Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 39 Tryggvi Jónsson, Dalvík - Minning Fæddur 3. nóvember 1906 Dáinn 20. desember 1991 Úti er norðlensk stórhríð svo að varla sé handaskil á einhveijum veðursælasta stað landsins, í Foss- yoginum, en inni er kyrrt og hljótt. í fjarska má heyra veðurgnýinn, en einnig milda og friðsæla kirkjutónl- istina, sem berst frá útvarpinu nú sem endranær á sunnudagsmorgn- um. Ég frétti lát Tryggva á Dalvík, en þannig nefndum við hann jafnan, í gærkvöld og að mér sópast minn- ingar um góðan dreng, traustan og ráðhollan starfsmann, skemmtileg- an félaga og tryggan vin. Bjart er yfir þeim minningum, þannig að hvergi ber skugga á. En þær minn- ingar eru fyrir mig einan og verða ekki settar á blað. Þau fáu orð sem hér á eftir fara verða því harla fá- tækleg. Ég hitti Tryggva síðast nú í sum- ar, um miðjan ágúst. Ég gekk í áttina að Sognstúninu á Dalvík en þegar ég nálgaðist húsið var Tryggvi að loka garðshliðinu, hægt og vandlega eins og jafnan fyrr, en við gengum saman stuttan spöl upp að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, þar sem hann borðaði. Hann sagði mér að um næstu mánaðamót flytti hann alfarið á dvalarheimilið. Þó að alltaf væri sárt að kveðja heimili sitt kvíði hann því ekki. Hann ætti því láni að fagna að eiga margra góðra kosta völ. Börnin vildu allt fyrir hann gera, en hann kysi að eiga sér samastað á Dalvík enn um sinn. Það væri líka vinum að mæta og starfsfólkið á dvalarheimilinu væri einstaklega hjálpsamt og elskulegt. Þó að Tryggvi minntist Þegar ég nú kveð kæra mág- konu mína og þakka henni fyrir allt sem hún gaf mér er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra sem glöddu hana og léttu henni lífið og tilveruna. Stuðningur ykkar gerði henni kleift að styðja aðra. Samstarfsfólki Guðrúnar á Ork- ustofnun er þökkuð sú einlæga hlýja sem það sýndi henni og fjöl- skyldunni. Það var þeim að þakka að hún nú í haust gat látið draum- inn um ferð til Egyptalands ræt- ast. Hún skrifaði mér á kort þaðan og var auðséð að hún var gjörsam- lega heilluð, var ekki alveg viss um að hún væri vakandi er hún stóð andspænis mikilleik pýramíd- anna. E.t.v. var þetta henni píla- grímsför. Öllum ástvinum Guðrúnar Margrétar sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Minning hennar inun lifa. í mínum augum var hún hetja. I Spámanninum segir: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess sem var gleði þín.“ Anna Sigurðardóttir ekki á það einu orði fann ég samt að hann vænti þess að dvölin þar yrði ekki löng. Jórunn var horfin yfir móðuna miklu og hann hafði lokið sínum erindum í þessum heimi, að öðru leyti en því að umhyggjan fyrir afkomendunum þiýtur aldrei. Og þegar ég lagði handlegginn yfir axlir hans í kveðjuskyni fann ég að -fundum okkar hafði borið saman í síðasta sinn. Dalvík var fátækur bær á fyrstu áratugum þessarar aldar, þó að þar byggju miklir dugnaðarmenn. En smátt og smátt batnaði hagurinn og á síðari árum hafi ekki mörg sjávarpláss búið við meiri velsæld. Saga Tryggva var samofin þessari þróun. Éftir því sem ég best veit sóttist hann aldrei eftir vegtyllum eða trúnaðarstörfum. En honum var samt sýndur mikill trúnaður. Hann vann langan starfsdag hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga þar sem hann naut stöðugt vaxandi trúnaðar. Hann hóf ungur verslunarstörf hjá útibúi kaupfélagsins á Dalvík, en fiuttist síðar yfir í frystihús kaupfélagsins. Þegar ég kynntist honum fyrst bar hann starfsheitið frystihússtjóri, en í því starfsheiti felst að vera yfir- verkstjóri frystihúss, en gegna jafn- framt framkvæmdastjórn þess að meira eða minna leyti. Og eftir því sem tímar liðu varð framkvæmdastjórnin stærri og stærri þáttur í starfinu, þó að um- svif hans sem