Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 32

Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5..JANÚAR 1992 Kveðjuorð: Guðrún Krístjánsdóttir frá Hafrafellstungu Kveðjuorð: Jón Kr. ísfeld Fædd 5. ágúst 1900 Dáin 9. nóvember 1991 Hún Rúna okkar er búin að fá hvíldina. Ekki er annað hægt að segja en að það hafi verið lausn, eins og heilsunni hafði verið háttað síðustu árin. Það varð því ekki ýkja langt á milli þeirra vinkvennanna, mömmu okkar og hennar, sú fyrr- nefnda dó 29. janúar sl. 89 ára gömul, milli þeirra var fölskvalaus vinátta, sem aldrei bar skugga á. Lífshlaupið varð þó sitt með' hvorum hætti hjá þessum fulltrúum alda- mótakynslóðarinnar, önnur hús- freyja á stóru heimili og átti fjölda afkomenda, hin giftist aldrei né eignaðist afkomanda, fór ung að aldri úr föðurhúsum til að vinna fyrir sér, í Öxarfirði, á Hólsfjöllum og í Núpasveit, þar sem hún var meðal annars á Brekku í nokkur ár. Meðan Rúna, (kölluð Lóa heima fyrir) var enn heima og ung að árum varð hún fyrir því mikla áfalli að missa sjón á öðru auga með þeim hætti, að gaffall stakkst inn í augað í leik milli systkina. Ekki sagði hún frá þessu strax, en leið nær óbærilegar kvalir þá og lengi síðan. Er ekki að orðlengja það, að þegar loks var hægt að kornast til læknis var það orðið alltof seint og ekki hægt að bjarga auganu og var það eftir það mjög torkennilegt svo lengi sem hún var með það. Fleiri áratugum seinna lét hún taka aug- að og fékk þá gerviauga, sem leit miklu betur út. Ekki er okkur kunnugt um hve- nær kom í ljós að Rúna var orðin > smituð af berklum og fór á Krist- neshæli til dvalar né hve lengi sú dvöl stóð, en til mömmu kom hún sem vinnukona á tímabilinu 32-33. Hún reyndist strax hinn dyggi og vinnufúsi heimilismaður, sem alls staðar lagði hönd á plóginn, en á þessum árum var í mörg horn að líta á stóru heimili á Kópaskeri, börn og annað heimilisfólk margt, gestanauð mikil allan ársins hring. Þar að auki reyndu öll heimili á þessum slóðum að vera sjálfum sér nóg í sem flestu á þessum tíma, kýr í fjósi, geitur á stalli, hænsni, kartöflurækt og heyskapur, auk ullarvinnu í fatnað, sem var alveg sjálfsögð. Vafalaust hefur vinnu- ^dagur verið langur og sjaldnast farið eftir klukku. Fædd 1. desember 1905 Dáin 19. desember 1991 Hún Anna afasystir mín hefur aldrei verið kölluð annað en Anna föðursystir í minni fjölskyldu, enda var hún föðursystir móður minnar og mikil vinkona hennar. Ég kynntist Önnu ekki til hlítar fyrr en fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Það var þegar amma mín og mág- kona Önnu kom á æskuheimili mitt þá orðin öldruð og svo lasburða að ekki mátti skilja hana eftir eina heima. Þá birtist Anna og lagði sitt af mörkum til að sú óhjákvæmilega röskun, sem verður á heimili þegar svona stendur á, yrði sem allra minnst. Hún var óspör á tímann sinn til að stytta ömmu stundimar bæði á meðan hún dvaldist hjá okk- ur og eftir að amma komst heim til sín. Ég horfði með aðdáun og þakklæti á Önnu og hugsaði um það hvenær maður gæti launað henni slíka umhyggju og kærleika. Ég gat aldrei launað henni því að hún gaf alltaf. I hvert sinn sem ég hitti hana og átti samverustundir Þegar við fluttumst í nýja húsið, Útskála, árið 1934 um haust, var Rúna okkar með í för. Sú breyting sem þá varð á högum okkar allra var stórkostleg. Eftir þau gífurlegu