Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 10
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur, Kristinu Marju
Baldursdóttur og Guðrúnu Guðlaugsdóttur.
Myndir: Kristjón Arngrímsson
Það hefur varla farið fram hjá
neinum að mikili bölmóður og
svartsýni ríkir í okkar litla sam-
félagi nú í byrjun árs. Þrátt fyr-
ir þá staðreynd að við teljum
okkur með „ríkustu" þjóðum
heims og lifum í vellystingum,
tala menn nú um að kreppu-
ástand sé yfirvofandi og að allir
þegnar þessa þjóðfélags þurfi
að leggjast á eitt svo stýra megi
þjóðarskútunni farsællega út úr
því mikla ölduróti, sem framund-
an er. „Örðugleikar okkar nú
um stundir blikna í samanburði
við þrengingar formæðra okkar
og forfeðra," sagði forseti vor,
frú Vigdís Finnbogadóttir, með-
al annars í nýársávarpi sínu til
þjóðarinnar. Ennfremur sagði
hún að bölmóður leiddi af sér
doða og doði fæddi af sér fram-
taksleysi.
Spár um ókomna tíð eru
teknar misalvarlega, en
til þess að varpa ljósi á
framtíðina, fékk Morg-
unbiaðið til liðs við sig
þijá valinkunna „spá-
menn“ til að spá í spil
þjóðmálanna á nýju ári
- árinu 1992 - en spá-
menn þessir nota allir mismunandi
aðferðir til þess að rýna fram á
veginn. Spámennimir okkar eru
Þórður Friðjóns&on, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, Gunnlaugur Guð-
mundsson stjörnuspekingur og loks
kaffibollaspákona, en hennar við-
fangsefni í þetta sinn var kaffibolli
eins af ráðamönnum þjóðarinnar.
Andstreymi
Flest bendir til þess að and-
streymi muni setja svip sinn á íslen-
skan þjóðarbúskap á árinu 1992.
Þjóðhagsstofnun spáir því að lands-
framleiðslan dragist saman um 4%
og þjóðartekjur um 6%. Gangi þess-
ar spár eftir verður árið 1992 með
mestu samdráttarárum frá stofnun
lýðveldisins. Einungis tvisvar áður
hafa þjóðartekjur dregist jafnmikið
saman, en það gerðist árið 1950
og svo aftur árið 1968.
„Þessar óhagstæðu horfur má
fyrst og fremst rekja til þess að
fiskafli verður fyrirsjáanlega minni
en á nýliðnu ári. Efnahagslegt
gengi íslendinga er nú sem fyrr
að miklu leyti háð því hvernig
fiskast og hvaða verð fæst fyrir
fiskafurðir á erlendum mörkuðum.
Þar eiga flestar sveiflur í þjóðarbú-
skapnum upptök sín,“ segir Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar.
Kjör heimil-
anna rýrna
„Lakari afkoma heimila og fyrir-
tækja er óhjákvæmilegur fylgifisk-
ur minni umsvifa í þjóðarbúskapn-
um. Þótt erfítt sé að spá kjörum
heimilanna, þar sem kjarasamning-
ar eru nú lausir, gefa skilyrði þjóð-
arbúsins tilefni til að kaupmáttur
tekna heimilanna rýrni um að
minnsta kosti 4-5%. Við bætist
ótryggt atvinnuástand. Spáð er að
atvinnuleysi allt að því tvöfaldist
milli áranna 1991 og 1992. Sam-
kvæmt því yrði atvinnuleysi alvar-
legt áhyggjuefni hér á landi í fyrsta
íæi JSW-.0ry;/.i £ aOOMIlíMHUB UMKMfitliadMM-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
mmmmm
c*:*í:*:*:«®:*:*:*:í*:*:*:*:*:*:*:«
■ýNvvv'
Hvernig verður árið 1992?
„Svartnætti framundan/4 segir
hagfræðingurinn. „Spennandi
ár/‘ segir stjörnuspekingurinn
Og seiðkonan segir okkur
eiga gott ár í vændum á
stjórnmálasviðinu og að
ástandið verði ekki eins ugg-
vænlegt og útlit sé nú fyrir.
skipti í tuttugu ár. Þótt sjávarút-
vegsJyrirtækin taki fyrst á sig
skellinn vegna minni afla verða
önnur fyrirtæki auðvitað einnig
fyrir barðinu á minni umsvifum í
þjóðarbúskapnum. Að öllu saman-
lögðu virðist því ekki umflúið að
erfiðleikar í atvinnumálum setji
mark sitt á árið 1992.“
15 milljarða
viðskiptahalli
„Staða þjóðarbúsins út á við leyf-
ir ekki að erfiðleikunum sé mætt
með auknum viðskiptahalla og til-
heyrandi erlendri skuldasöfnun.
