Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 Uppsagiiir hjá Slippstöðinni: Verið að laga fyr- irtækið að hörð- um raunveruleika — segir Tómas Ingi Olrich alþingis- maður og stjórnarmaöur í Slippstöðinni TÓMAS Ingi Olrich, alþingis- maður og stjórnarmaður í Slipp- stöðinni hf. á Akureyri, segir að Ólafsfjörður: Beiðni um gjaldþrota- skipti hjá Oslax hf. STJÓRN Óslax hf. í Ólafs- firði óskaði eftir því við bæjarfógetann í Ólafsfirði að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið verður væntanlega úrskurð- að gjaldþrota eftir helgi. Þorsteinn Ásgeirsson í Ólafs- fírði, sem sæti á í stjórn Óslax, sagði að ekki hefði verið um annað að ræða í stöðunni. Óslax er seiðaeldistöð með áherslu á hafbeit, en endurheimtur hafa verið afar slæmar síðustu þrjú til fjögur ár og því hafi endar einfaldlega ekki náð saman. Yfirbygging fyrirtækisins hefði þó engin verið og rekstri haldið í lágmarki, aðhalds verið gætt í hvívetna og starfsmenn lagt mikið á sig. Það dygði þó ekki til þegar fiskurinn skilaði sér ekki til baka. Skuldir Óslax nema um 60 milljónum króna, en eignir þess, fasteign, ker og annað, eru metnar á um 50 milljónir króna. Um 300 þúsund seiði eru í stöðinni nú. Eigendur Óslax eru Kaupfé- lag Eyfirðinga, Byggðastofnun, Ólafsfjarðarbæ og Veiðifélag Ólafsfjarðar auk smærri eigna- raðila. yfirbygging fyrirtækisins hafi verið miðuð við þarfir mun stærra fyrirtækis en Slippstöðin hafi verið orðin og aðrar mark- aðsaðstæður en nú ríktu. Ekki hafi því verið hjá því komist að endurskipuleggja reksturinn. Tómas Ingi sagði að búast mætti við að samdráttur í yfirbyggingu fyrirtækisins yrði til lengri tíma, fækkun annarra starfsmanna væri varúðarráðstöfun, en fyrirtækið myndi leita leiða til að ná nýjum verkefnum. „Við þessar breytingar hverfur margt fólk frá fyrirtækinu, sem þjónað hefur því vel og dyggilega árum saman. Með þessu fólki fer þekking og dýrmæt reynsla, fyrir- tækið verður því ekki samt og áð- ur. Aðgerðirnar eru því sársauka- fullar, en með þeim er verið að laga fyrirtækið að hörðum raunveru- leika. Við trúum því að eftir endur- skipulagningu verði fyrirtækið bet- ur búið til að takast á við þær að- stæður sem nú ríkja, en þessi endur- skipulagning er aðeins upphaf, eft- irleikurinn skiptir miklu máli. Þá reynir á samheldni, útsjónarsemi og fyrirhyggju allra. Leggist allir á eitt mun fyrirtækið rísa upp upp úr þessum erfiðleikum og eflast,” sagði Tómas Ingi. Fyrirlest- ur um sorg foreldra SORG foreldra er heiti á opnu fyrirlestri sem sr. Bragi Skúla- son sjúkrahúsprestur Ríkisspítal- anna flytur í Háskólanum á Ak- ureyri á þriðjudag. Bragi mun í fyrirlestrinum ræða Fulltrúi Elizovo á Kamtsjakaskaga, Vladimir Panomerev og Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, eftir að vinabæjasamband milli bæjanna var undirritað í vikunni. Til hliðar við Halldór er Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Vinabæjasamband tekið upp við Elizovo á Kamtsjakaskaga TEKIÐ hefur venð upp vinabæjasamband milli Akureyrar og EIizovo á Kamtsjaka-skaga. Einhverjum kann að þykja langt á milli staðanna tveggja, en þá skilja 176 gráður á hnettinum, eða hálfur hnötturinn. Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að fyrst hefði málið verið rætt síðasta haust, þá hefði sendinefnd austan að komið til landsins í apríl, en ekki náðst að ganga frá samkomulag- inu þá. I bænum Elizovo og næsta nágrenni búa um 50 þúsund manns og hafa menn þar áhuga á að opna samfélagið, en þess er vænst að báðir aðilar muni hafa hag af vinabæjarsambandinu, m.a. í atvinnulegu tilliti. Auðug fiskimið eru í námunda við bæinn og hafa íbúar hug á að byggja upp sjávarútveg, bæði veiðar og vinnslu, sem og einnig markaðs- hliðina. Þá er jarðvarmi og mikill á þessum slóðum. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar komið á sam- skiptum við þetta svæði. Námskeið fyrir leiklistarfólk um forsorg, að- draganda dauða, missi á með- göngu, andvana fæðingu, vöggu- dauða og tilfinn- ingar foreldra við missi. Fyrirlesturinn er haldin á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og verður hann fluttur í stofu 24, þriðjudaginn 29. október kl. 20. Fréttatilkynning LEIKLISTARFÓLK á Norður- landi eystra verður á námskeiði sem Leikfélag Akureyrar hefur undirbúið nú i dag, laugardag 26. október. Boðið verður upp á fjögur námskeið sem fastráðnir leikarar hjá LA munu hafa um- sjón með. Þráinn Karlsson verður leiðbein- andi á framsagnarnámskeiði, Val- geir Skagfjörð er með námskeið í leikritun og Þórdís Arnljótsdóttir og Jón Stefán Kristjánsson verða með námskeið í tækni leikarans. Aðalfundur Leikfélagasambands Norðurlands verður haldinn að námskeiðum loknum og síðan snæða gestir saman, en sjá að lok- um sýningu LA á Stálblómi. Þá verður boðið