Morgunblaðið - 26.01.1992, Page 14

Morgunblaðið - 26.01.1992, Page 14
eftir Ágúst Ásgeirsson MOHAMMED Boudiaf, sem skipaður var þjóðhöfðingi eftir valdarán hersins í Alsír á dög- unum, er ein af helstu hetjum frelsisstríðsins við Frakka á árunum 1954-62. Fæstir núlif- andi iandsmanna muna þó stríðsátökin, þar sem 70% alsírsku þjóð- arinnar er undir 35 ára aldri og 44% undir 14 ára aldri. Athyglin beinist að því hvort honum takist að beina þjóðinni aftur inn á lýðræðisbrautina sem snöggbeygt var útaf 11. janúar, er Chadli Benjedid forseti var knúinn til afsagnar og herinn tók við völdum. Þess er einkum minnst að það var ágreiningur Boudiafs og Ahmeds Bens Bell- as, þáverandi forseta, um lýð- ræðisþróunina eftir að Alsír hlaut sjálfstæði 1962, sem leiddi til þess að Boudiaf hraktist í útlegð til Marokkó 1965. Lýðræðissinnar binda vissar vonir við heim- komu Boudiafs, eftir 27 ára útlegð í Ma- rokkó. Talsverðar ef- asemdir eru þó á kreiki, því almennt er hann talinn áhrifa- laus og heimkvaðning hans sögð til marks um einangrun herstjór- anna; hann hafí einungis verið settur til valda undir fölsku flaggi af herforingjaklíku sem öllu ráði og sem í grundvallaratriðum sé andsnúin lýðræðislegum umbót- um. Boudiaf var á sínum tíma tals- maður lýðræðislegra umbóta í Als- ír, en í forsetatíð Bens Bellas voru raunveruleg völd fyrst og fremst í höndum embættismanna og hers- ins. Vildi hann m.a. innleiða fjöl- flokkakerfí en lenti í útistöðum við forsetann, sem var mun meiri ein- ræðissinni. I stað þess að sætta sig við flokksræði Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar (FLN), kaus stríðshetj- an því fremur útlegð í Marokkó þar sem hann gerðist bóndi. Þar sem Boudiaf er sagður gera sér betur grein fyrir því en aðrir, að einhver mikilvægasti arfur frelsisstríðsins sé óbeit almennings Flest bendir til at frelslshetan Mohammed Boudiaf og hinn nýi hióðhðfðingi landsins muni eiga erfitt uppdráttar á herstjórnum, eru líkur taldar á að hann muni a.m.k. reyna að halda aftur af herforingjunum. Ef til vill eru ekki miklar vonir til þess að honum takist að sannfæra yfirmenn hersins um nauðsyn þess að virða vilja almennings, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Næði hann hins vegar þeim árangri að inn- leiða raunverulega lýðræðisstjórn í Alsír, yrði það líklega talið til pólitískra kraftaverka, í ljósi þess- að fyrri tilraunir hafa farið út um þúfur og í þessum heimshluta er hvergi að finna lýðræði í þeim skilningi sem lagt er í það hugtak á Vesturiöndum. Stjórnmálaleiðtogar í Alsír hafa eggjað Boudiaf Iögeggjan og skor- að á hann að stuðla að nýjum kosningum. Krafa þess efnis hefur meir að segja verið sett fram af hálfu FLN, flokksins sem sat einn að völdum í 30 ár og galt síðan afhroð í fyrstu lýðræðislegu kosn- ingunum í landinu. Hið sama hafa leiðtogar vestrænna þjóða gert, þ. á m. Bandaríkjanna og Frakk- lands. Sjálfur er Boudiaf sagður telja það brýnna, að skera upp óskilvirkt skrifræðiskerfí sem er við lýði og þróast hefur í skjóli flokksræðis í 30 ár, en andstæð- ingar herforingjastjórnarinnar segja að það sé forsenda þess að bæta efnahagsástandið, að vinna á matarskortinum. Fyrsta lýðræðistilraunin Þingkosningarnar í Alsír voru líklega fyrsta raunverulega lýð- ræðistilraunin í arabaríkjunum, en segja má að Chadli hafí bæði ver- ið upphafsmaður hennar og einnig fórnarlamb. Hann er sagður hafa vonast til að ijölflokkakerfið myndi út af fyrir leiða til lítilla eða engra breytinga; að hann héldi sinni stöðu og valdastéttin sömu- leiðis. En hann sá ekki þróunina fyrir og stór hluti þjóðarinnar greip tækifæri sem gafst til að auðsýna andúð sína á stjórnkerf- inu. Afstaða alsírsku þjóðarinnar til valdaráns hersins og brottvikning- ar Chadlis er engan veginn ein- hlít. Meirihluti þeirra sem hraus hugur við hugsanlegum meiri- hlutavöldum íslamsfylkingarinnar (FIS) er þó sagður lítt hrifínn af valdaráninu. Með því var í raun bundinn endi á þá lýðræðisþróun, sem hófst af alvöru vorið 1989 og Chadli átti heiðurinn að. Á óvart kemur að flokkarnir þrír sem unnu þingsæti í fyrri umferð þingkosninganna, sem fram fór 27. desember sl., hafa bundist samtökum um friðsamlegt andóf gegn herstjórninni. Þar sameinast tvö öfl sem tókust helst á í kosningunum, Þjóðfrelsisfylk- ingin (FLN), sem setið hafði ein að völdum frá því frelsisstríðinu við Frakka lauk 1962, og íslams- fylkingin (FIS) sem skorið hafði upp herör gegn gamla stjórnkerf- inu, sem samtökin sögðu stjórnað af getulausri valdaklíku er hefði fyrir löngu hætt að láta sig varða brýnustu hagsmuni almennings; að hafa til hnífs og skeiðar. Strangtrúarmönnum storkað Stjórnmálaflokkarnir þykja hafa hætt nýju valdhafana með því að hvetja almenning til þess að halda ró sinni og svara ekki valdaráninu með ofbeldi. Valdhaf- arnir óttast helst FIS og hefur mönnum lengi verið ljós andúð yfirmanna hersins á áhrifum mo- skanna og stjórnmálabrölti klerk- anna. Af hálfu strangtrúarmanna ' hefur verið varað við ofbeldi og því heitið að samtökin muni berj- ast fyrir auknu lýðræði með frið- samlegum hætti. Innan FIS takast Khaled Nezzar hershöfðingi, er sagður öllu ráða. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.