Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 55

Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 55
I I ) I I I Guðni Bergsson ÍÞRfMR FOLX ■ GUÐNI Bergsson meiddist í leik Tottenham og Nottingham Forest annan í jólum. Hann fékk 5 sentímetra skurð á ennið eftir að hann skallaði í hnakka Des Walker og fór útaf þegar 10 mín. voru liðn- ar af síðari hálfleik. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann yrði ekki með Tottenham gegn Norwich í dag. Sauma þurfti 6 spor í enni Guðna. B NIGEL Cloug-li, sonur Brians framkvæmdastjóra Nottingham Forest, var rekinn af leikvelli sjö mínútum fyrir leikslok gegn Tott- enham fyrir að brjóta ills á Paul Stewart. Hann skoraði fyrra mark Forest í 2:1 sigri. ■ BRIAN McClair gerði tvö mörk í 6:3 sigri Manchester United á Oldham. United __ hefur tveggja stiga forskot á Leeds, sem gerði jafntefli við Southampton, 3:3. United mætir Leeds í toppslag deildarinnar á morgun, sunnudag. ■ LEEDS náði tveggja marka foskoti gegn Southampton með mörkum Steve Hodge í fyrri hálf- leik. Þegar 17 mín. voru til leiks- loka var Leeds yfir 3:1 og sigurinn virtist í höfn, en Alan Shearer og Iaian Dowie náðu að jafna fyrir leikslok. Gordon Strachan lék ekki með Leeds vegna bakmeiðsla en hann verður líklega með gegn Un- ited á morgun. D BRYAN Robson, fyrirliði Man. United, leikur ekki með liðinu geng Leeds á morgun vegna meiðsla á kálfa. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United. H MICK Harford gerði sigur- mark Luton gegn Arsenal og var þetta 11. mark hans á tímabilinu. Arsenal hefur ekki unnið Luton í hattaborginni síðustu sjö árin. D JAN Skejstal, tékkneski mark- vörðurinn hjá QPR, átti stórleik gegn Liverpool og bjargaði oft glæsilega. ■ STEVE McMalion lék fyrsta leik sinn með Manchester City í 2:l-sigri gegn Norwich. Hann var keyptur frá Liverpool í síðustu viku fyrir 90 milljónir ÍSK. ■ KENT Nielsen hefur verið seldur frá Aston Villa til danska liðsins AGF. Nielsen, sem er 30 ára Dani, verður löglegur með AGF 1. febrúar. Danska félagið vildi ekki gefa upp kaupverðið. D PÉTUR Marteinsson, knatt- spyrnumaður úr Fram sem gekk nýlega til liðs við Leiftur á Ólafs- firði, fer með unglingaliði Stuttg- arts til Japans til að taka þar þátt í sterku unglingamóti um áramótin. D ALEXEJ Trúfan, leikmaður Víkings , leikur með rússenska landsliðinu í liandknattleik síð- asta leikinn gegn Islendingum í Víkinni annað kvöld. ■ SARA Lind Baldurdóttir mun sýna dýfingar í Sundhöll Reykja- víkur ásamt tveimur vinkonum sín- um frá Svíþjóð í dag kl. 15. Á sama tíma fer fram innanhússmót HSK í sundi. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 55 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Uppskárum eins og við sáðum“ Auðveldur sigur á Rússum ÍSLEIMDINGAR sigruðu Rússa ífyrsta landsleik þjóðanna á Akur- eyri í gærkvöldi, 28:22. íslenska liðið átti ágæta kafla bæði í vörn og sókn, en losarabragur einkenndi þó leik liðsins á stund- um. „Við prófuðum 5-1 vörn. Þetta var allt í lagi - þeir eru með sterkar skyttur og það er ekki svo slæmt að fá á sig 22 mörk i svona opnum leik,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari, við Morgunblaðið. Rússar skoruðu fyrsta markið og var það í