Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 52

Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 » Ábending þín er stutt og laggóð og ég svara því þann- ig að ég geri þína tillögu að minni... Með morgimkaffrnu Á þessum aldri eru börnin mikill gleðigjafi . .. Vörumst áhrif kommúnista Trúlega hefur aldrei verið meira áríðandi fyrir þessa þjóð en ein- mitt nú, að reyna að vera samtaka með að bjarga því sem bjargað verður, á meðan við vinnum okkur út úr vanda þeim sem þjóðin nú á í. Það er auðvitað einnig hægt að básúnast og belgja sig út, kvarta og kveina, og taka undir endemis- röfl á borð við það sem hinn mál- glaði Ólafur Ragnar Grímsson temur sér, en auðvitað er hann að reyna að villa fólki sýn, eins og vant er, hjá þessum alþýðu-fram- sóknar-kommúnista, sem ekkert gott og þarft verk þolir að sjá unnið, án þess að reyna að sverta það. Það er höfuð nauðsyn okkur öllum, að láta ekki menn á borð við Ó.R.G. slá okkur út af laginu. Þetta eru stórhættulegir menn, sem svona vinna. Fólk er nefnilega farið að velta ýmsu fyrir sér, og er kannske ekki alveg eins gleym- ið, eins og fyrri stjómar ráðherrar vona. Auðvitað eru fyrrverandi ráð- herrar, þeir Steingrímur Her- mannsson, Ólafur R. Gr., Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfús- son, sárir yfir útreiðinni sem þeir fengu í síðustu kosningum, og óþarfí er minnast á „Ráðherraslys- ið“ þá óvæntu, Óla Þ. Guðbjartsson og Júlíus Sólnes, slík varð nú út- reið þeirra, að margur hefur flutt burt af landinu, með minni skömm á sér, en nei, ekki þeir, og eru þeir bara ánægðir með sín „afrek í þágu þjóðarinnar“. Svona menn kunna bara ekki að skammast sín, sem dæmin sanna. En þjóðin gleymir ekki síðustu stjórn svo glatt, hún hreinlega má það ekki. Ég vil leggja það til, að fólkið í þessu landi, standi með þessari ríkisstjórn, og sýni það í verki, það má öllum vera ljóst, að með stöðug- um áróðri og mótspyrnu við allt sem er verið að reyna að gera nú, þá kann svo að fara að engir al- mennilegir menn, fáist til þess að reyna að bjarga þessu landi. Eitt er víst, að ef við sætum að lokum uppi með menn í stjórn þessa lands, á borð við þá, sem hér eru áður nefndir, væri okkur voðinn vís, og frelsið glatað, því menn eins og Steingrímur (gleymni) Hermanns- son, Ölafur R. Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfús- son, og bara aðrir úrkynjaðir kommúnistar, sem allar þjóðir eru að losa sig við, og reyna að gleyma, slíkir menn eiga alls ekki heima hér. Við viljum ekki sjá ykkur, reynið að skilja það. Það eru reynd- ar ömurlegar tilraunir manna eins og Ólafs R. Grímssonar, að reyna að klóra yfir fortíðina með öllum ráðum, og reyna að telja fólki trú um að þeir séu reyndar núna, al- þýðuflokksmenn, að hugsa sér aumingjaskapinn, að þora ekki að kannast við sjálfa sig! Hvað eru þessir menn og flokkur þeirra bún- ir að skipta oft um nafn —•x)g stefn- ur, og ályktanir? Þessir menn í Alþýðubandalaginu/Birtingu, eða hvað sem þeir nú næst, kunna að kalla sig, hafa alls enga stefnu, og allir vita það, nema þeir sjálfir. Við höfum nú loksins fengið mann í