Morgunblaðið - 29.01.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
Byggðastefnan
eftír Eggert Haukdal
Á þessum vetri hefur farið fram
mikil umræða um byggðastefnuna.
Aðeins innlegg í þá umræðu.
Það er mikið rætt um að byggða-
stefnan hafi brugðist og þess vegna
sé landsbyggðin í vanda. En það
er minna rætt um það hvaða þátt
stjórnvöld eigi í því að bregðast
byggðastefnunni á undangengnum
árum. í þessu sambandi vil ég fyrst
nefna að sjávarútvegsstefna síð-
ustu ára hefur brugðist lands-
byggðinni. Það vantaði þó ekki að
Alþingi afgreiddi lögin um stjórn
fiskveiða í miklu samráði við
hagsmunaaðila í sjávarútvegi og
menn gengju til verka í góðri trú.
En það sést nú að þetta kerfi er
m.a. sums staðar að ganga að
landsbyggðinni'ðauðri.
Breyta þarf um stefnu
Fiskveiðikvótinn hefði átt að
skiptast að hluta til báta og skipa,
að hluta til fiskvinnsluhúsa og að
hluta ráðstafað af byggðum. Með
því kerfi hefði mátt koma í veg
fyrir að byggðarlög stæðu ekki allt
í einu uppi kvótalaus ef skip væri
selt úr byggðarlagi, þá væri ekki
þetta brask með kvóta milli byggð-
arlaga og þá gæti það ekki gerst,
eins og nú stefnir í með sömu þró-
un, að nokkrir menn geti helgað
sér allan óveiddan syndandi fisk í
sjónum. í sumum tilfellum fellur
saman mikil skip og kvóti hjá stór-
um fiskvinnslufyrirtækjum. En það
er ekki nóg að á þessu kerfi græði
sumir en önnur fiskiðnaðarfyrir-
tæki og staðir víða um land tapi.
Þó segja lögin um stjórn fisk-
veiða að fiskimiðin séu sameign
þjóðarinnar en ekki örfárra sæ-
greifa í landi. Hinir eiginlegu sæ-
greifar íslands eru sjómennirnir
sem hörðum höndum hafa dregið
físk úr sjó í gegnum árin og gera
enn.
Auðvitað ætti strax að snúa frá
þessu kerfi og mætti t.d. hugsa sér
að sóknarmark komi fyrir afla-
mark. Ég er ekki stuðningsmaður
veiðileyfagjalds en með því að nota
þetta vitlausa kerfi eru menn að
kalla það yfír sig. Því þjóðin unir
því ekki til langframa að sameign
hennar sé fiutt á fárra hendur. Því
á án tafar að breyta um stefnu.
Suðurland og kvóti
Aðeins dæmi um hvernig byggð-
astefnan í sjávarútvegi hefur
Um kommur
eftír Þorstein
Hannesson
„Heimspekingur hér kom einn
á húsgangs klæðum,
með gleraugu hann gekk á skíðum,
gæfuleysið féll að síðum.“
Flestir munu kannast við vísu
þessa sem Hjálmar í Bólu orti er
Sölvi Helgason hafði verið hjá
honum í heimsókn. Sjálfur lærði
ég hana, að mér fínnst, þegar ég
var barn og hefi kunnað hana síð-
an og þótt vænt um hana, þótt
hún mikill skáldskapur og þá, að
sjálfsögðu, sérstaklega síðasta
hendingin.
En önnur hendingin var mér
alltaf dálítið erfið. Var Hjálmar
að hæðast að Sölva vegna þess
að hann tók ekki ofan gleraugun
áður en hann lagði af stað á skíð-
unum? Nei. Það var óhugsandi.
Hefði það verið meining hans, þá
hefði hann ekki getað bætt við
þessari stórkostlegu síðustu hend-
ingu. En, sem sagt, þessi önnur
hending hefur valdið mér erfið-
leikum í meira en hálfa öld.
