Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 ERLENT INNLENT Sjávarút- vegsfyrir- tæki samein- ast í Eyjum Um áramótin tóku tvö stór sjáv- arútvegsfyrirtæki til starfa í Vestmannaeyjum. Á mánudag samþykktu hluthafar í Vinnslu- stöðinni hf., og Fiskiðjunni hf. að sameina fyrirtækin ásamt dótturfyrirtækjum. Áður hafði sameining ísfélags Vestmanna- eyja, Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja og útgerðarfyrir- tækisins Bergs-Hugins verið ákveðin. Róleg áramót Áramótin gengu víðast hvar rólega fyrir sig og þurfti lög- ERLENT Frjáls verð- mynduní Rússlandí Lög um ftjálsa verðmyndun tóku gildi í Rússlandi, Ukraínu og Hvíta-Rússiandi á fímmtudag og margfaldaðist verð á nær öllum vörum í kjölfar þess. Þar með lauk því tímabili þar sem skriffínnar ákveða hvað vörur eiga að kosta. Stjómvöld í Rússlandi segja þetta vera einu leiðina til að koma efna- hagslífinu á réttan kjöl á ný þó hún sé mjög sársaukafull fyrir almenning. Búast flestir við hörð- um mótmælum ogjafnvel uppþot- um í kjölfar verðhækkana á næst- unni. Úkraínumenn ætluðu í fyrstu ekki að taka upp frjálsa verðmyndun samhliða Rússum en skiptu um skoðun á síðustu stundu af ótta við að framleiðendur í lýð- veldinu myndu setja vörur sínar á markað í Rússlandi þar sem hærra verð fengist fyrir þær. Vopnahlé í Júgóslavíu Vopnahlé tók gildi síðdegis á föstudag i Júgóslavíu eftir að full- trúar Króata og Serba höfðu kom- ist að samkomulagi þess efnis á fimmtudagskvöld. Cyrus Vance, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna í Júgóslavíu, hefur sagt að varanlegt vopnahlé sé forsenda þess að sendar verði friðargæslu- sveitir á vegum SÞ til landsins. Deiluaðilar höfðu fyrr í vikunni samþykkt komu slíkra sveita, sem í yrðu allt að tíu þúsund manns. Öryggisráðið mun væntanlega taka ákvörðun um málið í næstu viku. / Nýr framkvæmdastjóri SÞ Egyptinn Boutros Boutros Ghali hefur tekið við embætti fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- regla lítil afskipti að hafa af drukknu fólki. Nokkur slys urðu af völdum heimatilbúinna sprengja og meðal annars missti fjórtán. ára unglingur hluta af hendi er heimatilbúið blys, sem hann hélt á, sprakk. Erlendar skuldir 200 milljarðar Talið er að erlendar skuldir þjóð- arbúsins hafi numið um 200 milljörðum í árslok 1991 og að þær hafi aukist um 23,4 millj- arða á því ári. Þó urðu vaxta- greiðslur af erlendum lánum tveimur milljörðum króna lægri á síðasta ári en 1990 vegna lækkunar vaxta af dollaralán- um. Jóni Baldvini hótað lífláti Jóni Baldvini Hannibalssyni ut- anríkisráðherra hefur verið hót- að lífláti vegna viðurkenningar íslendinga á sjálfstæði Serba og Króata. Þýskumælandi mað- ur hringdi til ræðismanns ís- lands í Berlín og sagði að af- skipti utanrikisráðherra íslands af innanríkismálum í Júgóslavíu gætu reynst honum lífshættu- leg. Talið er líklegt að maðurinn sé fulltrúi serbneskra þjóðemis- samtaka. Nýr sparnaður um 30 milljarðar 1991 Samkvæmt upplýsingum frá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa má gera ráð fyrir að ríkissjóður hafí aflað um tveggja milljarða króna á innlendum lánsfjármarkaði á síðasta ári. Sala ríkisvíxla var nánast óbreytt frá fyrra ári og aukning í sölu ríkisbréfa um 1,2 milljarðar. Talið er að nýr innlendur spamaður hafí numið hátt í 30 milljörðum á árinu. anna af Javier Perez de Cuellar sem lét af störfum um áramótin. Ghali, sem er fyrsti Afríkumaður- inn til að gegna þessu embætti, sagði í vikunni að helsta viðfangs- efni hans í byijun yrði að hefjast handa við að endurskipuleggja starfsemi Sameinuðu þjóðanna og dótturstofnana þeirra og draga úr skriffínnsku. Friðarsamkomulag í E1 Salvador Friðarsamkomulag var undirritað af stjómvöldum í E1 Salvador og vinstrisinnuðum skæruliðum á gamlársdag. Standa vonir til að samkomulagið, sem