma sér á framfæri fyrst í stað og því hafi hann drifið sig í að læra til loftskeytamanns, til að hafa örugga vinnu til að grípa í með leiklistinni. „En það er nú svo með tæknigreinarnar að það er gaman að læra þeir en leiðin- HVAR ERU ÞAV NÚ? JÓHANN PÁLSSON LEIKARI Hin bakterían legt að vinna við þær. Ég vann þó sem loftskeytamaður allt fram til 1960 en þá varð leiklistin mín aðalatvinna." Jóhann lék fjölda hlutverka við Þjóðleikhúsið næstu árin. „Ég lék nú engin stórhlutverk, var yfir- leitt í strákshlutverkum. En ég get þó nefnt rullu formanns fata- hreinsarafélagsins í Dúfnaveisl- unni og Laertes í Hamlet. Núorð- ið leiði ég sjaldan hugann að því sem ég lék, það er miklu fremur fólkið sem ég minnist. Eftirminni- legust eru kynnin af þeim hjónum Alfreð Andréssyni og Ingu Þórð- ardóttur en ég var svo heppinn að fá að leika mikið á móti Ingu, og Alfreð, hann var frábær gam- anleikari. Árið 1966 gerði ég það svo upp við mig hvort ég ætlaði að halda áfram eða finna mér eitthvað ör- uggara enda að verða síðasti séns. Ég tók því menntaskóla utan- skóla, sem á þeim tíma tíðkaðist vart nema menn hefðu fengið köllun og ætluðu að læra til prests. Enda er ekki langt síðan ég var síðast spurður að því hvar ég væri prestur. Nú, frá því ég var ungur var ég ekki bara með leiklistarbakteríu heldur hef ég alltaf haft þörf fyrir að hafa fíng- urrta á kafi í mold og gróðri. Eg fór því í líffræði í Háskólanum 1969 og að prófí loknu, hélt ég til Svíþjóðar og lagði stund á grasafræði. Eftir að heim var komið, árið 1978, varð égforstöð- umaður Lystigarðsins á Akureyri og garðyrkjustjóri Reykjavíkur varð ég 1985. Hér uni ég hag mínum dável, þó ég umgangist meira af pappír en mold og heima er ég með garð þar sem ég fæ útrás fyrir þessa gróðurþörf."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.