Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ iXtíGÁEDÁGÚR* kv OkTOBER' ‘lÖW Sjávarútvegsráðherr^,: Aflaheimildir Færeyinga end- urskoðaðar í byijun næsta árs Augnlæknir Hef opnað nýja augnlækningastofu á Laugavegi 24, Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga í síma 91-629733. Gunnar Ás Vilhjálmsson, læknir. Sérgrein: Augnlækningar. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að aflaheim- ildir Færeyinga í íslenskri land- helgi verði teknar til endurskoð- unar í tengslum við umfjöllun um fiskveiðisamning þjóðanna í byrjun næsta árs. „Það hefur alltaf legið fyrir, ekki síst eftir aflatakmörkun sem ákveð- in var í sumar og jafnframt í tengsl- um við samningana um Evrópskt efnahagssvæði, að þegar að því kemur í byijun næsta árs að líta á samningana við Færeyinga verði aflaheimildir þeirra teknar til end- urskoðunar,” segir Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra. Færeysk skip höfðu heimild til að veiða um 11.000 tonn af botn- fiski á íslandsmiðum á síðasta ári en sú heimild var skorin niður í níu þúsund lestir á þessu ári. Færeying- ar hafa heimild til veiða á 1.500 tonnum af þorski en aðrar tegundir eru aðallega lúða, langa, ufsi og keila. Áætlað er að samanlagt verð- mæti botnfisks sem Færeyingar og Belgar veiða í íslenskri lögsögu í Töluverðar skemmdir af eldi í Röst Sauðárkróki. ELDUR kom upp í rækjubátn- um Röst frá Sauðárkróki á fimmtudagskvöld. Logaði í vél- arrúmi bátsins, þar til súrefniss- kortur kæfði feldinn. Talið er að hann hafi komið upp í raf- magnstöflu við ljósavél skipsins. Engan af sex manna áhöfn sak- aði. Skipstjóranum á Röstinni, Sig- urði Jónssyni, sagðist svo frá, að á fimmtudagskvöld hafi vélstjóri skipsins verið við vinnu í vélarrúm- inu. Tíu mínútum eftir að vélstjór- inn var kominn í matsal skipsins fór eldvarnakerfi skipsins í gang og sýndi eld í vélarrúminu. Skip- verjar komust ekki inn í vélarrú- mið vegna reyks, en sáu eld loga þar inni. Þeir reyndu þá að byrgja allar gáttir sem best, til að kæfa eldinn. Reykur fór þó um stokka upp í brú og í vistarverur skip- veija. Þegar skipveijar voru vissir um að eldurinn væri slokknaður könn- uðu þeir vélarrúmið. Sigurður sagði að ljóst virtist að eldurinn hefði komið upp í rafmagnstöflu bak við ljósavél skipsins. Taflan og rafall við ljósavélina voru gjöró- nýt. Ýmsar skemmdir aðrar voru í vélarrúminu, en Sigurður sagði að erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu miklar þær væru, vegna reyks og sóts. Rækjubáturinn Nökkvi frá Blönduósi tók Röst í tog og dró hana til hafnar á Sauðárkróki. Þangað komu bátarnir undir kvöld í gær. BB- ♦ I t---- Opinn fundur um EES í dag ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Há- skólans heldur opinn fund um Island og Evrópska efnahags- svæðið í Átthagasal Hótel Sögu í dag. Fundurinn hefst kl. 13.30 og er öllum opinn. Á fundinum verða EES-samning- arnir ræddir út frá stjórnmálalegu, efnahagslegu og lögfræðilegu sjón- arhorni. Framsögumenn verða Jón Baldvin Hannibaisson utanríkisráð- herra, Kristín Einarsdóttir alþingis- maður, Ásgeir Daníelsson hagfræð- ingur og Stefán Már Stefánsson prófessor. ár nemi um einum milljarði kr. um hér á landi og í Hull og Bremer- miðað við meðalverð á fiskmörkuð- haven. 4x4x4 BYLTINGARKENNDA FRAMTÍÐARVÉLIN FRÁ JCB r~v_ __'.... Laugardaginn 26. október fró kl. 10.00 til 17.00 ó sýningarsvæói GLOBUS að Lógmúla 5 Sýnum einnig: JCB 3CX - Sú vel þekkta í nýjum búningi JCB 2CX - Minni útgófa af 4CX JCB 801 - Mini Beltavélin JCB 530 - 95 Fjölnotalyftara Auk þess sýnum viö úrval vökvaknúinna fylgihluta fyrir vinnuvélar, pall- og sendibíla fró FORD og dróttarvélar fró FIATAGRI og ZETOR okkar heimur snýst um gœöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.