Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 ,35 * > Ursögn Islands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu: Stefnt að stofnun nýrra hvalveiði- samtaka þjóða við N-Atlantshaf ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að jafnfrámt úrsögn Islendinga úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu sé stefnt að því að stofna ný hvalveiðisamtök með öðrum hvalveiðiríkjum við Norður-Atlantshaf. Þorsteinn segir þó að ekki sé við því að búast að slík samtök verði til á skömmum tíma. Sjávarútvegs- ráðherra segir að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar þýði ekki að hvalveiðar verði hafnar að nýju, og slíkt standi ekki til á árinu 1992. „Meginástæðan fyrir því að þetta skref er tekið, og sú ákvörðun að draga sig út úr ráðinu, er sú að ráðið hefur að okkar mati ekki sinnt þeim skyldum, sem á því hvíla sam- kvæmt stofnsamningnum,“ sagði Þorsteinn Pálsson er hann greindi fréttamönnum frá þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að segja Island úr hvalveiðiráðinu. „Þar [í sáttmál- anum] er með skýrum hætti kveðið á um að ráðið eigi að vinna að verndun og nýtingu hvalastofn- anna. Á undanförnum árum hefur ráðið smám saman verið að breyt- ast í hreinræktuð verndunarsamtök og við lítum svo á að það stríði gegn megintilgangi Alþjóðahval- veiðisáttmálans og sé þar af leið- andi ekki í samræmi við stefnu Is- lands og íslenzka hagsmuni." Þorsteinn sagði að íslenzk stjórn- völd teldu fullreynt að reyna að breyta starfsháttum hvalveiðiráðs- ins. „Við höfum hvað eftir annað á undanförnum árum lagt fyrir vís- indanefndina og hvalveiðiráðið til- lögur af okkar hálfu. Síðast á árs- fundinum á þessu ári voru lagðar fyrir vísindanefndina tillögur um veiðar, sem voru viðurkenndar í vísindanefndinni en fengust ekki ræddar í hvalveiðiráðinu," sagði hann. „Við höfum á undanförnum árum varað ráðið við því að ef ekki yrðu breytingar á starfsháttum þess kynni að koma að því að ísland sæi sér ekki lengur fært að sitja í ráð- inu. Slík viðvörun var gefin fyrir síðasta ársfund og frá því að niður- staða hans, sem olli okkur miklum vonbrigðum, lá fyrir hefur þetta mál verið í undirbúningi og leitt til þessarar niðurstöðu." Sjávarútvegsráðherra sagði að ríkisstjórnin myndi leita eftir sam- starfi við aðrar þjóðir um verndun og nýtingu hvalastofna. Hann sagði að ákvörðun um stofnun nýrra hval- veiðisamtaka lægi ekki fyrir. „Við höfum verið þátttakendur í nefnd þjóða við Norður-Atlantshaf, þar sem fyrst og fremst hefur verið unnið að vísindalegum atriðum varðandi hvalveiðar en ekki stjórn- un hvalveiða. Við teljum rétt og eðlilegt að ræða framhald þessa máls á þeim vettvangi. Þar hafa verið reifaðar hugmyndir um að taka uþp stjórnun á smáhvölum, sem ekki tilheyra valdsviði Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Við munum á þessum vettvangi taka málið upp Og freista þess að þróa það áfram. Við gerum ekki ráð fyrir að stofnun nýrra samtaka verði með skjótum hætti. Við gerum okkur fulla grein fyrir að það mun taka þó nokkurn tíma. Ég ætla ekki að hafa hér uppi spádóma um það hversu lang- an,“ sagði ráðherra. Hann sagði að íslenzk stjórnvöld teldu það mikilvægt að byggja upp ný alþjóðleg hvalveiðisamtök, sem stæðu að ákvörðunum um stjórnun, verndun og nýtingu hvalastofna. „Við viljum vinna að framgangi okkar stefnu á grundvelli þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem við höfum tekizt á hendur, meðal ann- ars í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, og á þeim grunni ætlum við að vinna að okkar markmiðum í þessu efni, sem eru mjög skýr,“ sagði