forsætisráðherraembættið, sem hægt er að segja um, hann vill, getur og þorir, að taka á málum svo við hæfi sé, og það væri hið mesta ábyrgðarleysi, t.d. nú af verkalýðsforustunni, sem ekkert hefur heyrst í, meðan síð- asta stjórn var við völd, en nú allt í einu, vaknar mesti „stórleikari" landsins, Guðmundur ,jaki“ og auðvitað hinn nýkjörni „Skugga- sveinn“ verkamannasambandsins, og byija að kyija gamla sönginn hans Guðmundar ,jaka“, Ég bara spyr aðra verkamenn, man einhver ykkar, eitthvað gott, sem leitt hef- ur af stjórn þessara sjálfskipuðu „foringja“ verkalýðsins?? Meinið er, að það eru ávallt kommúnistar sem sækja til valda í verkalýðsfé- lögum og kjafta sig inn í lýðinn, en eru í raun gagnslausir, og hafa enda valdið verkalýðsfélögum um allan heim óbætanlegum skaða. Því skulum við nú reyna nýjar leið- ir, og gera þessa gömlu „foringja“ óskaðlega, með því að henda þeim út, eins og allar aðrar þjóðir eru að gera. Þá hefst fyrst endurreisn- artími. Ekki fyrr, það skulum við muna. Sjáið á bls. 2 í DV sl. föstu- dag, sjáið dúettinn „Skuggasvein- ana“ kyija sönginn: „Púðurtunna", „Neista úr kveikiþræðinum“, „Allt að fara úr böndunum“, „Allt að springa í loft upp“. Gott verkafólk, þetta eru þeir sem við eigum ein- mitt að vara okkur á. Já þetta eru þeir. „Gróður-mold“ þessara manna er glundroðinn, sem þeir stefna á að valda, því þannig fá þeir sinn vitjunartíma, ef nota má þau orð. Fellum þessa menn við fyrsta tækifæri. Verkamenn verða sífellt fátækari,og verr settir, ef þeir kjósa áfram jafn gjörsamlega glataða forustu, og ábyrgðarlausa, sem nú er. Þeir hugsa nú, eins og ávallt áður um sjálfa sig, og eru reyndar ekki á neinum Dagsbrún- artöxtum, sjálfir, í „baráttunni“ fyrir verkalýðinn. Hefjum upp bjartsýni, í stað bölsýni, vinnusemi í stað dróma, áhuga, í stað slens, og trúum á Guð vorn og gæði þessa lands, þá mun okkur vel farnast. „Leiðtogar" á borð við þá sem við nú höfum, heyra þá brátt „mann- kynssögunni“ til, en dáð og dugur sá er blundar með íslensku þjóð- inni, til sjávar og sveita, mun þá aftur bijótast fram, öllum til góðs landi og lýð. Erling Ólafsson Þyrlu skal kaupa Það hefur verið gefið í skyn í rituðu máli hér í Morgunblaðinu og víðar, að við hefðum verið engu betur sett gangvart síðasta sjó- slysi, þótt við hefðum átt nýja og fullkomna björgunarþyrlu. Röksemdir þessara lærðu og vitru manna eru þær að þyrlan hefði ef til vill verið stödd einhvers staðar úti á landi og hefði ekki getað sinnt útkalli. Þessar og þvílíkar röksemdir hafa menn sjaldan heyrt. Síðan er fullyrt að þjóðina greini á um þyrlukaup. Þar er örugglega farið með rangt mál, þar sem þegar hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti manna sem hefur tjáð sig um málið (t.d. í Þjóðarsál og víðar) er því fylgjandi, utan nokkr- ir bla-bla-menn og einn eða tveir misvitrir stjórnmálamenn. Svo setja þessir menn punktinn yfir i-ið og kóróna sinn málflutning með því að segja, að okkar þyrlu- málum og björgunarstarfí sé best borgið í höndum hermanna á Keflavíkurflugvelli. Það skal tekið fram að þeir hafa gert góða hluti og það ber að þakka. En að ís- lenska