Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 37

Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 37 Líföndun eftir Erling Ellingsen í þessari grein er ætlunin að gera aðferð þeirri skil sem á íslensku hef- ur verið nefnd líföndun en á ensku er ýmist kölluð „rebiithing" eða „vi- vation". Líföndun byggir á sérstakri öndunartækni sem beitt er til að leysa upp líkamlega, andlega og til- finningalega streitu og hömlur. Til- gangurinn er að auka meðvitund um eigin líkama og hugarstarf, fram- kalla jákvæðar breytingar þar á og lifa þar með frjálsari og óheftari. Til að gera aðferð þessari skil verður að útskýra kenninguna að baki. Hvað liggur að baki? Hugur og líkami eru ein heild eða eins og tveir endar á sama hlutnum. I eðli okkar erum við ekki líkaminn né hugurinn. Hins vegar dveljum við í þeim. Það sem við erum skulum við nefna vitund eða sjálf. Sjálfið tengist niður í gegnum líkamann en eðli þess er hrein upplifun alls sem það skynjar. Með sjálfinu streymir það sem við getum kallað lífsorka (einnig nefnt prana) um líkamann. Eðli sjálfsins er vellíðan og hamingja og þannig líður okkur þegar flæði þetta er óhindrað. Hugurinn skráir og flokkar reynslu sína í sífellu. Þetta gerir hann í samræmi við skilyrðing- ar sínar eins og t.d. viðhorfakerfi, langanir, ótta, hugmyndir o.s.frv. Huganum má líkja við síu sem varð til við víxlverkun áreita og viðbragða í fortíð okkar og atburðir hvers augnabliks síðan síast í gegnum. Honum má einnig líkja við tölvu fulla af forritum. Þau áreiti sem hugurinn túlkar sem neikvæð, óæskileg eða óþægileg, skynjast samstundis sem óþægileg tilfinning einhvers staðar í líkamanum. Þessi viðbrögð eru kölluð rangfærsla. Sjálfið getur sakir eðlis síns aðeins skynjað allt á óskilyrtan hátt og þar með notið allra upplifana sem fullkominna. Það verður því við rangfærslur að draga athygli sína eða skynjun frá þeim stað í líkaman- um þar sem það sem rangfært er hefur verið staðsett. Annars gæti hrein og ómenguð upplifun þess ekki viðhaldist. Þetta ferli er kallað bæl- ing. Við bælingu hefur ekkert annað gerst en þessi athyglisbreyting. Sá sem í hlut á hefur valið að verða ómeðvitaður um óþægindin í stað þess að beina athyglinni að þeim og upplifa þau og orsök þeirra, en ef hann gerir það mundu þau uppræt- ast. Til að bæla eitthvað verður orku- flæði til þess staðar þar sem bæling- in hefur verið staðsett að skerðast. Með andardrættinum drögum við að okkur lífsorkuna og súrefni. And- ardrátturinn viðheldur tengingu sjálfsins við líkamann. Með andar- drættinum fylgir meðvitund. Við bælingu einhvers dvínar meðvitundin um það og af þessum oi'sökum er óhjákvæmilegt að öndunin skerðist. í samfélagi okkar er norm að bæla ýmsar mikilvægar tilfinningar í stað þess að upplifa þær og erum við hvött til þess frá blautu barnsbeini. Valið um að verða ómeðvitaður er þar með einnig orðið ómeðvitað. Með líföndun koma gjarnan upp á yfir- borðið fyrirstöður sem eiga rætur að rekja til frumbernsku og jafnvel fæðingar. Það sem er bælt er orka. Við bælingu þarf að beita meiri orku en orka þess sem bælt er nemur. Hér er í reynd einfalt eðlisfræðilög- mál að baki. Orkan sem beitt er á þennan hátt væri annars til fijálsrar ráðstöfunar. Oft er þetta gert með þvi að spenna vöðva. Vöðvaspenna verður oft þrálát og mikið af þeirri spennu sem í líkama okkar býr erum við ómeðvituð um. Segja má að und- ir allri vöðvaspennu af þessum toga séu tilfinningar. Með líföndun er orkubindingin afnumin og bælingin þar með. Flestir einstaklingar hafa ekki nema hluta, jafnvel brot af lífs- orku sinni til fijálsrar ráðstöfunar og lifa þannig takmörkuðu lífi. Hvernig er líföndun í framkvæmd? í líföndun er legið út af og andað hraðar og dýpra en við venjulega öndun. Við það eykst súefnis- og orkuflæði um líkamann