upp á kaffi og umræð- ur í Borgarsal Samkomuhússins. Aðsókn að námskeiðinu er mikil, en á fimmta tug áhugamanna frá leikfélögum á Norðurlandi munu taka þátt í þeim. Úr fréttatilkynningu Evrópska efnahagssvæðið: Umræðu um ráðherraskýrslu ólokið SKÝRSLA Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra um niðurstöður um evrópskt efna- hagssvæði var enn til umræðu á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra mælti af sannfæringarkrafti með þeim samningsniðurstöðum sem liggja fyrir. Kvennalistinn er enn andvígur niðurstöðunum. Fram- sóknarmenn þurfa tíma til að skoða málið betur. Skýrsla utanríkisráðherra var rædd síðastliðinn miðvikudag en umræðunni var frestað um kvöld- matarleytið. Þegar fundur hófst á Alþingi í gærmorgun vildu tals- menn stjórnarandstöðunnar fá að vita hvenær skýrslan kæmi aftur til umræðu og var þeim kappsmál að það yrði sem fyrst; bæði væri málið brýnt og mörgu ósvarað, og einnig yrði hlé á fundahaldi Alþing- is í næstu viku. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) taldi það ekki skipta höfuðmáli hvort skýrslan yrði rædd nú eða nokkru síðar, það hefði enginn samningur verið gerður, ekki væri lokið við að samræma texta, hvað þá undirrita. Enginn hefði sett sína stafi undir eitt eða neitt. Enginn væri svo gáfaður að geta afgreitt þetta flókna mál á örfáum dögum eða vikum, eða jafnvel mánuðum. Við værum óbundnir af öllu ogþing- menn hlytu að kreíjast þess að málið fengi eðlilega umfjöllun í nefnd og á þinginu. Það varð úr að utanríkisráðherra kæmi til þingfundar síðdegis og að umræðu um skýrsluna yrði fram haldið. Þegar utanríkisráðherra'kom til þings mælti hann eindregið með þeim niðurstöðum sem fyrir liggja. Taldi hann felast í þeim stóran ávinning og vísaði gagnrýni á bug. Ráðherra reifaði og skýrði ýmsa þætti málsins og svaraði fyrirspurn- um sem hann reyndar taldi sig hafa svarað sumum áður. Það var ekki að ráða af máli Krístínar Einarsdóttur (SK-Rv) að rök og skýringar utanríkisráðherra hefðu sannfært Kvennalistakonur. Taldi þingmaðurinn að Evrópu- bandalagið myndi flestu ráða á evr- ópsku efnahagssvæði og sagði hún það mat manna í Noregi að veru- legt fuilveldisafsal fælist í þessum samningum. Halldóri Ásgrímssyni (F-Al) þótti sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengju heldur langt í því að tala um evrópskt efnahagssvæði sem staðreynd. Halldór rakti ýmsa þætti málsins, fannst sumt þar ekki liggja nægjanlega ljóst fyrir. Einnig vildi hann að ríkisstjórnin gerði grein fyrir áformum sínum og stefnu í ljósi þeirra breyttu aðstæðna sem evrópskt efnahagssvæði myndi skapa. Hann lýsti andstöðu og vanþókn- un á öllu tali um inngöngu í Evrópu- bandalagið og taldi líklegt, ef ísland gæti orðið aðili að evrópska efna- hagssvæðinu með hagstæðum hætti, myndi það styrkja stöðu þeirra sem væru andvígir aðild að Evrópubandalaginu. En þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu yrði að vera okkur hagkvæm og Framsókn- armenn og þjóðin öll þyrftu tíma til að gera upp hug sinn. Kl. 16. frestaði Salome Þorkels- dóttir forseti Alþingis umræðunni og sleit fundi. Frumvarp til lánsfjárlaga 1992: Heimild til þrettán milljarða lántöku LANSFJARÞORF hins opinbera hefur meira en tvöfaldast á síðustu fimm árum. „Núverandi ríkisstjórn hyggst snúa þessari þróun við,” sagði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra þegar hann mælti í gær fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1992. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjármálaráðherra verði fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að taka að láni allt að 13 milljörðum króna á næsta ári. Lánsfénu verður varið í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1992 og ákvæði sjálfra lánsfjárlaganna. I framsöguræðu fjármálaráðherra kom m.a. fram að hrein lánsfjárþörf hins opinbera, ríkissjóðs og annarra opinberra aðila, hefur rúmlega tvö- faldast síðustu fimm árin úr 4% landsframleiðslunnaren áætluð hrein lánsfjárþörf á þessu ári er áætluð 9,7% af landsframleiðslu. Fjármálaráðherra benti á nokkur nýmæli í frumvarpinu, m.a. að gert væri ráð fyrir að sé í öðrum lögum en fjárlögnm og lánsfjárlögum kveð- ið á um lántöku og ábyrgðarheimild- ir, skuli nýting þeirra ætíð vera inn- an þeirra marka sem sett eru í íjár- lögum og lánsfjárlögum ár hvert. Einnig verður ráðherra fijálst að ákveða hvort hann tekur lánið inn- lendis eða erlendis, í krónum eða erlendum gjaldmiðli. Ennfremur telst það til nýmæla að felldur er niður sá kafli í frumvarpinu sem hingað til hefur kveðið á um skerðingar á lögbundnum framlögum ríkissjóðs á fjárlögum. Þessi ákvæði munu birt- ast í sérstöku frumvarpi sem fjár- málaráðherra boðaði að lagt yrði fram innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.