Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 31

Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 31 dag, helgidaga sem virka daga. Skuldin vegna virkjunar Blöndu kostar okkur um fjórar milljónir króna í vexti á sólarhring. Sínum augum lítur hver á silfrið Með þessa síðustu tölu í huga var það hlálegt, þegar Allen Born, stjórnarformaður Amax, kom hér við í þotu sinni til að hugga ís- lensku þjóðina þá er álviðræðurnar runnu út í sandinn. Hann svaraði spurningu íslensks fréttamanns um það hvort álfélögin þijú væru að hafa okkur að fíflum á þá leið, að enginn þyrfti að efast um einlægni álrisanna þriggja, enda væru þeir búnir að eyða heilli milljón dollara í viðræðurnar frá upphafí, hvorki meira né minna en 60 milljónum íslenskra króna! Eða eiins og Blönd- uskuldin ein kostar okkur í vaxta- gjöldum á hálfum mánuði! Þar við má svo bæta, að við íslendingar erum núna búnir að eyða um 900 milljónum króna sérstaklega í und- irbúning fyrir sölu til orkufreks iðn- aðar fyrir utan tugmilljónirnar sem fóru í Reyðarfjarðarhillingarnar, sem aldrei urðu neitt nema kostnað- ur. Það hlýtur að vera fleirum en mér umhugsunarefni, hvers vegna hlutirnir eru með þessum ólíkindum hér á landi. Kerfið virðist ekki geta lært af mistökum sínum. Það virð- ist því ekki liggja annað fyrir en að breyta kerfinu. Kerfið virðist vera hópur af einstaklingum, sem eru tengdir stjórnmálaflokkunum'. Hæfileikar þessara manna felast oft í öðrum eiginleikum en nýtist til þeirra starfa, sem þeir eru vald- ir til fyrir okkar hönd. Fá 25-50 þúsund kr. fyrir fundinn Hér ætti kannski ekki að vera ástæða til að elta ólar við einstakl- inga. Kerfið virðist bregðast hver sem í hlut á. Ekki verður þó hjá því komist. Eðli sínu samkvæmt eiga þeir að þera ábyrgð. Það er þeirra hlutverk. Fyrir það fá þeir borgað úr okkar sameiginlegu sjóð- um. Hér er rétt að fram komi, að mikið er í húfi fyrir gæðinga stjórn- málaflokkanna að komast t.d. í stjórn Landsvirkjunar. Þar voru haldnir 18 fundir á síðasta ári, að meðaltali um tveggja klukkustunda langir. Stjórnarmenn fá greiddar um 450 þúsund krónur árlega á núverandi verðlagi, nema stjómar- formaðurinn fær um 900 þús. kr. Þeir fá sem sagt 25—50.000 kr. fyrir hvern fund og kannski ein- hveija heima- og nefndavinnu. Þær uppghæðir eru þó hreinustu smá- munir miðað við kostnaðinn sem hlýst af röngum ákvörðunum þeirra. Ég læt hér fylgja með nöfn þeirra sem sátu í stjóm Landsvirkjunar þegar ákvörðun um virkjun Blöndu var gerð og nöfn stjórnarmanna núna: 1980: Jóhannes Nordal, formað- ur, Árni Grétar Finnsson, Baldvin Jónsson, Þorkell Bjarnason, Birgir ísl. Gunnarsson, Guðmundur Vig- fússon, Ólafur B. Thors. 1991: Jóhannes Nordal, formað- ur, Árni Grétar Finnsson, Guð- mundur Árni Stefánsson, Páll Pét- ursson, Páll Gíslason, Alfreð Þor- steinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Finnbogi Jónsson, Gunnar Ragnars. Sumir þessara manna tengjast miklum umsvifum á vegum kerfis- ins og væri ástæða til að skoða þau störf betur sem og árangursleysi stóriðjunefndar við sölu á orku. Formaður Landsvirkjunar, Jóhann- es Nordal, er einnig formaður stór- iðjunefndar. Er ekki mál að linni? Er ekki mál að gefa flokksvaldinu og kerfis- körlunum frí og taka upp ný vinnu- brögð, þar sem menn verða að bera raunverulega ábyrgð á störfum sín- um í stað þeirrar skipunar, sem hér ríkir? Hér sanka fulltrúar spilltra stjórnmálaflokka að sér völdum og vegtyllum alveg óháð getu sinni og án þess að nokkurs sé krafist á móti. Kerfið eins og það hagar sér er greinilega ófært um að læra af mistökum sínum. Vegna stærðar vandans tel ég rétt, að störf Lands- virkjunar verði sérstaklega tekin til athugunar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnubrögð af þessu tagi. Höfundur starfur að kynningar- og markaðsmálum. ' mon/i * Pe,m gíöra.“ aðr«-n aðriydur, Seðlabanki íslands styrkti landssöfnunina meó því aó kosta birtingu þessarar auglýsingar. tuulnphone ÖfH1 suuatch Nú geta tveir talað samtímis, í sama símtœkið við þriðja aðila í TVÍBURASÍMANUM fró SWATCH — Nýtískuleg og falleg hönnun 10 mismunandi litir og útlit: 123456 789 10 UMBOÐSMENN UM LANDIÐ: STÖÐLUÐ GERÐ (mynd 7 - VERÐ KR. 4.990 Tónval - Endurhringing 3 styrkteikar hringingar 10) LÚXUS GERÐ (mynd 1-6) VERÐ KR. 5.490 Tónval - Endurhringing 20 skammvalsminni/nafnaminni 3 styrkleikar hringingar HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 Reykjavík: Hagkaup, Heimilistœki, Húsasmiðjan, Kaupstaður í Mjódd, Ljósbœr, Mikllgarður, Radíóbúðin, Raftœkjaverslunin Glóey, Títan hf., Símval Hatnartjörður: Húsasmiðjan, Ljós og Raftœki Njarðvík: Hagkaup Keflavík: Stapafell Akranes: Málningarþjónustan, Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Kdupfélag Borgfirðinga Stykkishólmur: Húsið Höfðagötu ísafjöröur: Húsgagnaloftið, Straumur Blöndós: Kaupfélag V. Húnvetninga Sauðárkrókur: Verslunin Hegri Akureyri: Hagkaup, Radíónaust, Radíóvinnustofan, Rafland hf. Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga, Öryggi sf. Eigilstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Seyðisfjöröur: L. Haraldsson Höfn Hornafirði: Kaupfélag A. Skaft- fellinga Vestmannaeyjar: Brimnes Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangceinga Hella: Mosfell Selfoss: Kaupfélag Árnesinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.