eina skiptið sem )eir höfðu forystu í leiknum. íslend- ingar. náðu fljótlega Anton yfirhöndinni gegn Benjaminsson fremur mistækum sknfar Rússum. Konráð Olavson var mjög frískur í vintra horninu í fyrri hálf- leik og skoraði mörg glæsileg mörk. Undir lok hálfleiksins slökuðu ís- lendingar á og Rússar gengu á lag- ið og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var líkur þeim fyrri, Island með frumkvæðið án þess þó að sýna nein sérstök tilþrif nema hvað hraðaupphlaupin voru oft ágætlega útfærð. Þess má geta að íslenska liðið gerði alls tíu mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum. Það má segja að þetta hafi verið ágætis æfingaleikur fyrir okkar menn og fengu allir að leika og m.a. fengu þrír leikmenn að spreyta sig í hlutverki leikstjórnanda. Þeir Gunnar Andrésson, Gunnar Gunn- arsson og Konráð Olavson. Þor- bergur Aðalsteinsson gat prófað leikfléttur og kerfi og tókst oft á tíðum ágætlega. íslenska liðið spil- aði 5-1 vörn mestan hluta leiksins og var vömin þétt vinstra megin, en frekar lek hægra megin og mar- kvarslan slök. Konráð Olavson var góður í fyrri hálfleik og Valdimar Grímsson í þeim síðari. Júlíus Jónasson var sterkur en hefði mátt reyna meira sjálfur. Geir og Júlíus vora sterk- ustu menn varnarinnar. Lið Rússa er frekar ungt og reynslulítið og flestir leikmanna þess um tvítugt. Það vantar greini- lega meiri breidd í liðið, en í því er þó nokkrar góðar skyttur sem erfitt er að eiga við. Þjálfari liðsins, Vladimir Gladtsj- enko, var ekki ánægður í leikslok. Þegar hann var spurður hvort hann hafi verið ánægður með sína menn, hló hann og svaraðí spurningunni ekki frekar. „Leikmenn mínir eru flestir mjög ungir og gerðu mikið af mistökum og eiga mikið eftir ólært.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Júlíus Jónasson lék vel. með ís- lenska liðinu gegn Rússum í gær og skoraði 5 mörk. - sagði Torfi Magnússon, þjálfari, eftir óvæntan sigur á Pólverjum mm FOLK, D SIGURÐUR Sveinsson lék ekki með íslenska landsliðinu gegn Rússum í gær. Hann getur ekki verið með vegna vinnu. D BIRGIR Sigurðsson var heldur ekki með í gær vegna vinnu sinnar, en verður með í síðari leikjunum tveimur. D GUNNAR Gunnarsson meidd- ist á læri undir lok fyrri hálfleiks í gærkvöldi og taldi ólíklegt að hann yrði með á Húsavík í dag. Óttast var í gærkvöldi að vöðvi í læri hefði rifnað. D ENGIR þjóðsöngvar voru leikn- ir fyrir landsleikinn á Akureyri. Rússar komu ekki með hljóðupp- töku af þjóðsöngnum og svo virtíBt sem menn hefðu það ekki á hreinu hvaða þjóðsöngur ætti við hjá þessu nýja lýðveldi. Rússar komu ekki heldur með fána, en Henson brá skjótt við og saumaði tvo fána. ísland - Rússland 28:22 Iþróttahöllin á Akureyri, vináttulandsleikur í handknattleik, föstudaginn 27. desember 1991. Gangur leiksins: 2:2, 6:3, 9:5, 10:9, 13:12, 16:13, 19:16, 23:16, 26:19, 28:22. Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 6, Valdi- mar Grímsson 6, Konráð Olavson 6, Július Jónasson 5, Geir Sveinsson 3, Einar Sig- urðsson 1, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 5 (þai' af 2 sem fór aftur til mótheija), Guð- mundur Hrafnkelsson 6 (þar af 2 sem fóru. aftur til mótheija). . Utan vallar: 6 minútur. Mörk Rússlands: Valadímir Maltsev 8/2, Vasili Kudinov 6, Eldar Kustiaev 3, Oleg Maltsev 2/2, Aleksej Levsha 2, Aleksandr Rudakov 1. Varin skot.: Slava Iesavlenko 11. Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: 822 greiddu aðgang. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Island - Pólland 91:77 Iþróttahúsið i Keflavík, vináttulandsleikur í körfuknattleik, föstudaginn 27. desember 1991. Gangur leiksins: 0:5, 3:5, 5:13, 12:17, 22:25, 30:33, 33:40, 43:40, 49:42, 53:49, 60:51, 70:60, 80:64, 84:75, 91:77. Stig íslands: Valur Ingimundarson 18, Jón Kr. Gíslason 15, Magnús Matthíasson 12, Teitur Örlygsson 10, Guðmundur Bragason 9, Jón Arnar lngvarsson 8, Axel Nikulásson 7, Páll Kolbeinsson 6, Guðni ó. Guðnason 4, Sigurður Ingimundarson 2. Stig Póllands: Adam Wojeik 19, Mariusz Bacik 17, Jaroslaw Jechorek 15, Maciej Zielinski 7, Tomasz Wladowski 6, Krzysztof Blaszkowski 6, Tomasz Torgowski 5, Wal- demar Kijanowski 2. SB Dóinarar: Kristinn Albertsson og Leifur 5. Gai-ðarsson sem dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 250. Bjöm Blöndal skrifarfrá Keflavík ÍSLENDINGAR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Pólverja 91:77 í Keflavík í gær- kvöldi og komu þessu úrslit mörgum á óvart, því Pólverjar hafa verið sterkir í körfuknattleik og urðu m.a. í sjöunda sæti í síðustu Evrópukeppni. „Þetta var sætur sigur og við uppskárum eins og við sáðum. Mér leist ekki allskostar á blikuna í upphafi, en eftir að við vorum komnir í gang þá gekk dæmið upp hjá okkur, “ sagði Torfi Magnússon lands- liðsþjálfari eftir leikinn. Plveijarnir byrjuðu þó betur og réðu ferðinni í fyrstu og hélt einstaklingsframtak Vals Iijgimundarsonar íslenska liðinu á floti lengi vel. En. smátt og smátt fór að kveða meira að íslenska liðinu sem með markvissum leik náði að jafna upp forskot Pólveijanna og hafði 4 stiga forystu í hálf- leik 53:49. Sterkur leikur íslenska liðsins virtist setja Pólveijanna algerlega út af laginu og þeir náðu aldrei að ógna öruggum sigri íslenska liðsins í síðari hálfleik. „Ég veit ekki hvað var að mínum mönnum, þeir léku hræðilega illa og ef til vill situr jólas- teikin í þeim ennþá,“ sagði Arkadiusz Koni- ecki, þjálfari pólska liðsins, eftir leikinn. „Við bytjuðum svo sem ágætlega, en síðan ekki söguna meir - við hættum að hitta úr upplögð- um færum og gáfum eftir í vörninni. íslensku leikmennirnir léku vel, það verður ekki frá þeim tekið - og þá sérstaklega í vörninni. En ég get lofað betri leik annað kvöld (í kvöld) þegar við mætum íslendingum í annað sinn,“ sagði Koni- ecki. „Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildar- innar þegar einn fór útaf kom annar inná og gerði enn betur og ég er í sjöunda himni með þessi úrslit,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari íslenska liðsins. Pólverjarnir voru aðeins með 9 leikmenn og var ástæðan sú að einn liðsmanna lenti í bíl- slysi rétt fyrir brottför og voru ekki tök á að fylla skarð hans. Tveir leikmenn Póllands urðu að fara af leikvelli með 5 villur í síðari hálfleik og hafði liðið þá aðeins 2 skiptimenn. Einstaklingsf ramtak Vals Ingimundarsonar hélt íslenska liðinu á floti lengi vel framan af, en í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.