Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 23. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbýa: Vilja fram- selja til- ræðismenn Ankara. Reuter. LÍBÝUMENN segjast reiðubún- ir að afhenda tvo menn sem grunaðir eru um að hafa sprengt tvær flugvélar, franska og bandaríska, í loft upp. Skil- yrði sé að sett verði á fót sjálf- stæð og óvilhöll alþjóðleg nefnd til að rannsaka málið. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna krafðist þess fyrr í mánuðin- um að Líbýustjórn framseldi mennina tvo sem grunaðir eru um að hafa sprengt Pan Am flugvél yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 og franska UTA-vél yfir Níger árið 1989. Samtals fórst 441 maður með þotunum. Það var Abdel-Salam Jalloud, sem gengur Moammar al Gaddafi leiðtoga Líbýu næstur að völdum, sem sagði á fréttamannafundi í Tyrklandi í gær að Líbýumenn væru reiðubúnir til að afhenda mennina tvo. Stjómvöld í Líbýu hafa neitað því alfarið að þeir hafi sem starfsmenn leyniþjónustu landsins sprengt þoturnar. Reuter Jeltsín við Svartahaf Borís Jeltsín, forseti Rússlands, var ekki viðstaddur ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum í gær heldur fór til borgarinnar Novorossíjsk við Svartahaf þar sem hann átti viðræður við yfirmenn Svartahafsflot- ans um framtíð hans. Hér sést forsetinn um borð í beitiskipinu Moskvu. í dag er búist við að Jeltsín ræði við James Baker, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í Moskvu. Ráðstefnan um frið í Miðausturlöndum: NATO kynnt stefnuræða Bandaríkj afor seta: Tilboð um fækkun langdrægra vopna Brussel. Reuter. Bandarísk sljórnvöld skýrðu fulltrúum aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins í Brussel frá því í gær að til stæði að skera stórlega niður langdrægan kjarnorkuherafla Bandaríkjanna ef fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna samþykktu að gera slíkt hið sama. Myndi George Bush Bandaríkjaforseti greina frá þessu í stefnuræðu sinni sem hann átti að flytja kl. tvö í nótt að íslenskum tíma. Gert var ráð fyrir að í ræðunni myndi Bush kynna stefnu stjórnar sinnar í efnahagsmálum en fjár- lagafrumvarp hennar verður lagt fram í dag. Er talið að sú stefnu- mörkun ráði miklu um horfur Bush í forsetakosningunum í nóvember. Samkvæmt skoðanakönnun CBS- sjónvarpsstöðvarinnar og dag- blaðsins New York Times virðist ekki veita af að telja kjarkinn í bandarísku þjóðina en hún hefur ekki verið svartsýnni í þrettán ár. Onafngreindur heimildarmaður Reuíe/'s-fréttastofunnar hjá NATO sagði að tilkynning Bush um af- vopnunarmál væri í þeim anda að fækka kjarnavopnum eins mikið og fljótt og hægt er án þess að hefja formlegar samningaviðræður við aðildarríki Samveldis sjálf- stæðra ríkja. Niðurskurðurinn mun einkum varða fjölodda kjarnaflaug- ar bæði á landi og um borð í kafbát- um. Samkvæmt heimildum frétta- stofunnar er um að ræða 20% fækkun langdrægra kjarnavopna umfram START-samkomulagið sem Bush og Míkhaíl Gorbatsjov þáverandi forseti Sovétríkjanna undirrituðu síðastliðið sumar. Sá samningur gerði ráð fyrir u.þ.b. 30% niðurskurði umræddra vopna. í tillögum Bush mun einnig vera gert ráð fyrir ýmsum einhliða traustvekjandi aðgerðum gagnvart fyrrverandi fjandmönnum í Aust- urblokkinni. -----«-------- Azerbaj dzhan: TaJið að 40 hafi faríst Baker kynnir málamiðlun um aðild útlægra Palestínumanna Túnis. Reuter. Thc Daily Telegraph. BANDARÍSK stjórnvöld leituðu í gær leiða til að bjarga viðræð- unum um frið í Miðausturlönd- um en ráðstefna um það efni hófst í gær í Moskvu án þátt- töku Palestínumanna. Tillaga James Bakers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er þess efnis að útlægir Palestínumenn eða þeir sem búa utan hernáms- svæða Israels fái að vera með Vor- og sumartískan Tískuhúsið Chanel sýndi í gær í París vpr- og sumartískuna. Stúlkan á myndinni er í fötum sem hönnuðurinn Karl Lager- feld teiknaði og er hið nýstár- lega höfuðfat kennt við fugls- hreiður. í vinnuhópum sem taka til starfa eftir Moskvu-ráðstefnuna og fjalla um staðbundin mál. Sjálfs- traust fulltrúa Israela í Moskvu var mikið í gær vegna þess að upphafsmenn ráðstefnunnar, Rússar og Bandaríkjamenn, höfnuðu palestínsku sendi- nefndinni. Tóku ísraelar fálega hugmyndum Bakers. „Við mun- um ekki leyfa neinar breytingar á því sem þegar hefur verið ákveðið," sagði David Levy, ut- anríkisráðherra Israels. „Þessu ferli má líkja við mannvirki og ef einn múrsteinn er fjarlægður þá hrynur allt.