Morgunblaðið - 29.01.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
39
frRÓniR
FOLX
■ JOHN Barnes er meiddur á
læri og verður ekki með Liverpool
í kvöld er liðið fær Arsenal í heim-
sókn í ensku 1. deildinni í knatt-
spymu. Þá er vafasamt hvort vinstri
bakvörðurinn David Burrows
verður með.
■ GRAEME Souness stjóri Liv-
erpool kaupir líklega ungverska
landsliðsmanninn Istvan Kozma
frá skoska liðinu Dunfermline ein-
hvern næstu daga. Hann leikur sem
útherji eða inni á miðjunni.
■ KOZMA, 'sem er 27 ára, hóf
ferilinn hjá Ujpesti Dosza og lék
síðar með Bordeaux í Frakklandi,
kom til Dunfermline fyrir 650.000
pund fýrir tveimur árum. Liðið er
í fallhættu og þarfnast peninga, og
vill því selja kappann.
■ MARK Robins, framherji hjá
Manchester United er til sölu að
eigin ósk. Hann hefur nánast ekk-
ert fengið að spreyta sig í vetur.
■ ANDY Gray, miðjumaðurinn
þeldökki hjá Crystal Palace, er
einnig kominn á sölulista. Hann
hefur ekki hagað sér sem skyldi
undanfarið; m.a. mætt of seint á
æfingar og segir Steve Coppell,
stjóri liðsins, að Gray sé farinn að
hafa slæm áhrif á aðra leikmenn.
Því sé best hann fari. Palace vill
fá 1,5 milljónir punda fyrir hann.
■ ALAN Ball, einn af heims-
meisturum Englands í knattspymu
1966, er orðinn einn af aðstoðar-
mönnum Grahams Taylor, Iands-
liðsþjálfara. Taylor óskaði eftir því
við Ball, sem er framkvæmdastjóri
Exeter, að hann hjálpaði sér við
undirbúning fyrir vináttuleikinn
gegn Frökkum á Wembley 19. fe-
brúar og einnig fyrir úrslitakeppni
Evrópumótsins í Svíþjóð í sumar.
■ ERIC Cantona, franski lands-
liðsframheijinn snjalli, sem sagðist
vera hættur á dögunum — eftir að
hafa verið settur í langt bann í
Frakklaudi — er á leiðinni til
Sheffield Wednesday. Hann verð-
ur þar til reynslu fyrst í stað, en
sennilegt er að hann fari að leika
með liðinu af fullum krafti næsta
haust.
■ CANTONA leikur með Wed-
nesday í fyrsta skipti í kvöld
gegn bandaríska liðinu Baltimore
Blast á innanhússmóti í Sheffield.
■ RAY Wilkins, gamla kempan
hjá QPR, sem missti af fyrstu
þremur mánuðum keppnistímabils-
ins vegna hásinameiðsla, þarf lík-
lega að fara aftur á skurðarboðið
og verður þá væntanlega frá í sex
vikur.
■ FJÖLDA leikja var frestað um
helgina vegna frosta. Aðeins 11 af
92 deildarliðum á Englandi eru með
hitaleiðslur í völlum sínum: Arse-
nal, Spurs, Everton, Liverpool,
Leeds, Man. Utd., Man. City,
Blackburn Rovers, Derby, New-
castle og Bolton.
■ TONY Cottee hefur ekki staðið
undir væntingum í vetur og Ever-
ton er sagt tilbúið að láta hann fara.
■ GORDON Davies, hinn 36 ára
framheiji Wrexham, hefur ráðið
sem lpikmann og þjálfara norska
2. deildarliðsins Tornado og fór
þangað á mánudag. Hann snýr hins
vegar aftur til Englands á morgun
og leikur með Wrexham í tveimur
deildarleikjum, og aukaleiknum
gegn West Ham.
FELAGSLIF
Stuðningsklúbbur IA
Knattspyrnufélag ÍA hefur
ákveðið að stofna stuðningsmanna-
klúbb félagsins á stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Stofnfundur verður hald-
inn á Hótel Loftleiðum á morgun,
fimmtudag, kl. 20.30.
