Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUiNBLAÐIÐ LMJGAKÐAGUR 26; OKTÓBER 109/1 13 EES — Atvinnu- eftirJóhönnu Sigurðardóttur Samkvæmt EES-samningi munu ríkisborgarar í EES-ríkjum eiga rétt, óháð lögheimili, til að taka við laun- uðu starfi og inna það af hendi í samræmi við þær reglur sem gilda um ráðningu innlendra manna. Öll ákvæði í kjarasamningum eða ein- staklingsbundnum samningum hvað varðar aðgang að vinnu, laun, launa- kjör, uppsagnir eru ógild ef þau mæla fyrir um mismunun launþega aðildarríkis EES, þ.e. útlendingsins gagnvart innlendum þegnum. Öll mismunun sem byggð er á þjóðerni er bönnuð, nema að krefj- ast valds á innlendu tungumáli, ef starfið krefst þess. Útlendingar sem sækja eftir vinnu hérlendis og væru jafnvel hæfari en íslendingar til starfans gætu ekki kært það ef þeir fengju ekki starfið, ef íslenskukunn- átta væri forsenda fyrir að gegna starfmu. EES-samningur þýðir að útlendingur getur komið hingað til lands og dvalið í allt að 3 mánuði til að leita að vinnu. Fái hann starf á hann rétt á dvalarleyfi, ef útlend- ingurinn fær ekki starf verður hann að fara úr landi. A þeim tíma á hann aðeins rétt á aðstoð vinnumiðl- unar en t.d. ekki félagslegri aðstoð. Hann á almennt rétt á viðurkenn- ingu prófa sinna. Atvinnufrelsið tekur ekki til starfa í þágu hins opinbera. Þetta þýðir að ákveðin störf, sem fela í sér beina eða óbeina þátttöku í beitingu opin- bers valds og skyldum sem stefna að því að varðveita hagsmuni ríkis eða opinberra stofnana eru undan- þegin atvinnufrelsinu. Atvinnuþátttaka útlendinga Hvað þýðir þetta miklar breyting- ar á atvinnuþátttöku útlendinga? Erfitt er að segja um það en gefin hafa verið út 1487 atvinnuleyfi til útlendinga um sl. mánaðamót, þar af 503 ti! ríkisborgara frá EB-lönd- um. Bretar eru þar fjölmennastir eða 186 á atvinnuleyfi. Þeir eru þó mun færri en Pólveijar en 249 eru nú á atvinnuleyfi. Veruleg eftirspurn er eftir erlendu vinnuafli bæði í fisk- vinnslu og heilbrigðisþjónustu. Er það í samræmi við nýlega könnun Þjóðhagsstofnunar, um að 450 störf voru laus í fiskvinnslu og 280 á sjúkrahúsum. Hlutfall erlendra ríkisborgara var 1,9% 1990, en 1,4% 1980. Tæplega 2800 útlendingar eru við störf hér á landi, 44% þeirra eru í Reykjavík. Hlutfallslega eru flestir útlendingar á Vestíjörðum. íslendingar á Norðurlöndum árið 1990 voru alls 10921 og eru það allir íslendingar, óháð aldri og hvort þeir stunda nám eða atvinnu. Sú spurning hlýtur að vakna hversu mikið atvinnuleysi væri hér á landi ef þetta fólk hefði ekki atvinnufrelsi á Norðurlöndum. Norðurlandabúar voru 40,5% aðfluttra útlendinga og 52% brottfluttra útlendinga á tíma- bilinu 1986-1989. 22,4% allra starf- andi útlendinga eru í fiskvinnslu og 10,5% í heilbrigðisstofnunum. Kjörlaunþega Rómarsamningurinn og reglugerð um launþega frá 1968 banna alla mismunun varðandi launakjör miðað við innlenda þegna. EB-dómstóllinn hefur tekið skýrt fram að EB-lög komi ekki í veg fyr- ir að aðildarríki beiti landslögum eða kjarasamningum um lágmarkskjör gagnvart sérhveijum launþega sem jafnvel er ráðinn tímabundið í við- komandi aðildarríki án tillits til þess í hvaða landi aðalaðsetur vinnuveit- anda er. Lögin um starfskjör launþega nr. 55/1980 kveða fortakslaust á um það að laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnuveitanda semja um skulu vera lámarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Lög þessi gilda að sjálfsögðu óháð þjóðerni launamannsins. íslandi er i lófa lagið að herða enn frekar á þessu sérstaklega gagnvart erlendum verktökum sem bjóða hér í verk og ætla að greiða erlendu verkafólki sínu lægra kaup en tíðk- ast hérlendis. Athyglisvert er að Norður- landabúar starfa lítið í