Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 56
MORGVNDLADID, ADALSTILETI 6, 101 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Sala hlutabréfa
glæðist hjá verð-
bréfafyrirtælgum
SALA hlutabréfa tók verulegan kipp í gær frá því sem verið hefur í
desember og var nokkuð lífleg, að sögn talsmanna verðbréfafyrirtækj-
anna. Kaupendur bréfanna eru einkum einstaklingar sem hyggjast
nýta sér skattafsiátt með hlutabréfakaupum. Salan nú í desember
hefur hins vegar verið mun minni en á sama tíma í fyrra. Kvaðst
Svanbjörn Thoroddsen, deildarstjóri hjá Verðbréfamarkaði íslands-
banka, telja að ekki væri ósennilegt að salan yrði aðeins þriðjungur
til helmingur af sölunni á sama tíma í fyrra eða 400-600 millj. í gær
seldust upp hlutabréf í útboði rafeindafyrirtækisins Marels sem hófst
þann 2. desember sl.
„Það hefur verið mjög lífleg sala
í dag og töluverður fjöldi hefur átt
viðskipti. Mér finnst einnig áhugi
— stærri aðila vera að glæðast þessa
dagana og menn eru að átta sig á
því að verð hlutabréfa er mjög hag-
stætt í mörgum tilfeilum," sagði
Svanbjörn í samtali við Morgunblað-
ið.
„Viðskiptin hafa aukist nokkuð
en þau eru hins vegar ekki nærri
eins mikil og í fyrra. Við búumst
þó við því að salan taki verulega við
sér þessa síðustu daga fyrir ára-
mót,“ sagði Agnar Jón Ágústsson,
hagfræðingur hjá Fjárfesting-
arfélagi Islands. Hann sagði að salan
*^feri mest í Almenna hlutabréfa-
sjóðnum en einnig væri nokkuð um
kaup á hlutabréfum Eimskips. Sala
hlutabréfa hjá Verðbréfamarkaði
Fjárfestingarfélagsins er orðin um 1
milljarður á þessu ári en allt árið í
fyrra var hún um 900 milljónir.
Hjá Landsbréfum var mikið að
gera í gær við sölu hlutabréfa og
að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar,
deildarstjóra, keyptu flestir bréf í
Islenska hlutabréfasjóðnum. Hann
sagði að salan á hlutabréfum sjóðins
væri nú svipuð og á sama tíma í
fyrra. Sala hlutabréfa einstakra
félaga væri hins vegar nokkru minni.
Að sögn Jóns Snorra Snorrason-
ar, deildarstjóra hjá Kaupþingi, var
stöðugur straumur fólks þangað í
gær vegna kaupa á hlutabréfum.
Hann sagði að fólk keypti mest
hlutabréf í hlutabréfasjóðnum Auð-
lind en einnig hefðu fjölmargir keypt
hlutabréf í Marel og Eimskip. Hefðu
þannig öll hlutabréf í Marel selst í
gær en útboð bréfa að söluverði 28
milljónir hófst 2. desember sl. Engar
tölur lágu fyrir um sölu hlutabréfa
*
Islendingar segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu:
Engiii ákvörðun tekin um
að hefja hvalveiðar á ný
RÍKISSTJÖRNIN ákvað í gær að segja Island úr Alþjóðahvalveiðiráð-
inu. Ursögnin tekur gildi 30. júní á næsta ári og munu Islendingar
því sitja fyrri hluta ársfundar hvalveiðiráðsins, sem haldinn verður
um mánaðamót júní og júlí, en verða fjarverandi síðari liluta fundar-
ins. Full samstaða er um þessa ákvörðun í ríkisstjórninni að sögn
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra.
í yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin I ákvörðun hafi verið tekin um að
sendi frá sér í gær, segir að engin | hefja hvalveiðar að nýju. Hins veg-
ar verði lögð áherzla á að stofna
svæðisbundin samtök hvalveiði-
þjóða við Norður-Atlantshaf um
verndun og skynsamlega hagnýt-
ingu sjávarspendýra. Sjávarútvegs-
ráðherra sagði á blaðamannafundi
í gær að það væri ljóst að hvalveið-
ar yrðu ekki hafnar næsta sumar.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er
byggð á þeirri skoðun að Alþjóða-
hvalveiðiráðið starfi ekki lengur
samkvæmt eigin stofnsáttmála. „í
stofnsáttmálanum er með skýrum
hætti kveðið á um að ráðið eigi að
vinna að verndun og nýtingu hvala-
stofnanna," sagði Þorsteinn. „Á
undanförnum árum hefur ráðið
hjá Kaupþingi en veltan á tilboðs-
markaði er nú nálægt 30 milljónum
frá því hann var settur á laggirnar
þann 11. nóvember sl. Þar er ekki
meðtalin sala í hlutabréfasjóðnum
Auðlind.