Herrakvöld FH
Herrakvöld FH verður í Kaplak
rika á föstudaginn og hefst kl. 20.
Þorramatur verður á boðstólnum.
Sala miða er hafín á staðnum.
KORFUKNATTLEIKUR / JAPISDEILDIN
Komnir í þægilega stöðu
- sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, eftir 16. sigur liðsins ívetur
ValurB.
Jónatansson
skrifar
„ÞETTA var mikilvægur sigur -
bilið breikkar og við erum
komnir í þægilega stöðu á
toppi B-riðils,“ sagði Jón Kr.
Gíslason, þjálfari og leikmaður
ÍBK, eftir sigur á Val í jönfum
leik að Hlíðarenda í gærkvöldi,
91:96. Þetta var 16. sigur Kefl-
víkinga í 17 leikjum og hafa
þeir nú 12 stiga forskot á
næsta lið í B-riðli.
Leikurinn var mjög jafn og
spennandi og bauð upp á góð
tilþrif á báða bóga. Keflvíkingar
byijuðu betur en
Valsmenn voru þó
aldrei langt undan
og er flautað var til
Ieikhlés var staðan
48:50 fyrir IBK.
Valsmenn náðu í fyrsta sinn að
komast yfir, 64:63, þegar sjö mínút-
ur voru liðnar af síðari hálfleik. Það
sem eftir lifði leiks var allt í járnum
og ekki mátti á milli sjá. Þegar ein
mínúta var eftir var staðan 89:91,
en Keflvíkingar sýndu ,þá sinn rétta
stryk er á reyndi og stóðu uppi sem
sigurvegarar, 91:96.
Keflvíkingar tóku það til bragðs
að setja mann á Franc Booker með
þeim árangri að hann gerði aðeins
tvær þriggja stiga körfur og þykir
það lítið á þeim bæ. Jonathan Bow,
sem gerði fjórar þriggja stiga körf-
ur og Jón Kr. GíslasOn voru bestu
leikmenn IBK. Guðjón var dijúgur
í lokin og gerði fjögur síðustu stig
liðsins og Sigurður Ingimundarson
átti ágæta spretti.
Hjá Val voru Magnús Matthías-
son og Franc Booker í sérflokki og
gerðu samtals 64 stig fýrir Val.
Tómas Holton gerði ágæta hluti og
eins Símon Ólafsson, sem lenti í
villuvandræðum strax í fyrri hálf-
leik. Meiri breidd vantar í liðið, ef
það ætlar að vera á meðal þeirra
allra bestu.
URSLIT
Hermann Hauksson lék mjög vel með KR-liðinu í gærkvöldi. Gerði 22 stig
og var með 100% skotanýtingu. L
Unga kynslóðin í
KR sá um Hólmara
KR átti ekki í minnstu vandræð-
um með Snæfell þegar liðin
mættust á Seltjarnarnesi í
gærkvöldi. Með ungu drengina
í farabroddi, þar af Hermann
Hauksson með 22 stig og
100% nýtingu, tókst þeim að
komast yfir hundrað stiga múr-
inn, 105:69.
Hólmurum tókst að halda í við
Vesturbæinga í byrjun en
þegar Tim Harvey fékk dæmda á
sig tæknivillu
Stefán snemma í leiknum
Stefánssön Og hvíldi, tóku KR-
skrifar ingar við sér, sér-
staklega þegar ungu
A-RIÐILL
Fj.leikja u T Stig Stig
UMFN 17 14 3 1606: 1358 28
KR 17 13 4 1560: 1365 26
UMFT 17 9 8 1553: 1529 18
SNÆFELL 17 3 14 1329: 1611 6
SKALLAGR. 17 3 14 1364: 1652 6
B-RIÐILL
Fj. leikja u T Stig Stig
ÍBK 17 16 1 1706: 1435 32
VALUR 17 10 7 1575: 1512 20
UMFG 17 7 10 1444: 1383 14
HAUKAR 16 7 9 1450: 1539 14
ÞÓR 16 2 14 1362: 1565 4
drengirnir keyrðu upp hraðann.
