Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 5
ft&gMag&G :á jrjitAOM^K'!' aiaA.iaM;Joi!Ow MORGUNBLAÐIE) SUNNUDAGUR-8.-DESEMBER-199i~ % 5 „Ef fólk í minni aðstöðu heldur að það hafi eignast vini eða kunn- ingja, þá má það alveg eins búast við heilmikilli grein í einhverju slor- blaði, sem er uppfull af dellu. Fólk notfærir sér slík kynni,"_ sagði hún. En hún kvaðst halda að íslendi ngar væru örugg og vel gerð þjóð. Þannig hefði hún kynnst okkur.- Mér fannst þetta mikil 'upplifun og sjálfsagt hef ég verið kominn með einhvern stjörnuglampa í augun. Ég frestaði heimförinni, hringdi heim og sagði Bjarkeyju frá tilboðinu, og við vorum farin að láta okkur dreyma drauma um ævintýri og sældarlíf á sundlaugarbarmi í Hollywood. Sjálfdauðir krabbar og sætsúrar kleinur Margar skemmtilegar sögur eru í bókinni, þar á meðal þessi, sem gerð- ist í síðbúinni brúðkaupsferð Heiðars óg konu hans, Bjarkeyjar Magnús- dóttur: Við bjuggum á hóteli sem heitir Mirabeau, í svítu sem var miklu stærri en íbúðin okkar í Breiðholtinu. Hótelið var svo glæsilegt að konurn- ar sátu við sundlaugina í skóm með- pinnahælum, og þangað þýddi ekki að fara í einhverjum hversdagslegum sundbolum. Við Bjarkey erum bæði hrifin af austurlenskum mat og finnst gaman að borða hann, og við vorum búin að sjá mjög fallegan, kínverskan veitingastað niðri við ströndina. Þangað fórum við eitt kvöldið, sett- umst inn og skoðuðum matseðilinn, sem leit ágætlega út. Við ákváðum að byrja á krabbasúpu. Hins vegar leist okkur ekki á blik- una þegar súpudiskarnir voru settir fyrir okkur, því að það sem við feng- um var sjálfdauður krabbi í ein- hverju torkennilegu hlaupi sem hrist- ist og titraði eins og frekar slöpp meyjarbrjóst. Við skildum ekkert í því að slíkt óæti skyldi vera borið fram á þessum fína stað, en ákváðum að bíða eftir aðalréttinum, súrsætu svínakjöti. Við höfðum beðið stúlkuna sem þjónaði okkur til borðs að spyrja yfir- þjóninn hvaða vín ætti best við með því sem við höfðum pantað. Hún gerði það og kom með eitthvert kín- verskt hvítvínssull sem var verra á bragðið en Miðjarðarhafið. Að borðinu við hliðina á okkur voru nú komin tvö roskin, amerísk pör, greinilega forrík. Önnur konan var í flegnum kjól og bar hálsmen með stórum demanti sem hékk niður á milli brjóstanna. Hún var líka með falskar neglur með bláu lakki og var að borða salat með fingrunum. Það var stórfengleg sjón. Við áttum dálítið bágt með okkur að fara ekki að hlæja að blessaðri konunni og að veitingunum sem fyr- ir okkur voru bornar. En svo kom súrsæta svínakjötið. Og þá tók í hnjúkana, því að það var eins og Áslaug mamma hefði gleymt klein- unum sínum ofan í boxi í heilt ár og velt þeim síðan upp úr klístraðri karamellusósu. Við sátum þarna og gerðum rosa- legt grín að sjálfum okkur fyrir að hafa lent í slíkum ósköpum. Þá veitt- um við athygli sænskum hjónum, sem höfðu komið inn meðan við vor- um að borða og sest við borðið hinum megin við okkur. Þau höfðu pantað sér eitthvað og byrjuðu að borða, en voru greinilega ekki ánægð með matinn. Allt í einu heyrum við að sænska konan segir: „Veistu hvað, við hljótum að hafa gert einhver mistök þegar við vorum að panta matinn. Þessi staður er ábyggilega góður, því að make-up- artistinn frá Yves St. Laurent, sem málaði mig fyrir tveimur vikum í NK í Stokkhólmi, situr hérna á næsta borði, og hann hlýtur að vita hvar hægt er að fá góðan mat." Við eigum að vera ánægð með okkur Heiðar er maður sem hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum hlutum, ekki síst á útliti: Við búum í litlu landi þar sem ekki er unnt að týnast í fjöldanum. Við þekkjum hvert annað og Jóna á þrettán og Gunna á sautján þekkja okkur. Og við hugsum allt of mikið um hvað þessum ágætu grönnum okkar finnst um okkur, í stað þess að hugsa um hvað okkur finnst sjálf- um. Heiðar við varðeld heima á Krossum með Bjarkeyju konu sinni, Jóni föður sínum og Maríu konu hans. Þegar við lítum í spegil sjáum við alltaf þá hryggðarmynd sem við höld- um að aðrir sjái, af því að okkur finnst sjálfum að við séum