Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANtÍAR 1992 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Fyrst kvenna í rótarýklúbb Sigrún Pálsdóttir vélaverkfræðingur er fyrsta konan sem gengur í rótarýklúbb á íslandi. Sig- rún vinnur hjá Jámblendiverksmiðjunni á Grundartanga og er hér með Þorsteini Hannes- syni, forseta Rótarýklúbbs Akraness, á fyrsta fundinum sem hún sótti í klúbbnum sl. fimmtu- dag. Borgarráð: Hækkun á gjaldskrá íþróttamannvirkja BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum eftirfarandi breytingar á gjaldskrá íþróttamannvirkja í Reykjavík, og tóku þær gildi 1. janúar 1992. í Laugardalshöll hækkar gjald fyrir æfingar í aðalsal úr 3.800 krónum í 4.400 krónúr eða um 15,78%, í borðtennissal er hækkun- in úr 1.100 krónum í 1.300 krónur eða um 18,18%. Fyrir sýningar hækkar gjald á hvem fermetra úr 58 krónum í 67 krónur eða um 15,52%, fyrir tónleika er greitt 20%. Lágmarksgjald fyrir tónleika og fyrir fundi hækkar úr 110 þúsund krónum í 127 þúsund krónur eða um 15,45%. Gjald fyrir íþróttasali á Laugar- dalsvelli hækkar úr 2.100 krónum í 2.400 krónur eða um 14,25% og í leikfimisal hækkar gjaldið úr 1.100 krónum í 1.300 krónur eða um 18,18%. Á gervigrasvelli, án ljósa hækkar gjaldið úr 3.000 krón- um í 3.400 krónur eða um 13,33% og með Ijósum úr 4.000 krónum í 4.600 krónur eða um 15%. Leiga á skautasvellinu án ljósa hækkar úr 5.000 krónum í 5.500 krónur eða um 10% og með ljósum úr 6.000 krónum í 6.500 krónur éða um 8,33%. Leiga í Hagaskóla fyrir æfingar hækkar úr 2.100 krónum í 2.400 krónur eða 14,28% og leiga vegna keppni er 10% af gjaldinu. Leiga í Seljaskóla fyrir æfingar hækkar úr 3.000 krónum í 3.400 krónur eða um 13,33% en leiga vegna keppni er 10% af gjaldinu. Leiga fyrir aðra íþróttasali hækka úr 1.100 krónum í 1.300 krónur eða um 18,18% fyrir sal sem er 10x20 metrar. Fyrir sal sem er 15x27 metrar hækkar leigan úr 1.800 krónum í 2.100 krónur eða um 16,66% og í 18x33 metra sal hækkar leigan úr 2.100 krónum í 2.400 krónur eða um 14,28% og fyrir sal sem er 27x45 metrar hækkar leigan úr 3.000 krónum í 3.400 krónur eða um 13,33%. Hafrannsóknastofnun: Starfsmenn ósammála fjármála- ráðuneyti um sj ómannaafslátt Rannsóknarmenn hjá Hafrannsóknastofnun eru ósammála þeirri túlkun fjármálaráðuneytisins að þeir eigi ekki lengur rétt á sjó- mannaafslætti á meðan þeir eru við fiskirannsóknir á skipum stofn- unarinnar. Ákvæðum laga um sjómanna- afslátt á tekjuskatti var breytt á Alþingi í tengslum við ijárlagagerð- ina fyrir jólin og túlkar fjármála- ráðuneytið lögin nú þannig, að hér eftir eigi þeir einungis rétt á afslátt- inum, sem ráðnir séu til sjómanns- starfa og aðeins í þá daga sem þeir séu lögskráðir. I yfirlitsgrein í Morgunblaðinu um fjárlögin fyrir áramót kom einnig fram sú túlkun ráðuneytisins að rannsóknarmenn Hafrannsóknastofnunar ættu ekki lengur rétt á afslættinum í rannsókn- arferðum, og höfðu rannsóknar- mennirnir ekki áður vitað af því. Bjöm Ævar Steinarsson líffræð- ingur sagði við Morgunblaðið, að á föstudag hefðu