Það var svo fyrir nokkrum
mánuðum að ég var einn heima
hjá mér að fara með lausavísur,
í huganum, og fór þá með vísuna
svona:
„Heimspekingur hér kom einn
á húsgangs klæðum,
með gleraugu, hann gekk á skiðum,
gæfuleysið féll að síðum."
Munurinn var aðeins ein
komma. En það var nóg. Nú var
kviðlingurinn orðinn að því meist-
arastykki sem mér fannst hún
vera, þrátt fyrir aðra hendinguna.
0g nú á ég þetta meistarastykki
mér til hugarhægðar þegar ég
þarf á því að halda svo lengi sem
ég á ólifað.
Ég hefi, að sjálfsögðu, ekki les-
ið þessa stöku allstaðar þar sem
hún hefur verið prentuð, en hvergi
í þeim útgáfum sem ég hefí lesið
hefi ég rekist á kommuna mína
blessaða.
En það er önnur komma, í öðru
kvæði sem gert hefur mér lífið
leitt.
í fegurstu sonnettu sem ort
hefur verið á íslensku segir: „eng-
il með húfu og rauðan skúf, í
peysu“.
Við þessa sonnettu samdi Ingi
T. Lárusson lag sem fyllilega er
samboðið þessu fagra kvæði. Allir
þekkja þetta lag og margir þekkja
sonnettuna aðeins sem texta við
lagið. En þar hefur heldur betur
verið brugðið fyrir þá fæti. Þeir
verða varla taldir á fingrum
beggja handa söngvararnir sem
sungið hafa þetta lag. Ég man
ekki eftir einum einasta sem tók
eftir kommunni á eftir orðinu
„skúf'. Ég held að þeir flytji allir
skúfinn niður á peysuna. 'Þetta
er ófyrirgefanlegt. Ég er viss um
að þeir vita allir hvernig hægt er
að taka mark á greinarmerkjum
í söng og ég er einnig viss um
að þeir vita að ljóðið kom fyrst,
síðan lagið. Dymar að laginu er
ljóðið sem það er samið við. Ef
lagið fellur ekki að ljóðinu þá er
það ekki þess vert að syngja það.
En skáldið setur ekki greinar-
merki í ljóðið nema það ætlist til
að mark sé tekið á því.
Já. Komman er merkileg. Henni
er ekki nægur gaumur gefinn.
Höfundur er söngvari.
Excel á Macintosh & PC
Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öfiugustu aðgerðir Excel.
Wordnámskeið á Macintosh
Námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu.
Macintosh íyrir byrjenáir
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi
Tölvu-ogverkfræðiþjónustan
Verktræðistofa Halldórs Kristjánssonar {g
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (J)
brugðist Suðurlandi. I upphafi
kvótakerfisins í forsætisráðherratíð
Steingríms Hermannssonar voru
Sunnlendingar neyddir til að selja
togarann Bjarna Hetjólfsson norð-
ur í land og þar með tapa miklum
kvóta. Þeir fengu enga fyrir-
greiðslu til að halda honum kyrrum.
Á þeim tíma fengu flest önnur
héruð fyrirgreiðslu til að halda sín-
um skipum sem þá voru í uppn-
ámi, nú eiga hins vegar margir um
sárt að binda í þessum efnum.
í alit haust hafa stöðugt verið
fréttir í ijölmiðlum að kvóti Meitils-
ins í Þorlákshöfn yrði seldur til
Eyjafjarðar og kvóti hraðfrystihúss
Stokkseyrar seldur til Reykjavíkur.
Sem sagt lifíbrauðið frá þessum
stöðum yrði flutt í burtu. Er það
ekki góð byggðastefna? Vonandi
tekst að koma í veg fyrir þessi
áform og kvótinn nýtist áfram
heimabyggðum. Þarna hefur m.a.
til mótvægis verið unnið að samein-
ingu fyrirtækja. Þegar þetta er
skrifað er margt enn ótraust í þeirri
vinnu.
