Morgunblaðið - 26.01.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
Helgi Björnsson, Jón Sveinsson og Arngrímur Hermannsson á
staðnum á Grælandsjökli þar sem þeir fundu flugvélarnar undir
á 85 m dýpi.
Þá uppgötvuðum við að flugvéla-
bolurinn var laskaður."
Draumur Taylors um að fljúga
flugvélunum sjálfum af jöklinum
hvarf út í veður og vind. Leiðang-
ursmenn höfðu talið að um leið
og flugvélarnar voru komnar niður
fyrir hjarnið efst í jöklinum hefðu
þær fyllst af vatni og ís á víxl
áður en þær lágu endanlega þétt
pakkaðar í ísnum. Klakinn inni í
flugvélaskrokknum mundi herða
og veija vélamar fyrir utanaðkom-
andi þrýstingi af skriði jökulsins.
En B-17 flugvélarnar höfðu ekki
lagst fullkomlega í ís. Þar sem
loftpokar höfðu haldist í skrokkn-
um, þar hafði ísinn náð að kremja
málminn.
„Jökullinn hafði laskað flugvél-
ina“, segir Taylor. „Það verður
ekki hægt að fljúga henni — til
þess eru skemmdirnar á skrokki
og stjórnklefa of miklar. Þakið á
flugstjómarklefanum hefur lagst
inn um 90 sm.“
Taylor og félagar hans telja að
hinar vélarnar í flugsveitinni muni
reynast álíka mikið skemmdar.
Beygðir en óbugaðir eru þeir nú
búnir að endurskoða áætlunina. I
maí reikna þeir með að ná vélunum
upp í bútum, hverri eftir annarri.
Þegar allt er komið upp á jökul-
inn, ætla þeir að setja hlutana
saman í eins margar heilar flugvél-
ar og mögulegt dr. Fram að þessu
era leiðangursmenn búnir að ná
uppaf „Big Stoop“ byssuturninum,
hríðskotabyssunum, nokkram
sætum, eldsneytisgeymi, tækjum,
kompásum, 200 hylkjum af 50-
kalibera skotfæram, flugmannss-
tígvélum og súrefnisgrímum.
„Þegar ég kom heim og sagði
konu minni að flugvélarnar væra
laskaðar og við gætum ekki flogið
þeim af jöklinum kom glampi í
augun á henni og hún sagði: „Ertu
ekki að segja að þessu sé lokið?“,“
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
segir Taylor þegar hann rifar þetta
upp. „Svo heppin ertu ekki, svar-
aði ég. Við ætlum að halda þessu
áfram þar til ekki verður lengra
komist. Kannski lengur.“
í sumar hyggjast leiðangurs-
menn koma fyrir fjórum endur-
bættum Super-Gopher borum,
þannig að tveir og tveir vinni sam-
an og bori holur sem næst öllum
átta flugvélunum. Með holunum
staðsettum svolítið til hliðar við
flugvélarnar er hægt að dæla upp
bræðsluvatninu án þess að það
trufli verkið við að taka flugvél-
arnar í sundur. Við endann á hveij-
um bor munu menn sprauta heitu
vatni úr slöngum til þess að víkka
hellinn og bræða ísinn af flugvél-
unum. A meðan er áformað að
bora nálægar holur og láta heitt
vatn bræða ísveggina milli hol-
anna, svo að myndist nægilega
víðir námustrokkar til að athafna
sig með hlutana úr flugvéla-
skrokkunum.
Þá munu tæknimenn frá Georg-
ia-tækniháskólanum e.t.v. koma
með nýja tækni, svokallaða
„plasma-arc“ Ijóskastara, en þeir
brenna með gífurlegum hita. Ef
þeir era notaðir gætu þessi tæki
brætt 6 metra holu niður að flug-
vélinni á einum degi.
Textron Aerostructure í Nash-
ville hefur heitið því að setja sam-
an flugvél úr öllum þeim hlutum
sem leiðangursmenn kunna að ná
upp.
Hluthafar í Greenland Exped-
ition Society hafa þegar fest kaup
á nokkrum af flugvélunum, burt
séð frá ástandi þeirra. Aðrir munu
koma inn í málið í heild. Og ef
Textron getur komið flugvélunum
aftur í gagnið eftir að hafa legið
í frosinni glatkistu í 50 ár, þá mun
„Týnda flugsveitin11 aftur fljúga
um loftin.
Viötal við Helya Björnsson
jöklafræðing
eftir Elínu Pólmadóttur
EKKERT hafði gengið að finna
flugvélarnar úr Týndu flug-
sveitinni í Grænlandsjökli, eins
og fram kemur í meðfylgjandi
grein, þegar Hélgi og félagar
fundu þær með íssjánni sem
hafði verið notuð hér á Vatna-
jökli um nokkurn tíma. „En
þarna er þíðjökull og aðstæður
sem við þekkjum vel héðan,“
sagði Helgi í símtali við Morg-
unblaðið.
■ trú á því og leiðangursmenn
að hægt verði að ná upp flugvél-
unum og hefur ekki viljað hafa af
því önnur afskipti en að staðsetja
þær. Hann hefur ekkert heyrt frá
leiðangursmönnum í ár, hélt jafn-
vel að þeir væru hættir. En hann
á nú allt eins von á að verða beð-
inn um að koma og finna vélarnar
enn einu sinni áður en þeir hefjast
handa í sumar, því ísinn skríður
og flugvélarnar með honum, lík-
lega um 20-30 metra á ári, og
öllu skiptir að lenda á nákvæmlega
réttum stað með borana.
