Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 Þegar handritshöfundar þáttanna og hugmynda- smiðir frá upphafi, hjónin Bridget og Jerry Dobson,, ákváðu að kynna til sög- unnar nýja persónu — ekki bara í þættina, held- ur að því er sjónvarps- gagnrýnendur segja, til sögunnar í svokölluðum “sápuóper- um“ bandarískum' yfirleitt — fóru þau ótroðnar slóðir við sköpunina. Nokkuð sem þau hafa svo sem ver- ið þekkt fyrir að gera áður. Úr því varð persónan „Katarina" til; ung kona frá landsbyggðinni í Austur- Þýskalandi, með báða fæturna á jörðunni, vel menntuð, hreinskilin, strangheiðarleg og laus við alla til- gerð. Sem sé dálítið mikið frábrugð- in öðrum sögupersónum í Santa Barbara. Katarina er eini útlending- urinn í sápuóperum vestra sem stendur, en miðað við umfjöllun sem þessi persóna Dobson-hjónanna hefur fengið má ætla að þess verði ekki langt að bíða að fleiri „útlend- ingar“ bætist við. Og tlttnefnd Katarina er ástæðan fyrir því að Maria Ellingsen flutti til Los Angel- es. „Á sínum tíma kom þetta allt mjög snögglega til. Þegar Þjóðleik- húsið lokaði haustið 1990 skrapp ég til New York til að vinna við uppsetningu í gamla skólanum mín- um og einnig til að starfa með leik- hópi sem gamlir skólafélagar mínir þaðan höfðu stofnað. Ég var í sam- bandi við konu þarna sem er um- boðsmaður fyrir leikara og hún hvatti mig eindregið til að nota tím- ann vel og reyna fyrir mér. Sem var hægara sagt en gert nema hafa atvinnuleyfi. Það hafði ég ekki, en samkvæmt reglunni er ekki hægt að sækja um atvinnuleyfi nema hafa starf og ekki hægt að fá starf nema hafa atvinnuleyfi. Ekki Santa Barbara En áður en mér gafst tfmi til að hafa miklar áhyggjur af þessu, enda upptekin við spennandi verkefni í New York háskólanum, hringdi umboðskonan I mig og spurði hvort ég væri til í að fara í prufu fyrir sjónvarpsþátt — Santa Barbara. Eg hélt að ég yrði ekki eldri og sagði — ekki gera mér þetta, ekki Santa Barbara af öllum þáttum. En hún svaraði: „María mín, farðu og sjáðu hvernig svona prufur fara fram, þú þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af að fá hlutverkið." Eftir að hafa lesið lýsingu á hlut- verki Katarinu mætti María á sínum Skala-skóm, eins og hún orðar það, ómáluð með fléttu í hárinu og í kjól og lopapeysu og settist innan um fullt af stórglæsilegum ljós- hærðum konum í stuttum pilsum, háhæluðum skóm og með rauðan varalit. „Eftir að ég hafði litið í kringum mig þarna inni labbaði ég fram og athugaði hlutverkaiistann, því ég var viss um að það væri verið að prófa I hlutverk einhvers glæsi- kvendis líka. En svo var sem sé ekki og ég fór aftur inn í salinn og sagði við sjálfa mig: „María, það er ljóst að þú kannt ekki að klæða þig fyrir svona samkomur.““ Alls reyndu á þriðja hundrað leik- konur við þetta hlutverk og fóru prufurnar fram í Los Angeles og í New York, um þremur mánuðum áður en persóna Katarinu kom inn í þáttaröðina. í kjól og á háa hæla „Prufan fólst í þvi að leiklesa atriði þar sem Katarina þijóskast við tilraunum sonarins í Santa Bar- bara, Masons Capwell, til að breyta henni og hennar fatastíl. En hann var að reyna að koma henni úr sveitastúlkugallanum í kjól og á háa hæla. Yfírleitt er ég voðalega stressuð í leikprufum, en í þetta skiptið hafði ég bara gaman af þessu, var ekkert svo spennt fyrir mátulega alvarlega. Það virðist hafa virkað vel og ég var beðin um að koma aftur daginn eftir ásamt níu öðrum og þá var sama senan tekin upp á myndband. Meira var það nú ekki í bili og ég gleymdi þessu bara. Var á kafí í verkefninu í New York háskólanum Svipmyndir úr vinnunni við Santa Bar- Á stóru myndinni er María ásamt leikaranum Timothy Gibbs, sem leikur Dash, elskhuga Katarinu. Efst t.v. er María, ásamt Jed Allan (C.C. Capwell) í atriði úr einum af fyrstu þáttunum eftir að Katarina kom til sögunnar. Þar fyrir neðan er stund milli stríða í tökum og neðsta myndin er af Maríu og einum þeirra leikara sem hafa verið í þáttunum frá upphafi, A. Martinez (Cruz). Efst til hægri er mynd úr atriði með Gordon Thomson (Mason), sem íslenskir áhorfendur kannast kannski best við úr þáttunum Dynasty. Og loks mynd í „eldhús- inu“,annarri af sviðsmyndun- um tveimur sem voru smíðað- ar vegna Katarinu, þar sem María leikur á móti Juditli McConnel (Sophia). ■ Það er heljarinnar skóli að leika fyrir f raman sjónvarpsvélarnar dag eftir dag, en erfitt að sætfa sig við að allf sem maður gerir, bæði gott og slæmt, f er í útsendingu. * ■ Ég var alveg búin að fó nóg af því að búa í nýtískulegri íbúð með útsýni yfir þrjór bensínstöðvar. og vann fyrir mér á meðan með því að þrífa íbúðir og passa ketti.