Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 19 I síldarsöltun á Seyðisfirði: Eng’in hróp og köll og engin merki í stígvélin SÍLDARÆVINTÝRIÐ er allt annað ævintýri en áður fyrr. Það var mikill spenningur í sjávarþorpunum þegar síldarvertíðin hófst. Sannkallað uppgrip og fólk var tilbúið að vinna langt frameftir kvöldi og jafnvel fram á nótt þegar þess þurfti. Gefið var frí í skólum til að bjarga verðmætum og allir sem vetlingi gátu vald- ið hópuðust niður á plan til að salta. Vélvæðingin hefur náð til síldarsöltunar og spenningurinn og stemmningin er ekki eins og áður. Hjá Fiskiðjunni Dvergasteini á Seyðisfirði var í haust vélsaltað í fyrsta sinn. Fyrirtækið keypti tvær vélasamstæður af Strandar- síld og breytti vinalegum söltun- arbragga, þar sem kunnugleg hróp ómuðu í fyrra og mörg ár þar á undan, í vélasal þar sem stemmninginn er allt önnur og hamagangurinn ekki nærri eins mikill. Það gekk alltaf mikið á þegar síldin var handsöltuð. Síldarstúlk- urnar öskruðu á síld, tóma tunnu, salt eða krydd og auðvitað á strák- ana að taka fullu tunnurnar. Það var líka alltaf skemmtileg stemmning þegar söltun var lokið og litlu merkin sem sett voru í stígvél þeirra sem söltuðu voru tekin saman og talin. Þá fengu stúlkurnar ákveðna upphæð fyrir hveija tunnu. Nú er öldin önnur. Fólk stendur við vélarnar og fylgist með að þær vinni verkið eins og til er ætlast. Engin hróp og köll, engin merki í stígvélin og allir rólegir og afs- lappaðir miðið við það sem áður var. Keppnin um hver saltar flest- ar tunnur er fyrir bí. Allir fá borg- að í samræmi við heildarbónus. Á planinu hjá Dvergasteini eru 15-18 manns í hvetju holli og þegar vel gengur eru saltaðar um 40 tunnur á klukkustund. Þegar handsaltað var náði hver stúlka að salta um tvær tunnur á klukku- stund, þær fljótustu gerðu reynd- ar gott betur, og því hefði þurft um 20 manns til að salta jafn mikið og vélarnar gera. Minni þörf fyrir fólk en búist var við Svanbjörn Stefánsson fram- kvæmdastjóri Dvergasteins segir að vélarnar séu fljótvirkari þegar til lengri tíma er litið. „Það þyrfti um 30 manns til að salta jafn mikið og vélarnar gera þegar þær verða komnar á fullt. Við erum Morgunblaðið/Þorkell Færibandavinna í síldinni á Seyðisfirði. Helga Friðriksdóttir og Lóa Margrét Pétursdóttir vöðla síldinni uppúr M-blönduðu salti og ryðja í tunnu. með 15 manns núna í hveiju holli og það er í rauninni of mikið, það ætti að duga að vera með átta. Við erum í rauninni ofmönnuð núna en það er gert til að fólkið hafi eitthvað að gera. Ef mikið væri af síld getum við verið með vaktir á vélunum allan sólarhringinn. Stemmningin við svona söltun er allt önnur en var þegar hin eiginlegu sílarplön voru og hétu,” sagði Svanbjörn. Síldarstúlkurnar tóku í sama streng. „Þetta er allt öðruvísi en í „gamla” daga. Það eru ekki sömu köllin og lætin í kringum svona söltun,” sögðu þær systur María og Ljósbrá Guðmundsdæt- ur og Ljósbrá bætti því við að það hefði verið miklu skemmtilegra þegar síldin var handsöltuð. Lóa Margrét Pétursdóttir var á örðu máli og sagði að sér hefði aldrei þótt gaman í síld áður fyrr, en sér þætti allt í lagi að vinna við síldina þegar saltað væri í vélum. Dvergasteinn auglýsti mikið eftir fólki í síld fyrr í haust en það var aðeins einn sem hafði samband og vildi komast í síld. Þá var ætlunin að fá nokkra Pól- veija til starfa en verkalýðsfélag- ið mótmælti því og varð nokkur umræða vegna þessa máls í fjöl- miðlum. „Eftir að fjölmiðlar sögðu frá þessu hefur síminn varla stoppað og allir vilja komast í síld. Þörfin fyrir fólk hefur hins vegar reynst minni en við bjuggumst við, enda hefur bara verið saltað en ekki fryst á sama tíma,” sagði fram- kvæmdastjórinn. Hjá Dverga- steini vinna þó nokkrir aðkomu- menn. Tveir strákar frá Grinda- vík, einn strákur frá Israel, stúlka frá Noregi og tvær frá Svíðþjóð. sus 29.0KT., 12.NOV., 26.NOV., 10.DES 7.JAN., 21.JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS .. . ,?drÆrri hás'F' efþú áttmiða! SPENNANPI!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.