Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 24
24 ViU 1 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 199.1 V estmannaeyjar: ísfélagið, Hraðfrystistöðin og Bergur-Huginn sameinast Verður þriðja til fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins o g gert að almenningshlutafélagi 1. janúar 1992 sameinast ísfélag Vestmannaeyja, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Bergur-Huginn í einu fyrirtæki undir nafni ísfélags Vestmannaeyja hf. sem er elsta starfandi hlutafélag á íslandi. Hið nýja sameinaða fyrirtæki verður þriðja til fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem hefur yfir um 12.500 þorskígiidum að ráða. Samningar í þessa veru tókust seint í fyrrakvöld, en þeir hafa stað- ið yfir með hléum í nokkrar vikur. Stjórnir félaganna þriggja sam: þykktu svo samninginn í gær. í frétt frá félögunum þremur segir að firmamerki hins sameinaða fé- lags verði Skeifurnar sem eru merki Hraðfrystistöðvarinnar. Þar segir jafnframt: „Vegna minnkandi aflaheimilda og rekstr- arerfiðleika var ljóst að forsvars- menn sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum þurftu að leita allra leiða til hagræðingar og endur- skipulagningar í rekstri. Ljóst varð að hagræðing innan einstakra fyrir- tækja leiddi ekki til nægjanlega hagstæðrar niðurstöðu." Hið sameinaða félag hefur yfir tveimur frystihúsum að ráða, fiski- mjöls- og loðnuverksmiðju, neta- gerð, frystitogara, þremur ísfisk- togurum, sex togskipum og þremur loðnuskipum. Samanlagðar fisk- veiðiheimildir þessara skipa á yfir- standandi vertíð eru 7.510 þorsk- ígildi, eða um 9.000 tonn af bol- fiski. Auk þess hefur félagið yfir um 500 tonna rækjukvóta að ráða, fjórum sfldarkvótum, fjórum loðnukvótum og humarkvóta. Sam- anlagt má meta þessar veiðiheimild- ir sem 12.500 tonn. I fréttatilkynningunni segir að markmið sameiningarinnar sé auk- in hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Færri skip verði gerð út og því verði einhverjum eldri skipa félags- ins lagt eða þau seld án veiðiheim- ilda. Allrar hagræðingar verði leitað í vinnslu bolfisks sem að mestu leyti verði unninn í öðru frystihúsinu, en árstíðabundin vinnsla svo sem loðna, humar og síld í hinu frysti- húsinu. „Samanlagðar skuldir félaganna eru um tveir milljarðar króna að frádregnum veltufjármunum. Stefnt verður að lækkun skulda með sölu eigna sem ekki munu nýtast hinu sameinaða félagi. I samkomulagi um sameiningu félag- anna er ákveðið að auka hlutafé sem selt verður á almennum mark- aði og verður félagið gert að al- menningshlutafélagi. Öllu fastráðnu starfsfólki öðru en verkafólki og undirmönnum á fiskiskipum verður sagt upp störf- um við sameiningu félaganna. Leit- ast verður við að finna sem flestum störf við hæfi hjá hinu sameinaða fyrirtæki. Ljóst er þó að einhver fækkun á starfsmönnum eftir sam- eininguna. Stefna félagsins er að heimamenn sitji fyrir störfum hjá félaginu. Á fundi forsvarsmanna fyrirtækisins með starfsmönnum í gær kom fram, að togarinn Sigurð- ur RE, sem gerður hefur verið út frá Reykjavík, yrði fluttur heim svo fljótt sem hægt yrði og stefnt að því að manna hann heimamönnum. Forstjóri verður Sigurður Einars- son og aðstoðarforstjóri Magnús Kristinsson. Forráðamenn félagsins vænta þess að sameining félaganna komi til með að efla og styrkja atvinnulíf- ið í stærstu verstöð landsins. Það er einnig von þeirra að þessi sam- eining skapi sterkara og öflugra fyrirtæki bæði til lands og sjávar, en félögin hefðu orðið hvort í sínu lagi, starfsfólki félagsins og bæjar- félaginu til heilla.