Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 Minning: Baldvin Þorsteins son, Akureyri Fæddur 4. september 1928 Dáinn 21. desember 1991 Látinn er á Akureyri Baldvin Þorsteinsson eftir stutta sjúkdóms- legu. Baldvin var fengsæll skip- stjóri um árabil og síðar hafnar- vörður á Akureyri. Við kynntumst Baldvini fyrst sumarið 1987. Þá fluttum við borgarbörnin til Akur- eyrar án þess að þekkja þar sálu, -utan Möggu, dóttur Balda, og fjöl- skyldu hennar. Baldi og Bella, kona hans, afsönnuðu þá í hvelli þá þjóð- sögu um Akureyringa, sem við höfðum óttast, að þar væri allt lok- að og læst á aðkomufólk og ekki nokkur leið að kynnast innfæddum. Góður hugur þeirra hjóna í okkar garð var slíkur að hann gleymist ekki. Baldi var ákaflega hlýr maður og í návist hans færðist ró og vellíð- an yfir viðstadda. Börn löðuðust að Balda og hann var sannkallaður afi með stórum staf. Missir barnabarn- anna er því mikill og ekki aðeins þeirra, því fleiri börn, eins og dætur okkar, nutu þess ósjaldan hversu barngóður hann var. Kæra Bella, Magga, Mái, Finn- bogi og venslafólk, við vottum ykk- ur okkar innilegustu samúð. Bless- uð sé minning Baldvins Þorsteins- sonar. Diddi og Ingibjörg. Mig langar í fáeinum orðum að minnast ákaflega góðs og trausts samstarfsmanns hjá Akureyrar- höfn, Baldvins Þorsteinssonar, skip- stjóra og hafnarvarðar. Þegar ég var að velta því fyrir mér að sækja um starf hafnarstjóra á Akureyri fyrir rúmum 11 árum kom ég við á hafnarskrifstofunni til að forvitnast um starfsemi hafn- arinnar, sem ég þekkti ekki mikið til þá. Fyrir hitti ég á skrifstofunni Baldvin Þorsteinsson, hafnarvörð sem lengi hafði verið virtur og vin- sæll skipstjóri á Akureyri, en hafði nokkrum árum áður tekið við starfi hafnarvarðar. Ég var nú hálf vandræðalegur þegar ég stóð þarna fyrir framan hann og reyndi að upphugsa ein- hveija gáfulega spurningu um höfnina. Mér er minnisstæð sú hlýja og þær innilegu móttökur sem ég fékk þarna hjá honum, ég þessi landkrabbi, sem var að velta fyrir sér vinnu hjá höfninni. Eftir að ég hóf síðan störf hjá Akureyrarhöfn höfum við átt ákaf- lega gott og náið samstarf og er mér nú efst í huga mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með honum. Fyrir nokkrum árum gekkst Baldvin undir mjög stóra hjartaað- gerð. Hann undirbjó sig mjög vel og sýndi síðan geysilegan styrk og ákveðni þegar hann þjálfaði sig upp að nýju eftir uppskurðinn. Hann kom svo til starfa fyrr en nokkurn hafði órað fyrir og sinnti starfi sínu eins og ekkert hefði í skorist. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði það var ætíð sama svarið. Ég hef það alveg ágætt. Baldvin var maður sem bar til- finningar sínar ekki á torg og vafa- laust hefur þessi tími verið honum erfiður. Hann var ætíð mikill unn- andi íþrótta og útiveru og var skíða- íþróttin honum sérlega hugleikin, en hana stundaði fjölskyldan öll af kappi. Um miðjan október síðastliðinn lenti Baldvin í alvarlegu vinnuslysi við höfnina ásamt vinnufélaga sín- um, Áka Stefánssyni. Ekki var reiknað með Baldvini til vinnu fyrr en eftir allt að þijá mánuði. Hann birtist síðan á skrifstofunni eftir einn mánuð og sinnti flestu því sem hann var vanur að gera enda þótt slæmt handleggsbrot væri ekki að fullu gróið. Að vera heima ogganga um gólf og horfa út um gluggann var ekki hans stíll. Um leið og hann var orðinn rólfær var hann mættur í vinnuna. En síðan kemur reiðarslagið. Aðeins fjórum vikum síðar veikist Baldvin hastarlega þar sem hann stóð við stýrið á hafnarbátnum Mjölni og háði hann síðan hetjulega baráttu þar sem hann mátti að lok- um lúta í lægra haldi. Það er alltaf jafn erfítt að skilja þetta líf. Manni finnst að menn sem eru jafn sterkir persónuleikar og Baldvin geti bara ekki horfíð á braut svona allt í einu og eitt er víst að hans verður sárt