þrengsli, sem fjölskyldan hafði ætíð búið við, þar sem skrifstofur KNÞ, sími, póstafgreiðsla, starfsaðstaða gullsmiðs, fjós, svo það helsta sé talið, var allt innan sömu veggja, ekkert baðherbergi, kamar í kjall- ara, varð nú svo rúmt um alla, auk þeirra krafna sem þá var loksins farið að gera til hreinlætisaðstöðu, sem betur fer, og því baðker, vask- ur og vatnssalerni allt til staðar. Það er e.t.v. varla von, að yngri kynslóðir í dag geti gert sér í hugar- lund þann mun, sem á þessu tvennu var. Ekki voru berklarnir búnir að segja sitt síðasta orð, því einn dag- inn fékk Rúna okkar blóðspýting, sem varð okkur börnunum mjög minnisstætt, og fór hún þá öðru sinni til dvalar á Kristnesi, óvíst hve lengi. Það er eiginlega fyrst eftir þá dvöl, sem viss þáttaskil urðu á lífshlaupi Rúnu. Hún varð eftir þetta mjög reglusöm og vara- söm, sem vænta mátti, lagði sig t.d. eftir hádegi á hveijum degi svo sem verið hafði á hælinu og varð að hlífa sér við erfiðari störf. Það varð því að ráði að hún tæki svo til alfarið við því að gæta símans og þess á milli e.t.v. þvo upp og grípa í annað það er léttara gat talist. Heilsan var eftir þetta alveg bærileg og er ekki að orðlengja það, að hún fylgdi heimilinu allan þennan tíma og allt til þess að það var leyst upp og foreldrar okkar fluttust til Reykjavíkur 1957 og var þá löngu orðin sem ein af okkur. Rúna var glaðlynd og glettin í orð- um að eðlisfari, það var því oft glatt á hjalla heima og okkur börnunum var hún hlýleg og góð. Seinna kom önnur kynslóð til sögu, börn okkar systkina og þótti henni ákaflega vænt um þau, má segja að hún væri þeim sem önnur amma, hafði gaman af að spjalla við þau ogglett- ast við þau. Eftir burtför foreldra okkar var Rúna 2-3 ár fyrir norðan, bæði á Valþjófsstöðum og á Bakka á Kópa- skeri, en svo kom að því, að hún fékk pláss á Reykjalundi og þorði hún ekki að sleppa því öryggi sem hún taldi að því mundi fylgja á efri með henni þá gaf hún og ég naut og lærði. Ég veit að hún átti við vanheilsu að stríða síðustu árin en vegna hógværðar sinnar og glaðlyndis leyndi hún oft iíðan sinni. Ég minn- ist oft okkar sameiginlegu áhuga- mála sem voru uppeldis- og kennslumál. Þar vorum við yfirleitt sammála og var gaman að finna hve raunsæ hún var í þeim efnum. Sérstaklega þótti mér vænt um það þegar hún bar sig upp við mig og spurði mig ráða ef hún var ekki alveg sátt við framvindu mála í skólanum hjá barnabörnum sínum. Anna fylgdist vel með því sem var að gerast í kring um hana. Sláturtíðin var fastur punktur í samverustundum okkar Önnu. Þá hvatti hún mig til sláturgerðar með því að koma og hjálpa mér, sonum mínum og eiginmanni til mikillar ánægju. Þá var unnið, lokið við allt og spiluð vist að endingu. Síðastlið- ið haust dró fyrir sólu í sláturtíð- inni því þá var Anna orðin veik og vantaði okkur þá lófann hennar til að mæla, mat hennar á því hvort árum og flytur því þangað. Var hún þar búsett þar til yfir lauk, þótt alltaf teldi hún sér heimili hjá systk- inum sínum á Kópaskeri og kæmi svo oft norður sem hún gat, vann á verkstæðum hælisins meðan kraftar leyfðu, en naut síðan hjúkr- unar þar allt til loka og viljum við þakka þá umhyggju núna, fyrir hönd systur hennar á Kópaskeri og okkar. Á Reykjalundi eignaðist hún nokkra trygga vini, en athvarf hennar frá því að hún kom suður um 1960 og meðan heilsan