yfirverkstjóra minnk- uðu ekki. Jafnframt þessu vann hann almenn skrifstofustörf. Það var unun að fylgjast með hvernig hann hafði yfirsýn yfir allt sem var að gerast í fyrirtækinu, jafnhliða því að hann reiknaði út launin. Síð- ar bættust við umsvif á víðari vett- vangi í þágu frystihússins, meðal annars í stjórn Félags Sambands- fiskframleiðenda. I því starfi varð hann stundum að dvelja dögum saman fjarri fyrirtækinu. En þrátt fyrir það gekk allt sinn vana gang. Hann gat alveg eins leyst þau vand- amál sem þar komu upp í gegnum Fæddur 24. mars 1908 Dáinn 15. desember 1991 Jólahátíðin er gengin í garð og senn líður að áramótum. Á þeim tímamótum hvarflar hugurinn gjarnan til hins liðna, jafnvel löngu liðins tíma. Minnist ég oft þeirra ára er ég var starfsmaður hjá Kaup- félagi Eyfirðinga, því fyrirtæki sem ég hefi starfað lengst hjá og mér þykir hvað vænst um. Oft og tíðum hafa minningar um allt það góða samstarfsfólk sem ég kynntist á þeim árum yljað mér um hjartaræt- ur. Aldrei síðan hefur mér fundist ég hafa kynnst starfsfólki sem bar jafn sterka kennd ábyrgðar og hlý- hugar til þess fyrirtækis sem það starfaði hjá og sem var jafn sam- huga um að vilja vöxt þess og við- gang sem mestan. Yfirmenn sérhvers fyrirtækis eru að mínu mati höfuð þess og hjarta. Ekki nægir að þeir séu öllum góðum hæfileikum búnir til þess að bregð- ast við hveijum þeim vanda sem upp kánn að koma og hafi sem gleggasta yfirsýn yfir allt sem við kemur rekstrinum, heldur þurfa þeir einnig að hafa gott hjartalag og láta sér annt um það fólk sem þeir umgangast, hvort sem um er að ræða starfsmenn eða aðra. Þau ár sem ég starfaði hjá Kaup- félagi Eyfirðinga, fannst mér ein- mitt þessi kostur yfirmanna þess svo ríkjandi, félaginu jafnt sem starfsmönnum til allra heilla. Minn- síma og á ferðum sínum hafði hann gjarnan með sér verkefni fyrir frystihúsið til að reikna út. Síðustu árin sem hann var frystihússtjóri vakti rekstur og afkoma frystihúss- ina á Dalvík athygli og var oft um það spurt í stjórnsýslustofnunum landsins hvers vegna fleiri gætu ekki náð svipuðum árangri. Ti-yggvi lét af störfum frystihús- stjóra aðeins 67 ára að aldrei og þótti flestum það of snemmt miðað við þann árangur sem hann náði og það starfsþrek sem hann hafði. En sjálfsagt hefur það verið rétt metið að tímabært væri að hætta, reynslan hefur sýnt að of margir halda of lengi áfram að gegna ábyrgðarmiklum störfum. En Tryggvi hætti ekki störfum þar með. Nú hóf hann störf í Sparisjóði Svarfdæla og starfaði þar lengi síð- an. Tryggvi var ekki mjög gjarnt að tala um fortíðina að minnsta kosti ekki í mín eyru. Það var jafnan nægilegt að gerast í kringum hann í nútíðinni og svo þurfti að hugsa um framtíðina, því að það var hún sem skipti máli. En samt varð ég þess var að frá fyrri árum þótti honum vænt um starf sitt að hafn- armálum Dalvíkur og taldi sig hafa, ásamt fleirum góðum mönnum, átt nokkum þátt í að þoka erfiðri hafn- argerð áfram. Mér þykir næstum sjálfgefið að hann hafi verið kallað- ur til fleþ'i trúnaðarstarfa fyrir byggðarlag sitt þó að ekki hafi hann ist ég í þessu sambandi margra mætra manna, s.s. Jakobs Frí- mannssonar, kaupfélagsstjóra, sem nú lifir í hárri elli á Akureyri, Brynj- ólfs heitins Sveinssonar, stjórnar- formanns félagsins, Jónasar heitins Kristjánssonar, mjólkursamlags- stjóra, Vals heitins Arnþórssonar, aðstoðarkaupfélagsstjóra og síðar kaupfélagsstjóra og Arngríms Bjarnasonar, skrifstofustjóra og síðar aðalfulltrúa kaupfélagsstjóra, þess manns sem nú er látinn og þessi fátæklegu orð eru helguð. Ég fylltist trega er ég ias fyrir nokkrum dögum tilkynningu um andlát Arngríms Bjarnasonar hinn 15. desember sl. Mig nagaði sam- viskubit yfir því að hafa ekki, er ég undanfarin ár hafði komið til