saknað á hafnarskrífstofunni. Elsku Bella, ég bið góðan Guð að styrkja þig, Þorstein Má, Mar- gréti og Finnboga, tengdaböm, barnabörn og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg ykkar. Far þú í, friði, friður Guðs þig blessi, bafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Guðmundur Sigurbjörnsson I dag verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju Baldvin Þorsteins- son, en hann lést 20. desember sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Þegar ég nú hugsa til baka um Balda og kynni mín af honum allt frá unglingsárum og þar til sl. haust er hann kvaddi mig og mína á sinn hlýlega hátt eins og honum var lag- ið, þá er myndin af Balda afskap- lega ljúf og margar góðar minning- ar koma fram í hugann. Á unglingsárum lágu leiðir okkar Möggu Bald heimasætunnar úr Kotárgerði 20 saman, við urðum góðar vinkonur og erum enn. Heimili þeirra Beliu og Balda stóð okkur unglingunum ætíð opið, þar var gjarnan staldrað við og móttökur góðar. Á þessum árum var Baldi mikið til sjós, en Bella var heima við og alltaf til taks og ráðagóð að vanda. Einhvern veginn finnst mér erfitt að hugsa til baka um Balda án þess að þau hjónakornin bæði, þ.e.a.s. Bella og Baldi, komi fram í hugann. Styrkir það þá mynd sem ég strax á unglingsárum fékk af þeim hjónum, að þarna voru á ferð tveir einstaklingar þar sem sam- staða þeirra, hlýleiki og glettni voru í fyrirrúmi. Að kynnast slíku fólki er dýrmætt hveijum og einum. Bella og Baldi hafa verið gift í nær 40 ár, þau eiga þijú börn, Þorstein Má, Margréti og Finnboga Alfreð, sem öll eru mikið sómafólk. Þau missa nú góðan félaga og föð- ur sem jafnfamt skilur eftir margar Þorsteinn Kristjáns son - Kveðjuorð Fæddur 27. september 1901 Dáinn 19. desember 1991 Vinur minn Þorsteinn Kristjáns- son fyrrv. vörubílstjóri, Laugarnes- vegi 42, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Borgarspítalans 19. des- ember sl. eftir stutta legu. Það má kannski segja að þessi snöggi dauð- dagi Þorsteins hafí ekki verið hon- um á móti skapi, því þannig var hans skapferli háttað að hann gat ekki hugsað sér að vera öðrum háður. En hann hafði nokkrar áhyggjur af því að svo kynni að xara er aldurinn færðist yfir. Ég kynntist Þorsteini þegar hann var bílstjóri á Vörubílastöð Þróttar hér í borg, og hefur okkar kunning- skapur og vinátta varað í rúm 40 ár. Okkar samstarf var á stöð Þrótt- ar og við trúnaðarstörf á vegum þess félags og ekki síður í Málfund- afélaginu Óðni, félagi launafólks innan raða Sjálfstæðisflokksins. Þar áttum við mikið og gott sam- starf og samstöðu um pólitískar skoðanir. Þorsteinn var frábær ræðumað- ur, ádeilinn en sanngjarn. Hann var mikill íhaldsmaður og þó oft róttæk- ur í skoðunum, hann ræddi málin frá grunni, krufði þau til mergjar og var sjálfum sér samkvæmur, en umfram allt var hann skemmtilegur ræðumaður, sem átti auðvelt að fanga og halda athygli fundar- manna. Þorsteinn hóf akstur á 1 tonns Ford vörubíl 1923 og var einn af stofnendum Vörubílstjórafétagsins Þróttar 1931 og var virkur félags- maður til 1982 og síðan heiðurs- félagi. Hann ók fyrst húslausum vöru- bílum vítt um land, við heyflutninga og vörur til búskapar og varð fyrst- ur til að aka alla leið frá Reykjavík til Akureyrar 1928. Þorsteinn mun þó ekki í minnum hafður sem vörubílstjóri, heldur sem frábær glímumaður, sem gerði garðinn frægan hér heima og er- lendis. Hann var glæsilegur glímu- maður og tók þátt í kappglímum og sýningarglímum, var glímukenn- ari og landsliðsþjálfari. Hann vann flokkaglímu i Reykjavík 1925 og varð glímusniliingur íslands á Þing- völlum 1930. Þorsteinn átti sér hugðarefni, það var skógrækt.'