“ Forysta Frelsissamtaka Palest- ínu, PLO, kom saman til fundar í Túnis í gær til að ræða málamiðl- unartillögu Bandaríkjamanna. Ágreiningur um samsetningu sendinefndar Palestínumanna olli því að henni var úthýst þegar fundurinn hófst í gær í Moskvu. Sendinefndin uppfyllti ekki skil- yrði þau sem um hafði samist sl. haust milli Sovétmanna, Banda- ríkjamanna og Israela fyrir setn- ingarfund ráðstefnunnar um frið í Miðausturlöndum í Madrid. Þá var einungis gert ráð fyrir Palest- ínumönnum sem búa á hernumdu svæðunum. Hanan Ashrawi, talsmaður Pa- lestínumanna, sagði í gær að gamla samkomulagið gilti ekki lengur því ráðstefnan í Moskvu væri víðtækari en fundurinn í Madrid og umræðuefnin fjöl- breyttari. Með málamiðlunartillögunni virðist Baker hafa fallist á grund- valiarsjónarmið Palestínumanna um að fulltrúar þeirra sem búa utan ísraels geti tékið þátt í ráð- stefnunni um frið í Miðausturlönd- um. Þar er þó ekki gert ráð fyrir að íbúar Austur-Jerúsalem fái að vera með eins og Palestínumenn krefjast. Israelar hafa alla tíð neitað að Einkavæðingarnefndin var stofnuð fyrir aðeins tveimur vikum til að aðstoða stjórnvöld við að selja ríkisfyrirtæki á þessu og næsta ári en það var eitt af stefnu- málum stjórnarinnar, sem tók við í október í fyrra. Sagði formaður setjast að samningaborði and- spænis útlægum Palestínumönn- um. Það myndi nefnilega opna möguleikann fyrir PLO að eiga fulltrúa í viðræðunum, samtök sem ísraelar segja að stefni að tortímingu Israelsríkis. Sjá viðtöl við utanríkisráð- herra, sendiherra Israels á íslandi og Makhlouf, upplýs- ingafulltrúa PLO á Norð- urlöndum, á bls. 19. nefndarinnar, Curt Nicolin, stjórn- arformaður Ásea Brown Boveri, á blaðamannafundi í gær, að fyrir Procordia væru ókostirnir við sam- eininguna þyngri á metunum en kostirnir. Carl Bildt forsætisráðherra Moskvu. Reuter. AÐ MINNSTA kosti fjörutíu manns fónist með þyrlu á leið frá bænum Agdam í Az- erbajdzhan til bæjar í héraðinu umdeilda Nagorno-Karabak. Fréttastofan Interfax hefur það eftir þjóðfylkingu Azerbajdzhans að armenskir skæruliðar í lýðveld- inu hafi skotið þyrluna niður með hitasækinni eldflaug. Fulltrúar Armena segja að þyrlan hafi flogið á ijallstind. Tass-fréttastofan hefur það eftir azerskum embættismanni að þyrl- an hafi sinnt almennum farþega- flutningum og allir um borð hafi látið lífið, þ. á m. konur og börn. Alls hafa rúmlega þúsund manns fallið undanfarin fjögur ár í átökum milli Azera og Armena um héraðið Nagorno-Karabak. sagði í gær að ríkið myndi tapa á sameiningunni samkvæmt þeim áformum sem nú lægju fyrir. Hann tilkynnti að stjórnarnefnd myndi ræða við Volvo-fyrirtækið um framtíð Procordia. Samaniögð velta fyrirtækjanna beggja, Volvo og Procordia, nemur 1.300 miiljörðum ÍSK. og hjá þeim starfa 105.000 manns. Ef þau sameinast þrátt fyrir allt verður fyrirtækið eitt það stærsta í Evr- Ópu. Svíþjóð: Ríkissijórnin hafnar sam- einingu Volvo o g Procordia Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Erik Liden. SÆNSKA stjórnin hafnaði í gær sameiningu Volvo-verksmiðjanna sænsku og ríkisfyrirtækisins Procordia sem er stærsta fyrirtæki Svíþjóðar í lyfja- og matvælaframleiðslu. Það var P.G. Gyllen- hammar, hæstráðandi hjá Volvo, sem hafði boðað sameininguna um síðustu helgi. Nýstofnuð einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinn- ar hafði fyrr um daginn tilkynnt að hún setti sig upp á móti sam- einingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.