Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 35
i ‘ M0R(SUNBLAÐ1Ð LAUGARÐAGUR1 26' OKTÓBER 1991 U'35' félk f fréttum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fulltrúar Rauðakrossdeildar Árnessýslu og Kvenfélags Selfoss ásamt fulltrúum Sjúkrahúss Suðurlands. GJAFIR Yeglegar gjafir til Sjúkrahúss Selfoss Selfoss. Sjúkrahúsi Suðurlands bárust ný- lega veglegar tækjagjafír, frá Kvenfélagi Selfoss og Rauðakross- deild Árnessýslu. Andvirði gjafanna nemur samtals ríflega 822 þúsund- um króna. Rauðakrossdeildin gaf handlækn- ingatæki sem notuð eru við með- höndlun á beinbrotum og nýtast til að halda brotum betur saman en ella og stuðla að því að viðkomandi getur komist mun fyrr á kreik en ella. Einnig fara þessi tæki betur með liði o g minnka úrkölkun úr bein- um við meðferð. Einar Hjaltason yfírlæknir sjúkrahússins sagði tækið nýtast stofnuninni vel við öklabrot og framhandleggsbrot sem oftast koma til meðhöndlunar. Kvenfélagið gaf vagn fyrir bráða- móttöku sjúklinga og til að nota við bráðatilfelli innan stofnunarinnar. í vagninum eru öll nauðsynlegústu tæki, lyf og umbúðir sem nota þarf. Félagið gaf einnig fæðingarklukku og fylgihluti með henni. Með þessari nýju klukku er unt að ná fyrr til barnsins í erfiðum fæðingum auk þess sem það fer betur með höfuð barnsins en eldri tæki. Tæki þessi voru formlega afhent 18. október. Við það tækifæri lét Hafsteinn Þorvaldsson framkvæmd- astjóri þess getið að Sjúkrahúsinu bærust stöðugt gjafir, ýmist peningagjafir eða tækjagjafir. Hann lýsti því hversu mikill styrkur og TAUGAÞENSLA Tom Jones lagður í einelti Söngvarinn og kyntröllið Tom Jo- nes hefur reynt ýmislegt, m.a. horft upp á stútungshúsmæður vippa sér úr nærbrókunum í áheyr- endakösinni fyrir framan hann á sviðinu og kasta þeim til hans. Hann hefur gaman af slíku, en hann hefur einnig upplifað skuggahliðarnar af frægðinni og nýlega sagði hann frá atviki nokkru. Sagði hann að sögu- þráðurinn í kvikmyndinni frægu „Fatal Attraction” væri næstum eins og barnaleikur miðað við eigin reynslu að því undanskyldu þó að uppörvun væri að því fyrir stjórnend- ur og starfsfólk stofnunarinnar að eiga slíkan stuðning vísan. Sig. Jóns. Tom Jones. hann lenti aldrei í hnífaslag. Þannig var mál vexti, að kona ein tók þvílíku ástfóstri við Tom, án hans vitundar í fyrstu, að úr spannst geðveiki. í fyrstu safnaði hún mynd- um og frásögnum af goðinu, en síð- an fór hún að hringja í hánn hvar sem er og hvenær sem er. Hún marghótaði honum bæði beint og í síma að hann hefði verra af ef hann fylgdi sér ekki heim eins og skot og gengi að eiga sig, enda væri hún hans. Hún hringdi einnig í eiginkonu Tom og hótaði henni líkamsmeiðing- um og jafn vel hroðalegum dauðdaga ef hún færi ekki frá honum á stund- inni. Þetta stóð yfir lengi, lengi og alltaf magnaðist ungfrúin, svona eins og púkinn á fjósbitanum. Tom reyndi hvað eftir annað að fá lögregluna í lið með sér, en það gekk ekkert, honum var sagt að konan hefði ekkert brotið af sér og lögreglan gæti ekkert aðhafst fyrr en ungfrúin bryti lög. Þöndust nú taugakerfi jafnt og þétt, eða þar til einn góðan veðurdag, að eltingar- leikur ungfrúarinnar við Tom, sem teygði sig til allra þeirra landa sem Tom ferðaðist til (líka íslands?) var orðinn henni svo kostnaðarsamur, að hún stal greiðslukorti föður síns til þess að fjármagna utanlandsferð. Karlinn, sem vissi af geðveilu dóttur sinnar, kærði stúlkuna og hún var handtekin þegar í stað. Nú fær Tom að vera í friði að mestu. Aðilar úr Félagi leiðbeinenda í skyndihjálp skoða björgunarþyrlu Landlielgisgæzlunnar. -• AFMÆLI Félag leiðbeinenda í skyndihjálp 10 ára Félag leiðbeinenda í skyndi- hjálp (FLÍS) hélt upp á tíu ára afmæli félagsins fyrir skömmu. í tilefni afmælisins heimsóttu félagsmenn nokkra að- ila sem hafa mikla þýðingu varð- andi skyndihjálp og kynntu sér starfsemi þeirra. Félagsmenn heimsóttu Náms- gagnastofnun, Landhelgisgæzl- una, Björgunarsveitina Ingólf og Sæbjörgu, Slysavarnaskóla sjó- manna, og kynntu sér þátt þess- ara aðila í þeim málum er lúta að skyndihjálp. Tilgangur FLÍS er að efla sam- stöðu meðal leiðbeinenda í skyndi- hjálp, efla þekkingu félagsmanna með námskeiðum og útgáfustarf- semi og stuðla að jákvæðu sam- - starfi við þá aðila sem skyndi- hjálparmálefni varða. Félagsmenn eru rúmlega tvö hundruð manns og má þar nefna sjúkraflutnings- menn, kennara, lögreglumenn, hjúkrunarfræðinga og björgunar- sveitarmenn. Formaður félagsins er Kristján H. Kristjánsson. Leiðbeinendum í skyndihjálp sem áhuga hafa á starfi félagsins er bent á að sækja aðalfund þess sem haldinn verður 26. október klukkan 19 á veitingahúsinu Naustinu. NÝJAR SENDINGAR af hornsófum og svefnsófum Svefnsófar. Mikið úrval. Hornsófi 2+3, sem þú breytir í úrvals rúm. Verð aðeins kr. 99.000 stgr. OPIÐ í DAG KL. 10-16. SUNNUDAG KL. 14-16. HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI66 HAFNARFIRÐI 5ÍMI 54100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.