ómögu- leg. Þá minnkar sjálfsöryggi okkar og spegilmyndin sem við sjáum verð- ur í rauninni það sem allir sjá. Þar með myndast vítahringur sem erfitt er að komast út úr. Ef við erum ekki ánægð með speg- ilmyndina af okkur gengur ekkert upp. Við megum ekki gleyma því að ef við elskum okkur ekki sjálf elskar okkur enginn. Ef okkur fínnst við ekki falleg, þá erum við ekki falleg. Fegurð er hinsvegar afstætt hug- tak. Allt fólk er fallegt á sinn hátt, við höfum öll einhverja fegurð til að bera, og hægt er að geisla af fegurð án þess að falla inn í einhverja fegurðardrottningarímynd. Stúlka sem tekur þátt í fegurðars- amkeppni þarf að hafa rétt bil á milli augnanna, beint nef, beinar tennur, fallegt hár, axlir í Wutfalli við mjaðmir, barm í réttri hæð og stærð, grannt mitti og fallega fætur. Hún þarf að vera af vissri hæð og þyngd. En hún þarf ekki endilega að vera falleg kona. Hún þarf bara að fylla þennan ramma. Til eru ótalmargar konur sem falla langt utan við hann en eru þó mjög fallegar og heillandi. Þær gera sér hins vegar oft ekki grein fyrir því sjálfar, og þá er hætt við að aðrir sjái það ekki heldur. Kona sem stöð- ugt kvelst af vanmetakennd gagn- vart útliti sínu miðlar þessum nei- kvæðu tilfinningum til annarra, og þeir sjá ekki góðu punktana í útliti hennar, fremur en hún sjálf. Hafi konan hins vegar nægilegt sjálfsör- yggi til að bera getur hún látið aðra gleyma því að kannski er sitthvað í útliti hennar sem ekki fellur ýkja vel að hefðbundinni fégurðarímynd. Ytri og innrifegurð Sjálfur var ég innan við tvítugt þegar ég fór að vinna við útlitstengd störf. Ég var í tískusýnmgum, hér- lendis og erlendis, og útlit mitt skap- aði mér tekjur og var þáttur í því að mér tókst að framfleyta heimili mínu. Samt er ég með lítil, innstæð augu og flatan hnakka, svo að tæp- lega er pláss fyrir heilabúið, ég er með stóru tennurnar hans pabba í litla gómnum hennar mömmu, og rifbeinin standa út af því að ég fékk væga beinkröm á fyrsta ári. Þegar ég sit uppréttur er ég mjög myndarlegur á velli af því að hrygg- urinn er langur, en þegar ég stend upp gerist ekki neitt. Þá breytast hlutföllin, af því að fótleggirnir á mér eru svo stuttir að það liggur við að ég þurfi að passa mig á því, þeg- ar ég geng yfir þröskuld, að fá ekki flísar á óþægilega staði. En þegar ég geng um götur snýr fólk sér við og segir að þarna sé þessi margrómaði Heiðar Jónsson á ferðinni. Það er af því að ég hef þannig fas, af því að ég gef frá mér þau skilaboð að ég líti vel út. Ég nenni ekki að eyða lífinu í að hafa áhyggjur af því hvernig þessi ytri mynd er. Ég hef nóg annað að fást við. Ef ég væri til dæmis alltaf að hugsa um hvað ég er stuttfættur mundu allir sjá það. Ef fólk með skakkar tennur ber hendurnar fyrir munninn þegar það talar sér maður að eitthvað er að. Ef fólk fyrirverður sig fyrir eitthvað í fari sínu eða út- liti taka allir eftir því. Farið djarft afstað Heiðar beinir orðum sínum ekki eingöngu til ungra kvenna, heldur einnig til þeirra sem eldri eru, svo og karla: Manngerðirnar eru gífurlega mismunandi, og meðal annars þess vegna finnst mér alltaf betra að vinna í hópi. Sumir vilja endilega einkatíma, en það getur verið svolít- ið pínlegt að sitja með einni mann- eskju og tala umbrjóstin á henni eða rasskinnarnar. Ég er líka þeirrar skoðunar að fólk sem ég tek í einka- tíma fái heldur minna út úr því en þeir sem koma í hóptíma til mín. Þar er auðveldara að vera nokkuð djarfur í tali og segja meira. Margir halda að konur séu óþving- aðri en karlar í hóp, en eitt af því sem hefur komið mér á óvart er að sjá að svo er ekki. Konur eru í meiri keppni hver við áðra og þora síður að gefa sjálfum sér lausan tauminn. Karlmenn sem koma á fyrirlestra hjá mér eru að vísu oft með dálítinn hundshaus í byrjun. Ég held að oft séu nokkuð margir í hópnum sem hugsa sem svo: „Hvað getur þessi maður haft að segja mér? Er þetta ekki einhver fígúra sem hefur bara með konur að gera?" Yfirleitt er ég mjög fljótur að koma mönnum til að skipta um skoðun og fer stundum dálítið djarft af