Þorsteinn. „Við höfum ekki fyrirfram neipa tryggingu annarra þjóða um þátttöku í alþjóðlegum samtökum, en munum hér eftir sem Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra skýrir frá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hjá Þorsteini sitja Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, og Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur og formaður íslenzku sendinefndarinnar í hvalveiðiráðinu. hingað til leita eftir samstarfi þeirra þjóða, sem eiga sambærilegra hags- muna að gæta, og væntum þess að það beri árangur." Þorsteinn tók skýrt fram að ákvörðun ríkisstjórnarinnar þýddi ekki að hvalveiðar yrðu hafnar á ný. „Þessari ákvörðun fylgir ekki að hvalveiðar verði teknar upp að nýju við svo búið,“ sagði ráðherra og kvað það ljóst að hvalveiðar myndu ekki hefjast næsta sumar, þrátt fyrir úrsögn úr Alþjóðahval- veiðiráðinu. Hann sagði að ekki væri fyrirhugað að hefja auglýs- inga- eða kynningarherferð erlendis til að kynna málstað Islendinga og orsakir ákvörðunar ríkisstjórnar- innar. „Við munum halda okkar sjónarmiðum á lofti og gera um- heiminum grein fyrir því hvers vegna við tókum þessa ákvörðun og hver okkar réttur er að alþjóða- lögum, þótt við sjáum ekki að aug- lýsingaherferðir dugi í því efni,“ sagði ráðherra. Forsvarsmenn íslenzkra fisksölu- fyrirtækja í Bandaríkjunum hafa látið í ljós áhyggjur af því að sú ákvörðun, sem ríkisstjórnin hefur nú tekið, kunni að hafa neikvæð áhrif á markaðinn og henni verði a.m.k. að fylgja rækileg kynningar- herferð. Aðspurður um þetta sagði Þorsteinn að ekki væri verið að taka ákvörðun um að hefja hval- veiðar. „Það eru engin rök til þess af hálfu nokkurra samtaka eða nokkurra ríkja, að beita ísland þrýstingi eða viðskiptaþvingunum í tilefni af þessari ákvörðun. Fyrir því væri ekki nokkur fótur," sagði hann. Tilkynning ríkisstjórnarinnar Eftir ríkisstjórnarfund í gær sendi ríkisstjórn íslands frá sér til- kynningu um úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. í henni segir m.a.: „Starfshættir Alþjóða hvalveiði- ráðsins á undanförnum árum benda alls ekki til þess að breyting verði á afstöðu þess til friðunar hvala og stjórnunar hvalveiða. Auk þess sem ráðið starfar ekki eftir ákvæðum eigin stofnsamnings er það ófært um að nota nútíma aðferðir við stjórnun á nýtingu sjávarauðlinda. Rikisstjórnin telur að Alþjóða hval- veiðiráðið hafi með núverandi stefnu sinni brugðist þeirri skyldu að tryggja verndun og skynsamlega nýtingu stækkandi hvalastofna. Alþjóða hvalveiðiráðið er því orðin úrelt og óvirk stofnun. íslensk stjórnvöld árétta mikil- vægi virkrar umhverfisverndar. Jafnframt er varað við einstreng- ingslegri afstöðu til fortakslausrar friðunar einstakra dýrastofna án tillits til heildarsamhengis lífríkis hafsins. Fáum þjóðum er brýnni nauðsyn á að varðveita ómengað haf. Islensk stjórnvöld munu því áfram vinna ötullega að verndun hafsvæðanna og lífkerfisins og í því skyni halda áfram samvinnu við ríki sem eru sama sinnis.“ j If HL: j |I 4 LÁ'S.j*.,' u á I f [Ji u á {..i A myndinni sést langur bjartur gangur eða „galleri" sem liggur eftir endilöngum skólanum, þar sem börnin geta leikið sér og sem tengir einnig skólastofurnar og leiksalina. Fyrstu verðlaun í byggingarlist Frá Laufeyju Helgadóttur, París. HOGNU Sigurðardóttur arkitekt og samstarfsmönnum hennar, André Crespel, Jean-Pierre Humbaire og Bernard Ropa, voru fyrir nokkru veitt fyrstu verðlaun fyrir skólabyggingu sem þau hönnuðu í nýju borginni Marne la Vallée, í umdæmi Seine et Marne, austur af París. Stjórnarráð Seine et Marne hér- aðsins ákvað fyrir sjö árum að veita ár hvert