fiskvinnslu. Bretar og Portúgalir eru ijölmenn- astir af EB/EFTA borgurum í fisk- vinnslunni. Oryggisákvæði EES_-borgarar öðlast ekki búsetu- rétt á Islandi nema þeir hafi fengið atvinnu hér á landi. Laus störf tak- marka því raunverulega það flæði sem getur orðið af ríkisborgurum EES hingað til lands. Þar sem hinn fámenni íslenski vinnumarkaður þol- ir litlar sveiflur er sérstakt öryggisá- kvæði vegna verulegrar röskunar vegna framkvæmdar samningsins. Ef þær eiga sér efnahagslegar, þjóð- félagslegar eða umhverfislegar for- sendur mega EES-ríki einhliða þ.e. án samþykkis hinna grípa til viðeig- andi aðgerða. Hafa ska! samráð um aðgerðir en ef röskun verður mjög skyndilega, má grípa til aðgerða og tilkynna EES-ríkjum málið eftir á. Gefa á EES-ríki skýrslu á 3ja mán- aða fresti um það hvort ástandið hafi breyst. ísland hefur gefið sérstaka yfír- lýsingu um að það muni einkanlega nota öryggisákvæðið er röskun verði á vinnumarkaði eða á fasteigna- markaði. Það er íslenskra stjórn- valda að ákveða það hvort aðstæður kalli á beitingu þessa öryggisnets. Reglugerð EB um flutning laun- þega gerir ráð fyrir því að hinir er- lendu borgarar njóti jafnréttis varð- andi aðild að stéttarfélögum og fái að gegna þar trúnaðarstörfum. Is- lendingar uppfylla þetta þar sem íslensk stéttarfélög eru opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félags- svæðinu. EB-reglur sem slíkar krefj- ast því engra breytinga á innlendri löggjöf og þeirri hefð sem er hér á MARKVISSARI ÁKVÖRÐUNARTAKA * Vefjast ákvarðanir fyrir þér? * Áttu erfitt með að afmarka vandamálið? * Læturðu aðra taka ákvarðanir fyrir þig? * Viltu þjálfa þig þannig að þú eigir auðveldara með að taka ákvarðanir? * Þarftu að taka þátt í eða stjórna hópákvörðunum? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já, skaltu lesa áfram. Er með nðmskeið í markvissari ákvörðunartöku. Námskeiðið er jafnt fyrir einstaklinga og fólk í atvinnulífinu. Á því er farið yfir helstu gildrur, sem flestir ákvörðunartakar lenda í og kynntar leiðir framhjá þeim. Námskeiðið byggir á aðferðum atferlisákvörðunarfræði (Behavioral Decision Making), sem notaðar eru með góðum árangri hjá fyrirtækjum á borð við General Motors, Royal Dutch/Shell og IBM. Næstu námskeið hefjast þriðjudaginn 29. október kl. 9.30 og fimmtudaginn 31. október kl. 20.30. Upplýsingar og innritun í síma 612026. Einnig á kvöldin og um helgar. Símsvari þegar enginn er við. Tek einnig að mér ákvörðunarráðgjöf fyrir einstakiinga, fyrirtæki og stof nanir. BETRI ÁKVÖRÐUN Ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar, _________Skipholti 50C, 2. hæð. Leiðbcinondi: Marinó G. Njólsson ókvörðunarfraeðingur og búsetufrelsi landi varðandi aðild að stéttarfé- lögum og forgangsákvæðum um félagsmenn í kjarasamningum. Félagsmál Á vegum félagsmálaráðuneytis hefur starfað samráðsnefnd með fulltrúum frá ASÍ, BSRB, VSÍ og VMS, sem hefur farið yfir reglur Evrópubandalagsins á sviði félags- mála og borið þær saman við íslensk lög. Þessir málaflokkar teljast til félagsmála hjá EB; Öryggi og holl- ustuhættir á vinnustöðum, jafnrétt- ismál, vinnumál, réttindi launafólks á vinnumarkaði, málefni ungs launa- fólks, málefni fatlaðra, vissir þættir heilbrigðismála yfirlýsing Evrópu- bandalagsins um lágmarksréttindi launafólks. Stærsti málaflokkurinn er öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum. Ekki verður séð að íslensk lög og reglur stangist á við EB-reglur. Hins vegar þurfum við að setja ítarlegri reglur t.d. varðandi notkun öryggis- hlífa, varúðarskilti á vinnustöðum, vinnu við myndskjái, reglur um vinn- ustaði og fieira. EB hefur lagt mikla áherslu á jafnrétti kynjanna, enda fjallað um það í Rómarsamningnum. Sérstakar