endanlega verður gengið frá 10. janúar, muni binda enda á tólf ára borga- rastyijöld í landinu sem valdið hefur miklu efnahagslegu tjóni. Telur Alfredo Cristiani, forseti E1 Salvador, að um tvo milljarða Bandaríkjadollara þurfí til að bæta upp skaðann að einhveiju leyti. Fárviðri á Norðurlöndum Mikið fárviðri gekk yfír Noreg, Svíþjóðar og Færeyjar á nýársdag. Gífurlegt eignatjón varð og sam- göngutruflanir en engin slys á mönnum. í Noregi eyðilögðust margar eldiskvíar í veðurofsanum og er talið að 700-750 tonn af laxi hafí sluppið á haf út. Er það mesta tjón af þessu tagi sem norsk laxeldi hefur orðið fyrir í sögu sinni. Alsírbúar óttast ofsatrúarmenn Tugþúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Algeirsborg í vikunni og krafist þess að spomað verði við uppgangi ofsatrúarmanna sem unnu sigur í fyrri umferð þing- kosninganna skömmu fyrir ára- mót. Fylking heittrúarmanna hef- ur sagst ætla að koma á klerka- veldi í Alsír nái hún meirihluta í síðari umferð kosninganna 16. jan- úar nk. Aðsetur Evrópudómstólsins í Luxemborg Evrópska efnahagssvæðið: Portúgalir og íslend- ingar verða að leiða viðræðumar til lykta ÍSLENDINGAR tóku formlega við forsæti í ráðherraráði Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) nú um áramótin, og verða þess vegna forystumenn í samskiptum EFTA við Evrópubandalagið (EB) næsta misseri. Á sama tíma tóku Portúgalir við forsæti í ráð- herraráði EB í fyrsta skipti síðan þeir gengu í bandalagið. Um það er samstaða á miUi Portúgala og Islendinga að lagt skuli allt kapp á að ganga frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir mánaðamótin febrúar-mars. Nefnd sérfræðinga vinnur að því að frnna viðunandi leiðir til að koma til móts við gagnrýni Evrópudómstólsins á þá þætti EES-samningsins sem fjalla um hlutverk Evrópudómstólsins og sameiginlegs dómstóls EES. Góðar líkur eru taldar á að færar leiðir fínnist en nefndinni er ætlað að gera grein fyrir starfi sínu á sam- eiginlegum fundi aðalsamninga- manna EFTA og EB sem verður haldinn í Brussel 15. janúar þar sem íslendingar verða í forsæti af hálfu EFTA. Portúgalir hafa lýst því yfír að eitt af kappsmálum þeirra fram á vor verði að ljúka samningunum við EFTA um evrópskt efna- hagssvæði þann- ig að samningur- inn geti tekið gildi um næstu áramót, 1. janúar 1993. Flestþyk- ir benda til þess að samningurinn verði staðfestur af þjóðþingum allra aðildarríkja bandalaganna beggja en meiri óvissa ríkir um afdrif samningsins þegar hann verður lagður fyrir þing Evrópu- bandalagsins í Strassborg. Samblástur gegn EES í Strassborg Innan EFTA er óttast að af- greiðsla samningsins verði notuð sem skiptimynt í innanhússátökum í EB á milli Evrópuþingsins annars vegar og aðildarríkjanna og fram- kvæmdastjómarinnar hins vegar. Þingmenn á Evrópuþinginu eru sáróánægðir með niðurstöður leið- togafundar EB í Maastricht á síð- asta ári, þeim þykja leiðtogamir hafa komið skammt til móts við kröfur þingsins um aukin áhrif á ákvarðanir innan EB. Almennt hefur verið litið svo á að litlu mætti skeika til að tilskilin þátt- taka yrði í atkvæðagreiðslu á þing- inu um samninginn við venjulegar aðstæður en meirihluti þingmanna verður að samþykkja hann. Það eru þess vegna ill tíðindi fyrir stuðningsmenn EES-samningsins að hópur þingmanna á Evrópu- þinginu skuli reka áróður fyrir því að þingmenn sniðgangi umræður og atkvæðagreiðslu um EES þegar þar að kemur. Auðvitað er lögð áhersla á að andstaða við samning- inn sé engin og að sama skapi hafi þingmenn velþóknun á EFTÁ. Það sé hins vegar útilokað að láta þetta tækifæri til að þjarma að aðildarríkjunum og framkvæmda- stjórninni sér úr greipum ganga. Yfírleitt er litið svo á að áhugi á samningnum sé ekki svo almennur á þinginu að þingmenn komi til með 'að þyrpast til Strassborgar þegar til