Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 21. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sjórán tíð við Asíustrendur SJÓRÁN hafa stóraukist undan strönd- um ríkja Suðaustur-Asíu, einkum í ná- grenni Singapore þar sem siglingaleið- ir eru venjulega krökkar af skipum. Hafa ræningjarnir riðið feitum hesti frá þessum ránum og lögreglan komið litlum vörnum við, enda hægt um vik að komast undan þar sem hundruðt smáeyja eru allt í kring. Ránin hafa flest farið þannig fram að vel vopnaðir bófahópar hafa læðst um borð í skipin í skjóli myrkurs, komið áhöfn þeirra í opna skjöldu og rænt fjárhirslur og persónulegum eigum. En einnig hafa gámar verið teknir í heilu lagi úr skip- um. Nú hefur verið hvatt til þess að Samband Suðaustur-Asíuríkja (ASE- AN) grípi til samræmdra aðgerða og átaks gegn sjóræningjum. Kalli kanína á að koma Rúss- um á bragðið Kalli kanína, Ofurmenni, Bonnie og Clyde og fleiri liðsmenn stormsveita bandaríska kvikmyndaiðnaðarins hefja innreið í rússneskt menningarlíf í dag er hafnar verða sýningar á vinsælu bandarísku sjónvarpsefni á Stöð-1. I eina viku mun stöðin senda vinsælt bandarískt sjónvarpsefni út á besta tíma. Warner-fyrirtækið hefur lagt efn- ið til endurgjaldslaust í þeirri von að það leiði til viðskipta þegar rússneskar sjónvarpsstöðvar verða aflögufærar síðar meir. Erlent léttmeti var sjaldan sýnt í sovésku sjónvarpi nema það stæð- ist ströngustu kröfur hugmyndafræði kommúnista. Eftirspurn er nú ívíð minni eftir sjónvarpsefni sem yfirvöld létu framleiða og fylla mörg vöruhús. Þá datt áhugi á ballett niður eftir að valdaránsmenn fyrirskipuðu í ágúst sl. að Svanavatnið skyldi sýnt kvölds og morgna á hveijum degi og endursýnt nokkrum sinnum þess á milli. Bólivíumenn fá aðgang að sjó Bólivía er ekki lengur landlukt ríki með öllu því sérstakt bólivískt fríversl- unar- og ferðamannasvæði var stofnað í gær við hafnarborgina IIo á Kyrra- hafsströnd Perú með samningi við Per- úmenn. Var svæðið vígt við hátíðlega athöfn sem Jaime Paz Zamora Bólivíu- forseti og Alberto Fujimori Perúforseti tóku þátt í. - SNUSSAÐIVESTURBÆNUM Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Bandaríkjamenn auka þrýsting á Israela vegna landnáms á hernumdu svæðunum: Stöðvun landnáms forsenda frekari stuðnings við Israel Washington. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leggur nú hart að Israelum að stöðva landnám á hernumdu svæðunum. Hefur Baker, í viðræðum sínum við ísraelska ráða- menn, gefið í skyn að stöðvun landnáms sé forsenda þess að Bandaríkjamenn veiti Israelum tíu milljarða dollara lán sem þeir hafa farið fram á. Baker átti á föstudag viðræður annars veg- náfns síns getið. Israelar hafa þegar hafið ar við Zalman Shoval, sendiherra Israels í Bandaríkjunum, og hins vegar við öldung- ardeildarþingmennina Patrick Leahy og Bob Kasten. Kasten er meðal hörðustu stuðnings- manna ísraels á Bandaríkjaþingi en Leahy er harður andstæðingur landnám,s þeirra. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að á fundi sínum með öldungardeildarþing- mönnunum hafi Baker rætt um að finna þyrfti lausn er jafnt Bandaríkjamenn sem Israelar gætu sætt sig við en einnig lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn myndu ekki falla frá andstöðu sinni við landnám. „Aðalatriðið var að Baker sagði að lausnin kynni að vera að horfa til nýbygginga frekar en stöðvunar framkvæmda við landnám," sagði einn heimildarmaður sem ekki vildi láta framkvæmdir við byggingu nokkurra þúsunda húsa á hernumdu svæðunum. Svo virðist sem meirihluti sé að inyndast fyrir því á Bandaríkjaþingi að refsa Israelum fyrir landnám á hernumdu svæðunum. Ein þeirra tillagna sem uppi er gengur út á að fyr- ir hvem dollara sem Israelar veija til uppbygg- ingar á hernumdu svæðunum verði einn dollari dreginn af aðstoð Bandaríkjamanna við þá. Bandaríkin: Framleiðslu kjarnavopna hætt Washington. Reuter. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að hætta um óákveðinn tíma allri framleiðslu kjarn- orkuvopna, að því er dagblaðið The Woshington Post skýrði frá á laugardag. Blaðið sagði stjórnina einnig ætla að draga til baka einu pöntunina sem nú liggur fyrir um framleiðslu á kjarnaoddum. einum milljarði dollara og er ætlunin að nota hluta þeirra fjármuna til að hreinsa þau land- svæði sem orðið hafa fyrir umhverfisspjöllum vegna kjarnorkuvopnaframleiðslu. I fréttinni kemur fram að James Watkins orkumálaráðherra hyggist gera þessa ákvörðun opinbera á miðvikudag. Talið er að sparnaðurinn vegna þessa muni nema um TÓK NAUDUGUR ÞÁTT f ÞESSUM HARMLEIK ÚR KALDRI GRÖF GR/ENLANDSJÖKULS ENGIN KRAFTAVERK Í ALSÍR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.