Morgunblaðið - 29.01.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 29.01.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992 t Ástkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Fannarfelli 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn. Sigurður Ámundason, Louisa Aradóttir, Guðjón L. Sigurðsson, Ásgrímur Guðmundsson, Þórdís Heiða Einarsdóttir, Stefán Flego, Helga Skúladóttir og barnabörn t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA J. EIIMARSDÓTTIR, andaðist á Sólvangi sunnudaginn 26. janúar sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.30. Aðalheiður Jónsdóttir, Guðmundur Dagbjartsson, Sigurður Jónsson, IManna Hálfdánardóttir, Einar Jónsson, Sigriður Arinbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, FREYR A. BERGSTEINSSON húsasmiður, Bugðulæk 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Salóme B. Bárðardóttir, Steinar Freysson, Björg Freysdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 28. janúar sl. Haraldur Guðmundsson, Áslaug Guðmundóttir, Emil Guðmundsson, Sigurbjört Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður minnar, tengdamóður okkar og ömmu, GUÐRÚNARÁRNADÓTTUR, Hafnarbúðum, áður Ásvallagötu 35, verður gerð frá gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. janúar kl. 13.30. Ástvaldur Kristmundsson, Sveinn Ástvaldsson, Kristrún Ástvaldsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Hafsteinn Halldórsson, Ellen Sveinsdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir Guðrún Ástvaldsdóttir, Jóhannes Halldórsson, Kristmundur Halldórsson, Ingibjörg Halldórsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, fósturbróðir og afi, JÓN MÁR GESTSSON, Hringbraut 119, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. janúar kl. 13.30. Kolbrún Jónsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Jón Már Jónsson, Guðlaug Gunnarsdóttir og barnabörn. t Systir mín, LÁRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Sunnubraut 19, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 27. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 31. janúar kl. 14.00. Þórarinn Guðjónsson. Jónas F. Elías- son - Minning Fæddur 4. september 1950 Dáinn 21. janúar 1992 Hann Jónni bróðir er dáinn, hann er farinn á fund þess sem öllu ræð- ur. Elsku bróðir minn var fæddur í Bolungarvík 4. september 1950. Þar ólst hann upp ásamt sjö öðrum systkinum sínum. Hann var sonur Svanhildar Maríusardóttur og El- íasar Guðbjartssonar. Jónas flutti inná Isafjörð þegar hann var ungur að árum. Hann kvæntist Jónínu Kristinsdóttur og bjuggu þau á ísafirði í nokkur ár. Þau eignuðust saman eina dóttur, Sigurlínu Jónas- dóttur. Jónas og Jónína skildu eftir nokkurra ára hjónaband. Þá flutti Jónas suður til Reykjavíkur og vann alla almenna verkamannavinnu. Jónas bróðir var hagmæltur mjög og hafa komið út fimm ljóðabækur eftir hann og sú síðasta núna fyrir jólin. Jónas bróðir var drengur góð- ur, hann vildi öllum gott. Oft leit- aði ég til Jónasar þegar ég þurfti að tala við einhvem, við bræðurnir gátum alltaf rætt saman. Jónas hafði mjög gaman af kveð- skap og dáði hann Davíð Stefánsson og Stein Steinarr og kunni mörg kvæða þeirra. Hver maður hefur sína ógæfu að bera. Jónas bróðir datt í pytt Bakkusar. Og því miður náði hann sér ekki aftur þaðan því Bakkus sleppir ekki svo auðveldlega þeim sem hann hefur gómað. Jónas var búinn að leita sér aðstoðar og ekki skorti hann vilja til að losna úr klóm Bakkusar. Sagði hann mér það sjálfur og trúði ég honum vel. Jónas trúði á annað líf og verður hann í dag jarðsettur við hlið bróð- ur síns, Bærings. Elsku mamma og pabbi, megi góður Guð styrkja ykkur og okkur öll er við kveðjum Jónna bróður. Elsku Lína mín, Guð blessi þig og styrki þig í þessum mikla harmi og missi. Eg veit að Jónna líður betur núna. Guð blessi hann og minningu hans. Hilmar Elíasson. Mig langar í fátæklegum orðum að minnast bróður míns, Jónasar Friðgeirs Elíassonar ljóðskálds, sem andaðist langt um aldur fram, aðf- aranótt 21. janúar sl. Hvílík harma- fregn er mér barst, að ástkær bróð- ir væri horfinn héðan úr heimi. Margar góðar og ánægjulegar minningar streymdu fram um góð- an bróður og vin. Það voru aðeins liðnir fáeinir dagar frá því ég sá hann frískan og gláðan og við áttum saman góða stund. Alltaf var það mér ánægjulegt að ræða málin við Jónas þó svo að aðstæður hafi haml- að að við gætum hist oftar, eða við betri aðstæður en raun var. Jónas var fæddur 4. september 1950, vestur í Bolungarvík. Foreldr- ar okkar eru Elías Guðbjartsson, fyrrum sjómaður nú búsettur í Reykjavík, hjá honum bjó Jónas síðustu æviárin, og Svanhildur Maríasdóttir, verkakona búsett í Hafnarfirði. Jónas var annar í röð- inni af 7 systkinum. Vart hefur verið hægt að hugsa sér stilltara og dagfarsprúðara barn en Jónas en þeir eiginleikar fylgdu