Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 EFNI Morgunblaðið/Þorkell Fyrstu vetrarútsölurnar að hefjast Verslanir í Kringlunni riðu á vaðið og auglýstu vetrarútsölur fyrir helgi. Þegar á laugardagsmorgun voru fyrstu viðskiptavin- imir mættir til að kynna sér varninginn en búast má við að fleiri verslanir bætist í hópinn næstu daga. Á útsölum má gera mjög góð kaup og því er vissara fyrir fólk að fylgjast vel með auglýsingum í dagblöðunum á næstunni. Samningar um kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum ríkissjóðs: Vilja sjá hver afdrif ríkis- ábyrgðar á laimum verður BENEDIKT Davíðsson, formaður Sambands almennra lífeyris- sjóða, segir að sjóðimir vilji sjá hver starfskjör ríkisstjórnin ætli lífeyrissjóðunum í ár áður en gengið verður til samninga um kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum byggingasjóðanna. Samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á Iögum um ríkisábyrgð á launum, sem kynnt vom seint í haust en ekki náðist að sam- þykkja á Alþingi fyrir jól, er gert ráð fyrir að felld verði niður ábyrgð á kröfum lífeyrissjóða við gjaldþrot fyrirtækja. Munum eftir smáfuglunum Nú er jörð snævi þakin um land allt og því þröngt í búi hjá smáfuglunum. Fuglavin- ir hvetja fólk til að létta undir með soltnum fuglum í vanda og gefa þeim á með- an mestu frosthörkurnar vara. Hægt er að fá sérstakt fuglafóður í verslunum en einnig er kjörið að gefa þeim brauðmylsnu. Best er að skilja fóðrið eftir á stöðum, þar sem friður er fyrir ágangi katta, eins og á svöl- um eða bflskúrsþökum. Benedikt sagði að lífeyrissjóðim- ir vildu sjá hvernig þessum breyt- ingum reiddi af áður en gengið yrði til samninga um kaup lífeyrissjóð- anna á skuldabréfum byggingasjóð- anna. Um verulegt hagsmunamál væri að ræða fyrir þá, því gera mætti ráð að nálægt 15 milljarðar króna hefðu runnið til lífeyrissjóð- anna á árinu 1991 og gjaldþrot gætu náð til 4-6% af iðgjöldum. Því væri um mikla fjármuni að ræða. Auk þess væri lífeyrissjóðunum ennþá algjörlega meinaður aðgang- ur að þeim upplýsingum sem ríkið hefði í gegnum skattkerfíð til að auðvelda þeim innheimtu iðgjalda í þessum tilfellum en þann aðgang hefðu lífeyrissjóðimir haft fyrir upptöku staðgreiðslunnar. „Við þessar aðstæður finnst okk- ur nauðsynlegt að sjá hvaða lög verða í landinu um þetta efni áður en við getum sest að samningaborð- inu með þessum sömu aðilum. Ef þessi breyting nær fram að ganga án þess að nokkuð gerist í innheimt- umálunum getur þetta þýtt kostn- aðarauka fyrir lífeyrissjóðina eða réttindamissi fyrri sjóðsfélaganna sem nemi 4-6% af iðgjaldatekjum sjóðanna,“ sagði Benedikt. Hann sagði að í raun væri öll kvöð sjóðanna á kaupum á skulda- bréfum byggingasjóðanna í brott fallin þar sem almenna húsnæðis- lánakerfinu frá 1986 hefði verið lokað, en áður var lánsréttur tengd- ur kaupum lífeyrissjóðs lánþega á skuldabréfum sjóðanna. „Við viljum auðvitað mjög gjarna hafa góð sam- skipti við ríkið, en það er mjög erf- itt við þessar aðstæður þegar beðið er um samninga öðrum megin við borðið og hinum megin við borðið er reynt að beija okkur niður,“ sagði Benedikt. ---- ♦ ♦ ♦---- Bankaráð Landsbanka: Alþingi kýs nýjan vara- mann í ráðið ALÞINGI mun kjósa nýjan vara- mann Friðriks Sophussonar í bankaráð Landsbankans þegar þing kemur saman eftir jólaleyfi. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra er aðalmaður í bankaráðinu en er í leyfi frá því starfi. Varamað- ur Friðriks var Jón Þorgilsson en hann lést fyrir skömmu og er fyrir- hugað að kjósa nýjan varamann í bankaráðið á Alþingi strax og þing- menn koma saman eftir jólaleyfið. Sameining fiskvinnslu á Snæfellsnesi: Akvörðun lig’gur fyrir í næstu viku Vestmannaeyjar: Fyrsta síld ársins Vestmannaeyjum. KAP VE kom með 150 tonn af síld til Eyja í gærmorgun og er það fyrsta síldin sem berst á árinu. Þá var Styrmir einnig á leið til Eyja með 150 tonn. Kap fékk síldina suður af Háls- unum og er hún falleg að sögn Guðmundar Hugins Guðmunds- sonar skipstjóra. Hann sagði að talsvert hefði verið að sjá af síld á svæðinu. Þeir hefðu kastað tvisv- ar. Fengið 100 tonn í fyrra kastinu en 200 í því seinna. Þar sem þeir máttu ekki koma með meira en 150 tonn til lands gáfu þeir Styrmi VE 150 tonn sem var sá skammt- ur sem hann mátti taka. Grímur ÁKVÖRÐUN um hvort af sameiningu fiskvinnslufyrirtækjanna Hrað- frystihúss Grundarfjarðar og Snæfellings á Ólafsvík verður eða ekki mun liggja fyrir í næstu viku. Atli Viðar Jónsson, framkvæmda- sfjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar, segir að þeir hafi nú lokið sinni könnun á málinu og séu jákvæðir fyrir sameiningunni með ákveðnum skilyrðum. Meðal skilyrðanna er að nýtt hlutafé komi inn i hið sameinaða fyrirtæki, a.m.k. 50 milb'ónir króna. „Okkar skoðun er lokið og ég reikna með að lausir endar liggi fyrir í næstu viku. Fyrir utan nýtt hlutafé er þar um að ræða skuld- breytingar og grænt ljós frá við- skiptabanka okkar, sem er Lands- bankinn,“ segir Atli Viðar. Hann á frekar von á að Landsbankinn taki jákvætt í málið en bankinn hefur fylgst með viðræðum þeim sem fram hafa farið milli forráðamanna fiskvinnslufyrirtækjanna á báðum stöðum. Ef af sameiningu verður mun hið nýja fyrirtæki verða stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Snæfellsnesi. Snæfellingur keypti í lok síðasta árs eignir þrotabús Hraðfrystihúss Ólafsvíkur fyrir 110 milljónir króna en meðal eignanna voru þijú skip og einn togari. Spáð í spilin ►Hvernig verður árið 1992? - Svartnætti, segir hagfræðingur- inn. Spennandi, segir stjömuspek- ingurinn. Og seiðskonan segir okk- ur eiga gott ár í vændum. 10 Brauð! Frið! Land! ►- voru slagorðin sem bolsévikar notuðu til að blekkja rússneska smábændur til fylgis við bylting- una. Hér er fram haldið greina- flokki um fall Sovétríkjanna og í þessarí grein segir frá byltingunni í Rússlandi 1917. /14 Rann af mér svitinn ►Sigríður Eyþórsdóttir segir frá ferð sinni til Taiwan og starfi sínu við áhugaleikhús. /16 Bush býst til átaka í skugga kreppu ►Karl Blöndal fjallar um stjóm- málaástandið í Bandaríkjunum. 18 Bheimiu/ FASTEIGNIR ► 1-20 Vaxandi áhugi á vernd sögulegra húsa ►Rætt við Margréti Hallgríms- dóttur borgarminjavörð./ Kjarnafjölskyldan í kreppu ►Skilnaðir, vinnuþrælkun for- eldra, sjálfala böm og menn á flótta frá sjálfum sér er nú dæmi- gert ástand fyrir íslenskt fjöl- skyldulíf.l Vil koma kærleika inn í hagkerfið ►- segir Sigfríð Þórisdóttir sem áður starfaði við dýrahjúkmn en leggur nú stund á iðnrekstrarfræði í Tækniskóla íslands. /6 Á plánetan Mars hags- muna að gæta? ►Á næsta áratug gæti orðið mögulegt að hefja myndun and- rúmslofts á plánetunni Mars og skapa skilyrði fyrir þróun lífs. /10 Gert að galdralæknum ► Rætt við Friðbjörn Sigurðsson lækni á Haiti. /16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dagbók 8 Hugvelqa 9 Leiðari 22 Helgispjall 22 Reykjavfkurbréf 22 Minnmgar 35 Fólk í fréttum 38 Útvarp/sjónvarp 40 Mannlífsstr. 9C Minningar 16C Fjölmiðlar 18c Kvikmyndir 20c Dægurtónlist 21c Myndasögur 24c Brids 24c Stjömuspá 24c Skák 24c Bfó/dans25c/26c/27c A fömum vegi 28c Velvakandi 28c Samsafnið 30c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.