Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 45

Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 45
MGRGÚNBLAÐIt) I.Al.'GAUDAGUR 2ft. DÉSÉMBRR 1991 45 UPPBOÐ Madonna bítur Gaultier af sér Madonna í Gaultier-gallanum sem hún losaði sig við. Poppsöngkonan Madonna seg- ist vera orðin æði þreytt á fatahönnuðinu Jean Paul Gaultier sem hefur hannað sérstaklega fyr- ir hana furðubúningana sem hún íklæðist gjarnan á tónleikum sín- um vítt og breytt. Hann gangi á eftir sér með grasið í skónum og þrisvar hafi hún neitað bónorði hans. Nú sé nóg komið og hún ætli að leita annað og hrista kappann af sér. Þetta sé orðið hvimleitt. Til að undirstrika orð sín, gaf hún helstu flíkina úr Gaultier-safni sínu til góðgerðarmála. Uppboð eitt mikið sem fram fór um mánað- amót nóvember og desember tii styrktar heimilslausum var vett- vangur þessa táknræna atburðar í lífi poppgoðsins. Uppboðið er tengt árlegu stór- balli sem haldið er jafnan í Grosve- nor House hotel í Lundúnum og stjörnur úr ýmsum geirum gefa gjarnan eitthvað af eigum sínum sem vitað er að hamstola áhang- endur vilja reiða fram stórfé til að eignast. Til dæmis gaf Phil Collins að þessu sinni jakkafötin sem hann íklæddist í fyrstu heims- reisu sinni sem sólólistamaður. Eric Clapton gaf leðurbrækur frá Vercace og popparinn Yazz tefldi fram einka denímjakka sínum, þessum eina og sanna. Annie Lennox, söngkona Eurythmics, er „safnari" ballsins og sjálf gaf hún jakka og bijóstahöld sem hún klæddist á Nelson Mandela tón- leikunum. HEPPNI Fékk Happó miða í af- mælisgjöf og vann 3,2 millj. Jakob Lárus Sveinsson hafði heppnina með sér ekki alls fyrir löngu þegar hann vann rúmlega 3,2 milljónir króna í Happó en bróðir hans hafði gefið hon- um nokkra Happó miða í afmælisgjöf og kom vinn- ingurinn á einn þeirra. Jak- ob segist þó ekki hafa eytt peningunum í jólagjafir og þess háttar, heldur ætli hahn að veija þeim til að semja tónlist, en hann hyggst á næstunni fara.til Bandaríkjanna til að kynna tónlist sína þar í landi. Morgunblaðið/Sverrir SIGLFIRÐINGAFÉLAGID í Reykjavík og nágrenni Jólatrésskemmtun Siglfirðingatélagsins rverður haldin í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, sunnudaginn 29. des. kl. 15.00. Leslie og Ósvaldur. Það fer vel á með þeim... Á innfelldu myndinni sést Patty hæstánægð með lífið og tilver- una... KYNSLOÐABIL? Skyldu systk- inin vera _ samrýnd? IÁstralíu gerðist það á dögunum, að hinn 92 ára gamli Leslie Coll- ey sýndi að hann var ekki dauður úr öllum æðum og gat eiginkonu sinni barn. í heiminn kom Osvaldur litli í fyllingu tímans og voru Leslie og hin 38 ára gamla eiginkona hans Patty himinlifandi, enda barnið heil- brigt og hraust. Hér er ekki öll sag- an sögð, því að Ósvaldur á sér eldri bróður. Reyndar hálfbróður, en það er Norman. Norman er 71 árs og er það metaldursmunur systkina og meira að segja ritstjóri Guinnes- metabókarinnar er sagður hafa hrist höfuðið af undrun. Norman er sonur Leslies af fyrra hjónabandi og sjálfur á hann tólf barnabörn! Patti, barnsmóðirin, seg- ir að tilkoma Ösvaldar hafi ekki verið skipulögð, það „hafi bara gerst“, en engu að síður hafi hún verið afar hamingjusöm og Leslie karlinn hafi gersamlega ljómað af gleði er hún sagði honum að barn væri á leiðinni. „Hann er ótrúlegur,“ segir Patty og á þá við bónda sinn, „hann er líkari því að vera sextugur en níræður, ég held að hann sé ekki síður kraftaverk en hinn nýi sonur okkar.“ VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA Frá því haustið 1986 heiía þúsundir einstciklinga ávaxtað speirifé sitt með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. Með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfcisjóðnum hf. nýta einstaklingar þá leið til skattalækkunar sem fylgt getur kaupum hlutabréfa. Á árinu 1991 verður frádráttur vegna hlutabréfakaupa allt að kr. 94.000 hjá einstaklingi en allt að kr. 188.000 hjá hjónum. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú á þriðja þúsund og verðmæti hreinnar eigncir félagsins er 645 milljónir króna. Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur áhættudreifingu að leiðarljósi. Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Verðmæti hlutabréfaeignar er nú 480 milljónir og skiptist þannig á einstök félög: Eimskip 86,0 mkr. Olís 10,8 mkr Faxamarkaður 4,1 - Olíufélagið 24,5 - Flugleiðir 90,3 - SH verktakar 7,0 - Grandi 56,3 - Sjóvá/Almennar 7,4 - Hampiðjan 25,8 - Skagstrendingur 19,8 - Haraldur Böðvarsson 13,3 - Skeljungur 48,2 - Islandsbanki 2,1 - Sæplast 8,7 - Ehf. Alþýðubankans 5,0 - T ollvörugeymslan 14,1 - Ehf. Iðnaðarbankans 14,3 - ÚA 13,4 - Ehf. Verslunarbankans 10,9 - Þormóður rammi 17,6 - Hlutabréfcisjóðurinn hf. er fyrsti hlutabréfasjóðurinn sem stofnaður var hér á landi. Hann er stærsti hlutabréfasjóður landsins. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru seld hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum. ÁHÆTTUDREIFING Á EINUM STAÐ HLUTABREFflSJOÐURINN HF. Skólavörðustíg 12 - Sími: 21677 - 101 Reykjavík. A ‘ . : ;iL;sö SKATTALÆKKUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.