Akureyrar, heimsótt þennan góða vin minn og velgjörðarmann, þó ekki væri til annars en að votta honum þakklæti fyrir sýnda um- hyggju og hlýhug í minn garð. Ein- hvern veginn hafði ég aldrei mann- dóm í mér til þess að koma því í verk, þó að oft hafi það hvarflað að mér. En því miður er það líklega orðið eðli okkar íslendinga, að við lokum okkur inni í skel og eigum bágt með að segja hug okkar allan. Arngrímur Bjarnason var borinn og barnfæddur á Vestfjörðum og átti ættir að rekja þaðan og frá Snæfellsnesi. Ungur maður fór hann til Akureyrar og stundaði nám í Menntaskólanum. Á Akureyri ól hann mestallan sinn aldur eftir það. flíkað því. En vonandi verða aðrir til að rekja þann þátt í lífi hans. Þegar Félag Sambandsfiskfram- leiðenda var stofnað sumarið 1968 og rekstri Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins breytt í kjölfar þess var Tryggvi kosinn í stjórn félagsins og sat í henni uns hann hætti frystihús- stjórn. Þar kynntist ég honum fyrst náið og þai- varð til sú vinátta sem entist ævilangt. Og ég held að mér sé óhætt að segja að Tryggvi hafi bundist traustum vináttuböndum við alla þá sem voru honum samtíða í þeirri stjórn. Og þau vináttubönd náðu fljótlega til fjölskyldna okkar og urðu öllum mikils virði. Ráð Tryggva voru jafnan mikils metin, enda var hlustað af athygli þegar hann tók til máls, þó að hann talaði af slíkri hógværð að auðvelt hefði verið að láta framhjá sér fara í hávaðasömu þjóðfélagi. Þegar Tryggvi tók til rnáls var jafnan eins og hann væri að leita fyrir sér, hann nálgaðist málið l’rá mismunandi sjónarhornum en að lokum dró hann alla þræði saman, en lét áheyrendur gjarnan eftir að draga ályktanir. En oftar en ekki var skammt að leita réttrar niðurstöðu. En eftir sex ára setu í stjórn Félags Sambandsfiskframleiðenda dró Tryggvi sig í hlé og hvarf úr stjórninni. En hann hvarf þó ekki af vettvangi. Öll þau ár sem síðan eru iiðin höfum við staðið í nánu sambandi við málefni sjávarútvegs- ins. Hann hefur hringt í mig og spurt frétta og ég hef hringt til hans og sagt honum hvert stefni og leitað ráða. Síðast var það hann sem hringdi. Það var snemma í nóv- embei' á þessu ári að hann hafði áhyggjur af mörgu sem er að gerst í íslenskum sjávarútvegi þessa dag- ana. En það var ekki einungis í starfi að við héldum áfram samskiptum. Þegar komið var saman á góðri stund mátti Tryggva og Jórunni ekki vanta. Ferðum þeirra á mann- fundi fækkað þó síðustu árin. Tryggvi Kristinn Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 3. nóvember 1906. Foreldrar hans, Jón Jónsson fiskmatsmaður og Krist- jana Hallgrímsdóttir kona hans». bjuggu þá á Hóli á Upsaströnd, en byggðu síðan bæinn Framnes á parti úr þessari jörð. Dalvík var að byrja að mótast á þessum árum og nú eru þessir bæir löngu orðnir hluti Hugur hans stóð til lengra náms en aðstæður voru slíkar að því varð ekki við komið. Eftir einn vetur í Háskóla Islands flutti hann norður og settist þar að. Hann var til fjölda ára skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en tók við starfi aðalfull- trúa kaupfélagsstjóra félagsins þegar Jakob Frímannsson lét af starfi kaupfélagsstjóra sökum ald- urs og Valur Arnþórsson tók við því starfi. Ég man að það vakti undrun mína á þeim tíma að Valur skyldi velja Arngrím sem aðalfull- trúa sinn. Ekki vegna þess að ég efaðist um hæfni Arngríms til að gegna því starfi, heldur fyrst og fremst að svo ungur maður skyldi velja sér mann á sjötugsaldri sem sína hægri hönd og staðgengil. En Valur vissi jafnan hvað hann var að gera. Að Arngrímur skyldi veljast í þetta starf, var mér sem hótelstjóra Hótels Kea, mikið lán. Honum var falið m.a. að hafa yfirumsjón með rekstri hótelsins og tókst með okkur af Dalvíkurbæ. Saga Tryggva er því tengd Dalvík frá fyrstu