Þetta kom Snæfellingum í opna
skjöldu og þeir náðu aldrei almenni-
lega að rífa sig úr lægðinni.
Eftirleikurinn var auðveldur.
Gestirnir náðu aldrei að ógna sigrin-
um og þegar John Baer fór útaf
með aðra tæknivillu sína um miðjan
síðari hálfleik fyrir að hanga í
körfuhringnum breytti það engu,
krafturinn var sá sami og úrslitin
örugg.
Þetta voru auðhirt stig fyrir KR
en þeir sýndu þó góð tilþrif. Her-
mann Hauksson, Sigurður Jónsson,
Óskar Kristjánsson og Lárus Árna-
son voru sprækir og áttu góðan
leik. Ólafur Gottskálksson var af-
leitur upp við körfuhringinn en náði
oft að hemja Tim Harvey sem John
Baer átti í mesta basli með.
Snæfellingar verða að taka sig
verulega á og fá meiri mannskap
inn í liðið ef þeir ætla að hanga í
deildinni. Tim Harvey var allt í öllu
og heldur liðinu algerlega upp bæði
í vörn og sókn. Bárður Eyþórsson
átti góða kafla og Rúnari Guðjóns-
syni tókst að hitta sæmilega en
aðrir höfðu lítið erindi.
Valur-IBK 91:96
ípi'óttahúsið að Hlíðarenda, Islandsmótið i
körfuknattleiR - Japísdeildin, þriðjudaginn
28. janúar 1992.
Gangur li'iksins: 0:2, 8:12, 10:20, 23:25,
33:35, 41:49, 48:50, 48:54, 55:56, 64:63:
72:72, 80:77, 82:87, 89:91, 89:96, 91:96.
Stig Vals: Magnús Matthíasson 34, Franc
Booker 30, Tómas Holton 8, Svali Björg-
vinsson 8, Símon Ólafsson 6, Ragnar Jóns-
son 4.
Stig ÍBK: Jonathan Bow 29, Sigurður Ingi-
mundareon 24, Guðjón Skúlason 19, Jón
Kr. Gíslason 10, Albert Óskarsson 8, Nökkvi
Már Jónsson 4, Kristinn Friðriksson 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Otti
Ólafsson. Dæmdu eins sönnum dómurum
sæmir - vel.
Áhorfendur: Um 250.
KR - Snæfell 105:69
íþróttahúsið Seltjamarnesi, íslandsmótið í
körfuknattleik - Japísdeildin, þriðjudaginn
28. janúar 1992.
Gangur leiksins: 0:2, 7:7, 22:11, 26:15,
45:23, 51:28, 53:32, 66:41, 83:49, 96:62,
105:69.
Stig KR: John Baer 24, Hermann Hauks-^r
son 22, Mattías Einarsson 11, Sigurður
Jónsson 10, Óskar Kristjánsson 9, Haraldur
Kristinsson 8, Tómas Hermansson 7, Lárus
Árnason 7, Ólafur Gottskálksson 5, Guðni
Guðnason 2.
Stig Snæfells: Tim Harvey 26, Rúnar Ey-
þórsson 16, Bárður Eyþórsson 15, Jón
Bjarki Jónatansson 4, Sæþór Þorbergsson
3, Björgvin Ragnarsson 3, Þorgeir Snorra-
son 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Bergur
Steingrímsson voru alveg ágætir.
Áhorfendur: 140.
UMFT - Skallagr. 103:70
íþróttahúsið á Sauðárkróki, íslandsmótið 1__
körfuknattleik - Japísdeildin, þriðjudaginn
28. janúar 1992.
Gangur leiksins: 4:4, 12:10, 19:12, 22:22,
30:30, 41:35, 51:42, 58:42, 70:47, 78:53,
95:68, 103:70.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 30,
Pétur Guðmundsson 19, Ivan Jonas 12,
Einar Einarsson 10, Ingi Þór Rúnarsson
10, Björgvin Reynisson 8, Björn Sigtryggs-
son 7, Haraldur Leifsson 5, Hinrik Gunnais-
son 2.