leyfði var þó alfarið á heimili foreldra okkar á Grenimel 13. Þangað kom hún, hveija helgi sem hún treysti sér, með áætlunarbíl í bæinn og dvaldi fram að kaffi á sunnudögum þegar skyldan bauð henni að vera nú viss um að vera mætt á réttum tíma til vinnu næsta dag. Um stór- hátíðar var hún hinn sjálfsagði þátt- takandi alla tíð og sem ein af fjöl- skyldunni. Einn er sá þáttur í starfi hennar við símann, sem vert er að geta en öll þessi ár tók hún að sér í sjálf- boðavinnu, að sofa í símstöðvarher- bergi ef veikindi bar að í héraði, eða ef barns var von einhvers stað- ar, en oft gat dregist vikum saman að ijölgaði hjá viðkomandi konu, en þetta þótti sjálfsagt í öryggis- skyni og var gert með ljúfu geði. Við viljum að lokum þakka Rúnu okkar fyrir öll gæðin og tryggðina við okkur og síðar börn okkar. Megi hún hvíla í friði og njóta bless- unar Guðs. Eftirlifandi systir hennar er Anna Kristjánsdóttir, Tungu, Kópaskeri. Systkinin og fóstursystir frá Útskálum, Kópaskeri. slátursoppan væri orðin nógu stíf og léttu lundina hennar til að gera vinnuna skemmtilegri. Ég kveð Önnu frænku mína með trega, en efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa átt slíka frænku. Guð blessi Önnu fíiðursystur. Guðrún Fanney Óskarsdóttir Ég vil votta bróður mínum, Jóni Kr. Isfeld, virðingu mína og skrifa smá hugleiðingu af þeim ótal, góðu minningum sem lifa nú og munu lifa í huga mínum þar til við hitt- umst aftur og getum sameiginlega rifjað þær upp. Þó hann fæddist á þriðja áratug á undan mér voru óijúfanleg bönd sem tengdu okkur saman. Hann er fæddur 5. septem- ber 1908 í Haga í Mjóafirði, Suður- Múlasýslu hjá foreldrum okkar og móðurömmu Ólöfu Einarsdóttur sem varð honum afar kær. Hann fékk fljótlega að kynnast hinum almennu störfum bóndans og útgerðarinnar. Þá var faðir okk- ar með árabát og þau veiðarfæri sem fylgdu. Og.búskap þar sem orfið og hrífan voru það sem heyjað var með. Faðir okkar var kröfuharð- ur verkstjóri við sig og lenti það þá oft á þeim sem með honum störf- uðu og þar kom Jón ekki síst inn í dæmið. Aðeins 13 ára var hann í föstum róðrum heilt sumar og svo mikið á seinni tímum. En hugur hans stefndi hærra og skildu foreldrar okkar það og drógu ekki úr þegar hann vildi fara til frekara náms. Því fór hann í fullt nám í Eiðaskóla síðan í kennaraskólann og loks fann hann köllun til þess er varð lífs- starf hans „prestsstarfið" og gekk í Háskóla íslands. Upp úr tvítugu var hann farinn að vinna að blaðaútgáfu og kennslu því fljótlega vaknaði áhugi hans fyrir því að skrifa. Hugur hans var svo fullur af áhuga. Eg man hvað var yndislegt þegar hann kom heim á sumrin og átti alltaf tíma fyrir okkur tvö litlu systkini sín. Hann hélt áfram að hjálpa til í heyskap og útgerð þá en í frístundum var hann að handbinda bækur og blöð og við flýttum ekki fyrir en alltaf brosti hann og hló. Ég hef verið 4-5 ára þegar ég bullaði eitthvað og hann þóttist þýða allskyns orð og sögur, skelli- hlæjandi og mér fannst svo merki- legt hvað ég var fær í því máli sem ég sjálf skildi ekki. Að loknu dag- verki þegar aðrir fullorðnir fóru að sofa, læddist ég upp í rúm til hans og hann sagði mér ótal sögur. Ég hélt lengi vel að hann kynni úr bókum en var úr hans hugarheimi og útlendar bækur átti hann nokkuð af og þær þýddi hann í allskyns ævintýri. Á veturna starði ég á þessar dularfullu