rannsóknarmenn far- ið yfir málið á fundum og fengið aðstoð við að túlka nýju lögin og greinargerð með þeim. I lögum um lögskráningu segði að skylt væri að lögskrá skipveija, og í sjómannalög- um væri skipverji skilgreindur sem aðili sem útgerðaraðili ræður til að sjómannsstarfa og/eða sérhæfðra starfa. „Okkur finnst að okkar störf á sjó hljóti að falla undir þessi sérhæfðu störf og við teljum að útgerðaraðili sé í þessu tilfelli Hafrannsóknastofn- un. Þar með séum við skipveijar og þar með sé skylt að lögskrá okkur eins og alltaf hefur verið gert. Þá teljum við okkur vera í áhöfn ha- frannsóknarskipa þar sem rannsókn- arskip stundi rannsóknir og til þess þarf áhöfnin að vera skipuð vísinda- mönnum, og sjómenn hljóta að vera þeir sem starfa á sjó. Því er okkur hulið hvemig hægt er að komast að þessari niðurstöðu," sagði Bjöm Ævar. Hann sagði að rannsóknarmenn- imir væru mismunandi marga daga á sjó á ári, frá nokkrum dögum upp í 100 daga. Samkvæmt því geta þeir fengið allt að 100 þúsund krónur á ári í sjómannaafslátt. Rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunar fóru í leiðangur á föstu- Hreppsnefnd Skútustaðahrepps: Minnkandi silungsveiði í Mývatni verði rannsökuð SVEITARSTJÓRN Skútustaðahrepps hefur samþykkt erindi til ríkis- sljórnarinnar þar sem þess er farið á Ieit að ríkisvaldið beiti sér fyrir sérstökum rannsóknum á bleikju- og urriðastofni Mývatns með það að markmiði að leiða í ljós hver sé orsök eða orsakir minnk- andi silungsveiði í Mývatni á síðari árum. Erindið er rökstutt með greinar- gerð þar sem segir að nytjar veiði- hlunninda í Mývatni séu veiðiréttar- hafa mikilvæg og að samdráttur í venjulegum landbúnaði auki enn mikilvægi þessara hlunninda. Þá hafi aldalöng hefð silungsveiða í vatninu skapað einn þátt atvinnu- menningar sem beri að viðhalda auk þess sem óvissa um orsakir minnk- andi veiði valdi spennu og hafi óæskileg áhrif á svæðinu. Hreppsnefndin telur verkefnið vera svo viðamikið að hreppurinn ráði ekki við það einn. Því sé eðli- legt að Veiðimálastofnun sé falið verkefnið í samvinnu við veiðirétt- arhafa og e.t.v. fleiri. Þar sem Al- þingi hafi með lagasetningu sett skorður við nýtingu lands og mögu- leikum atvinnuuppbyggingar í Mý- vatnssveit hljóti það að hafa skyld- um að gegna að þessu leyti. Akranes: Afmælis- ár gengið í garð Akranesi. NÚ ER gengið í garð af- mælisár á Akranesi, en lið- in eru 50 ár frá því bærinn fékk kaupstaðaréttindi árið 1942. Á nýársdag var fáninn því víða við hún, bæði hinn íslenski og eins bæjarfáninn. Á árinu mun hver viðburð- urinn reka annan og má segja að heimamenn hafí ekki lengi þurft að bíða eftir þeim fyrsta eftir að val á íþróttamanni ársins var kunngert. Gert er ráð fyrir að í þessum mánuði verði fyrsti hluti nýrrar bygg- ingar Fjölbrautaskóla Vestur- iands formlega tekinn í notk- un og sömuleiðis fyrsti hluti heilsugæslustöðvar. Þá mun bæjarstjórn Akraness halda hátíðarfund 25. janúar n.k. Margt fleira er á dagskrá, sem gert verður skil síðar. En byijunin lofar góðu. - J.G. dagskyöld samkvæmt