Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 18

Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 Höldum áttum í EES-málinu eftirJón Sigurðsson Lokaspretturinn í EES-samning- um í Lúxemborg upp úr miðjum október sl. var erfiður; yfir fundar- salnum var sem svifi fisklykt úr Norðurhöfum og útblástur frá stór- um vörubílum á krókóttum vegum Alpanna. þessa októberdaga og nætur minntist enginn á deilur um dómssögu. Vissulega höfðu ákvæð- in um EES-dómstólinn verið afar erfið úrlausnar á einu stigi samn- ingaviðræðananna og virtust jafn- vel um tíma geta valdið slitum á þeim. En um dómstólinn og lögsögu hans náðist samkomulag í vor og ekki var á annað minnst en að um það atriði væri full sátt, þegar full- trúar samningsaðila stóðu upp frá borðum í Lúxemborg og lýstu því yfir að EES-samkomulagið væri komið í höfn. Spurningar til EB-dómstóIsins Álitsgerð EB-dómstólsins nú á aðventunni kom því mjög á óvart. Framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins hafði ritað dómstólnum bréf og beðið hann að svara fjórurn spurningum. Spurt var: 1. Um álit EB-dómstólsins á því að dómarar hans taki sæti í fyrir- huguðum EES-dómstól, 2. hvort það bijóti í bága við Rómarsáttmálann, stjórnarskrá EB, að EFTA-ríkjum verði heimilt að koma fyrir EB-dómstólinn þegar hann dæmir í EB-málum teiji þau sér málið skylt, 3. hvort það samræmist Rómar- sáttmálanum að einstök EFTA-ríki geti heimilað dómstólum sínum að beina beiðnum um forúrskurði til EB-dómstóla og 4. hvort réttarkerfi EES-samn- ingsins samræmis Rómarsáttmál- anum. Dómstóllinn hefur nú sent frá sér 56 síðna álit um þessar spurningar. Álit hans ber vott um það að hann sé mjög á varðbergi gagnvart hverri þeirri breytingu sem dregið gæti úr áhrifum hans og þess réttarkerf- is sem hann er hluti af. Svör dómaranna í svarinu við fyrstu spurningunni kemur fram að dómstóllinn er and- vígur stofnun sérstaks EES-dóm- stóls með þátttöku 5 dómara frá EB-dómstólnum og 3 dómara frá EFTA-ríkjum í hvetju máli. Rökstyður hann þá afstöðu sína ekki síst með því að dómarar EB- dómstólsins kynnu að þurfa að dæma sams konar mál á tvenns konar forsendum og hætt væri við að samræmi í dómsniðurstöðum næðist þá e.t.v. ekki þrátt fyrir samhljóða ákvæði í þeim réttarregl- um sem eftir er dæmt. í einu tilfell- inu eigi dómendur að hafa mark- mið Evrópubandalagsins að leiðar- ljósi við túlkun réttarheimildanna, en í öðru tilfelli eigi að beita öðru og venjulegra mati á réttarheimild- unum óháð þeim markmiðum. Þá telur dómstóllinn einnig að dóms- vald EES-dómstólsins geti í vissum tilvikum brotið í bága við sjálfstæði Evrópudómstólsins og sé því í and- stöðu við Rómarsáttmálann. Varðandi aðra spurninguna kem- ur fram að aðeins þyrfti að breyta Jón Sigurðsson „Hér verða menn að ná áttum. Álit Evrópudóm- stólsins er enginn dauðadómur yfir EES- samningunum. Það nær aðeins til afmarkaðs hluta samkomulagsins frá Lúxemborgarfund- inum í október.