Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR' 1992 „VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA“ Yið lifum sérstaka tíma, á margan hátt skemmtilega en einnig örlagaþrungna. Allt er breytingum undirorpið, það sem gilti í gær er orðið úrelt í dag og gleymt á morgun. Meira að segja við sem enn erum harla ung og fæddumst í þann mund þegar Bandaríkin og Sovétríkin ætluða að brenna heiminn út af Kúbu, við höfum lifað það sem enginn taldi að gæti gerst nema efir kjarnorkustríð, hrun heims- kommúnismans og hrun Berlínar- múrsins. Síðustu atburðir austur í Sovét breyta engu þar um. Eng- inn getur vakið upp draug fortíð- arinnar, ekki einu sinni svarthúfur Sovéska innan- ríkisráðun- eytisins. Fleira hefur hrunið. Hvergi eirir eft- ir af trú á stjórnmál, eða áhuga fyrir þeim, nema þá sem hagnýtum verkefnum er þarf að leysa. Hin blinda trú kreppukyn- slóðarinnar á flokkinn sinn er kulnuð. Flestum er í sjálfu sér orðið sama um flokka og slíkra hugsjónir, aðeins að þeir reki fyrir- tækin vel, fyrirtækin sem löndin meir og meir eru að verða. Við, þessi sem fædd erum kringum 1960 á meðan allir enn trúðu á eilífar framfarir, höfðum einnig horft upp á drauminn um full- komnun hins tæknivædda heims verða að martröð. Tæknin er að kæfa jörðina i úrgangi er vélarnar gubba yfir lifríkið hveija stund. Mannkyn er orðið að þrælum vél- anna. Þær eru að kyrkja náttúr- una. Frammi fyrir því gapir mann- kyn í uppgjöf og vonleysi, mann- kyn er ekki lengur hefur hemil á þeim vélum sem þó var aetlað að gera okkur Guði fremri. í trúmál- um hefur einnig allt breyst. Lönd er áður þóttust hafa kristni að leiðarljósi i allri sinni umsýslu hafa nú ýtt trúarbrögðunum út í horn. Ekki í illu, mikil ósköp, kirkj- an fær sitt á íjárlögum, sérstak- lega þar sem þjóðkirkjur lafa enn. En kristin trú á sér ekki lengur tilverurétt í hinu daglega lífi, skiptir ekki lengur máli í amstri hversdagsins líkt og hún kannski áður gerði. Eins og Halldór Lax- ness kemst að orði: „Nútímamað- urinn burstar í sér tennurnar í stað þess að fara með kvöldbæn- irnar.“ Það er að mörgu leyti ág- ætt að kirkjuvald og kredda skuli vera brotin, að klerkar geti ekki lengur riðið feitir um héruð og boðið hungruðum eilíft líf í skipt- um fyrir físk. Hitt er verra að trúin sjálf er ekki lengur það afl er knýr þjóðimar fram. Kannski einmitt vegna þess að allt of lengi hefur hún ekki fengið að vera raunverulegur aflvaki. Hún er frekar orðin tómstundagaman í ætt við það að stunda líkamsrækt eða spila golf, einkamál sem ekki er rætt, ekki einu sinni á heimil- inu. Tómarúmið er skapast þegar trúarbrögð hrynja, fyllast fljótt. Það sýnir sagan. Nú hafa pólitísk trúarbrögð hrunið í austri og vestri. Því hvað var tilbeiðsla sú, er fylgdi hinum gömlu draumum stjórnmálanna frá því á síðustu öld, annað en trúarbrögð? I stað þeirra flæðir dulspeki nýald- arhreyfinganna yfir Vesturlönd. Á það við hvert sem litið er. Til dæmis er einn stærsti vandi kirkj- unnar í Austur-Evrópu eftir fall múranna, einmitt þessi nýju trúar- brögð er standa á dulspekilegum, hindúiskum og búddískum-jóga- gmnni. Vandi segi ég vegna þess að kirkjurnar í þessum löndum hafa einbeitt sér að því að lifa af ofsóknir sósialismans og standa berskjaldaðar frammi fyrir amer- ískum trúarbrögðum nýaldarinn- ar. Á Vesturlöndum er ekki skrít- ið að vægi kirkju og kristni sé þverrandi ef vel er að gáð. Fólk finnur sig ekki í kirkjunni. En það þráir eitthvað að lifa fyrir, þráir að fylla tómarúm sálarinnar í trylltum heimi. Kirkjan virðist ekki hafa þrek til þess að fylla þetta tómarúm, til þess að halda sínu og sækja fram. Eða hvað? Það er sannfæring þess er þessa grein hefur skrifað, og fleiri sem væntanlegar birtast hér á síðum Morgunblaðsins næstu sunnu- daga, að í kristinni trú sé að finna það eina afl sem í raun og veru getur leitt einstaklinginn, samfé- lagið allt og lífríkið fram á veg- inn. Það afl er byltingarkennt. Það fer sem eyðandi eldur um gamla fordóma, rífur upp rotinn svörð vonleysislegrar uppgjafar gagn- vart firringu einstaklingsins, mengun og tæknivæddum vitum mannsins. Það er afl Guðs. Það er að finna alls staðar í þjóðfélag- inu. Næstu sunnudaga munum við skoða saman brot úr trúaijátning- unni, til þess að leitast við að varpa ljósi á þær krossgötur sem kristin- dómur og þar með vestrænt þjóð- félag í heild sinni standa nú á. Því þetta tvennt verður illa aðskil- ið. Það er ekki ætlunin að útskýra allan leyndardóm Guðs í þeim greinum er á eftir þessari fylgja, enda verður hann seint fullskýrður eða skilinn. En vqnandi getum við saman velt upp spurningum sem gaman er að ígrunda yfir morgun- kaffi sunnudagsins á meðan þreyt- an er að líða úr kroppnum eftir annríki liðinnar viku. Höfundur er fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Austurlandi. KRISTNIÁ KROSSCÖTUM eftir sr. Þórhall Heimisson VEÐURHORFUR í DAG, 5. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Yfir landinu er 1.004 mb hæð sem þokast austur en austur við Noreg er víðáttumikil 970 mb lægð á leið austur. Á Grænlandshafi er vaxandi lægðardrag á hreyfingu norðaustur. HORFUR í DAG: Sunnan- og suðaustanátt, víðast kaldi eða stinn- ingskaldi og snjókoma víða um land. Frost 1 til 8 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Lægð verður á leið austur yfir landið með breytilegri átt og snjó- komu eða éljum víða um land. Undir kvöld snýst vindur til norðanátt- ar um allt land með snjókomu eða éljum norðanlands en léttir til syðra. Kólnandi veður. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hæg norðaustanátt og smáél við norðausturströndina en annars víða léttskýjað og talsvert frost. Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri +9 skýjað Glasgow 3 skúr á síð.klst. Reykjavík +8 heiðskírt Hamborg 5 rigning Björgvin 3 hálfskýjað London 1 rigning/síð.klst. Helsinki 3 léttskýjað Los Angeles vantar Kaupmannah. 4 rigning/sið.klst. Lúxemborg 4 bokumóða Narssarssuaq •U2 snjókoma Madrid vantar Nuuk 5 snjókoma Malaga vantar Ósló 3 léttskýjað Mallorca þokaígrennd Stokkhólmur 4 hálfskýjað Montreal vantar Þórshöfn skýjað NewYork vantar Algarve vantar Orlando vantar Amsterdam 4 rigning/síð.klst. París 4 þokumóða Barcelona vantar Róm vantar Chicago vantar Vín 3 heiðskírt Frankfurt vantar Washington vantar Iqaluit vantar Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 3. janúar til 8. