Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 34

Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 SKIÐASTOKK Keppendur stökkva tvívegis af sér- staklega hönnuðum stökkpalli. Stig eru gefin fyrir stn og tækni og jafnframt fyrir lengd stökkanna. ATRENNA Stökkvarinn beygir sig saman til að vindmót- staðan verði sem minnst. SVIF Hefðbundin aðferð: Skíðin í láréttri stöðu og samsíða þar til rétt fyrir lendingu. Likaminn beinn, stökkvar- inn hallar sér fram og heldur höndum niður með síðum. Nýja V-aðferðin: Skíðunum beint í V, eða skæra-stöðu strax eftir „flugtak". Líkaminn beinn og nýtist sem nokkurs konar fallhlíf. Uppstreymið nýtist því betur en áður og stökkvarinn svífur lengra. STOKK- DAGSKRÁ LEIKANNA Sunnudagur 9. febrúar 90 m pallur - einstakl.keppni Föstudagur 14. febrúar 120 m pallur, einstaklings- og liðakeppni Sunnudagur 16. febrúar 120 m pallur - einstaklingskeppni Heimild: Collins Willow's fíu/es Of The Games, COJO IMýr stökkstfll að ryðja þeim gamla, góðaúrvegi NÝR stökkstíll sem fyrsta sinni í vetur hefur verið notaður fyr- ir alvöru, virðist vera að ryðja þeim hefðbundna úr vegi — og nærri lætur að þeir sem stökkva með gamla laginu eigi litla möguleika gegn hinum. i ^iamla kempan Andreas Felder frá Austurríki vann fyrsta sigur sinn í vetur í Garmisch-Part- enkirschen fyrir skömmu eftir að hafa einungis beitt V-stílnum svo- kallaða í einn mánuð, og hann seg- ir þá stökkvara sem beiti þeim hefð- bundna eiga erfiða baráttu fyrir höndum á Ólympíuleikunum í Al- bertville í næsta mánuði (þar sem stökk-keppnin fer reyndar fram í nágrannabienum Courchevel). „Menn stökkva einfaldlega talsvert lengra með þessu móti,“ segir hann. \ Það var sænski stökkvarinn Jan Boklov sem fyrstur beitti V-stílnum umdeilda. Það var ekki viljandi, heldur gerði hann það til að bjarga sér frá slysi og gerði sér enga grein fyrir því þá hve sögulegt atvikið ætti eftir að reynast. Sigurvegarar á öllum ellefu heimsbikarmótum vetrarins til þessa hafa beitt þess- - ari aðferð, og í raun virðist hefð- bundni stfllinn í útrýmingarhættu, ef svo má að orði komast. Neyðarúrræði Boklov segist hafa lent í miklum vindi er hann stökk á móti í Falun í Svíþjóð fyrir sex árum, og gripið til þess ráðs að beina skíðunum út á við og halla sér fram, til að bjarga sér frá því að falla ósjálfbjarga til jarðar. „Þetta bjargaði mér, og ég fann einnig að uppstreymið bar mig lengra en áður.“ Eftir að hafa áttað sig á þeim „fallhlífa-áhrifum" sem V-stíllinn veldur ákvað Boklov að reyna aftur, og náði góðu valdi á nýjunginni — en þó ekki fyrr en þremur viðbeinsbrotum síðar! Sigrar Nieminen? Finnar hafa löngum átt frábæra skíðastökkvara, og nú hefur enn einn þarlendur piltur skotist upp á stjörnuhimininn — sá heitir Toni Nieminen og er 16 ára skólapiltur, og hann hefur einmitt stokkið að hætti Boklovs. Finninn er efstur í stigakeppni heimsbikarsins, og lík- legt er talið að á Ólympíuleikunum feti hann í fótspor landa síns Matti Nykánen, sem vann þrenn gullverð- laun á leikunum í Calgary 1988. Nieminen þessi byrjaði ungur að stökkva. Níu ára varð hann finnsk- ur meistari í flokki 12 ára og yngri og 13 ára var hann undanfari í stökki af háum palli á heimsmeist- aramótinu, sem þá var haldið í heimabæ hans, Lahti. Þykir ekki glæsilegt En það var í vetur sem Nieminen komst af alvöru í sviðsljósið. Sl. vor