“ í fréttatilkynningu félaganna þriggja er einnig greint frá því að til aðstoðar í þessum viðræðum hafi verið þeir Svanbjörn Thorodds- en frá Verðbréfamarkaði íslands- banka hf., Birkir Leósson frá Lög- giltum endurskoðendum hf. og 01- afur Elísson frá Endurskoðun Sig. Stefánssonar hf. Eignir hins sameinaða ísfélags Vestmannaeyja Fiskimjöls- og loðnuverksmiðja Frystitógari Þrír ísfisktogarar Sex Þrjú SAMANLAGÐAR íiskveiðheimildir þessara skipa á yfirstandandi fiskveiðiári eru 7.510 þorskígildi eóa um 9.000 tonn af bolfiski. Félagið hefur auk þess rækjukvóta upþ á teeþ 500 tonn, fjóra síldarkvþta, fjóra loðnukvóta og humarkvóta. Samanlagt má meta þessar veiðiheimildir sem 12.500 þorskígildistonn. Tvö frystihús auk annarra fasteigna Sigurður Einarsson: Áhættan af óbreyttum rekstri ekki verjandi SIGURÐUR Einarsson forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar og verð- andi forstjóri hins nýja sameinaða ísfélags Vestmannaeyja segir helsta ávinninginn af þeirri sameiningu sem Isfélagið, Hraðfrysti- stöðin og Bergur-Huginn hafi nú ákveðið vera þann að menn geti hagrætt þannig í rekstri að fyrirtækin verði lífvænlegri í framtíð- inni. „Þegar upp er staðið er ég ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrir sameiningu störfuðu hjá fyrirtækjunum liðlega 300 manns, en Sigurður segir ekki hægt að segja til um það hve mikið starfs- mönnum fækkar við sameininguna. Hann segir að þau skip sem fyrir- tækin hafa gert út verði öll gerð út áfram, til að byija með, en stefnt sé að því að færa aflaheimildir sam- an, þannig að skipum verði lagt, þegar á næsta ári, eða þau seld. „Þegar upp er staðið er ég ánægður með þessa niðurstöðu. Áhættan sem fylgdi því að halda rekstrinum áfram óbreyttum. var einfaldlega of mikil og þess vegna ekki verjandi að taka hana. Hún var bæði of mikil fyrir mann sjálf- an og sérstaklega fyrir fólkið sem vann hjá fyrirtækinu. Auðvitað hefði maður viljað heldur reka sitt eigið fyrirtæki áfram og fólkið hefði líklega einnig kosið það frek- ar, en því fylgdi bara of mikil áhætta. Eg held að sameining fyrir- tækjanna í eitt komi til með að treysta rekstur þess í framtíðinni. Ég hef meiri trú á að við getum byggt upp lífvænlegra fyrirtæki eftir sameiningu og þraukað þá erfiðu tíma sem nú eru,“ sagði Sig- urður. ísfélag Vestmannaeyja eftir sameiningu kemur til með að skulda um tvo milljarða króna. Sig- urður var spurður hvort það væri ekki gríðarleg skuldsetning á einu fyrirtæki. „Vissulega verður Sigurður Einarsson skuldastaðan mjög erfið, en við áætlum að samlegðaráhrifin verði 50 til 100 milljónir króna, og ef svo hefði ekki verið, er ég hræddur um að við hefðum ekki klárað dæmið, með þeim skuldum sem eru á fyrirtækjunum," sagði Sigurður. Sigurður verður forstjóri hins sameinaða félags og Magnús Krist- insson verður aðstoðarforstjóri. Sigurður var spurður hvort hann óttaðist ekkert valdabaráttu á milli þeirra Magnúsar: „Nei, það geri ég ekki. Við erum búnir að ræða þetta mál alveg í botn og skipta með okkur verkum. Ég held ekki að það eigi neitt eftir að þvælast fyrir okkur.