Morgunblaðið - 29.01.1992, Side 37

Morgunblaðið - 29.01.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA S91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fagnaðarboðskapur friðarins Þegar ég var 16 ára drakk ég mig fullan. En Kristur Jesús, sem amma mín var búin að segja mér frá í barnæsku, kom mér til hjálpar svo aldrei var um neitt áframhald að ræða. Jesús kann bæði, vill og getur frelsað frá þessu sem öðru sem þjakar mannfólkið í dag. Skrif- að stendur: „Hann kom til eignar sinnar en hans eigin menn tóku ekki við honum, en öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn“. Hugleið- um þetta aðeins nánar. Hann kom til að frelsa synduga menn frá því að lenda fyrir utan Guðsríki, þegar að leiðarlokum kemur. Hverjir eru svo þessir syndaselir, sem hann vill frelsa. Skrifað stend- ur: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“. Samkvæmt þessum orðum verða allir að frelsast. Sum- ir hafa spurt: Hvaða synd. Orð Guðs segir: „Allt ranglæti er synd.“ Hver getur sagt: Ég hef aldrei gert neitt rangt. Um leið og við göngum til móts við Jesú og biðjum hann að fyrirgefa okkur syndirnar þá er hann trúr og réttlátur og hreinsar okkur af öllu ranglæti. Þetta er fagnaðarboðskapur friðarins. Hann er friðarhöfðinginn sem gefur him- neskan frið í hjartað. Þegar engill- inn kom til hirðanna á Betlehem- svöllum ljómaði í kringum þá him- nesk byrta svo að þeir urðu mjög svo hræddir. Þá segir engillinn: „Verið óhræddir því sjá ég boða ykkur mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum, því yður er í dag frelsari fæddur, sem er kristur Drottinn í borg Davíðs“. Hann kom til að frelsa alla menn. En það virð- ist vera til fólk, sem vill fara alit aðra leið sem ekki er grundvöllur fyrir. Þegar ég var 16 ára fór ég á ball og drakk mig fullan. Eftir á leið mér ekki vel, eitthvað var að naga mig. Stuttu seinna dreymdi mig að ég var á gangi í landi sem ég kannaðist ekki við og teymdi hest á eftir mér. Gerði ég mér enga grein fyrir því hvert ég var að fara, alveg stefnulaus. Svo allt í einu tek ég eftir manni, sem kemur á móti mér. Þegar hann er kominn það nálægt að ég geti greint hann, þekki ég að þetta er frelsarinn. Hann lít- ur til mín og réttirjram hségri hendi sína og segir: Réttu mér tauminn. Draumurinn var ekki lengri. Nokkr- um árum seinna heyi’ði ég frelsis- boðskapinn umbúðalausan og þá afhenti ég honum minn lífstaum. Síðan hefur hann verið minn frels- ari og staðfest það mörgum sinnum að hann er sá sem hann segist vera. Ég bið ykkur vinir mínir að íhuga þetta vandlega ykkur til margfaldr- ar blessunar um tíma og eilífð. Ég vil hvetja alla sem trúa, að biðja Guð um vaknmgu yfír íslensku þjóð- ina. Magnús Guðnason ------».......—.. Góður þáttur Ég vil gjarnan koma að þökkum fyrir mjög góðan þátt á Aðalstöð- inni 17. janúar. Þátturinn, sem var í umsjón Sambands ungra sjálf- stæðismanna, var í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra. í þættinum spjallaði Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrum formaður út- varpsráðs Ríkisútvarpsins, við ýmsa menn, m.a. fræðimenn úr Háskóla íslands og ýmsa aðila er þekktu vel til Ólafsl Þetta var vel gerður þáttur og fræðandi. Hann sýndi glögglega að einkaaðilar í útvarpsrekstri geta gert jafn vel og Ríkisútvarpið. Þar hefur Aðalstöðin sannað sig. Tvennu vil ég þó koma að. í fyrsta lagi þá var kynningin í dag- skrárblaði Morgunblaðsins röng. Þar var sagt að umræddur þáttur yrði sendur út 24. janúar. Það var í raun fyrir tilviljun að ég rakst á þáttinn á þessum tíma. Ég vil koma þeirri spurningu á framfæri til þeirra sem stjórna á Aðalstöðinni hvort ekki sé hægt að endurflytja þáttinn á næstunni? Hin spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að ísland eignist aftur slíkan foringja sem Ólafur Thors var? Útvarpshlustandi Týnd læða Gulbröndótt læða tapaðist frá Barðaströnd 14, Seltjamarnesi, sl. föstudag, 24. janúar. Hún heitir Elísabet er ómerkt og sér illa. Vin- samlegast látið vita ef sést hefur til hennar í símum 616727 eða 611343. Foreldrar: Látið börnin bera endurskinsmerki. Notkun þeirra tryggir öryggi bamanna í umferðinni. Kennarar: Brýnið fyrir börnunum að fara varlega í umferðinni og gefið þeim góð ráð í þeim efnum. Vegfarendur: Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og aðgæslu. Okumenn: Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og ljósin rétt stillt til þess að ljósmagnið nýtist sem best við aksturinn. Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð. NDING ITALSKIR LEBIIRSXÓR Teg. 901 Svart rúskinn Stærðir: 36-41 Verð: 3.500,- MILANO LAUGAVEQl 61S. 10655 Teg. 902 , Svart rúskinn Stærðir: 36-41 Verð: 3.500,- KMHQLAN 8-12 SÍMI 889345 Póstsendum / Staðgreiðsluafsláttur UEKKIÐ BYGGINGAKOSTNADINN Við sérpöntum fró Engiandi þak- og klæðingarstól, stutt- ur afgreiðslufrestur. Margar gerðir, margir litir. Frábært verð. Bjóðum einnig af lager vinsæla stallaða Plannja þokstálið með tíulsteinsmunstri, og S8BA stól þakrennumar með litaðri plastisol-vörn. ÍSVÖR BYGGINGAREFNI Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Sfmi 641255, Fax 641266 Kompudót óskast! Við viljum fjölga seljendum með notaða muni í Kolaportinu og bjóðum þeim helmings afslátt af leigu sölubása á sunnudögum í febrúar. Litlir sölubásar á aðeins 1.650,- kr. og stórir á 2.150,- kr. Pantið pláss í síma 687063 virka daga frá kl. 16-18 KOLAPORTH) MrfR KaÐStORT - nú líka á sunnudögum -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.