Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 22

Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 Óhapp í Reykjavíkurhöfn: Tog’arinn Viðey sigldi á varðskip TOGARINN Viðey sigldi á tvö varðskip í Reykjavíkurhöfn um kl. 22.30 á jóladagskvöld. Töluverð ferð var á Viðey er óhapp þetta varð og eru varðskipin, Týr og Hvidbjörnen, nokkuð skemmd eftir ásiglinguna. Togarinn slapp betur og lagði úr höfn aftur morguninn eftir. Óhappið varð með þeim hætti að verið var að sigla Viðey út úr höfninni. Togarinn náði ekki beygju rétt við lægi varðskipanna og þegar reynt var að bakka skip- inu var vélin fös.t í framgír. Tókst að stöðva vélina með neyðarhemli en kominn var um fjögurra mílna skriður á togarann og rakst hann áþeirri ferð á stjórnborðshornið á Tý að aftan. Beyglaði Viðey lunninguna á Tý niður að dekki en kastaðist síðan á Hvidbjörnen og áfram milli þessara varðskipa, reif landfestar milli þeirra og reif niður þyrlurekkverk á báðum varðskipunum. Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, segir að nú sé verið að vinna að viðgerð á Tý og Hvidbjörnen en ljóst sé að skipin komist ekki á sjó fyrr en eftir nokkra daga. Mjög litlar skemmdir urðu á Viðey, aðeins lít- il göt á stefni togarans, og lagði hann úr höfn eftir bráðabirgðavið- gerð. Unnið að viðgerð um borð í Tý. Morgunblaðið/Sverrir Bæklingnr Norræna jafnlaunaverkefnisins: Varnarliðið telur forsíðumynd kyn- ferðislega áreitni BANNAÐ hefur verið að dreifa bæklingi á vegum Norræna jafn- launaverkefnisins meðal varn- arliðsmanna þar sem talið er að forsíða hans geti flokkast sem kynferðisleg áreitni á opinber- um stað. Forsíðuna prýðir stytta sem stendur á ráðhústorginu í bænum Fredriksberg í Noregi og sýnir nakið par snúa bökum saman. Á stytta þessi að sýna samstöðu kynjanna. Hildur Jónsdóttir, verkefnis- stjóri íslendinga í Norræna jafn- launaverkefninu, segir að bækling- ur-þessi hafi verið gefin út á öllum Norðurlandamálunum og ensku en hann fjalli um ráð til að jafna út launamismun milli kynja. „Okkur þykir leitt að þessum bæklingum á ensku var ekki dreift meðal varn- arliðsmanna og ég er raunar nokk- uð hlessa á að þetta tilfelli komi upp,“ segir Hildur. „Hins vegar skil ég mjög sjónarmið þeirra suð- ur á Velli og þar eru í gildi reglur um kynferðislega áreitni sem mér finnst mjög áhugaverðar." í máli Hildar kemur fram að það sé töluvert á ábyrgð starfsmanna sjálfra að túlka hvað flokkist undir kynferðislega áreitni og hvað ekki og að forstöðumenn starfsmanna- halds varnarliðsins hafi ekki viljað taka þá áhættu að forsíðumynd bæklings þessa væri þar talin c Forsíðan á bæklingi Norræna jafnlaunaverkefnisins. með.„Persónulega finnst mér að þeir hafi oftúlkað reglurnar í þessu tilfelli þar sem um styttu er að ræða,“ segir Helga. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varnarliðsins, segir að þeir hafi ekkert við innihald bæklingsins að athuga nema síður væri. Hins veg- ar væri forsíða hans þannig að hægt væri að túlka hana sem brot á þeim reglum sem í gildi eru um hveiju megi dreifa og hveiju ekki á opinberum stöðum á svæðinu. Ertu fylgjandi eða andvígur því að Búnaðarbanki Islands verði seldur? □ Fyigjandi þeir sem tóku afstöðu ■ Andvígur Andstaða við sölu Búnað- arbanka mest í dreifbýli NIÐURSTÖÐUR skoðanakönn- unar Gallup um afstöðu fólks til sölu Búnaðarbanka íslands sýna, að mikill meirihluti er andvígur sölu. Þá er greinilegur munur á afstöðu fólks eftir búsetu og eru íbúar í dreifbýli mun andvígari sölu