Um leið og þessi byggðarlög eru
nefnd, er rétt að fram komi að
Bakkafiskur á Eyrarbakka varð
útundan með fyrirgreiðslu í tíð frá-
farandi stjórnar og má ekki gleym-
ast í dag þegar horft er á vanda
suðurstrandarinnar. Og nú eru ný-
legar fréttir að kvótinn sigli hrað-
byri frá Vestmannaeyjum til Norð-
urlands. Er það ekki frábær
byggðastefna, byggð á því sem
gert var í sjávarútvegsmálum 1985
og síðar. Þetta er ein afleiðing
kvótakerfisins. Hins vegar ber að
fagna sameiningu fiskvinnsluhúsa
í Vestmannaeyjum og er þess að
vænta að hún takist vel.
Fjármagnsfyrirgreiðsla án
fyrirhyggju
Það var nauðsynlegt að veita
sérstöku fjármagni til sjávarút-
vegsfyrirtækja eins og gert var hjá
fráfarandi ríkisstjórn. Þrátt fyrir
það er staða þeirra margra í dag
slík, að fresta verður afborgunum
og koma til móts í fleiri þáttum.
Þessu gleymdi fráfarandi ríkis-
stjórn að hugsa fyrir, heldur velti
öllu á framtíðina. En í sambandi
við aðgerðir þeirrar ríkisstjómar
Eggert Haukdal
„ Af hverju er þetta allt
svona? Vegna þess að
stjórnvöld hafa brugð-
ist byggðastefnunni til
margra ára, þ. á m.
með peningastefnu og
lífskjörin eru önnur og
verri, erfiðar samgöng-
ur, hærri flutnings-
gjöld, hærra orkuverð
o.fl., o.fl.“
gagnvart fyrirtækjum er nauðsyn-
legt að undirstrika tvennt. Um leið
og nýtt fjármagn kom inn í fyrir-
tækin þurfti að fylgja skilyrði um
uppstokkun og bætta stjórnun.
Þessu var ekki fylgt eftir.
Hitt atriðið er að fjöldi fyrir-
tækja og dugmiklum einstaklingum
tókst að komast í gegnum erfiðleik-
ana án sérstakrar fyrirgreiðslu. En
það breytir ekki því að stjórnvöld
þurfa nú þegar að laga byggða-
stefnuna í sjávarútvegsmálum frá
árinu 1984 ög síðar. En nú er eins
og að sumir sem tala um sjávarút-
veg hafi fundið lausnarorðið, menn
segja, það á að sameina, það á að
hagræða, þá er allur vandi leystur.
Án þess að ég sé að gera lítið úr
sameiningum, síður en svo, hún á
mjög víða rétt á sér, þá vil ég minna
á fyrirtækið Álafoss. Þyrfti ekki
að læra af þeim mistökum um leið
og menn halda áfram að sameina
og hagræða.
Refurinn átti að bjarga
Annað atriði sem hefur brugðist
byggðastefnunni. Ákveðið var með
breytingu á búvörulögum 1985 að
taka fé sem áður rann til útflutn-
ingsuppbóta á landbúnaðarafurð-
um og veija.því til nýrrar atvinnu-
uppbyggingar í sveitum. Hluti af
þessu fé, sem meðal annars fór til
ferðamála, hefur gefist vel. Annað
hefur gefist verr og má þar nefna
að menn voru hvattir af stjórnvöld-
um að fara í loðdýrarækt og standa
stjórnvöld enn í skuld við það fólk.
Þar fór mikið fjármagn í súginn
og eftir stendur sviðinjörð og heim-
ilin í harmkvælum. I þessu sam-
bandi má segja að það kann aldrei
góðri lukku að stýra að refur stjórni
ref.
Er ekki hægt að snúa frá
mistökum fyrri ára?
En fleira hefur brugðist byggða-
stefnunni, vaxtabijálæðið er hið
sama um allt land. En þrátt fyrir
það hafa menn tekið lán til að fram-
kvæma á landsbyggðinni. Ef þeir
hins vegar þurfi að selja eignir sín-
ar fá þeir í mörgum tilfellum miklu
minna fyrir þær en á suðvestur-
horninu eða eru jafnvel óseljanleg-
ar. Vextirnir eru því óbeinlínis
miklu hærri á landsbyggðinni.
