Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 31 dag, helgidaga sem virka daga. Skuldin vegna virkjunar Blöndu kostar okkur um fjórar milljónir króna í vexti á sólarhring. Sínum augum lítur hver á silfrið Með þessa síðustu tölu í huga var það hlálegt, þegar Allen Born, stjórnarformaður Amax, kom hér við í þotu sinni til að hugga ís- lensku þjóðina þá er álviðræðurnar runnu út í sandinn. Hann svaraði spurningu íslensks fréttamanns um það hvort álfélögin þijú væru að hafa okkur að fíflum á þá leið, að enginn þyrfti að efast um einlægni álrisanna þriggja, enda væru þeir búnir að eyða heilli milljón dollara í viðræðurnar frá upphafí, hvorki meira né minna en 60 milljónum íslenskra króna! Eða eiins og Blönd- uskuldin ein kostar okkur í vaxta- gjöldum á hálfum mánuði! Þar við má svo bæta, að við íslendingar erum núna búnir að eyða um 900 milljónum króna sérstaklega í und- irbúning fyrir sölu til orkufreks iðn- aðar fyrir utan tugmilljónirnar sem fóru í Reyðarfjarðarhillingarnar, sem aldrei urðu neitt nema kostnað- ur. Það hlýtur að vera fleirum en mér umhugsunarefni, hvers vegna hlutirnir eru með þessum ólíkindum hér á landi. Kerfið virðist ekki geta lært af mistökum sínum. Það virð- ist því ekki liggja annað fyrir en að breyta kerfinu. Kerfið virðist vera hópur af einstaklingum, sem eru tengdir stjórnmálaflokkunum'. Hæfileikar þessara manna felast oft í öðrum eiginleikum en nýtist til þeirra starfa, sem þeir eru vald- ir til fyrir okkar hönd. Fá 25-50 þúsund kr. fyrir fundinn Hér ætti kannski ekki að vera ástæða til að elta ólar við einstakl- inga. Kerfið virðist bregðast hver sem í hlut á. Ekki verður þó hjá því komist. Eðli sínu samkvæmt eiga þeir að þera ábyrgð. Það er þeirra hlutverk. Fyrir það fá þeir borgað úr okkar sameiginlegu sjóð- um. Hér er rétt að fram komi, að mikið er í húfi fyrir gæðinga stjórn- málaflokkanna að komast t.d. í stjórn Landsvirkjunar. Þar voru haldnir 18 fundir á síðasta ári, að meðaltali um tveggja klukkustunda langir. Stjórnarmenn fá greiddar um 450 þúsund krónur árlega á núverandi verðlagi, nema stjómar- formaðurinn fær um 900 þús. kr. Þeir fá sem sagt 25—50.000 kr. fyrir hvern fund og kannski ein- hveija heima- og nefndavinnu. Þær uppghæðir eru þó hreinustu smá- munir miðað við kostnaðinn sem hlýst af röngum ákvörðunum þeirra. Ég læt hér fylgja með nöfn þeirra sem sátu í stjóm Landsvirkjunar þegar ákvörðun um virkjun Blöndu var gerð og nöfn stjórnarmanna núna: 1980: Jóhannes Nordal, formað- ur, Árni Grétar Finnsson, Baldvin Jónsson, Þorkell Bjarnason, Birgir ísl. Gunnarsson, Guðmundur Vig- fússon, Ólafur B. Thors. 1991: Jóhannes Nordal, formað- ur, Árni Grétar Finnsson, Guð- mundur Árni Stefánsson, Páll Pét- ursson, Páll Gíslason, Alfreð Þor- steinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Finnbogi Jónsson, Gunnar Ragnars. Sumir þessara manna tengjast miklum umsvifum á vegum kerfis- ins og væri ástæða til að skoða þau störf betur sem og árangursleysi stóriðjunefndar við sölu á orku. Formaður Landsvirkjunar, Jóhann- es Nordal, er einnig formaður stór- iðjunefndar. Er ekki mál að linni? Er ekki mál að gefa flokksvaldinu og kerfis- körlunum frí og taka upp ný vinnu- brögð, þar sem menn verða að bera raunverulega ábyrgð á störfum sín- um í stað þeirrar skipunar, sem hér ríkir? Hér sanka fulltrúar spilltra stjórnmálaflokka að sér völdum og vegtyllum alveg óháð getu sinni og án þess að nokkurs sé krafist á móti. Kerfið eins og það hagar sér er greinilega ófært um að læra af mistökum sínum. Vegna stærðar vandans tel ég rétt, að störf Lands- virkjunar verði sérstaklega tekin til athugunar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnubrögð af þessu tagi. Höfundur starfur að kynningar- og markaðsmálum. ' mon/i * Pe,m gíöra.“ aðr«-n aðriydur, Seðlabanki íslands styrkti landssöfnunina meó því aó kosta birtingu þessarar auglýsingar. tuulnphone ÖfH1 suuatch Nú geta tveir talað samtímis, í sama símtœkið við þriðja aðila í TVÍBURASÍMANUM fró SWATCH — Nýtískuleg og falleg hönnun 10 mismunandi litir og útlit: 123456 789 10 UMBOÐSMENN UM LANDIÐ: STÖÐLUÐ GERÐ (mynd 7 - VERÐ KR. 4.990 Tónval - Endurhringing 3 styrkteikar hringingar 10) LÚXUS GERÐ (mynd 1-6) VERÐ KR. 5.490 Tónval - Endurhringing 20 skammvalsminni/nafnaminni 3 styrkleikar hringingar HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 Reykjavík: Hagkaup, Heimilistœki, Húsasmiðjan, Kaupstaður í Mjódd, Ljósbœr, Mikllgarður, Radíóbúðin, Raftœkjaverslunin Glóey, Títan hf., Símval Hatnartjörður: Húsasmiðjan, Ljós og Raftœki Njarðvík: Hagkaup Keflavík: Stapafell Akranes: Málningarþjónustan, Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Kdupfélag Borgfirðinga Stykkishólmur: Húsið Höfðagötu ísafjöröur: Húsgagnaloftið, Straumur Blöndós: Kaupfélag V. Húnvetninga Sauðárkrókur: Verslunin Hegri Akureyri: Hagkaup, Radíónaust, Radíóvinnustofan, Rafland hf. Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga, Öryggi sf. Eigilstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Seyðisfjöröur: L. Haraldsson Höfn Hornafirði: Kaupfélag A. Skaft- fellinga Vestmannaeyjar: Brimnes Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangceinga Hella: Mosfell Selfoss: Kaupfélag Árnesinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.