áætlun, en fyrr um daginn höfðu komu fram uppástungur frá rannsóknarmönn- unum um að hefja þegar aðgerðir til að mótmæla fyrirhuguðu afnámi afsláttarins. Björn Ævar sagði að þeir myndu ekki gefa þennan rétt sinn eftir, og ef til þess kæmi yrði þrýst á með þeim hætti sem hægt væri. En beðið yrði átekta þar til lokið hefði verið við að semja reglu- gerð í fjármálaráðuneytinu, þar sem nánar verður kveðið á um fram- kvæmd sjómannaafsláttarins. Misheppnaða ránið við ÁTVR; Maðurinn ófundinn ENN HEFUR ekki tekist að hafa hendur í hári hettu- klædda mannsins, sem reyndi að ræna útibússtjóra ÁTVR í Hafnarfirði föstu- dagskvöldið 20. desember sl. Rannsóknarlögregla ríkis- ins vinnur að rannsókn þessa máls en engar fréttir eru af henni. Sem kunnugt er réðst mað- urinn, vopnaður stöng, að úti- bússtjóranum um klukkan 20 á föstudagskvöldi og reyndi að ræna af honum andvirði dagsölu útibúsins sem er við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tii átaka kom er útibússtjórinn varðist af hörku og lagði árás- armaðurinn við svo búið á flótta. Andvirði * dagsölunnar, sem útibússtjórinn hafði í tösku, nam rúmlega 8 milljón- um króna. Alþingi tekur til starfa á morgun ALÞINGI íslendinga kemur saman til fundarhalda að afloknu jóla- leyfi á morgun, mánudag, og er það tveimur vikum fyrr en hafði verið ráðgert í upphaflegri starfsáætlun þingsins. Það er þó ljóst að þörf er á því að gera þinghlé þótt síðar verði. í næstu viku verður það verk- efni þjóðþingsins að ræða og af- greiða þau frumvörp sem eru nauðsynleg til þess að forsendur samþykktra fjárlaga standist en ákveðið var fyrir jól að fresta af- greiðslu þessara mála fram yfir áramótin. Hér er um að ræða frumvarp til lánsfjárlaga árið 1992, frumvarp um ráðstafanir í ríkisíjármálum á árinu 1992 og einnig varð samkomulag um að fresta afgreiðslu á frumvarpi um breytingar á lögum um Hagræð- ingarsjóð sjávarútvegsins. Fram- sóknarmenn hafa þessu til viðbót- ar óskað eftir umræðum utan dag- skrár um GATT-viðræðurnar. Þessi utandagskrárumræða verður e.t.v. næstkomandi þriðjudag. í upphaflegri starfsáætlun Al- þingis var áformað að Alþingi kæmi ekki saman fyrr en 21. dag janúarmánaðar en vegna hinna mikilvægu mála sem enn eru óaf- greidd varð það sammæli að hefj- ast fyrr handa. Að sögn Salome Þorkelsdóttur forseta Alþingis hafði verið gert ráð fyrir því að endurskoða starfsáætlunina um áramótin. Það liggur þó fyrir að þörf er á því að gera nokkurt hlé á störfum þingsins bæði til þess að þingmönnum gefist kostur að ræða landsmálin við kjósendur sína og ýmsa hagsmunaaðila og ekki síður til þess að veita starfsl- iði Alþingis nokkurt ráðrúm til að ganga frá nauðsynlegri vinnu og skrásetningu sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða af störfum þings- ins, t.a.m. er auðheyrt að umræð- ur desembermánaðar með ítrekuð- um kvöld- og næturfundum eru meira en nóg verkefni fyrir ræðu- ritun þingsins næstu þijár vikum- ar, þó ekki bætist við ítarlegar eða langar umræður í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.