Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 EFNI Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Heildarviðræður kunna að frestast verði VR ekki með ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, segir að verði verslunarmenn ekki með í þeim heildarviðræðum sem ef til vill hefjast eftir helgina um kjarasamninga, kunni það að verða til þess að af þeim verði ekki og þeim verði frestað um óákveðinn tíma. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sagði I Morgunbiaðinu í gær að for- senda fyrir þátttöku félagsins í 150 milljóna tjón hjá Isal í óveðrinu fyrir ári TJÓN íslenska álfélagsins í Straumsvík vegna óveðursins í febrúar á síðasta ári nemur um 150 milljónum króna, að sögn Einars Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra hjá ísal. Tjónið varð á kerum í kjölfar þess að rafmagnslaust varð í álverinu í sjö klukkustundir, en komið hef- ur í ljós að líftími þeirra styttist af þeim sökum. í álverinu eru 320 ker, og við kólnun á þeim mynduðust sprungur sem dregið hafa úr endingu þeirra. Einar sagði að fljótlega hefði þurft að taka 10 ker úr notkun, og síðan hefði komið í ljós að líftími annarra keija hefði styst. Hann sagði að tryggingar hefðu þegar greitt það beina tjón sem hægt hefði verið að sýna fram á strax í kjölfar óveðurs- ins, eða um 55 milljónir króna. viðræðum um aðalkjarasamning á vettvangi heildarsamtakanna séu skýr svör frá vinnuveitend- um varðandi þá kröfu félagsins að gerðir verði starfsgreina- samningar. A mánudaginn mun miðstjórn Alþýðusambands Is- lands funda með formönnum landssambanda og svæðasam- banda um stöðuuna í kjaramálum og meta það hvort grundvöllur sé til að hefja viðræður um að- alkjarasamning, en síðar um dag- inn hefur verið boðaður samn- ingafundur Verkamannasam- bands íslands og vinnuveitenda. Þórarinn sagði að á fundinum á föstudag hefðu verslunarmenn lagt fram atriði er vörðuðu nokk- ur af þeirra starfssviðum. Vinnu- veitendur hefðu sagt að sum þessi atriði væru þeir tilbúnir til þess að skoða en önnur væru þeir ekki tilbúnir til þess að taka upp til viðræðna. „A fundinum lýstum við vilja til þess að við færum að feta okkur sameig- inlega áfram í heildarmálunum samhliða sérmálunum og það komu engin sérstök viðbrögð á það, en ég geri mér vonir um að það verði hægt að fara að þoka málum áfram með þeim hætti,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að vinnuveitendur hefðu áður sagt Verslunarmannafé- lagi Reykjvíkur alveg skýrt að þeir féllust ekki á að fjölga viðsemjend- um sínum með því að VR yrði brot- ið upp sem viðsemjandi í marga hluta með einhveijum formlegum hætti. „Við höfum hins vegar engu hafnað um það að taka sérstaklega á séraðstæðum sem snúa að starfs- greinum inni í félaginu og það er allt í skoðun. Það hefur verið teflt fram gegn okkur__áhersluatriðum gagnvart tiyggingafélögum og dagvöruversluninni og þar erum við að skoða ákveðin mál í sam- einingu." Þórarinn sagði að það væri undarlegt ef verslunarmenn yrðu ekki með í þeim heildarviðræðum um kjarasamninga sem kunna að hefjast eftir helgina, auk þess sem afstaða þeirra kynni að hafa áhrif á það hvort viðræður hæf- ust á þeim grunni eða ekki. „Ég hygg að það sé nú í þessu efni að afstaða eins landssambands hafi tölvert mikil áhrif á afstöðu annars. Ég met það þannig að það væri þá verið að taka ákvörð- un um að fresta kjaraviðræðum um töluvert langan tíma ef það yrði niðurstaða manna að hafna því að hefja viðræður um stærri málin og halda sér við það að ræða sér- mál. Það myndi leiða af sér miklar tafir og óvissu, sem ég held að væri ekki heppilegt