fjögur verðlaun fyr- ir nútíma byggingarlist, sem að mati valinnar dómnefndar skaraði fram úr. Þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1984 voru þau fyrstu verðlaun sinnar tegund- ar, og þó að lítið hafi farið fyrir þeim í upphafi eru þau nú orðin mjög þekkt og viðurkennd. Dómnefndin í ár var skipuð þrettán útvöldum sérfræðingum sem allir eiga sameiginlegt að gera miklar kröfur til byggingarlistar- innar og hafa mikinn metnað fyrir hennar hönd. Einnig er lögð áhersla á að auglýsa þær bygging- ar sem þeir verðlauna og vilja þeir með því vekja almennan áhuga á byggingarlistinni og fá fólk til þess að vera meðvitaðra um umhverfi sitt. Verðlaunin eru fyrst og fremst mikil viðurkenning og um leið aug- lýsing fyrir þá sem verðlaunin hljóta, þó einnig sé þeim umbunað með ferðalagi til þess að skoða byggingarlist í Barcelóna. Þeir sem hafa fengið fyrstu verðlaun áður eru m.a. Francis Soler (1984), Henri Ciriani (1987) og Dominique Perrault (1988) svo einhvetjir séu nefndir. Skólabyggingin í Marne la Vallée sem var verðlaunuð i ár hýsir hvört tveggja í senn smá- barna og barnaskóla og lauk bygg- ingunni 1990. Dómnefndin hrósaði sérstaklega hve vel hefði tekist að aðlaga skólabygginguna að bæ og um- hverfi og fyrir það hve hún var augljóst tákn opinberrar bygging- ar. Þeir töluðu einnig um rétt hlut- föll byggingarinnar með tilliti til aldursflokks skólabarnanna, 3-10 ára og hve vel hefði tekist að nýta birtuna' sem stuðlar vissulega að frelsi og vellíðan barnanna. Að lokum var lögð áhersla á einfald- leikann sem einkenndi efnisvalið og sem undirstrikaði þannig enn betur gæði hússins. „Ég hafði þurft að taka inn blóðþynningarmeðal að læknis- ráði í langan tíma, þegar ég byrjaði að borða ALLIRICH- hvítlaukinn með LECITHINl (glasið með græna miðanum). Ég þakka því nú, að með mikilli og daglegri neyslu \ y wm% ALLIRICH-hvítlauksins hefur orðið þvílík breyting á heilsu adÉfásmíÉr JH minni að við reglulega skoðun hjá lækni kom í Ijós, að blóðþrýstingurinn er orðinn eðlilegur. Fyrir mér hefur ALLIRICH -hvítlaukurinn sannað áhritamátt sinn. Frábær náttúruafurð, sem stendur undir nafni." „Ég er búinn að reyna allar þessar hvítlaukstegundir á markaðinum og ALLIRICH slær þeim öllum við. Það er örugglega ALLICÍNIÐ sem gefur manni svona mikinn kraft og vellíðan. Ég tek ALLIRICH daglega með lýsinu og gæti þess að missa ekki dag úr. Ég hlakka til að reyna þann nýja, CARLIC TIME, sem væntanlegur er bráðlega. ALLIRICH heilsuvörur mæla með sér sjálfar." Grétar „Já, ég læt mér líða vel með ALLIRICH. Það er ótrúlegt hvað ALLIRICH hvítlaukurinn gerir mann allan frískari og hressari í lífi og starfi. Áður vissi ég ekki einu sinni að ALLIRICH væri til. Ég borða ALLIRICH daglega. Það er málið. Ég hvet alla, sem hugsa vilja vel um heilsuna, að byrja á ALLIRICH lyktarlausa hvítlauknum ekki seinna en núna. Þið finnið muninn, það gerir ALLICÍNIÐ.“ „( minni íþróttagrein, fimleikum, reynir á þolið og einbeit- inguna. Þess vegna borða ég ALLIRICH lyktarlausa hvítlaukinn daglega og árangurinn er ótrúlegur. Ég er miklu hressari, andlega og líkamlega, auk þess sem námið verður skemmtilegra. Ég sleppi aldrei degi úr, tek 2-4 hylki með morgunmat. Meiri háttar kraftur." Þórhallur Linda Laukrétt ákvörðun MUNDU AÐ ALLIRICH HVITLAUKURINN HEFUR MEIRA ALLICÍNINNIHALD EN NOKKUR ÖNNUR VÍTAMÍNAFURÐ. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL. -BYRJAÐU STRAX Í DAG Á ALLIRICH. Fæst i apótekum, heilsuhúsum og verslunum um land allt Danberg - heildverslun, Skúlagötu 61, 105 Reykjavík, sími 626470.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.