Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 * I"T\ \ /^ersunnudagur, 26.janúar, þriðji sd. eftir ■L'-íl-VJ þrettánda. 26. dagur ársins 1992. Árdegis- flóð í Reykjavík kl. 11.08 og síðdegisf.óð kl. 23.45. Fjara kl. 5.02 ogkl. 17.25. Sólarupprás í Rvík kl. 10.28 ogsólar- lagkl. 16.54. Myrkurki. 17.54. (Almanak Háskóla Islands.) • Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt. 28,20.) ÁRNAÐ HEILLA fT pTára afmæli. Í dag, 26. 4 O janúar, er 75 ára Þórður Kárason, Sund- laugavegi 28, Rvík, fræði- maður og fyrrv. lögreglu- þjónn. Kona hans er Elín Gísladóttir. Þau eru stödd er- lendis. pT /\ára afmæli. í dag, 26. tlvJ þ-m., er fimmtugur Ragnar M. Engilbertsson, Fagrabæ 10, Rvík. Kona hans er Gunndís Gunnars- dóttir. Þau taka á móti gest- um í Kiwanishúsinu, Brautar- holti 26 í dag, afmælisdaginn kl. 19-21. FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1862 var stofnað í Vestmannaeyjum Bátaábyrgðir Vestmannaeyj- ar og er það elsta trygginga- félagið á landinu. Þennan dag árið 1906 var Verkamannafé- lagið Dagsbrún stofnað í Rvík. Á morgun, 27. janúar, eru liðin 85 ár frá stofnun Kvenréttindafélags íslands. DÓMSTJÓRINN í Reykjavík augl. í nýlegu Lögbirtinga- blaði eftir fimm löglærðum mönnum til fulltrúastarfa við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ráðið verður í þessar stöður frá 1. júlí nk., umsóknarfrest- inn setur dómstjórinn, Frið- geir Bjömsson, til 10. febrúar næstkomandi. Dómstjóri hef- ur aðstöðu í skrifstofu borg- arfógetaembættisins á Hall- veigarstöðum, Túngötu. Dómstjórinn augl. líka lausa stöðu skrifstofustjóra. Tekið er fram í Lögbirtingi að hann þurfi að vera Iöglærður. Um- sóknarfrestur um stöðuna er jafnlangur umsóknarfrestin- um um fulltrúastöðurnar. VEGAGERÐ ríkisins. Sam- g'önguráðuneytið augl. í sama Lögbirtingi stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Vegagerð ríkisins. Það er tæknisvið vegagerðarinnar sem hann á að veita forustu. Umsóknar- frestur setur ráðuneytið til 31. þ.m. HVASSALEITI 56-58, fé- lagsmiðstöð aldraðra. Á morgun, mánudag, kl. 13 verður bridskennsla og fijáls spilamennska. Guðnin S. Jónsdóttir stjórnar. í kaffi- tímanum kl. 15 verður borið fram þorrakaffi, almennur söngur og fram fer ferða- kynning. SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hvers embættis- skrifstofa tekur til starfa 1. júlí næstkomandi. Yfirborg- arfógetinn í Reykjavík, aug- lýsir í nýju Lögbirtingablaði lausar stöður fimm deildar- stjóra við embættið. Þær mun dómsmálaráðherra veita frá 1. júlí næstkomandi. Um- KROSSGATAN œ 9 iFi 12 13 T __ 122 23 24 LÁRÉTT: — 1 ósvinna, 5 gladdi, 8 alda, 9 leyna, 11 kona, 14 eyktarmark, 15 kyrrt vatn, 16 ótti, 17 haf, 19 digur, 21 háttalagið, 22. gisti, 25 starfsgrein, 26 stök, 27 stjórna. LÓÐRÉTT: 2 gras, 3 fát, 4 ávöxtur, 5 þekktur, 6 heið- urs, 7 málmur, 9 drep, 10 beinið, 12 kroppaðir, 13 ákveðið, 18 espaði, 20 tangi, 21 pípa, 23 drykkur, 24 flan. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 ofnum, 5 sálma, 8 Ijótt, 9 fífla, 11 Ottós, 14 lap, 15 röðul, 16 urrar, 17 ill, 19 naut, 21 mati, 22 nefnd- ar, 25 agg, 26 far, 27 aða. LÓÐRETT: — 2 frí, 3 ull, 4 mjalli, 5 stopul, 6 átt, 7 mjó, 9 forynja, 10 fiðlung, 12 tartara, 13 sorgina, 18 lina, 20 te, 21 MA, 23 ff, 24 dr. Neytendasamtökin kæra til RLR: Það er bara ekki forsvaranlegt að þeir séu að strumpast, svona fyrir framan alþjóð, Böðvar minn. sækjendur skulu hafa emb- ættispróf í lögum og er um- sóknarfrestur til 7. febrúar nk. Þá eru auk þessara starfa lausartil umsókn^r 17 stöður löglærða fulltrúa til starfa hjá sýslumanninum. Umsóknar- frestur um þessi störf er líka til 7. febrúar næstkomandi. BARNADEILDIN, Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg. Opið hús þriðju- dag kl. 15- 16 fyrir foreldra ungra bama. Umræðuefnið verður: Aðlögun að dagvist- un. HREPPSTJÓRASTÖÐUR auglýsa tveir sýslumenn lausar til umsóknar í Lögbirt- ingablaðinu. Önnur staðan er staða hreppstjórans í Suður- dalahreppi í Dalasýslu. Um- sóknarfrestur er til 15. febrú- ar. Hin hreppstjórastaðan er í Beruneshreppi, hjá sýslu- manninum í S-Múlasýslu á Eskifirði. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar nk. BOLVÍKINGAFÉL. heldur aðalfund sinn í dag, kl. 16 í Glæsibæ. EFNAVEÐRUN í jarðvegi og jarðvegseyðing er við- fangsefnið á næsta fræðslu- fundi Hins ísl. náttúrufræði- félags. Hann verður annað kvöld, 27. janúar, í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Há- skólans. Erindi um þetta efni flytur Ólafur Amalds jarð- vegsfræðingur. Hann mun segja í erindi sínu frá upp- byggingu ísl. áfoksjarðvegs- ins og eyðingu hans. Talað er um flokkun ísl. rofgerða: rofabörð, rofdílar, vatnsrásir og skriður. Verður um þetta Qallað í erindi ólafs. Fræðslu- fundurinn, er sem aðrir á veg- um Hins ísl. náttúmfræðifé- lags eru öllum opnir. LÍFEYRISÞEGAR SFR halda þorragleði laugardag- inn 1. febrúar næstkomandi í samkomusalnum á Grettis- götu 89 og hefst hún kl. 12.30. Nánari uppl. í s. 629644. EMBÆTTI, sem forseti ís- lands veitir, við væntanlegan Héraðsdóm Reykjavíkur, er laust til umsóknar, í dóms- og kirkjumálaráðuneytingu. Embættið er auglýst í nýlegu Lögbirtingablaði, umsóknar- frestur til 7. febrúar. Emb- ættið verður veitt frá 1. júlí næstkomandi. ITC-DEILDIN Eik, Vestur- bærinn / Seltjamarnes heldur opinn fund mánudagskvöldið kl. 20.30 á Hallveigarstöðum. (Inng. frá Öldugötu). HÁSKÓLI íslands. í tilk. frá menntamálaráðuneytinu í Lögbirtingi segir að dr. Krist- berg Kristbergsson hafi verið skipaður dósent í matvæla- fræði (matvælavinnslu og matvælatækni) við efnafræði- skor raunvísindadeildar há- skólans. Eins hefur Guðrún Ása Grímsdóttir cand. mag. verið skipuð sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar (handritastofnunina). FRÍMERKI. Póst- og síma- málastofnun segir í fréttatilk. að hinn 20. febrúar nk. komi út tvö frímerki í flokknum keppnisíþróttir, í verðgildinu 30 kr. Frímerkin sýna menn í blaki og á skíðum. Sérstakur útgáfudagstimpill verður í notkun þann dag. Þá segir að gefin hafi verið út gjafa- mappa sem heitir „Póstskip" með 8 frimerkjum með mynd- um sem tengjast siglingu póstskipa hér við land allar götur frá árinu 1776 er gefin var út konungleg tilskipun um póstferðir um ísland og til Danmerkur. KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands heldur fund mánu- dagskvöldið 27. þ.m. kl. 20 í Kornhlöðunni í Bankastræti. Þar verður fjallað um frum- varp til bamaverndarlaga. Minnst verður 85 ára afmælis Kvenréttindafélags íslands. Léttar veitingar. GRENSÁSSÓKN. Kvenfélag sóknarinnar heldur aðalfund með kvöldverði í safnaðar- heimilinu 10. febrúar næst- komandi. Nánari uppl. gefur Kristrún í s. 36040/36911. KVENFÉLAGIÐ Hringur- inn, Reykjavík. Afmælis- fundur í dag, kl. 15 á Ásvalla- götu 1. KIRKJA GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk, mánudagskvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Biblíu- lestur mánudagskvöld kl. 21. LAUGARNESKIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Mánudag: Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. Starf 10-12 ára, mánudag kl. 17.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Foreldramorgnar þriðjudag kl. 10-12. Gengið verður um nágrenni kirkjunnar, súpa í Blásteini eftir gönguna. FELLA- og Hólakirkja: Fyrirbænir í kirkjunni kl. 18 mánudag og starf fyrir 11- 12 ára börn kl. 18. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudags- kvöld kl. 20.30. Söngur, leik- ir, helgistund. SELJAKIRKJA: Fundur mánudag hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Opið hús hjá æskulýðs- félaginu SELA kl. 20. Helgi- stund. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í dag er togarinn Freri vænt- anlegur inn af veiðum, til löndunar. Annaðkvöld er Laxfoss væntanlegur að ut- an. Þessar ungu dömur eiga heima norður á Siglufirði. Þar héldu þær hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross deildina í bænum og söfnuðu 7.300 kr. Þær heita Ólafía Björk ívarsdóttir og Björg Ágústa Kristinsdóttir. Fyrir aftan þær standa Sólrún Helga Örnólfsdóttir, Bjarkey Rut Gunn- laugsdóttir og Freydís Hreiðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.