Af hveiju er þetta allt svona?
Vegna þess að stjórnvöld hafa
brugðist byggðastefnunni til
margra ára, þ. á m. með peninga-
stefnu og lífskjörin eru önnur og
verri, erfiðar samgöngur, hærri
flutningsgjöld, hærra orkuverð o.fl.
o.fl.
En geta allir íslendingar búið á
suðvesturhorninu? Hvað kostar það
þjóðina?
Hvað þarf að gera nú?
1. Hætta strax að henda fiski,
koma með allan afla að landi og
borga hann utan kvóta meðan nú-
verandi kerfi stendur.
2. Allur afli seldur á íslenskum
fiskmörkuðum.
3. Hætta að setja á sel og hval.
4. Breyta í sóknarmark.
5. Stórlækka vexti.
6. Lækkun orkuverðs, nota um-
framorku sem ekki er hægt að selja
nú (Blanda) til að laga fyrir fólkinu
í landinu í þeim hremmingum sem
nú ganga yfir.
7. Stórauka vegaframkvæmdir.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisfiokkinn í
Suðurlandskjördæmi.
Flugleiðir:
íslendingar í Bandaríkjunum
geta nýtt sér vetrartilboðið
ÍSLENSKIR ríkisborgarar
staddir í Bandaríkjunum geta
keypt flugmiða til áfangastaða
Flugleiða í Evrópu á vetrartil-
boði fyrirtækisins. Þeir geta fest
kaup á farmiðum frá Evrópu til
Bandaríkjanna en borga þá fyr-
ir miðana það verð sem gildir í
Evrópu að sögn Einars Sigurðs-
sonar blaðafulltrúa Flugleiða.
Þannig fer verðið eftir því frá
hvaða landi er flogið.
„Tilboðið er áháð Iitarhætti,
kynferði, trúarbrögðum, augnlit,
háralit og öllu öðru,“ sagði Einar
Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða, þegar hann var spurður að
því hvort íslenskur ríkisborgari í
Bandaríkjunum gæti keypt farm-
iða til Evrópu á vetrartilboð Flug-
leiða. „Það er flugleiðin sem ræður
verðunum þannig að maður, sem
ætlar að ferðast frá Bandaríkjun-
um til Evrópu og til baka, er að
fljúga útaf þessum markaði og inn
á hann aftur og er á þessum gjöld-
um. Þannig er það hjá öllum flugfé-
lögum í heiminum.“
Aðspurður sagði Einar að ís-
lenskur ríkisborgari í Bandaríkjun-
um gæti einnig keypt miða frá
Evrópu til Bandaríkjanna en á
verði sem gilti í Evrópu. Um við-
skiptin giltu alþjóðlegar reglur og
greiðslur færu í gegnum alþjóðlegt
greiðslumiðlunarkerfi.
Doktor í ensku
og bókmenntafræði
SÍÐASTLIÐIÐ haust lauk Mar-
grét Gunnarsdóttir doktorsprófi
í ensku og bókmenntafræði frá
Georgíuháskóla, University of
Georgia, i Bandaríkjunum.
Doktorsvörnin fór fram 14. nóv-
ember. Ritgerð Margrétar nefnist
„Theorizing Character: The Ice-
landic Family Saga“ og fjallar um
persónuhugtakið í bókmenntum og
þá sérstaklega samspil félagslegrar
mótunar einstaklingsins og per-
sónuímyndar í sagnahefð íslands á
miðöldum.
Margrét hefur kennt enskar bók-
menntir við Georgíuháskóla undán-
farin sex ár, en er nú nýflutt til
landsins.
Foreldrar Margrétar eru Þórdís
Hilmarsdóttir og Gunnar Ragnars-
son, skólastjóri.
Dr. Margrét Gunnarsdóttir.