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Reykjavíkur Apóteki, Austurstræti. Auk þess er Borgar Apótek, Álftamýri 1—5 opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsími 11166 og 000. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir, fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Alnæmi: Læknir eða hjúkrunarfræðingur veitir upplýsing- ar á miðvikud. kl. 18-19 í s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í s. 28586. Mótefnamælingar vegna HIV smits fást að kostn- aðarlausu í Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl. 9-11.30, á rannsóknarstofu Borgarspítalans, virka daga kl. 8-10, á göngudeild Landspítalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag- mælsku gætt. Samtökin ’78: Upplýaingar og ráðgjöf í s. 91-28539 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 20-23. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið,Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börnum og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga í önnur hús að venda. Opið allan sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622. Símaþjónuta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýs- ingarsími ætlaður börnum og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opið allan sólarhringinn. S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, s. 812833. Opið þriðjudaga kl. 12-15 og laugardaga kl. 11-16. G-samtökin, landssamb. foíks um greiðsluerfiðleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópavogi, opið 10—14 virka daga, s. 642984, (símsvari). Foreidrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. Upplýsingar: Mánud. 13-16, þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfeng- is- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítalans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir að- standendur þriðjudaga 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsa- skjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Stigamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir konur og börn, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi. Virka daga kl. 9-19. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Pósth. 8687 128 Rvík. Símsvari allan sólarhringinn. Sími 676020. Lífsvon - landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspeli- um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Sími 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud.-föstud. kl. 9-12. Laugar- daga kl. 10-12, s. 19282. AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar- götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaöakirkju sunnud. kl. 11. Unglingaheimili ríkisins, aðstoð við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 / 31700. Meðferðarheimilið Tindar Kjalarnesi. Aðstoð við ungl- inga í vímuefnavanda og aðstandendur þeirra, s. 666029. Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrar- mán. mán./föst. kl. 10.00-16.00, laugard. kl. 10.00-14.00. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju: Útvarpað er óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295, 6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarpað til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Dag- lega kl. 12.15-12.45 á 15790 og 13830 kHz. og kvöldfrétt- um. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855 kHz. Til Kanada og Bandaríkjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 15770 og 13855 kHz. Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35- 20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnudögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn- artímár: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Geð- deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16- 17. - Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu- daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar- dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. - Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens- ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 - Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshæ- lið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífils- staðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsókn- artími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíð- um: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00- 8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónústa. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. - föstud. kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270..yiðkomustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl 11-16. Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18. Ásmundarsafn í Sigtúni: Opið alla daga 10-16. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn- ingarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur við rafstöðina við Elliðaár. Opið sunnud. 14-16. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku- daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufraeðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30- 16. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19. Lesstofan opin frá mánud.- föstud. kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opiö laugardag-sunnudag kl. 14-18 og eftir samkomulagi. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-miðvikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19 og föstud. kl. 15-20. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Þessir sundstaðir: Laugardals- laug, Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30- 17.30, sunnud. 8.00-17.30. Sundhöll Reykjavíkur: Mánud. - föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið i böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá kl. 16.50- 19.00. Stóra brettið opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl. 7.30- 17.30, sunnud. kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga - föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16-21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45- 19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16-18.45. Laugardaga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga - föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 8-16.30. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Seltjamamess: Opin mánud. - föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.