fór hann að nota V-stílinn sem er raunar mjög umdeildur; stökkvar- inn beinir skíðunum út á við í loft- inu, þannig að þau mynda bókstaf- inn V, í stað þess að þau standi beint fram sem fyrr segir, og um- ræddur stíll fellur ekki öllum í geð. Þykir heldur óglæsilegur og skv. núgildandi reglum má segja að mönnum sé refsað fyrir að stökkva á þennan hátt. Fyrir tveimur árum voru dregin þrjú stílstig af mönnum sem beittu V-stílnum, nú er það eitt, og hálft stig, þannig að Boklov- sinnar eru greinilega að vinna sig á band dómaranna. Sérfræðingar telja sigurlíkur Finnans unga miklar í Frakklandi. En þrátt fyrir velgengni vetrarins eru Nieminen og aðstoðarmenn hans varkárir í tali þegar minnst er á Ólympíuleikana, og strákur segist leggja aðaláherslu á heims- meistaramót unglinga sem fram fer í mars. „Það verður mikill heiður að fara, en ég verð ekki undir nein- um þrýstingi á Ólympíuleikunum." Og þjálfari hans, Jarko Laine, seg- ir: „Eg tel hann líti einungis á þetta [Ólympíuleikana] sem enn eina keppnina í vetur.“ HANDKNATTLEIKUR Nú JÓHANN Ingi Gunnarsson er einn kunnasti handknattleiksþjálf- ari landsins. Hann hefur þjálfað landslið íslands og einnig félags- lið, bæði hér á landi og í Þýskalandi, þar sem hann bjó f nokkur ár og stýrði Tusem Essen m.a. til meistaratignar. Jóhann er sá yngsti sem þjálfað hefur í þýsku úrvalsdeildinni og jafnframt eini Norðurlandabúinn sem það hefur gert. Jóhann hefur ekki starfað við þjálfun f eitt og hálft ár, og því fylgst með handknatt- leiknum frá öðru sjónarhorni en áður — horft á hann gegnum gleraugu hins almenna áhorfanda. Morgunblaðið ræddi við Jó- hann í vikunni. Hann segir handboltann hér á landi nokkuð góð- an og nú sé lag, m.a. vegna þjóðfélagsbreytinganna sem orðið hafa í Evrópu, fyrir íslensk félagslið og landsliðið, að komast í fremstu röð. En Jóhann telur að ákveðin forystukreppa sé í Handknattleikssambandinu, og það bitni á íþróttinni. Eftir Skapta Hallgrímsson Deilt var um fyrirkomulag ís- landsmótsins á síðasta keppn- istímabili, og því var breytt fýrir yfirstandandi mót. Átta efstu lið deild- arkeppninnar keppa um Islandsmeistara- titilinn, og telur Jó- hann Ingi fyrirkomulagið gott. „Úr- slitakeppni neðri liða gengur ekki. Það kemur enginn ti! að horfa á botnliðin. Lið eiga einfaldlega að falla strax en úrslitakeppni átta efstu liðanna er af hinu góða. Það sýnir sig núna að keppnin er mjög spennandi — breiddin er til staðar. Mótið í vetur hefur reyndar þróast í einvígi tveggja liða, og það kemur ekki á óvart miðað við hvaða mann- skap þau hafa yfir að ráða, en næstu sjö lið eru síðan gífurlega jöfn. Þetta býður upp á spennu og úrslitakeppn- in sjálf býður upp á hið óvænta. Ég minni á að þegar þetta fyrirkomulag var fyrst notað í Vestur-Þýskalandi mættust Tusem Essen, sem var í fyrsta sæti deildarinnar, og Lemgo, sem var númer átta, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Essen átti fyrsta heimaleik og steinlá, tapaði svo í Lemgo og var úr leik! Og það eru óvæntu úrslitin sem áhorfandinn vill — ekki að allt sé eftir bókinni. Þess vegna hentar þetta fyrirkomulag vel.