Stig Skallagríms: Birgir Mikaelsson 21,
Maxím Kropasejv 17, Sigurður E. Þórólfs-
son 9, Þórður Jónsson 6, Þórður Helgason
6, Hafsteinn Þórisson 6, Gunnar Jónsson
3, Skúli Skúlason 2.
Dómarar: Helgi Bragason og Brynjar Þor-
steinsson. Dæmdu ágætlega.
Áhorfendur: Um 400.
Handknattleikur
Stjarnan-ÍBK 24:1S^
íþróttahús Garðabæjar, þriðjudaginn 28.
janúar 1992, íslandsmótið í handknattleik
- 1. deild kvenna.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephen-
sen 6/3, Harpa Magnúsdóttir 5, Herdis Sig-
urbergsdóttir 3, Margrét Vilhjálmsdóttir 3,
Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Sigrún Másdótt-
ir 2, Sif Gunnsteinsdóttir 1, Þuríður Hjartar-
dóttir 1.
Mörk ÍBK: Harpa Guðmundsdóttir 3, Þu-
ríður Reynisdóttir 3/3, Unnur Sigurðardótt-
ir 2, Ólafía Bragadóttir 2, Eva Sveinsdóttir
2, Brynja Thorsdóttir 1, Ingibjörg Þorvalds-
dóttir 1, Hajni Mezei 1/1.
Fyrri hálfleikur var mjög lélegur
hjá báðum liðum, mikið um
mistök og slakur varnarleikur.
Tindastólsmenn
tóku forystuna eftir
miðjan fyrri hálfleik
og héldu henni út
leikinn.
I síðari hálfleik komu heimamenn
sterkir til leiks og náðu fljótlega
Björn
Björnsson
skrifar frá
Sauðárkróki
Auðvelt hjá
Tindastóli
TINDASTÓLL átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím á
heimavelli sínum á Sauðárkróki. Lokatölur leiksins urðu 103:70,
eftir að staðan í hálfleik hafði verið 51:42.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
STJARNAN 13 11 2 0 274: 188 24
VÍKINGUR 12 11 1 0 302: 208 23
FRAM 12 9 1 2 236: 177 19
FH 12 8 0 4 270: 221 16
GRÓTTA 12 6 O 6 192: 226 12
ÍBK 13 5 0 8 239: 264 10
VALUR 11 4 1 6 194: 182 9
KR 12 3 2 7 204: 237 8
IBV 11 3 1 7 207: 229 7
HAUKAR 12 2 0 10 189: 242 4
ÁRMANN 12 0 0 12 194: 327 0
20 stig forystu og skiptu þá var-
mönnum sínum inná og sýndu þeir
ágætan leik, sérstaklega Björn Sig-
tryggsson og Ingi Þór Rúnarsson.
Annats var Valur Ingimundarson
besti maður vallarins og gerði sex
þriggja stiga körfur. Birgir Mikaels-
son og og Maxím Kropatsjev voru
bestu menn gestanna.
Þór - Vöisungur 29:17
íþróttahöllin á Akureyri, 2. deild karla.
Marknhæstir Þórsara: Jóhann Samúelsson
10, Ole Nielsen 8, Rúnar Sigtryggsson 5.
Markaha'stir Völsunga: Ásmundur Ani-
arsson 4, Skarphéðinn ívarsson 3.
NBA-DEILDIN:
Leikur á mánudag:
NewYork - Utah Jazz...........97:80
KNATTSPYRNA
Enska bikarkeppnin, 4. umfei-ð (mánudag):
Soutlmmpton - Man. United.......0:0
Áhorfendur: 19.506.
■Leiðin eigast við að nýju 5. febrúar, á
Old Trafford. Sigurliðið mætir Bolton í
umferð.
Leikir í gærkvöldi:
2. deild
Swindon - Oxford................2:1