Lil muna og þar með til þeirra vefja og svæða þar sem rangfærð atriði í lífi viðkom- andi hafa verið staðsett. (Sumum kann að finnast fjarstæðukennt að það sem bælist staðsetjist nákvæm- lega á ákveðna staði í líkamann en við líföndun komast allir að því að svo er.) Áður ómeðvitaðar tilfinning- ar í líkamanum verða meðvitaðar og hugarfarsafstöður þær sem ollu, koma fram í dagsljósið. Það sem þannig verður meðvitað leysist síðan upp og samlagast (integration). Líf- öndunarferlið tekur í heild á bilinu frá 45 mínútum til 2ja klukkustunda eftir tilfellum og einstaklingum. Að líföndun lokinni ríkir yfirleitt djúp slökun og innri friður. Líföndun uppr- ætir orsakir streitu (en þær eru yfir- leitt orðnar ómeðvitaðar en krauma undir yfirborðinu), meðan ýmsar þær aðferðir sem kenndar eru til slökunar vinna aðeins á yfirborðinu og sama mætti segja um sumar þær aðferðir sem kenndar eru til að grennast, til að hætta að reykja o.fl. Nauðsynlegt er a.m.k. í 10 fyrstu skiptin að. framkvæma líföndun með aðstoð reynds leiðbeinanda. Ástæðan er sú að læra verður tæknina þannig að hún sé rétt gerð og til að árangur verði sem mestur. Einnig til að tryggja rétt viðbrögð við því sem gerist. Misjafnt er eftir einstakling- um hvenær ráðlegt er að beita að- ferðinni á eigin spýtur. Reyndur og hæfur leiðbeinandi er að mínu mati sá sem: a) Hefur sótt námskeið í líföndun, kynnt sér aðferðina ítarlega og lesið sig til um fræðin að baki. b) Hefur lífandað reglulega og leyst upp grunnfyrirstöður sínar og þekkir vel eigin viðbrögð í líföndun. c) Hefur þá hugarkyrrð, nær- gætni, þolinmæði og mannsskilning sem leiðir þann sem líföndunina framkvæmir markvisst og örugglega í gegnum ferlið. Reyndir og hæfir leiðbeinendur í líföndun eru fáir hér- lendis. Líföndun er aðferð sem hægt er að mæla með við hvern þann sem áhuga hefur á markmiðum aðferðar- innar. Okkur getur alltaf liðið betur og því er líföndun langt frá því að vera eingöngu ætluð fyrir þá sem eiga í sálarstríði. Aðferðin er líkam- anum heilsusamleg þar sem með auknu súrefnisflæði eykst endurnýj- unarstarfsemi líkamans, sérstaklega í þeim vefjum sem hafa verið súrefn- is- og næringarsveltir. Stundum er spurt að því hvort líf- öndun geti verið hættuleg. Mikil önd- un er líkamanum ekki hættuleg. Súrefnisflutningsgeta líkamans er takmörkuð og mettast við mikla önd- un. Ur læknis- og geðlæknisfræði er fyrirbrigðið hyperventilation þekkt. Sumir hafa haldið fram að líföndun sé hyperventilation en svo er ekki. í líföndun er öndunardýpt og hraða meðvitað stýrt út frá því sem þarf á hveiju andartaki. í at- hyglisverðri bók, The adventure of self discovery, sem gefin var út 1988, fjallar geðlæknirinn Stanislaf Grof m.a. um reynslu sína af notkun líf- öndunar við meðferð geðsjúkra. Seg- ist hann hafa leitt þúsundir sjúklinga sinna í gegnum líföndun með góðum árangri. Að lokum Æskilegt er að við séum fersk í hveiju andartaki lífs okkar, laus 'við óuppgerðar tilfinningar tengdar fort- íð. Með líföndun finnum við það sem innra með okkur er byrgt og án þ8»i að flokka það í gott eða slæmt. Þar með fá tilfinningar okkar það sem þær þurfa; samþykki til að geta losn- að úr læðingi. Innibyrgðar tilfínning- ar okkar virðast litast af nokkrum grunntilfinningum s.s. reiði, sorg, sektarkennd og skömm. Mér kom mest á óvart þegar ég fór að stunda og leiðbeina öðrum í líföndun að gleði er bæld í jafnríkum mæli og svokall- aðar neikvæðar tilfinningar. Því mið- ur hefur enn ekkert verið gefið út um liföndun á íslensku. Til frekari kynningar er hér mælt með höfuðriti því sem gefíð var út um málefni þetta 1983: Vivation, the science of enjoying all of your life. Höfundar eru Jim Leonard og Phil Laut. Höfundur er leiðbeinandi í líföndun og sjálfsrækt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.