fyrir aðila,“ sagði Þórarinn að lokum. Góð síldveiði á Lónsbugtínni SILDVEIÐI var góð í fyrrmótt en nokkrir bátar voru að veið- um á Lónsbugt og fylltu sig allir. Hábergið fékk 600 tonn í heild, og reif nótina í fyrra kastinu af tveimur. Síldin sem veiddist í fyrrinótt er mun stærri en verið hefur undan- farið, yfirleitt ekki undir 33 sentimetrum. Megnið af henni fer í bræðslu. Sýni sem tekið var úr torfu á Lónsbugtinni í fyrrinótt sýndi hins vegar að stóra síldin er far- in að skilja sig frá hinni smáu og var síldin mun stærri en verið hefur. „Það var veiðieftirlitsmað- ur um borð í Höfrungi sem tók sýni úr torfu á Lónsbugtinni og í ljós kom að sú síld stóðst allar mælingar svo það var því opnað hólf þar,“ sagði Þorsteinn Símon- arson, stýrimaður, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Þorsteins var síldin mjög góð, að stærstum hluta yfir 33 sentimetrar en undanfarið hefur mikið af smásíld undir 27 sentimetrum verið innan um. Hann sagðist telja að megnið af þeim afla sem fékkst í fyrrinótt færi í bræðslu. Tók nauðugur þátt í þessum harmleik ►Thor Ó. Thors, framkvæmda- stjóri Sameinaðra verktaka í ítar- legu viðtali við Morgunblaðið./ 10 Engin kraftaverk í Alsír ► Stjórnmálaástand er ótraust í Alsír og ólíklegt að frelsishetjan og nýi þjóðarleiðtoginn Mo- hammed Boudiaf breyti þar miklu um./14 Úr kaldri gröf Græn- landsjökuls ►í sumar verður reynt að ná sex sögufrægum hervélum frá stríðs- árunum upp úr ísnum og njóta leiðangursmenn leiðsagnar ís- lenskra sérfræðinga við að finna vélarnar. f slendingarnir telja þó ekki miklar líkur að unnt muni reynast að ná vélunum. /16 Nú erlag! ►íþróttaopna byijar aftur í sunnudagsblaðinu og meðal efnis er viðtal við Jóhann Inga Gunnars- son, handknattleiksþjálfara, þar sem hann metur stöðu íslenska handknattleikslandsliðsins fyrir B-keppnina — og er harla bjart- sýnn. /34 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-24 Innan stokks og utan ►Jóhanna Harðardóttir skrif- ar./14 ►Fjöllin heilla ekkert síður að vetrarlagi en um sumar. Þau geta hins vegar verið viðsjárverð þegar allra veðra er von, eins og margir hafa fengið að reyna. Hér er fjall- að um útbúnað til fjallaferða að vetrarlagi og m.a. rætt við annan piltanna sem komust í hann krapp- an á Esjunni ekki alls fyrir löngu./l Róm — torg lífsins ►Kraftur er í Rómverjum nútím- ans — Kannski hafa þeir hann frá forfeðrunum sem minna stöðugt á sig með rústum hins foma Rómar- veldis, segir Kristín Maija Baldurs- dóttir sem var þar á ferð./lO Sannkallað afmælisár ►Akranes á 50 ára kaupstaðaraf- mæli og Jón Gunnlaugsson, frétta- ritari Morgunblaðsins á Skaganum ræðir við frammámenn í bæjarfé- laginu./lO Óreiðan í náttúrunni ►Kjartan Pierre Emilsson heitir ungur íslendingur sem stundar nám og rannsóknir við háskólann í Nice í Frakklandi á ringulreið náttúrunnar og notar m.a. til þess tölvumyndir./12 Valdhafinn sem for- dæmdí Stalín ►Áfram verður haldið að rifja upp sögu kommúnismans í Sovétríkj- unum og segir nú frá valdaárum þess litríkja stjórnmálamanns, Nikita Khrústsjov./14 Hvarf Mónu Lísu ►Hérsegir af frægasta lista- verkaþjófnaði sögunnar í þættin- um Af spjöldum glæpasögunn- ar./20 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 18c Dagbók 8 Dægurtónlist 19c Hugvekja 9 Fólk í fréttum 22c Leiðari 20 Myndasögur 24c Helgispjall 20 Brids 24c Reykjavíkurbrét 20 Stjörnuspá 24c Minningar 30 Skák 24c íþróttir 34 Bíó/dans 25c Útvarp/sjónnvarp 36 A fömum vegi 28c Gárur 39 Velvakandi 28c Mannlífsstr. 6c Samsafnið 30c INNLENDAR FRÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.