“ starfsreglum EB-dómstólsins til að EFTA-ríkin geti lýst sjónarmiðum sínum fyrir EB-dómstólnum, þegar það ætti við. í svari við þriðju spurningunni kemur fram að EB-dómstóllinn tel- ur ekkert því til fyrirstöðu að beiðn- um um forúrskurði sé beint til hans. Hins vegar getur dómstóllinn ekki fallist á að úrskurðimir séu aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Dómstóllinn svarar Ijórðu spurn- ingunni þannig að það réttarkerfi, sem fyrirhugað sé að koma á fót innan EES sé ósamrýmanlegt Róm- arsáttmálanum. Það sem hér veldur er fyrst og fremst að það er megin- inntak EES-samkomulagsins að reglukerfi EB varðandi innri mark- aðinn, sem fullmótað á að vera í árslok 1992, gildi einnig fyrir EFTA-ríkin. Verkefni EES-dóm- stólsins er því í raun tvíþætt, ann- ars vegar að skera úr í málum er varða framkvæmd EB-reglna og hins vegar í málum er varða sam- skipti EFTA-ríkja og EB á grund- velli EES-samkomulagsins. Það er skörun á dómssögu dómstólanna tveggja sem vandanum veldur. Á því máli má án efa finna lausn, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Nýr skriður á samningana Álit Evrópudómstólsins hefur hrundið af stað tilfinningaþrunginni umræðu í EFTA-ríkjunum um EES- samkomulagið. Andstæðingar sam- komulagsins hafa hent álitið á lofti og tala sumir þeirra nú hátt um að þeir hafi séð þetta allt saman fyrir og álit dómstólsins hnekki samkomulaginu. Meðal fylgjenda samkomulagsins hafa komið fram raddir, sem hafa áfellst fram- kvæmdastjórnina fyrir að hafa ekki fengið álit dómstólsins á fyrirhug- uðu réttarkerfi eftir því sem EES- samningunum miðaði áfram. Um það atriði er því hins vegar til að svara að það dómstólakerfi er ekki til, þar sem menn geta hringt í dómarana og fengið úrskurð þeirra jafnóðum og vafamál koma upp. Fullvissa fæst ekki fyrr en í raun- verulegum dómsmálum. Hér verða menn að ná áttum. Álit Evrópudómstólsins er enginn dauðadómur yfir EES-samningun- um. Það nær aðeins til afmarkaðs hluta samkomulagsins frá Lúxem- borgarfundinum í október. í álitinu er fundið að lausnum sem sumar EFTA-þjóðir höfðu lagt mikla áherslu á, en eru síður en svo einu lausnirnar sem til greina koma. Ekki virðast miklir annmarkar á því að koma til móts við sjónarmið dómstólsins sem koma fram í svör- um hans við annarri og þriðju spurningunni sem fyrir hann voru bornar. Hér skulu hugmyndir um aðrar lausnir ekki tíundaðar að sinni, en meginatriðið er að menn hrekjist ekki af leið í samningunum. Samningamenn aðila vinna nú að því að finna lausn á þessum vanda. Það hefur því ekki verið stigið skref aftur á bak í EES-samningun- um, en hins vegar hafa menn num- ið staðar til að svipast um. Nú þarf að stíga rösklega fram á við og koma nýjum skriði á myndun hins evrópska efnahagssvæði þannig að tímasetningarnar er samningasaðil- ar höfðu áður komið sér saman um raskist ekki og EFTA-ríkin verði fullgildir aðilar að hinum sameigin- lega innri markaði í ársbyijun 1993 eins og stefnt hefur verið að. í því máli hefur stjórnmálaforysta EB og EFTA-ríkjanna síðasta orðið — ekki EB-dómstóllinn. Höfunduv er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þankar um Sædýrasafn eftir Eddu Bjarna- dóttur og Jórunni Sörensen „Fyrir nokkru voru erlendir dýralífsfræðingar á