Helgi telur að ákaflega erfitt
verði að ná vélunum þótt í bútum
sé, Þegar neðar dregur í'jökulinn
er ísinn farinn að síga° saman.
Hann er eins og seigfljótandi efni,
sem þrýstir á og leitast við að loka
borgöngunum. Eins og fram kem-
ur í greininni fyllast hellirinn og
göngin af vatni fyrir neðan skilin
milli snævar og jökulíss þegar
kemur fram á sumarið. „Sem er
ágætt að því leyti að meðan vatn
er í göngunum haldast þau opin,“
segir Helgi. „En ef vatninu er
dælt úr þeim, þá er engin fyrir-
staða lengur og þau síga saman
undan ísfarginu. Ef til vill geta
þeir athafnað sig í vatninu." Hann
bendir á að staðurinn sé í aðeins
700-800 metra hæð og svo sunnar-
lega á Grænlandsjökli að þar gæti
bráðnunar á svipaðan hátt og á
jöklum hér á landi.
Helgi var þarna með leiðangurs-
mönnum nokkur sumur, ásamt
Jóni Sveinssyni tæknifræðingi og
Arngrími Hermannssyni, björgun-
arsveitarmanni. „Við höfum haft
gaman af þessu,“ segir hann.
Leiðangursmenn komu alltaf við á
Islandi þegar þeir voru að leita að
flugsveitinni. Höfðu ekki fundið
flugvélarnar og 1983 datt þeim í
hug að leita upplýsinga hjá jökla-
mönnum hér. Helgi og samstarfs-
menn hans voru þá búnir að vera
á Vatnajökli að prófa sig áfram
og bæta íssjána sem þeir smíðuðu
hjá Raunvísindastofnun háskólans.
En þetta tæki er sérstaklega gert
til þess að sjá gegn um þíðjökul.
„Leiðangursmennirnir bandarísku,
sem eru frá Atlanta, höfðu ekki
gert sér grein fyrir því að jökull
er þíðjökull og svo gaddjökull eins
og er norðar á Grænlandi. Þarna
á leitarstaðnum á Grænlandsjökli
eru aðstæður sem við þekkjum.
Þegar við komum fyrst til þeirra
var þoka og sást ekki út úr aug-
um,“ segirHelgi.„Við hurfum út í
buskann og byijuðum að vinna í
bleytunni, eins og við værum á
heimaslóðum. Þeim leist ekki á
þann glannaskap, vildu bíða eftir
sólskini.“
„Við fundum vélarnar á nokkr-
um dögum sumarið 1984. Hittum
síðan beint niður á þær með born-
um 1989, sem var mjög ánægju-
legt. Þeir höfðu nefnilega aldrei
viljað trúa okkur að flugvélamar
væru á 80-90 m dýpi. Og ég verð
að fá að bæta því við, að við höfum
oft útskýrt fyrir þeim að ísfargið
hafi pressað vélarnar saman að
nokkru leyti og hreyfing jökulsins
teygt þær og togað, svo þeim yrði
ekki flogið af jöklinum. Við höfum
frá upphafi sagt þeim bæði að
vatn hafi ekki getað náð út í vængi
og stél til að halda á móti
þrýstingnum og að eftir að ísinn
hefur læst sig utan um vélarnar,
þá sé hann á hreyfingu."
í upphafi styrkti Reynolds-fyr-
irtækið þessa leit að flugvélunum,
veitti í það einni milljón banda-
ríkjadala. Töldu því auglýsingafé
vel varið, enda má ekki auglýsa
tóbak í sjónvarpi í Bandaríkjunum
og í mörg ár var alltaf verið að
segja frá þessum leiðangri sem
nefndur var Winston Recovery
Team. Nafnið á Winston-sígarett-
unum því alltaf í fjölmiðlum. Þeim
styrk mun nú lokið. En leiðangurs-
menn munu m.a. vinna að áfram-
haldandi fjármögnun með því að
selja hlutbréf í flugvélunum og
leigja sér í því skyni bása á flug-
sýningum. Helgi segir gífurlegan
áhuga á þessu máli, bæði erlendis
og hér á landi, sífellt verið að
spyija hann um hvernig gangi.
TIL SÖLrU
Mitsubishi Pajero ’92,
ekinn 6 þús. km., álfelgur, 32“ dekk, nýr bíll.
Upplýsingar í síma 31766 eða 985-22496.
HANDMENNTASKOLI ISLANDS
BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMI: 91/627644
LISTMÁLUN
Nýtt námskeið í meðferð acryilita. Kennt er eftir myndbandi Bergvíkur:
Málaðu! - Kennari er John FritzMaurice Mills. Þú málar kyrralífsmynd og
landslag auk þess fylgja fræðileg verkefni.
HVER-ER-ÉG?
Við kynnum nýja námskeiðaröð I sjálfsskoðunarfræðum. Lærðu nú allt
um BlÓRYÞMA (lífshrynjandi) og útreikninga hans fyrir sjálfa(n) þig, fjöl-
skyldu og vini. Á næStunni námskeið í stjörnuspeki og austrænum
fræðum.
HMl er bréfaskóli og hefur starfað í ellefu ár. Námskeið okkar hentar þér
óháð búsetu. Símsvari allan sólarhringinn: 91-627644.
ÉG ÓSKA EFTIR.AÐ FÁ SENT KYNNINGARRIT HMÍ
MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
L
NAFN
HEIMILISF.
i
Ein P-8 flugvélin á jöklinum 1942. Myndina tók einn flugmað-
urinn úr „Týndu flugsveitinni".