á efri árum keypti hann sér bústað við Álftavatn í Grímsnesi og þangað leitaði hann næðis og ánægju við ræktun og er ánægjulegt að sjá umhverfí sumar- bústaðar hans, umvafið fögrum skógi. Þorsteinn var fæddur á Korp- úlfsstöðum, því fornfræga býli, 27. september 1901, en foreldrar hans Kristján Magnússon bóndi og Rann- veig Þórðardóttir kona hans, hófu þar búskap nokkru fyrir síðustu aldamót. Þegar Þorsteinn var 5 ára andaðist móðir hans, var þá heimil- ið leyst upp og ólst Þorsteinn síðan upp á ýmsum bæjum í Mosfells- sveit, en lengst af átti hann heima á Laugarnesvegi 42 í Reykjavík. Þorsteinn kvæntist 1925, kona hans var Emma Guðjónsdóttir. Þau eignuðust þijú börn, Rannveigu, Óla og Erlu. Son átti Þorsteinn fyr- ir hjónaband, með Arnfríði Sigur- bergsdóttur, Einar að nafni. Hann andaðist um fímmtugsaldur. Síðari kona Þorsteins var Halldóra Þor- steinsdóttir. Þau skildu. Nú að leiðarlokum kveð ég góðan vin og félaga, þakka honum sam- starfið og góða vináttu með virð- ingu og þakklæti. Börnum hans, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég inni- lega samúð. Góður drengur er genginn. Pétur Hanuesson og góðar minningar frá uppvaxtar- og fullorðinsárum. Þau eru sjö bamabörnin sem nú kveðja afa sinn sem stoltur hefur fylgst með og tekið þátt í uppeldi þeirra. Mig langar með þessum fáu orð- um að votta Balda virðingu mína og þökk fyrir hlýhug í minn garð. Missir Bellu er mikill nú þegar svo góðður félagi sem Baldi var kveður þennan heim. Ég er sann- færð um að henni tekst nú eins og svo oft áður að sýna og sanna hversu heilsteypt og fín manneskja hún er, og með hjálp bama sinna og fjölskyldna þeirra að takast á við lífið nú þegar Baldi ekki lengur er við hlið hennar. Ég votta þér Bella mín, börnum þínum, tengdabömum og barna- bömum mína innilegustu samúð. Guðrún Frímannsdóttir í dag, 28. desember 1991, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju tengdafaðir minn, Baldvin Þor- steinsson, hafnarvörður, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. desember sl. eftir stutta en hetjulega baráttu eftir hjartaáfall. Baldvin fæddist í Hléskógum í Suður-Þingeyjarsýslu 4. september 1928. Foreldrar hans voru Margrét Baldvinsdóttir, ljósmóðir, og Þor- steinn Vilhjálmsson, fískmatsmað- ur. Á öðru aldursári flutti Baldvin ásamt foreldrum sínum og tvíbura- bróður, Vilhelm, til Hríseyjar. Þeir bræður ólust upp á góðu heimili í Hrísey, síðar fjölgaði heimilisfólk- inu er sjö ára stúlka, Snjólaug Her- mannsdóttir, var tekin í fóstur eftir móðurmissi. Þau Margrét og Þor- steinn höfðu árið 1926 eignast dreng, Vilhelm Vernharð, sem lést það sama ár. Á unglingsárum vann Baldvin við ýmis tilfallandi störf og m.a. áttu þeir bræður trillu sem þeir réru saman á yfír sumartímann. Baldvin lauk gagnfræðaprófi árið 1946 og lagði síðan leið sína í íþróttakenna- raskólann og lauk íþróttakennara- prófí árið 1947. Ekki freistaði það Baldvins að vinna við íþrótta- kennslu og starfaði han'n einungis einn vetur í því fagi. Eftir eins árs kennslu í Hrísey hafði hann ráðið sig sem íþróttakennara að Kvenna- skólanum á Blönduósi, en snérist hugur, skorti kjark að eigin sögn, og fór á sjóinn. Sjómennskan átti hug hans allan og haustið 1950 settist hann í 2. bekk Stýrimanna- skólans og útskrifaðist þaðan árið 1951. Baldvin var afburða náms- maður og tók góð próf bæði frá íþróttakennaraskólanum og Stýri- mannaskólanum þótt bókleg ástundun væri ekki hans sérstaka áhugamál. Að loknu skipstjórnarprófi tók sjómennskan við og réð Baldvin sig á Snæfell EA 740 árið 1952. A Snæfellinu var hann í 12 ár, fyrst sem stýrimaður og síðar skipstjóri. Að árunum á Snæfelli loknum réðst Baldvin til útgerðar Leós Sigurðs- sonar og var skipstjóri á Súlunni EA 300, nær óslitið til ársins 1978. Á meðan hann var skipstjóri á Súl- unni þurfti hann að gera tveggja ára hlé á sjómennskunni vegna veikinda. Tíminn sem Baldvin var veikur var fjölskyldu hans erfíður og kom þá vel í ljós styrkurinn