Þorsteinn Ólafs, forstöðumaður
Verðbréfaviðskipta Samvinnubank-
ans, sagði að salan hefði glæðst
mikið í gær til einstaklinga sem
væru að nýta sér skattafrádrátt með
hlutabréfakaupum. „Eftirspurn hef-
ur aukist bæði vegna þess að nú er
verð lægra en áður og fólk er ad
nota síðasta tækifærið til að tryggja
sér lækkun skatta með hlutabréfa-
kaupum. Vegna aukinnar sölu erum
við byrjaðir að kaupa inn hlutabréf
að nýju í nokkrum félögum."
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigur gegn Rússum
Islendingar og Rússar léku landsleik í handknattleik á Akureyri í gærkvöldi og var þetta fyrsti landsleik-
ur rússneska lýðveldisins í íþróttinni á erlendri grundu. íslendingar sigruðu 28-22 og skorar Konráð Olav-
son eitt af sex mörkum sínum í leiknum á myndinni. Sjá íþróttasíðu bls. 55.
Þrjú sjávarútveg’sfyrirtæki í Vestmannaeyjum sameinast:
Kvóti nýja ísfélagsins hf.
nemur 12.500 þorskígildum
Aflaheimildir færðar saman og skipum lagt eða þau seld
SAMNINGAR um sameiningu ísfélags Vestmannaeyja, Hraðfrysti-
stöðvar Vestmannaeyja og útgerðarfélagsins Bergs-Hugins tókust í
fyrrakvöld. Nýtt hlutafélag, Isfélag Vestmannaeyja hf., tekur til
starfa þann 1. janúar næstkomandi og verður þriðja til fjórða stærsta
sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Kvóti nýja fyrirtækisins nemur um
12.500 þorskígildum. Búist er við að starfsmönnum fækki eitthvað
við sameininguna, en forsvarsmenn nýja fyrirtækisins Ieggja áherslu
á að reynt verði að milda áhrif þess.
Skipin, sem fyrirtækin þijú gerðu
út, verða fyrst um sinn öll gerð út
áfram, en stefnt er að því að færa
aflaheimildir saman, þannig að
skipum verði lagt þegar á næsta
eða þau seld. Sigurður Einars-
son, forstjóri Hraðfrystistöðvarinn-
ar og verðandi forstjóri nýja fyrir-
tækisins, sagði að helsti ávinningur
af sameiningunni væri sá, að hægt
væri að hagræða í rekstrinum.
„Áhættan sem fylgdi því að halda
rekstrinum áfram óbreyttum var
einfaldlega of mikil," sagði hann.
Magnús _ Kristinsson, stjórnar-
formaður Isféiags Vestmannaeyja
og verðandi aðstoðarforstjóri nýja
fyrirtækisins, sagði að stefnt væri
að því að auka hlutafé þess um 20%
og gera það að almenningshlutafé-
lagi. Bein fjárhagsleg hagræðing
vegna sameiningarinnar væri talin
um 70-100 milljónir á ári. Stefnt
væri að því að bolfiskvinnsla yrði í
öðru frystihúsi hins nýja félags, en
vinnsla á humri, síld, loðnu og
loðnuhrognafrysting í hinu.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum, sagði að minni
sjávarútvegsfyrirtæki ættu undir
högg að sækja og því væri samein-
ingin af hinu góða. „Auðvitað fylgja
þessu ákveðnir erfiðleikar," sagði
hann. „Mér skilst að starfsmanna-
hald breytist eitthvað, en þegar til
framtíðar er litið held ég að þetta
verði bæjarfélaginu til heilla."
„Okkur hefur verið sagt að þessi
breyting komi ekki til með að bitna
á verkafólki þannig að það missi
atvinnuna og því hljótum við að
fagna,“ sagði Erna Valgeirsdóttir,
formaður Verkakvennafélagsins
Snótar. „Möguleikarnir virtust þeir,
að fyrirtækin sameinuðust eða að
þau seldu veiðiheimildir burt og
legðu niður starfsemi.“
Sjá fréit og viðtöl á bls. 24
smám saman verið að breytast í
hreinræktuð verndunarsamtök og
við lítum svo á að það stríði gegn
megintilgangi alþjóðahvalveiðisátt-
málans og sé þar af leiðandi ekki
í samræmi við stefnu Islands og
íslenzka hagsmuni. Við höfum hvað
eftir annað á undanförnum árum
lagt fyrir vísindanefndina og hval-
veiðiráðið tillögur af okkar hálfu.
Síðast á ársfundinum á þessu ári
voru lagðar fyrir vísindanefndina
tillögur um veiðar, sem voru viður-
kenndar í vísindanefndinni en feng-
ust ekki ræddar í hvalveiðiráðinu.
Við höfum á undanförnum árum
varað ráðið við því að ef ekki yrðu
breytingar á starfsháttum þess
kynni að koma að því að ísland sæi
sér ekki lengur fært að sitja í
því.“
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra, sagði að það hefði
verið sjálfsagður hlutur að segja sig
úr ráðinu. „Stóra spurningin er svo
hvað við tekur. Úrsögn þýðir ekki
að veiðar verði hafnar sem okkur
er þó heimilt. Þetta er biðleikur.
En þetta er staðfesting á því að við
ætlum ekki lengur að láta hafa
okkur að leiksoppi í platsamtökum.11
Sjá nánar á bls. 25.