Áætlað er að viðskiptahallinn verði
um 15 milljarðar króna á árinu eða
sem svarar til um 4% af landsfram-
leiðslu. Þetta er meiri halli en góðu
hófí gegnir. Þegar sú staðreynd
blasir við að þjóðin eyðir um 15
milljörðum um efni fram og ekki
eru horfur á snöggum efnahags-
bata, eins og nú er, er óvarlegt að
viðskiptahallinn verði svo mikill að
hann auki raungildi erlendra
skulda. Það er því ekki ráðlegt að
halda áfram á sömu braut,“ segir
Þórður.
„Ymis vandkvæði eru á að meta
verðlagshorfurnar. Niðurstöður
þeirra kjaraviðræðna sem nú
standa yfír ráða miklu um þróun
verðlags á árinu. Þá skiptir miklu
máli hvernig til tekst við stjórn
efnahagsmála. Verði hvort tveggja,
kjarasamningar og hagstjórn, reist
á raunsæjum forsendum er í sjón-
máli að verðbólga verði minni hér
á landi en í flestum viðskiptalönd-
um, eða ef til vill á bilinu 2-4%.
Horfur eru á að raunvextir verði
áfram tiltölulega háir. Þetta stafar
bæði af mikilli opinberri lánsljár-
þörf og nauðsyn aðhalds að útgjöld-
um til þess að koma í veg fyrir að
viðskiptahalli aukist og gengi krón-
unnar veikist.“
Frávik
Sjaldan ganga hagspár eftir í
öllum atriðum. Sumt gengur betur
en spáð er og annað verr, að sögn
Þórðar. „Þess vegna getur verið
gagnlegt' að velta fyrir sér líkleg-
ustu frávikum. Hvað varðar ytri
skilyrðin má nefna að ýmislegt
bendir til þess að loðnustofninn sé
á uppleið sem gæti leitt til meiri
afla en gert er ráð fyrir. Á hinn
bóginn er hætta á að verðlag sjáv-
arafurða verði lægra en reiknað
er með vegna efnahagslægðar í
mikilvægum viðskiptalöndum.
Verði framhald þeirrar öfugþróun-
ar í efnahagsmálum í heiminum
sem verið hefur að undanförnu má
reyndar búast við að skilyrði þjóð-
arbúsins verði verri en nú horfir.
Að því er innlenda efnahagsþróun
varðar ríkir mikil óvissa um verð-
bólguspána. Lítið má út af bera til
þess að verðbólga fari úr böndum.
Hækki til dæmis laun almennt að
ráði bresta forsendur verðbólgu-
spárinnar bæði að því er laun varð-
ar og eins stefnir það gengi krón-
unnar í tvísýnu. Þetta tvennt ræður
mestu um verðlagsþróunina. Ég tel
að erfitt verði að ná kjarasamning-
um saman vð núverandi aðstæður.
Ekkert svigrúm er til almennra
launahækkana og ég held að al-
menningur skilji það, þó vissulega
megi búast við einhveijum átökum
á vinnumarkaðnum við gerð nýrra
kjarasamninga. Ef laun verða al-
mennt hækkuð, þá gerist það ann-
ars vegar að verðbólga fer úr bönd-
um og hinsvegar mun stefna í auk-
in viðskiptahalla."
Erfitt ár
Að öllu athuguðu verður árið
1992 því um margt erfitt ár, segir
Þórður. „Það skiptir því meginmáli
að þeir sem mestu ráða um gang
efnahagslífsins auðveldi mönnum
andstreymið með raunsæjum
ákvörðunum sem treysta efnahags-
lífíð og skapa forsendur fyrir aukn-
ingu þjóðartekna í framtíðinni og
hvað því viðvíkur ríður á að draga
sem mest úr þjóðarútgjöldum til
að minnka viðskiptahallann og
hinsvegar að skapa sem hagstæð-
astar vaxtaforsendur fyrir atvinn-
ulífíð,“ segir Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
SJÁ NÆSTU OPNU