en ibúar á höfuðborgar- svæðinu og í öðru þéttbýli. Á meðfylgjandi skýringarmynd sést, að af þeim sem afstöðu tóku í könnuninhi voru 73,3% andvígir sölu, en 26,7% hlynntir henni. Töfl- ur yfír aldursskiptingu sýna, að andstaðan fer vaxandi með hærri aldri. Á meðan 67% fólks á aldrinum 15-24 ára og 64,4% á aldrinum 25-34 ára eru andvíg sölu, en 88,5% fólks í elsta hópnum, 60-75 ára, sama sinnis. Súluritið yfir skiptingu eftir búsetu, til hægri á skýringar- myndinni, sýnir að íbúar dreifbýlis- ins telja nær allir að ekki eigi að selja bankann og aðeins 6,7% þeirra sem tóku afstöðu eru á öðru máli. Bjóðum allt að átta þús. kr. lægri fargjöld en Flug'leiðir - segir Guðni Þórðarson hjá Sólarflugi GUÐNI Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofan bjóði launþega- ferðaskrifstofunnar Sólarflugs, samtökum og farþegum sínum segir að þau flugfargjöld sem frá því í sumar séu 3-8.000 krón- Blysför um Sogamýri og Elliðaárdal FERÐAFÉLAG íslands efnir til blysfarar og léttrar fjölskyldu- göngu sunnudaginn 29. desemb- er. Slík ganga var farin í fyrra og tóku þátt í henni um 450 manns. Lagt verður af stað í ferðina klukkan 16,30 frá nýju félagsheihiili Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Blys verða til sölu á staðnum. Gengið verður frá hinu nýja félags- heimili Ferðafélagsins um Soga- mýri og Elliðaárdal. Áætlaður göngutími er hálf önnur klukku- stund. Meðan á göngunni stendur mun Hjálparsveit skáta verða með flugeldasýningu á Geirsnefi. Þetta er síðasta af styttri ferðum félags- ins á árinu, en síðasta Ferðafélags- ferð ársins er áramótaferð í Þórs- mörk. Með blysförinni er Ferðafélag íslands m.a. að vekja athygli á nýju félagsheimili sínu í Mörkinni 6, en áætlað er að starfsemi félagsins verði flutt þangað í vor og þar mun jafnframt verða brottfararstaður Ferðafélagsferða í framtíðinni. um ódýrari en fargjöld sem for- ystumenn launþegasamtakanna hafa samið um við Flugleiðir. Stéttarfélögin leituðu ekki eftir tilboðum í utanlandsferðir til Sólar- flugs, að sögn Guðna, en hann seg- ir að það komi ekki að sök þar sem launþegar leiti eftir lægsta verði eins og aðrir. Hann sagði að ferð- skrifstofan viidi hlynna að þeim sem hefðu lægstu launin og byði laun- þegasamtökum, svo sem ASÍ og verslunarmannafélaginu, auk þeirra 11.000 farþega sem hefðu ferðast með Sólarflugi á árinu 3-8.000 króna lægri flugfargjöld en þau fargjöld sem forysta laun- þegasamtakanna hefði gert samn- ing um við Flugleiðir. Þeim sem hvorki eru meðlimir í launþegasam- tökum né fyrrum viðskiptavinir Sólarflugs er boðið upp á svipuð fargjöld hjá Sólarflugi og Flugleiðir bjóða launþegasamtökum, að sögn Guðna. Viðkomustaðir Sólarflugs næsta sumar verða Kaupmannahöfn, Amsterdam, London og Glasgow. Flogið verður með Atlantsflugi frá 1. maí til 1. október, að sögn Guðna. Morgunblaðið/Svcinbjöm Berentsson Isaksturinn endaði illa Það fór illa fyrir piltunum tveimur, sem ætluðu að reyna leikni sína í ísakstri á Hvaleyrarvatni um síð- ustu helgi. Þeir voru komnir nokkurn spöl út á vatn- ið þegar þunnur ísinn gaf sig og bifreið þeirra, Suzuki Swift, fór á bólakaf. Björgunarsveitin Fiska- klettur í Hafnarfirði liðsinnti piltunum, en það tók sex klukkustundir að koma bílnum á þurrt. Til þess þurfti að bijóta 2,5 metra breiða rennu í ísinn að landi, um 60 metra leið. Samkvæmt upplýsingum björgunarsveitarmanna var bíllinn furðu lítið skemmdur, en þó mun rafkerfi hans hafa farið illa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.