stað. Og ég hef komist að því að karlmenn eru ekkert hræddir hver við annan á sama hátt og konur. Þeir eru ekki í þessari samkeppni sem alltaf virð- ist loða við konur; ekki nema þá karlmenn sem eru að vinna við útlits- tengd störf. A efri árum Eitt hef ég verið fremur óhress með í sambandi við þau námskeið sem ég hef staðið fyrir, en þó held ég að það sé dálítið að breytast: Mér finnst meðalaldur viðskiptavina minna of lágur. Við eigum ótalmargar glæsilegar, fullorðnar konur sem ég held að gætu fengið mikið út úr því að hugsa meira um liti, stíl, förðun og "fleira. Ég get kannski ekki kennt þeim margt í sambandi við framkomu og fatastíl, en þær gætu gert mikið fyr- ir sjálfar sig með því að vera alltaf í réttum litum og farða sig rétt. Fullorðnar konur eiga aldrei að vera mikið málaðar, en þær þurfa að kunna nokkur smábrögð sem lyfta þeim og gera þær unglegri. Ég hef alltaf haft gaman af því að mála konur sem komnar eru á efri ár og mér er sérstaklega minn- isstætt YSL-fórðunarnámskeið í Sví- þjóð, þar sem við vorum nokkrir sam- an, þar á meðal José Luis, sem stjórn- aði þessu, og ungur piltur sem heitir Mikael Nilsson. Hann hefur reyndar komið hingað til að kenna snyrti- fræðingum. Við dyrnar var maður sem sá um að skipta konunum sem vildu láta mála sig niður á okkur, og hann var dálítill mannþekkjari. Hann skipti þeim þannig að konur sem voru aðalbornar eða þekktar í samkvæmislífinu í Svíþjóð fóru til José, þær sem virtust vera módel eða tengjast tískuheiminum voru sendar til Mikke, og þær sem voru bara venjulegar konur fóru til hinna, sem þarna voru. En þær elstu voru allar sendar til mín. ; Við treystum hvort öðru í bókinni ræðir Heiðar mikið um samskipti kynjanna og viðhorf karla ogkvenna hvors til annars: Ég umgengst geysilega margar konur og margar þeirra eru gífurlega fallegar og aðlaðandi. Margir halda aðj>að hljóti að valda erfiðleikum í hjónabandi okkar Bjarkeyjar. En ég hef stundum sagt, og við bæði, að ef Bjarkey ætlaði að vera afbrýðisöm gæti hún varla sinnt nokkru öðru. Afbrýðisemi er nokkuð sem ég held að við höfum rætt til hlítar í byrjun sambúðar okkar og kemur því nánast aldrei upp. Við sáum strax að ef við treystum ekki hvort öðru væri samband okkar dauðadæmt. Hins vegar fínnst mér ekkert skrítið þótt komið geti upp afbrýðisemi hjá hjónum sem alltaf hafa gert alla hluti saman og aldrei verið fjarvistum hvort frá óðru, af því að þau hafa aldrei þurft að taka á því. En {hjóna- bandi okkar Bjarkeyjar komu strax upp þær aðstæður að við þurftum að taka á þessu máli, því að ég var fljótlega farinn að vinna í tengslum við fegurðarsamkeppnina, og bein samskipti mín við fallegar konur eru jafngömul hjónabandinu. Það er dálítið fyndið að einmitt við, sem höfum fengið á okkur allar þessar kjaftasögur, höfum orðið eins konar siðgæðisverðir í kunningja- hópnum gegnum árin. Allir sem þekkja okkur vita að við erum ein- staklega stöðuglynt fólk, og fólk hefur hugsað sem svo að allt hlyti að vera í lagi með makann fyrst hann væri með Heiðari og Bjarkeyju, þau gerðu aldrei neitt af sér. Ég hef þá trú að hjónabandið sé blessað af Guði. Jafnframt er það samnirigur, líklega alvarlegasti samningurinn sem maður gerir á lífs- leiðinni, og virðingin sem ég ber fyr- ir hjúskaparheitinu er í samræmi við þá trú mí^a. Við Bjarkey vorum bæði alin upp til að þekkja og virða grundvallarreglur hjónabandsins og umgengnisreglur sem hjón og aðrir þurfa að temja sér í sínum samskipt- um. HERRAHANZKAR: meö prjónafóðri HERRAHANZKAR: meökanínufóðri HERRAHANZKAR: með lambaskinnsfóðri HERRAHANZKAR: með prjónafóðri (kínverskir) kr. 1.800,- HERRAHANZKAR: meðkanínutóðri(kínverskir) kr. 2.200,- HERRAHANZKAR: með lambaskinnsfóðri (kínverskir) kr. 2.400,- DÖMUHANZKAR: með prjónafóðri kr. 3.500,- DÖMUHANZKAR: meðkanínufóöri kr. 3.900,- DÖMUHANZKAR: með lambaskinnsfóðri kr. 4.500,- DÖMUHANZKAR: með prjónafóðri (kfnverskir) kr. 1.600,- DÖMUHANZKAR: með lambaskinnsfóðri (kfnverskir) kr. 2.200,- Sendum í póstkröfu. _$mi/58/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.