ferðalagi á ís- landi. Var þeim m.a. boðið að skoða „aquarium" hér suður með sjó og fóru mennirnir í þetta skoðunar- ferðalag í þeirri trú að þar væri ríkt sædýralíf til staðar hjá þessari miklu fiskiþjóð. Þeirri sjón sem fyrir augu bar fengu þeir vart með orðum lýst. Þeir voru miður sín eftir heimsóknina og gátu ekki fyrir nokkurn mun skilið að þessum stað hefði ekki fyrir löngu verið lokað af ábyrgum aðilum og for- stöðumenn þessa staðar settir í „búr“ um óákveðinn tíma.“ Þetta er upphaf blaðagreinar um Sædýrasafnið í Hafnarfirði frá ár- inu 1976 - undirfyrirsögn: „Ekki sæmandi siðuðu þjóðfélagi." í greininni lýsir blaðamaður ástandi safnsins sem er vægast sagt hrika- legt. Dýr drepast þar unnvörpum vegna skorts á sérþekkingu þeirra sem annast þau. Ljón drepast úr kattarfári vegna þess að láðst hef- ur að bólusetja þau. Hreindýr drep- ast vegna skorts á réttri fæðu. Fiskar synda um í gruggugu vatni með roðið alsett sárum. Megnt óloft er í ljónahúsi, en það hýsir jafnframt tvo apa í litlu búri. Þann- ig heldur blaðamaður áfram göngu sinni um safnið. Það er sama hvar borið er niður, allt ber að sama brunni, aðbúnaður og umhirða er fyrir neðan allar hellur. Þótt ótrú- legt sé þá liðu mörg ár frá því þessi grein birtist þar til loks tókst að fá safninu lokað. Ástæðan fyrir því að þetta er rifjað upp nú er smá minningar- klausa um Sædýrasafnið sem birt- ist í Morgunblaðinu þann 3. nóv- ember sl. þar sem spurt er hvort Sædýrasafnið sofi þyrnirósarsvefni eða svefninum langa. Minnst er liðinna daga þegar foreldrar gátu farið um helgar með börn sín til að skoða „kynjadýr úr sjó - eink- um hina vitru háhyrninga“. Milli línanna má lesa að eftirsjá sé að safninu, en síðar segir að „einhver styrr hafi staðið um aðbúnað dýr- anna“. Einhver styrr! Það er vægt til orða tekið. Getur það verið að Hjálparbeiðni Eins og kunnugt er brann íbúðarhúsið á Harrastöðum í Skeijafirði (Fáfnisnes 4) á Þor- láksmessu. Halldóra Helgadóttir missti þar heimili sitt og allt inn- bú óvátryggt. Tjón hennar er því mjög mikið. Það eru döpur jól, sem hún hefir átt að þessu sinni. Um jólin ríkir hjá okkur andi kærleika og gjafmildi fremur en nokkru sinni endranær, og við óskum þess að öllum líði vel. Ég vil hvetja vini Halldóru og Friðriks Sigurbjörnssonar (en hann lést fyrir nokkrum árum) og aðra góðhjartaða menn, að láta eitthvað af hendi rakna til Halldóru. Opnaðar hafa verið sparisjóðsbækur nr. 8136 við Búnaðarbankann, útibúið í Mos- fellsbæ og við Sparisjóð Reykja- víkur, nr. 6276, tékkareikn. Auk þess verður framlögum veitt móttaka í Hallgrímskirkju og á skrifstofu lögmanna í Austur- stræti 18 (Eymundssonar-hús- inu). Guð blessar glaðan gjafara. Gleðilegt nýár. F.h. söfnunar- nefndar, Itagnar Fjalar Lárusson. Edda Bjarnadóttir ömurleg tilvera dýranna í Sædýra- safninu sé gleymd? Man enginn lengur áralanga baráttu dýra- verndarfólks fyrir bættum aðbún- aði þeirra og fyrir lokun safnsins? Sú saga má ekki falla i gleymsku. Hún var ljót og mörgum til skamm- ar, ekki síst yfirvöldum landsins sem létu það viðgangast að safnið væri starfrækt í 18 ár