“ Leiklistarnám í New York María stundaði leiklistarnám í New York háskólanum og lauk þaðan prófi 1989. Eins og aðrir sem útskrifast úr háskóla í Bandaríkjun- ' um átti hún þá kost á að sækja um 7 mánaða atvinnuleyfi en ákvað að sleppa því og snúa heim aftur. „Ég var komin með heimþrá eftir fjög- urra ára fjarveru og var innst inni orðin leið á Bandaríkjunum í bíli. Svo var ég llka trúlofuð á íslandi og lá meira á að fara heim en að vera ytra,“ segir María og sér ekki eftir þeirri ákvörðun því þegar heim kom tók við viðburðaríkur tími fyr- ir hana I leiklistinni. í þjóðleikhúsinu lék hún m.a. ( leikriti Þorvarðar Helgasonar, Ef ég væri þú, sem Andrés Sigurvins- son leikstýrði, í Háskalegum kynn- um eftir Christopher Hampton í leikstjóm Benedikts Árnasonar, Óvitum Guðrúnar Helgadóttur I leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, Ofviðrinu eftir Shakespeare sem Þórhallur Sigurðsson leikstýrði og I Endurbyggingunni eftir Havel, I leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Á somu tveimur árum lék hún I kvikmyndunum Foxtrott eftir hand- riti Sveinbjörns I. Baldvinssonar, sem Karl Óskarsson og Jón Tryggv- ason stýrðu, Magnúsi eftir Þráin Bertelsson og sjónvarpsóperunni Vikivaka. Auk þess kom hún á fót leikhópnum Annað svið, fékk gam- alreyndan kennara og leikstjóra frá New York, Kevin Kuhlke, til að setja upp sýningu á leikriti Sam Shephards, Sjúk I ást, og lék þar á móti Valdimar Flygenring, Róberti Arnfínnssyni og Eggert Þorleifs- syni. „Á þessum tíma vann ég líka við útvarpsþátt, kennsiu og leikstjórn og þurfti ekki að kvarta yfir verk- efnaskorti," segir María. En þremur árum eftir heimkomuna var hún lögð af stað með ferðatöskur á leið aftur til Bandaríkjanna. Vildi læra meira í lcikstjórn „Það var ýmislegt sem stuðlaði að því. Ég flýtti mér svo mikið heim frá New York á sínum tíma, að mér fannst ég hafa sleppt ýmsu eins og t.d. tækifæri til að læra meira í leikstjórn og kennslu, sem er eínmitt ríkur þáttur I starfí leik- ara á íslandi. Við lokun Þjóðleik- hússins sá ég fram á verkeínalítinn vetur svo mér fannst upplagt að fara til New York aftur og nota tímann til að læra,“ segir María. Og það gerði hún, þótt mál þró- uðust á dálítið annan veg en ætlun- in var í upphafi. Daginn fyrir frum- sýningu á leikritinu I skólanum, tveimur mánuðum eftir að María mætti í prufuna fyrrnefndu, var hringt frá Los Angeles og hún beð- in að koma þangað í lokaprufu fyr- ir hlutverkið. En þá var enginn hundrað kvenna hópur, hejdur voru fjórar leikkonur kallaðar til I lokaprufu. Samningur í farangrinum „Ég mætti þarna og byrjaði á að spjalla heilmikið við danska stelpu sem ég var eiginlega viss um að myndi fá hlutverkið, fannst hún alveg kjörin I það. í lokaprufunni var sama senan notuð og I fyrri skiptin og nú leikin fyrir framan sjónvarpsvélar á móti raunverulega leikaranum út þáttunum, Gordon Thomson. Svo sagði maður bara takk fyrir, kvaddi og fór aftur til New York — með samning I far- angrinum að vísu, en litlar áhyggjur yfír því að hann yrði notaður," seg- ir María. Sá háttur er hafður á að gengið er frá samningi við alla sem koma í lokaprufuna, til að tryggja það að sú sem á endanum er valin geti ekki hætt við I millitíðinni. „Mér fannst dálítið óraunverulegt að sitja yfir samningum, ræða laun og sam- ingstíma án þess að vita hvort ég fengi hlutverkið og án þess að vera yfirleitt komin með atvinnuleyfi. Sem betur fer hafði ég rænu á því að fallast ekki á samning tii þriggja ára, ef svo ólíklega vildi til að ég fengi vinnuna. Þijú ár fannst mér heil eilífð og ég sagðist ekki treysta mér til að gera samning nema helst upp á eitt ár svo við fórum milliveg- inn og sömdum til tveggja ára.“ María, þú ert biluð Og þegar ég kom aftur til New York og Bagði umboðskonunni hvernig hefði gengið horfði hún á mig stórum augum og sagði: „Mar- ía þú ert biluð, þú hefur kannski ekki frétt að það hefur aldrei verið meira atvinnuleysi I leikarastéttinni en núna og það er 40% samdráttur I framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Ef sjónvarpsstöð vill gera þriggja ára samning þá skrifar fólk undir og segir ekki orð.“ „En,“ segir María og brosir, „hún veit náttúrlega ekki hvað það er að vera íslendingur. Maður getur ekki skrif- að upp á útlegð I mörg ár.“ En svo fór sem fór og fljótlega var samningurinn I fullu gildi, Mar- ía komin með atvinnuleyfi og flutt til Los Angeies. „Mér fannst það koma dálítið vel á vondan að fá hlutverkið, svona I ljósi þess að ég hef ósjaldan fundið hjá mér þörf til að tjá mig um ómerkilegheit banda- rísks sjónvarpBefnis. Og þá sér- staklega sápuópera,“ segir María og hiær. „En ég hugsaði sem svo að þetta yrði góður skóli og þarna fengi ég að gera hluti sem ég ætti ekki möguleika á að kynnast á íslandi. Og með því hugarfari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.