Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 38

Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 HATTAR Það þarf bara hatta sem passa Um nokkurt skeið hefur verið opin athyg’lisverð sýning á handunn- um höttum í Galleríi Sævars Karls í Bankastrætinu. Hattameistarinn heitir Auður Sigurðardóttir, kornung, nýkomin heim úr námi hjá hattameistara bresku drottningarmóðurinnar. Sýningin stendur til 11. janúar. Þarna getur að líta nokkra hatta sem mikið er lagt í, 20 til 25 klukkustundir í hvern að sögn Auðar og þeir heita meira að segja ýmsum nöfnum, eins og „Sorg“, „Frjálslegur", „Utrás“, „I sjö- unda himni“ og „Astfangin“. Auður Sigurðardóttir og hattarnir „Útrás“ og „Ástfangin“. Mátti skilja af orðum lista- mannsins að nöfnin endur- spegli eigið hugarástand er hún vann umrædda hatta. Því skal þó ekki haldið fram hér. Auður nam fataiðn við Iðn- skólann í Reykja- vík á árunum 1987 til 1989, en hélt síðan til Lundúna þar sem hún lagði stund á fatahönnun við „The Central School of Fashion". Vinur hennar einn vissi af hattaáhuga Auðar og benti henni á litla auglýsingu dag nokkurn, þar sem hattameistari drottningarmóðurinnar bresku var að auglýsa námskeið. Hún sótti um, og söðlaði yfir í hattagerð. „Þetta eru 6 manna námskeið og ég held vaxandi eftirspurn eftir þeim. Til þessa hafa þó fáir vitað um þau, en það er að breytast," segir Auður. Hún segir ennfremur að sér hafi alltaf þótt hattar athygl- isverðir og sjálf gangi hún með hatt. „Það var þó meira af forvitni að ég fór í hattanámið, en mér leist svo vel á það að ég ákvað að sér- hæfa mig í því,“ bætir Auður við. Hún hefur nú verið hér á landi síð- asta árið og reynt að hasla sér völl sem hattagerðarmaður. Hvernig skyldi það nú ganga? „Það gengur hægt. Eg átti barn á síðasta ári og hef kannski ekki eins mikinn tíma í þetta og æski- legt væri. Þá er aðstaða mín enn sem komið er fremur frumstæð, þannig að ég veit eiginlega ekki hvort hægt er að ná fótfestu með þetta. Tvær verslanir, Joss og Hjá Báru, hafa verið með hatta frá mér í umboðssölu síðustu mánuði, en þeir hreyfast lítið, kannski einn í mánuði, þannig að ég er enn í mín- us. Á sýningunni hefur ekkert selst enn, en mér skilst samt að mikið sé um að fólk komi og skoði. Þetta eru þó höfuðföt, en ekki sýningar- gripir,“ segir Auður. En eru íslend- ingar einfaldlega nokkur hattaþjóð? Fjúka ekki allir hattar til ijandans? „Það er mjög vinsælt að skella skuldinni á veðráttuna hér heima og vissulega er til í dæminu að menn lendi í ógöngum með hatta í roki. En það eru þá gjarnan hatt- ar með börðum sem í ofanálag passa ekki á hausana sem þeir eru settir á. Hattar sem passa, barðalitlir eða barðalausir, tolla og ef eitt- hvað er, auka á vellíðan fólks sem er að hlaupa á milli húsa í roki og rigningu." Hvort Islending- ar séu hattaþjóð? „Við erum fljót að tileinka okkur tískustefnur og strauma erlendis frá, en einhvern veginn gengur það hægar þegar hattar eru annars vegar. Erlendis eru hattar mikið „in“ núna,“ svarar Auður. En hvað skyldi þurfa til að kúvenda landanum? „Fyrst og fremst breytt hugar- far. Fólk veit það kannski ekki, en það er hægt að gera svo margt með hatta, breyta „karakterum" og leika sér á ýmsa vegu,“ segir hattameistarinn. Liggur leiðin þá ekki aftur til útlanda þar sem fólk kann betur að meta list sem þessa? „Ég er að velta því fyrir mér,“ seg- ir Auður. Við endum á spurning- unni hvað sé að bijótast um í höfð- inu á hattalistamanni er hann stendur við tól sín og tæki í upp- hafi tarnar. Og Auður segir: „Eg hef lært ýmsar aðferðir og svo fer þetta ennfremur nokkuð eftir efn- inu sem notað er hverju sinni. En ég er alltaf með einhveija hugmynd í höfðinu um hvernig hatturinn eigi að vera þegar ég byija á honum. Hvort hann verður þannig er svo allt annar handleggur. Ég gef hugmyndafluginu lausan taum- inn og allt milli himins og jarðar kemur til greina ..." Michele Geldens kennari Steve Allison kennari Margrét Hálfdánardóttir skrifstofustjóri Grímur Grímsson framkvæmdarstjóri Cheryl Hill Kennari Jacqueline Foskett « «1 kennari Carolyn Godfrey kennari MAL ALLIR KENNARAR SKÓLANS EIÚ* S Velkominn í Enskuskólann Verið velkomin a ð líta inn í Enskuskólann í spjall og kaffi áður en námskeiðin hefj- ast 6. til 13. janúar. Við bjóðum upp á 11 námsstig í ensku. Við metum kunnáttu þína og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum best. Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja engar skuldbindingar. INNRITUN STENDUR YFIR HRINGDUISIMA 25330 EÐA 25900 0G FADU FREKARIUPPLYSINGAR KENNSLA HEFST 1 3. JANUAR Fyrir fullorðna: Almenn enska Enskar bókmenntir Rituð enska Viðskiptaenska Bretland: Saga, menning og ferðalög TOEFL-G MAT-GRE Námskeið Undirbúningsnámskeið fyrir próf sem krafist er við flesta skóla í enskumælandi löndum Fyrir böm: Leikskóli fyrir 3-5 ára Forskóli fyrir 6-8ára Byrjendanámskeið fyrir 8-12 ára Unglinganámskeið fyrir 13-15 ára Önnur námskeið: Laugardagsnámskeið Kráarhópar Umræðuhópar Einkatimar Hægt er að fá einkatíma eftir vali ÞÚ FINNUR ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN í HÓPINN... m. s skólinn i í i í i I TÚNGÖTU 5 101 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.