reglur eru um jöfn laun fyrir jafn- verðmæt störf. Aðildarríki EB eigi að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt sé að lýsa dauð og ómerk ákvæði í kjarasamningum sem bijóta í bága við grundallarreglur um jöfn laun. Þá ber að vernda þann sem höfð- ar mál gegn því að vera sagt upp starfi, á grundvelli reglna um jöfn laun. Aðildarríki EB eru hvött til að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á jafnrétti kynjanna, kallað ,jákvæði mismunun”. Réttindi launafólks ættu að vera betur tryggð með EES. íslendingar vei'ða að taka upp reglur EB um Jóhanna Sigurðardóttir „Ég efast ekki um það að Islendingar kunna að meta það að geta farið til EB/EFTA og leitað sér að atvinnu og átt rétt á viðurkenn- ingu prófa sinna og öðlast öll félagsleg rétt- indi fái þeir atvinnu.” vernd launþega í tengslum við hóp- uppsagnir. Slíkar reglur eru ekki fyrir hendi nú. Þá þarf að tryggja vernd réttinda starfsmanna við sölu fyrirtækis, í samræmi við EB-regl- ur. Engar reglur gilda hér á landi um þetta mál. EB hefur strangar reglur um vinnu unglinga og barna. Væntan- lega verður að breyta ákvæðum laga um vemd bama og ungmenna. Mikil áhersla er lögð á starfs- menntun í EB-ríkjunum og gengið út frá því að löggjöf sé fyrir hendi í aðildarríkjunum. Til að uppfyjla skyldur okkar vegna EES yrðu ís- lendingar að fá starfsmenntun, en ég lagði á sl. þingi frumvarp um starfsmenntun í atvinnulífinu, sem ekki náði fram að ganga. EB hefur gert ýmsar samþykktir um málefni fatlaðra. EFTA-ríkin munu taka þátt í samstarfsmálefn- um með EB á þeim. EB hefur samþykkt yfirlýsingu um grundvallarrétti launafólks á sviði félagsmála. Þar er að finna 48 tillögur, þar af fjölmargar á sviði vinnuverndar. Gert er ráð fyrir laga- setningu varðandi ýmis svið, en á öðrum sviðum geti aðildarríki valið leiðir til að hrinda ákvæðunum í framkvæmd. Aðilar vinnumarkaðar- ins gætu t.d. samið um þetta. Áhrifin á íslandi Evrópskt efnahagssvæði á að geta orðið íslensku þjóðinni til mikilla heilla. Atvinnu- og búsetu- frelsi er eitt svið þessara samninga. Ég efast ekki um það að íslendingar kunna að meta það að geta farið til EB/EFTA og leitað sér að atvinnu og átt rétt á viðurkenningu prófa sinna og að öðlast öll félagsleg réttindi fái þeir atvinnu. Ásókn útlendinga í vinnu á íslandi hefur verið sveiflukennd. Ef mikið er af lausum störfum höfum við ævinlega leitað eftir fólki í öðrum löndum. Á stundum hafa það verið Færeyingar, Ástralir, Nýsjálend ingar eða Danir. Hér hefur ekki verið fleira fólk en atvinnutækifærin leyfa. Lítil ástæða er til að óttast röskun þar sem EB/EFTA ríkisborg arar hérlendis myndu einungis njóta réttinda fengju þeir vinnu. Við munum hins vegar óhikað nota okkur þann rétt sem við höfum náð samkomulagi um við EB þ.e. að gera viðeigandi ráðstafanir og stöðva flæði útlendinga hingað til lands, ef röskun verður á vinnu- markaði. Höfundur er félagsmálaráðherra. FORÐIST VERÐHÆKKUNINA! 11,25% vörugjald á frá og meðQ nóvember Eftir 1. nóvember nk. hækkar verð á parketi verulega vegna ákvörðunar stjórnvalda. Algengustu parketgerðir hækka um + 400-500 kr. á fermetra Ef þú ert að huga að parketkaupum, skaltu bregðast tímanlega við og spara þér tugi þúsunda á þínu gólfi. í Teppabúðinni færðu hið frábæra norska BOEN-PARKET í eik, beyki, aski, hlyn, merbau, iroko og fjölda annarra viðartegunda. Við afgreiðum parketið og alla fylgihluti til þín fljótt og vel - beint af lager eða sérpantað. Komdu og fáðu vandaðan myndalista með verðlista. Þú finnur hentugt og fallegt framtíðargólf í BOEN-PARKETI. IEPMBUÐIN orní LAU6ARDÖGUM Fll KL. 11-14. Gólfefnamarkaðurinn, Suðurlandsbraut 26, símar 681950 og 814850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.