“ Jóhann segir það synd „að aðsókn skuli ekki hafa verið betri því ijóm- inn af íslenskum handknattleiks- mönnum er kominn heim úr víking, í „starfslok" sín á leikvellinum og keppnin er spennandi." Og hér er verið að spila góðan handbolta miðað við það sem gengur og gerist annars staðar, eða hvað? „Ja, það er að mörgu leyti verið að leika ágætan handbolta. Ég tel að deildin hjá okkur í dag sé ekki lakari en til dæmis á hinum Norð- urlöndum og við stöndum frönskum liðum líka fyllilega á sporði. Deildirn- ar í Þýskalandi og Spáni eru hins vegar tvímælalaust betri, en það er erfitt að tala um lönd Áustur-Evr- opu. Nú er lag „„Austurblokkin" hefur riðað til falls. Þjóðir eins og Sovétmenn, Ungveijar og Rúmenar, sem voru fyrir ofan okkur, eru allar orðnar mun veikari en áður. Þess vegna tel ég möguleika íslenskra félagsliða og landsliðs að komast aftur á meðal þeirra bestu hafi aldrei verið meiri en nú. íslensk lið geta látið verulega að sér kveða í Evrópukeppninni á næstu árum og sett markið mjög hátt.“ Jóhann telur að hinar sterku handboltaþjóðir Austur-Evrópu þjóðir muni eiga í töluverðum erfið- leikum með að byggja upp sterk landslið á næstu árum því þau eigi ekki eins mikið af góðum yngri leik- mönnum og áður. „En þar eru Is- lendingar í töluverðri sérstöðu því við eigum gífuriega mikið af ungum og sterkum leikmönnum sem hafa staðið sig vel í heimsmeistarakeppni unglinga. Efniviðurinn hér á landi hefur því sennilega aldrei verið betri — breiddin aldrei meiri. Það er því nauðsynlegt að við komumst upp úr B-keppninni. Ef það tekst ekki óttast ég að þróunin gæti snúist í hina áttina. Það yrði mjög alvarlegur skellur fyrir okkur ef við næðum ekki að tryggja okkur sæti í næstu A-heimsmeistarakeppni, því þá yrði erfitt að halda uppi áhuganum. Og lykillinn að því að eiga lið á heims- mælikvarða er að geta keppt meðal þeirra bestu.“ Og Jóhann segir íslendinga búa við kosti umfram aðrir þjóðir. „Hér er til dæmis hægt að kalla saman landslið á tíu mínútum! Og nú er staðan ekki þannig að allir okkar bestu menn séu erlendis, eins og áður var. Nú eru margir leikmenn hér heima jafngóðir þeim sem eru erlendis. Þetta er ekki eins og áður fyrr þegar gífurlegur munur var á. Þegar Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson og Geir Hallsteinsson léku erlendis voru þeir yfirburðamenn, og þegar Alfreð, Kristján og fleiri af þeirra kynslóð voru úti þurftum við virkilega á þeim að halda.“ Forystukreppa „Vandinn hjá íslenska landsliðinu er hins vegar sá, að mínu mati, og ég segi það alveg tæpitungulaust, að það er ákveðin forystukreppa hjá Handknattleikssambandinu. Flestir eru sammála um að æskilegt hefði verið að skipta um forystu á síðasta ársþingi sambandsins. Menn tala að minnsta kosti um það en þora ef til vill ekki að gera það opinberiega. En ég vil taka það skýrt fram að Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, hefur unnið mjög gott starf og var réttur maður á réttum stað þeg- a_r lyfta þurfti Grettistaki. Hann er brautryðjandi og íslenskur handbolti naut þess í mörg ár að svo kröftug- ur maður óð áfram og framkvæmdi hlutina, helst einn og sjálfur. En ég tel að Jón hefði átt að fá tækifæri til að fara frá með reisn á síðasta þingi. Það á ekki að bola mönnum frá sem hafa staðið sig vel, en ég lít á forystumenn eins og þjálfara — það vita allir skynsamir þjálfarar að eftir ákveðinn áraijölda eru þeir búnir að gefa liðinu allt sem þeir geta og eiga þá ekki að stjórna því lengur. Ákveða þá sjálfír að skipta um félag, og ég sé það sama fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.