þjóðin skuli vera háð þeim í svo mikilvægu þjónustustarfi, er algjörlega forkastanleg hugmynd og á ekki að sjást á prenti. Kannski er það hugmynd þess- ara bla-bla manna með þessum málflutningi um þyrlukaup okkar, að með því móti að semja við her- inn í Keflavík um þessi mál sé komin góð stoð undir þann málatil- búnað að varnarliðið verði hér á landi um ókomna tíð. Sveinn Blómquist HÖGNI HREKKVÍSI ,,'0' HONOATANCSAejblN i Kí/ÖUPMAT— oN 6 t/AZN T TA J " Vikveiji skrífar á eru verzlunarjólin um garð gengin, þótt aðeins sé 4. í jólum í dag. Um hátíðarnar hitti Víkveiji kaupmann, sem rekur verzlun í miðbænum. Sá var mjög óánægður með lögregluna og að- gerðir hennar gagnvarí borgurun- um. Hann kvað lögregluna misr muna mjög verzlunareigendum í borginni eða þeim, sem kjósa að gera sín innkaup í gamla miðbæn- um og þeim, sem skipta við verzlan- ir í nýja miðbænum. Kaupmaðurinn sagði, að lögregl- an hefði látið ótalið, að fólk legði bílum sínum á graseyjum alls stað- ar í nágrenni Kringlunnar og þar hefðu verið skipulögð bílastæði um allt hverfið á frosnu grasinu. í raun hefði það lítið gerí til, því að jörð var vel frosin og grassvörðurinn beið því ekki tjón af þunga bílanna. En kaupmaðurinn spurði. I þessari miklu jólaumferð skoríir ávallt bíla- stæði í miðbænum. Hvenær myndi lögreglan leyfa verzlunareigendum í gamla miðbænum að leggja bílum á Arnarhóli eða á Austurvelli? Grassvörðurinn þar var frosinn líkt og grasið við Kringluna og hefði því ekki skemmzt al' völdum bíl- anna. Þessi sami kaupmaður sagðist hafa spurzt fyrir um það, hve marg- ir bílar hefðu á árinu verið teknir fyrir ólögleg bifreiðastæði í Kringl- unni. Svarið, sem hann fékk var að unnt var að telja fjölda bílanna á fingrum annarar handar, en allt annað var uppi á tengingnum, þeg- ar um gamla miðbæinn var að ræða. Kaupmaðurinn sagði að dráttarbíll væri í stöðugri leigu lögreglunnar, ökumaður hans mætti til vinnu á hverjum morgni og færi síðan með lögregluþjóni og æki um miðborg- ina og hirti bíla, sem unnt væri að finna að hvernig hefði verið lagt. Þessa iðju stundaði síðan lögreglu- þjónninn og bílstjórinn fram til kvölds. Hins vegar væri viðburður, ef slíkt gerðist í nýja miðbænum. Þetta taldi kaupmaðurinn vera hið mesta áreiti af hálfu lögreglu við verzlunina í miðborginni. Áreiti kallaði hann þetta, því að bifreiða- stöður, sem aðfinnsluverðar væru í miðbænum væru látnar óátaldar í nýja miðbænum. Eitt hlyti að þurfa yfir alla að ganga án tillits til þess, hvar í borginni hin ólöglega bifreið- astaða ætti sér stað. xxx egar þetta er skrifað er 8 stiga hiti í Reykjavík rétt eins og um hásumar væri og það þótt vetr- arsólstöður hafí verið fvrir örfáum dögum. Á sama tíma er 3ja stiga frost í Madrid, höfuðborg Spánar og á Mallorka er eins stigs frost. Þetta er óvenjulegt og virðast veð- urguðirnir ekki ætla að gera það endasleppt á þessu ári, sem verið hefur einkar gott a.m.k. fyrir Suð- vestlendinga. En nú tekur daginn aftur að lengja. Framundan er nýtt ár, sem vonandi verður gjöfult til lands og sjávar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.