“ Ekki liggur fyrir hveijir munu skipa fimm manna stjórn félagsins, en það mun koma á daginn í janú- ar, þegar hluthafafundur verður haldinn. Sigurður var spurður hvernig starfsmenn fyrirtækjanna hefðu tekið ákvörðuninni um sameiningu: „Fólk hefur tekið þessu misjafn- lega. Þetta er áfall fyrir suma, en við erum náttúrlega að gera það sem við höldum áð muni koma öll- um betur, þegar til lengri tíma er litið. Auðvitað verður maður var við ákveðið öryggisleysi, en tíminn verður bara að leiða í ljós hver nið- urstaðan verður í þessum efnum. Línur munu skýrast frckar strax þegar líða fer á janúarmánuð,“ sagði Sigurður. „Það er nú að hefjast loðnuvert- íð eftir áramótin og við vonum að sú loðnuvertíð verði góð. Við erum bæði með loðnuverksmiðju og loðnuskip og vonum að það styrki okkur við að finna fólki vinnu,“ sagði Sigurður. Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson; Metum sam- einingar- áhrifin á 70 til 100 millj. MAGNÚS Kristinsson stjórnar- formaður ísfélags Vestmanna- eyja, sem verður aðstoðarforstjóri hins nýja sameinaða stórfyrirtæk- is í Vestmannaeyjum, segir að stefnt verði að því að auka hlutafé í nýja félaginu um 20% og gera það að almenningshlutafélagi. Hann segir að forsvarsmönnum hins nýja félags teljist til að með aukinni hagræðingu og með minni tilkostnaði við veiðar og vinnslu skili sér á bilinu 70 til 100 milljón- ir króna á ársgrundvelli. „Ég er ánægður með að þessi nið- urstaða skuli hafa fengist úr viðræð- um okkar sem hafa staðið yfir með hléum síðan í byijun nóvembermán- aðar,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við metum það að áhrifin af sameiningunni séu það jákvæð að þau hafi leitt til þess að við skrifuðum undir samkomulag um að sameina þessi þijú fyrirtæki. Við metum það að samlegðaráhrifin gefi okkur 70 til 100 milljónir króna. ísfé- lag Vestmannaeyja hf. verður eftir sameininguna helmingi stærra eftir áramót, en það var fyrir áramót og ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd minna hluthafa og míns starfsfólks,“ sagði Magnús. Magnús sagði að stefnt væri að því að hin hefðbundna bolfiskvinnsla yrði í öðru frystihúsi hins nýja félags en sérvinnsla með humar, síld, loðnu og loðnuhrognafrysting í hinu hús- inu. „Þannig ætti að nást vinnsla allan ársins hring í báðum húsun- um,“ sagði Magnús. Hvað varðar fækkun fiskiskipa sagði Magnús að reiknað væri með því að félagið gerði út eitt frystiskip, fimm til sex ferskfiskskip, sem kæmu til ’með að halda uppi vinnslu í frysti- húsunum og þtjú loðnuskip. Því yrði fiskiskipum félagsins fækkað um þijú til fjögur á næstunni, en þau yrðu þá seld án veiðiheimilda. Magnús sagði að útilokað væri á þessu stigi að segja hversu margir kæmu til með að missa vinnuna við þessa sameiningu, en Ijóst væri að það yrðu einhveijir. „Við gerum öll skipin út til að byrja með, en svo verður einhveijum skipum lagt þegar líður á vertíðina. Ekki er ákveðið hvaða skip það verða, og ekki liggur fyrir hvort þeir sjómenn sem eru á þeim skipum og tapa þar vinnu sinni komast yfir á loðnuskipin okkar. Því miður er það þannig að einhveijir missa vinnu sína, en þeir verða ekki margir. Við komum til með að reyna að bjóða þeim sem missa atvinnuna eitthvað að gera, til þess að milda áhrifin," sagði Magnús. Stjórn félagsins verður skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara. Ekki er frágengið hveijir munu skipa hina nýju stjórn, né hver verð- ur stjórnarformaður. Magnús sagði þó ákveðið að hvorki hann né Sigurð- ur Einarsson, sem verður forstjóri ísfélagsins yrði stjórnarformaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.