bækur sem enginn nema „stóri bróðir" gat töfrað fram í sína duldu heima, en þegar ég komst til meira vits fór ég að fínna að sögurn- ar voru ekki aðeins frá sumri til sumars í sömu bók og þá rann það upp fyrir mér að hann bjó allar, undur, skemmtilegu sögurnar til. Þær runnu upp úr honum í þögulli sveitakyrrðinni og voru svo yndis- legar að ég þagði um vitneskju mína svo hann hætti ekki að segja þær. Það var mikii sorg í fjölskyldu okkar er Einar bróðir minn lést í blóma lífsins aðeins 16 ára og ekki var síst söknuður Jóns er hann missti einkabróður sinn því á milli þeirra voru raunveruleg bræðra- bönd. Hann gerðist prestur á sínum- alla ævi-ástkæra Bíldudal og var þá giftur þeirri elskulegustu mág- konu sem ég get hugsað mér, Auði Halldórsdóttur, sem ég hafði einnig gæfu til að kynnast á bernskuárum mínum. Þegar barnaskólanámi lauk buðu þau mér til sín og 4 ára sonar síns, Hauks, þar var ég 1 vetur í stundakennslu hjá Jóni. Þar naut ég alveg ómældrar sælu og lærdóms bæði af samvistunum við heimilið og í bóklegu námi. Eftir þetta var ég systir, mágkona og barn þeirra allan tímann, þótt ég ætti góða foreldra. Og þegar ég ætlaði að gifta mig og þó ég byggi í Skaga- firði var aldrei annað sem kom til greina heldur en að hann gifti mig og því fórum við hjónaefnin vestur á Bíldudal og þar var ekki dregið af fremur en venjulega. Við vorum látin ráða hvort væri gift í kirkju við messu eða í heimahúsi og bjóða eins mörgum og við vildum í stór- veislu sem þau slógu upp. Þama kynntist maðurinn minn þeim, svo vel tengdust vinaböndin hans þeim að yngsta son okkar skírðum við eftir þeim „Auðjón“, í heiðurskyni við þau og í vissu um að nafnið færði honum gæfu. Jón var alveg ótrúlega vinnusam- ur maður. Vaknaði á hverjum morgni um og upp úr 6 og fór að prerita. Ótrúlegur fjöldi gesta kom og voru ætíð aufúsa, jafnvel ókunnug- ir á meðan ekkert hótel var á Bíldudal. Og það sem undraði mig þá og undrar enn þegar ég hugsa til Bíldudals er að þar voru alltaf „þurr“ böll en eldfjörug. Bílddæl- ingar drukku bara ekki vín þá sér til óbóta og vansa og vil ég þakka samstarfi Jóns og þeirra það fyrir- bæri. Hann hreinlega elskaði söfnuðinn þar og það var hans heitasta ósk að fólkið væri þar hamingjusamt og ég held að þessi ósk hafi skilað sér. Heilt byggðarlag án áfengis- böls var stórkostlegt. Þessum vinum sínum unni hann alla tíð sem nán- um, vænt þótti honum líka um Æsustaðasöfnuðinn sem og aðra sem til hans sóttu þar sem hann þjónaði um stundar sakir. En Bíldudalur og Bílddælingar þeir vöktu sérstakan uppljómaðan svip hjá honum ef á þá var minnst. Skapbetri mann þekki ég ekki, sí- fellt var grunnt á brosi og hlátri en þó tók hann nærri sér sorgir annarra þegar þær komu. Börn og gamalmenni dáði hann og fann ekki fyrir nema virðingu til þeirra þó ekki væri alltaf háfleygt sem þar kom fram. Hann fann fróðleik í þeim eldri og sakleysi og lífgleði þeirra ungu. Ég dreg hér fram örlít- ið brot af hafsjó minninga um bróð- ir minn og er auðvitað glöð að hafa átt hann og eiga allar minningarn- ar, trúfestuna kærleikann og gleð- ina sem hann gaf „litlu systur". Guð blessi minningu hans._ Fjóla Kr. ísfeld Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og miuningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili. Kveðjuorð: Anna Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.