honum æ síðan og það í miklum mæli. Jónas átti þess ekki kost að stunda annað nám á sínum yngri árum en það sem gert er ráð fyrir að ungmenni ljúki, þó svo að ætíð hafi hugur hans staðið til meira náms en hon- um var kostur, enda átti Jónas mjög gott með að tileinka sér allan Iærdóm. Mér er minnisstæð sú saga sem móðir okkar sagði mér eitt sinn, að þegar elsti bróðir okkar, Bæring, sem var árinu eldri, var að byrja að lesa og reikna og mamma hlýddi honum yfir á kvöld- in, þá sat Jónas og fylgdist með af athygli og lærði þannig að mestu lestur og reikning án þess að honum væri beint sagt til sjálfum. Eftir að skólagöngu Jónasar í Bolungar- vík lýkur stundaði hann þar hin ýmsu störf og þá einkum þau störf er lutu að sjósókn og fiskvinnu, sem og algengt er í sjávarplássum. Um tvítugt flyst hann síðan til ísafjarð- ar þar sem hann hafði kynnst Jón- ínu Kristinsdóttur, en þau gengu síðan í hjónaband. Með henni eign- aðist Jónas eina dóttur, Sigurlínu. Lengst af veru sinni á Isafirði vann Jónas hjá fyrirtæki Steiniðjunnar, Grænagarði, þar sem honum fam- aðist vel. Þau hjónin bjuggu sér hlýlegt heimili á Hlíðarveginum og átti ég þess oft kost að heimsækja þau þar og ávallt þótti mér gott að koma þangað. Frá þeim tíma á t Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN GÍSLASON, Hlið, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir. Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Kristinsson, Sigurgísli Kristinsson, Guðný Sölvadóttir, Kristbjörg Hólmfríður Sigurgísladóttir, Kristinn Snorri Sigurgíslason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, Bogahlíð 15, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00. Inga Ingvarsdóttir, Almarr Gunnarsson, Birna Halldórsdóttir, Sævar Halldórsson, Auður Jónsdóttir, Guðný Óskarsdóttir og barnabörn. t SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á heimili sínu 22. þ.m. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju í dag, miðvikudaginn 29. janúar, kl. 15.00. Aðstandendur. ég góðar minningar. Jónas Iét mál- efni ísafjarðar sig miklu varða á meðan hann bjó þar og tók virkan þátt í hinum ýmsu félagsmálum á vegum Alþýðubandalagsins. Jónas og Jónína slitu samvistum eftir nokkurra ára hjónaband og lá þá leið Jónasar suður á höfuðborgar- svæðið þar sem hann dvaldi æ síð- an. Þar lét hann gamlan draum rætast, að mennta sig enn frekar, og tók að stunda nám við Iðnskól- ann í Reykjavík sem hann síðan lauk á fjórum árum sem tölvunar- fræðingur. HUgur hans stefndi að enn frekara námi en af því gat ekki orðið. Á ísafjarðarárunum hófst Jónas handa um að koma á prent sinni fyrstu ljóðabók er bar nafnið „Mér datt það í hug“, og út kom 1976. Alls gaf Jónas út 5 ljóðabækur og þá síðustu „ber er hver. ..“ sem út kom nú fyrir síð- ustu jól, en hana tileinkaði hann Bæring Aðalsteinssyni hálfbróður okkar, sem lést einnig Iangt fyrir aldur fram 1989. Án efa verða það margir sem minnast Jónasar vegna Ijóðanna hans enda átti kveðskapur og ljóðagerð hug hans allan. Enn fremur hafa margir af okkar bestu tónlistarmönnum sótt í smiðju Jón- asar texta við lög sín og þau eru ófá lögin sem hljómað hafa hin síð- ari ár með hinum gullfallegu textum Jónasar. Nánast samstarf á því sviði átti Jónas með Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni, sem hafði einstakt lag á að gæða ljóðin þeim lögum sem hæfði hveiju fyrir sig. Jónas var einn af þeim mörgu ljóðahöfundum sem af einhveijum ástæðum hljóta ekki þá náð sem skyldi, hjá þeim sem með útgáfu á bókum hafa að gera eða þeim skríb- entum sem telja sig geta sagt til um hver sé skáld og hver ekki, þó svo að oft séu rökin fyrir slíku hald- lítil. Enda var það svo að Jónas var alla tíð utangarðsskáld, eins og allt of margir, þó svo að Ijóðin hans ættu fyllilega heima við hlið verka okkar virtustu skálda. En þó að svo hafi verið held ég að Jónas hafi verið stoltur af því að vera utan- garðs og að það hafi gefið honum meira svigrúm. En nú er komið að leiðarlokum þessa lífs og þá er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast jafn stórbrotnum manni og Jónasi og fyrir að hafa fengið að ganga með honum þennan stutta spöl sem þó var allt of stuttur. Það var óneitanlega mikið lán fyrir mig að hafa fengið að vera bróðir Jónas- ar í þessu lífi og af honum hef ég margt gott lært. Hann var í mínum huga mikilmenni og slíkir menn deyja ekki. Mig langar að kveðja þennan öðling með kæru þakklæti fyrir allt og allt með síðasta erindi úr ljóði hans „Þar og þá“ úr bók- inni „ber er hver ...“ Aldrei mun ég aldrei gleyma ... okkar góðu stundum hér. Allt það mun ég ávallt geyma eins og gull, í hjarta mér. Ég votta Sigurlínu dóttur hans mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja hana sem og alla aðra ættingja. Fari kær bróðir minn í friði. Svanur Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.