afgreiðslu hans kemur. Þeim mun meiri hætta er á að hvers konar aðgerðir s.s. að snið- ganga atkvæðagreiðslur reynist afdrifaríkar. Ljóst er að það hlýtur að vera í verkahring aðildarríkj- anna að reyna að hafa áhrif á þingmenn í Strassborg til að tryggja skjóta og örugga af- greiðslu samn- ingsins. Það verður hins vegar hlutverk íslendinga að sjá til þess að samningurinn nái til Strass- borgar á þessu ári. Reikna verður með því að fulltrúar íslendinga beiti sér til hins ítrasta til þess að svo megi verða. í Brussel er litið svo á að íslendingar hafí mestu að tapa fari samningurinn út um þúfur þar sem þeir hyggi alls ekki á aðild að EB í nánustu framtíð. Frá upphafí hefur verið litið svo á að íslendingar væru eina aðildar- þjóð EFTA sem vildi gera EES- samninginn samningsins vegna. Önnur EFTA-ríki líti fyrst og fremst á samninginn sem skref í átt til aðildar. Umsóknir Svía og Austurríkismanna um aðild að EB hafa dregið mjög úr áhuga á EES og fari svo að Finnar, Svisslending- ar og Norðmenn leggi inn umsókn- ir á þessu ári er samningurinn nánast að engu orðinn. ísland og EES íslendingar hafa lagt áherslu á lykilhlutverk EFTA í framkvæmd samningsins, þeir vilja setja upp sameiginlegar stofnanir allra að- ildarríkja EFTA þannig að ábyrgð og kostnaður einstakra aðildar- ríkja verði sem minnst. Það verður greinilega erfíður róður, Svíar og Austurríkismenn eru vitaskuld ekki mjög áfram um að útgjöld á vegum EFTA verði aukin að mun og má þá einu gilda hvort bæta á við 100 starfsmönnum eða 1.000 á vegum EFTA í Genf og Brussel. Á meðan Norðmenn halda sig utan við EB og halda tryggð við EES eru góðar líkur á að efnahagssvæð- ið verði að raunveruleika. Fari hins vegar svo að ísland og Liechten- stein verði einu EFTA-ríkin sem standa að samningnum verður hann vart virði þess pappírs sem hann er skráður á. Ósennilegt er að Liechtenstein vilji leggja íslend- ingum til það sem þarf til að fram- kvæma samninginn og fátt bendir til þess að þeir verði sjálfír tilbún- ir til að bera samninginn uppi. Óskastaðan Talið er að tvíhliða samningavið- ræður við EB á rústum EES yrðu mjög erfiðar fyrir íslendinga. í Brussel eru taldar takmarkaðar líkur á því að slíkir samningar yrði árangursríkir. Út í hött sé að vísa til reynslu íslendinga af tví- hliða samningnum við EB á árun- um upp úr 1970. Þá hafí verið lík- ur á að ísland yrði eitt Atlantshafs- þjóðanna í Vestur-Evrópu utan EB. Það þótti þess vegna ástæðu- laust að sýna þeim annað en rausn þegar samið var. Nú eru nýfrjálsu ríkin í Evrópu miklu áhugaverðari. Haft hefur verið eftir embættis- mönnum í Brussel að sú samninga- tækni sem íslendingar hafí tamið sér í samskiptum við EB muni duga skammt í framtíðinni. Fari EES út um þúfur á fyrra misseri þessa árs, sem er alls ekki útilok- að, eigum við ekki annarra kosta völ en að fara í biðröðina með þjóð- um sem hafa meiri og betri skipti- mynt en við og fólk hefur dálæti á. Hentugast væri fyrir íslendinga ef tækist að ganga frá EES á þessu ári og þjóðir eins og Norðmenn og Svisslendingar héldu trúnað við samninginn fram yfír miðjan þenn- an áratug. Þá yrði EB ekki stætt á öðru en að bjóða íslendingum serstakan samning sem kæmi í stað EES og byggði, t.d. á hug- myndum Frans Andriessen um svokallaða dótturaðild að EB. Andriessen gerði ráð fyrir að með þess háttar aðild gæti ríki samið um fulla þátttöku á tilteknum svið- um EB-samstarfsins með fullum réttindum en gæti hins vegar stað- ið fullkomlega utan við önnur. Samskipti af þessu tagi myndu henta Islendingum mjög vel. Það er hins vegar talin borin von að um slíkt megi semja um þessar mundir en þetta fyrirkomulag yrði eflaust kjörin leið fyrir EB út úr ónýtum EES-samningi eftir fimm til tíu ár. BAKSVIÐ eftir Kristófer M. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.