en í meira en áratug af þeim tíma var þeim æ ofan í æ bent á að ekki væri allt með felldu. Það var ekki fyrr en árið 1986 að gripið var í taum- ana en það var ekki dýranna vegna - slíkt gerist svo sjaldan - safnið vai'ð gjaldþrota þrátt fyrir gífur- legar tekjur af háhyrningsveiðum, en þær tilheyra sérstökum kapítula í sögu Sædýrasafnsins og síðar Faunu-félags sem byggt var á rústum þess. Önnur myndin sem fylgir grein- arkorni Morgunblaðsins leiðir hug- ann einmitt að þeim kapítula. Á henni er háhyrningur á floti í gömlu hvalalauginni í Sædýrasafn- inu. Þetta er annar tveggja há- hyrninga sem voru veiddir haustið 1976 (29. október). Annar hvalur- Jórunn Sörensen inn átti að fara til Hollands en hinn til San Diego í Kaliforninu. Þegar kaupendur komu til að sækja þá rúmri viku seinna brá þeim illilega í brún. Skepnunum hafði ekkert verið gefið að eta síð- an þær veiddust. Þær voru orðnar máttfarnar og bærðu varla á sér. Kaupendum blöskraði hvernig dýr- in voru á sig komin og hvernig búið var að þeim. Að lokinni lækn- isrannsókn kom í ljós að þau voru með allt of lágt blóðsökk og að þau myndu ekki þola flutning til Hollands hvað þá til Bandaríkj- anna. Dýrin voru látin laus. Þetta dæmi er bara smámunir í saman- burði við ýmis önnur. Sum eru hreinustu hrollvekjur eins og þegar 5 háhyrningar voru geymdir í laug í Sædýrasafninu mánuðum saman um vetur þar til þá kól. Tveir dráp- ust en þrem, alsettum kalsárum, var varpað í sjóinn nær dauða en lífi. Nú er farið að tala um að vekja Sædýrasafnið af þyrnirósarsvefni en til þess að svo megi verða þurfi að veiða 4 háhyrninga á ári og selja þá erlendum dýragörðum. 1 grein Morgunblaðsins er háhyrn- ingur sagður vitur skepna. Hvernig líður slíku dýri í lítilli laug? Austur- ríski dýrasálfræðingurinn Konrad Z. Lorenz gjörþekkir til íbúa dýra- garða. í bók sinni „Talað við dýr- in“ segir hann: „Hvaða dýr eru í sannleika óhamingjusöm og aumkunarverð þegar þau eru svipt frelsi? í fyrsta lagi greind og þrosk- uð dýr; hin vakandi andi þeirra og athafnaþrá fá ekki fullnægjandi viðfangsefni í búrinu. Og í öðru lagi öll þau dýr, sem stjórnast af sterkum hvötum, sem þau geta ekki svalað, þegar frelsið er skert. Þetta er mest áberandi með dýrum, sem fara langar leiðir, þegar þau eru frjáls ferða sinna og hafa því ríka þörf fyrir að breyta um um- hverfi.“ íslendingum væri sæmra að styðja þá menn sem beijast gegn því að villt dýr séu höfð í dýragörð- um en að bætast í hóp hinna sem gera sér þjáningar varnarlausra dýra að féþúfu eða skemmta sér á kostnað þeirra. Höfundar: Édda Bjarnadóttir er lwpstjóri Skuldar, starfshóps SDÍ um verndun vilttra dýra. Jórunn Sörenscn crfonnaður SDL Reykjavíkurmyndir Jóns Helg’asonar biskups JÚLÍANA Gottskálksdóttir list- listrænu og sögulegu sjónarhorni. fræðingur kemur í dag klukkan Sýningin er opin til 5. janúar, virka 15 í listasalinn Nýhöfn og mun daga frá klukkan 12 til 18 og um fræða sýningargesti um myndir helgar frá klukkan 14 til 18. Sýn- Jóns Helgasonar biskups út frá ingin er á vegum Árbæjarsafns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.