stundu til þeirrar síðustu. Tryggvi naut ekki mikillar form- legrar menntunar eftir barnaskóla. Þó aflaði hann sér réttinda til vél- stjórnar á minni bátum og hefur því hugur hans staðið til sjávarins um eitt skeið. Og fiskmatsréttindi aflaði hann sér síðar. Hann stundaði lengi sjálfsnám og talaði tvö erlend tung- umál bærilega og las fleiri. Jafn- framt varð hann vel að sér í stærð- fræði. Og fleira kynnti hann sér því að hugurinn var alltaf leitandi. Tryggvi kvæntist 31. október 1931 Rögnu, dóttur Páls Halldórs- sonar erindreka á Akureyri og Þóru Sigurðardóttur seinni konu hans. Ragnar var fædd 24. nóvember 1909. Hún andaðist Qórum dögum eftir barnsburð þann 12. september ' 1932. Sonur þeirra er Ragnar versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri. Eiginkona hans er Hulda Ásgrímsdóttir og eiga þau 5 börn. Tryggvi hafði ekki aðstæður til þess að ala Ragnar upp fyrstu árin enda bauðst amma hans til þess að taka Ragnar að sér. Það varð úr að hann ílentist þar en sam- band þeirra feðganna var samt alla tíð náið. Tryggvi kvæntist aftur 21. sept- ember 1935 Jórunni Jóhannsdóttur, f. 8. ágúst 1906. Hún lést fyrir réttu ári, 13. desember 1990. Foreldrar Jórunnar voru Jóhann Jóhannsson útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík og Guðlaug Baldvinsdóttir kona hans. Börn þeirra eru: Kristín Hólmfríður skólastjóri. Hún býr í Hafnarfirði. Maður hennar er Björn Árnason bæjarverkfræðingur. Hún á 3 börn frá fyrra hjónabandi; og Jóhann flugstjóri í Garðabæ. Eigin- kona hans er Hildur Eiðsdóttir og eiga þau 4 börn. í viðbót við þau tólf bamabörn sem hér hafa verið nefnd átti Tryggvi 20 barnabarna- börn. Fyrir mína hönd og annarra samstarfsmanna Tryggva hér fyrir sunnan sendi ég öllum aðstandend- um hans dýpstu samúðarkveðjur. Útför Tryggva fer fram frá Dal- víkurkirkju á laugardaginn. Þangað er um langan veg að sækja fyrir marga vini hans og samstarfsmenn. Það geta því ekki allir verið við- staddir, þeir sem það vildu. En hug- urinn leitar norður. Árni Benediktsson mikil og náin samvinna í nokkur ár. Leið vart svo virkur dagur að ekki þyrftum við að hafa einhver samskipti. Á þessum árum kynntist ég manninum Arngrími Bjarnasyni og öllum þeim góðu eiginleikum sem hann var gæddur. í mínum huga var hann hlýr og lítilátur maður, sem bar góðan hug til allra manna. Hann brá aldrei skapi svo ég vissi og yfirleitt var grunnt á þeim eiginleika hans að sjá broslegu hliðina á hveiju máli. Var því gott að vera í návist hans og engum vanda bundið að bera upp við hann og létta á hjarta sínu ýmsum áhyggjur sem stundum vildu heija á hugann. Hann hafði til að bera þann hæfileika hins reynda stjórn- anda, að láta undirmenn ráða ferð- inni í ákvarðanatöku, og vísaði þá gjarnan til þess að viðkomandi hefði kunnáttu á sínu sviði sem yfirmað- urinn hefði ekki. En ef hann taldi þörf á, tókst honum oftast með leið- beiningum hins reyndari, að vísa mönnum inn á réttar brautir án nokkurra átaka. Hann var framúr- skarandi samviskusamur í starfi og vai' annt um að sinna hverju verki af fyllstu alúð og nákvæmni. í okk- ar samskiptum voru orð eða hand- sal af hans hálfu jafn gild og undir- skrifaður samningur í votta viður- vist. Loforð hans um að koma ein- hveiju í framkvæmd brugðust aldr- ei, þau voru nákvæmlega efnd og á þeim tíma sem lofað var. Slíkum mönnum sem Arngrímur var er öllu ungu fólki hollt að kynnast og eiga samskipti við. Um leið og ég votta þessum látna heiðursmanni virðingu mína og þakklæti fyrir vinskap og um- hyggju, votta ég eiginkonu hans, Ástu, svo og afkomendum og öðru vandafólki hans mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar. Ragnar Ásgeir Ragnarsson Minning: Amgrímur Bjarna- son, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.