og staðfestan sem eiginkona hans og börn búa yfír. Að loknum veikind- unum leysti Baldvin af sem skip- stjóri á ýmsum skipum áður en hann tók aftur við Súlunni, m.a. á Lofti Baldvinssyni EA 24. Árið 1978 hætti Baldvin á sjónum, hann tók þá við starfi hafnarvarðar á Akureyri og gegndi því starfí til æviloka. Baldvin var einstaklega farsæll skipstjóri og var það hans mesta gæfa að verða aldrei fýrir stóráföll- um á sjó. Skipstjórnarferill hans einkenndist af mikilli ábyrgðartil- finningu, festu og aga. Hann fór þannig með hlutverk sitt sem yfír- maður að hann var jafnan dáður og virtur af áhöfn sinni og raunar var borin virðing fyrir honum og störfum hans meðal sjómanna al- mennt. Á ferli sínum lenti Baldvin í miklum þrekraunum eins og svo margir sjómenn af hans kynslóð. M.a. var skip hans, Snæfellið, eitt sinn talið af er það var að sigla með síld til Noregs í aftakaveðri. Þá eins og alltaf koip Baldvin hins vegar skipi sínu og skipshöfn heilu til hafnar. Baldvin var lengst af á síldveiðum og síðan á loðnuveiðum, var hann mikil aflakló og voru skip hans ætíð með aflahæstu skipum, fyrst á síldinni og síðan á loðn- unni. Hann var hjátrúarfullur eins og algengt er meðal sjómanna, t.d. þurfti hann á tímabili alltaf að fara í ákveðna peysu áður en kastað var, hvernig sem á stóð. Peysuna hafði hann erft eftir mág sinn, Al- freð Finnbogason, skipstjóra og mikinn aflamann. Það sem einkenndi Baldvin og hans störf öðru fremur var hin mikla staðfesta og æðruleysi í fari hans. Ef Baldvin tók ákvörðun þá stóð hún, í stóru og smáu. Á þetta reyndi eftirminnilega þegar hann hafði ákveðið að hætta sjómennsku og -fara í land. Þá fékk hann ótal boð um að taka við skipum og halda áfram því sem hann kunni best. Hann hafði hins vegar tekið ákvörð- un sem ekki var haggað. Hinn langi tími sem hann var á Snæfellinu og síðan á Súlunni lýsir þannig fest- unni í fari hans. Tækifærin til að reyna aðra hluti skorti ekki. Á milli Baldvins og tvíburabróður hans, Vilhelms, voru ætíð sterk bönd. Það er til marks um hversu líkir þeir tvíburabræður voru og samrýndir að þegar Baldvin mætti í Stýrimannaskólann haustið 1950, ráku kennarar skólans upp stór augu og spurðu hvað Vilhelm væri að gera þar, en hann hafði lokið prófi við skólann þá um vorið. Útlit- ið var nákvæmlega hið sama og Baldvin hafði sest við sama borð og Vilhelm sat við veturinn áður. Mikill er harmur Vilhelms sem nú, í erfiðum veikindum, þarf að sjá á bak ástkærum bróður. Baldvin kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Björgu Finnbogadótt- ur, árið 1952. Börn þeirra eru Þor- steinn Már, Margrét og Finnbogi Alfreð. Baldvin og Björg áttu hin síðari ár heimili sitt í Kotárgerði 20 á Akureyri. Þangað fór ég að venja komur mínar á menntaskóla- árunum og var mér strax einstak- lega vel tekið af þessum yndislegu hjónum. Ekki hafði Baldvin mörg orð um nærveru mína á heimilinu en viðmótið allt var á þann veg að mér leið vel í návist hans, og svo hefur verið síðan. Baldvin hafði mikið dálæti á einkadóttur sinni og hefur hann reynst okkur traust stoð. Þá var einnig Ijóst að Baldvin kunni vel að meta þann dugnað og eljusemi sem einkennt hefur störf barna hans og þau hafa tekið í arf frá foreldrum sínum. Elsku Björg, það er mikið lagt á þig þessa dagana, en þú stendur sem klettur eins og þú hefur ávallt gert. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð Baldvin, þennan ljúfling sem gaf af sér svo mikla hjartahlýju. Hans er nú sárt saknað af mörgum, mestur er söknuðurinn hjá eiginkonu, börnum og barna- börnum. Það gerir þó söknuðinn bærilegri að við eigum öll góðar minningar um yndislegan eigin- mann, pabba, tengdapabba og afa, minningar um hjartagæsku, traust og velvild. Við geymum minningar um góðan dreng. Ingi Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.