Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 ÆSIiUMYNDIN... ERAFFRÍÐUÁ. SIGURÐARDÓTTUR, RITHÖFUNDI ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Héhaðfólk fæddistlæst Ung að árum byrjaði hún að skrifa og hélt reyndar um tíma að fólk fæddist læst. En hún var „í felum“ lengi, eins og hún orðar það, og byi*jaði seint að gefa út sín verk. En eins og einn frændinn sagði: „Þá held ég að hún hafi alltaf verið ákveðin í því að gerast rithöfundur og ég held að allt henn- ar nám hafi miðað að því.“ Fríða Á. Sigurðardóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár fyrir bók sína „Með- an nóttin líður“. Fríða fæddist á Hesteyri í Jökulfjörðum þann 11. desember 1940 og ólst þar upp til fimm ára aldurs, en flutti þá ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Eftir landspróf, lá leið hennar í Mennta- skólann á Laugarvatni, þar sem hún var í tvo vetur, en las síðan utan- skóla til stúdentsprófs. Hún er menntaður bókasafnsfræðingur frá HÍ og tók síðar cand. mag. próf í íslenskum fræðum 1978. Fríða ólst upp í stórri fjölskyldu, en hún er næstyngst þrettán systkina. „Þó segja megi að oft hafi verið þröngt í búi, fannst mér mjög gaman að fá að alast upp í svo stórri fjöl- skyldu og mikil gæfa því samfara. Eitt af því sem ég hataði hvað mest var fjandans uppþvotturinn, en mamma var dugleg við að láta okkur stelpurnar vaska upp. Einu sinni komst ég yfir blað, þar sem kostir uppþvottavéla voru tíundaðir, og ég hét því þá að uppþvottavél skyldi verða minn framtíðardraum- ur. Og sá draumur minn rættist skömmu fyrir fimmtugsaldurinn," segir Fríða. „Fríða er bara Fríða, hlý og indæl," segir yngsta systirin Guðný, sem búsett er á Skagaströnd. „Við lékum okkur eins og önnur börn, þó lítið saman þar sem að fjögurra ára aldursmunur var á milli okkar. En við höfðum báðar sérstaklega gaman af lestri enda var mikið til af bókum heima. Fríða var snemma ábyrgðarfull og hélt gjarnan yfir mér verndarhendi ef eitthvað bját- aði á. Ég .held hún hafi kannski tekið lífið mun hátíðlegar heldur en ég,“ segir Guðný. „Fríða var svo stór þegar ég var lítill og þó ekki hafi munað nema fimm árum á okkur, er það heilmik- ill aldursmunur á þessum árum. Þegar ég var krakki var Fríða bara stóra frænka sem var svo ofsalega klár, en Fríða var líka bráðskemmti- leg og mikið fjör í kringum hana. Hún var hrókur alls fagnaðar, fé- lagslynd og lék m.a. í leikritum á menntaskólaárunum eftir því sem ég best man. Þegar ég fór í mennta- skólann, varð Fríða uppáhalds- frænkan mín í bænum og þá fórum við að verða meiri ,jafnaldrar“ en áður,“ segir Guðni Kolbeinsson, systursonur Fríðu. Fríðu gekk vel í skóla og á sínum menntaskólaárum, var hún m.a. í miklu uppáhaldi hjá Þórði Krist- leifssyni, þýskukennara. Og þegar Fríða kom til þess að taka stúdents- prófið sitt í þýsku, varð þýskukenn- aranum á orði: „Sé ég sólina.“ „Þeg- ar ég kom svo nokkru seinna í menntaskólann hélt þessi sami Þórður ákaflega mikið upp á mig í fyrstu úr því hann vissi að ég var frændi Fríðu. En fijótlega kom í ljós að ég var ekki verðugur arftaki frænku minnar í þýskunáminu svo að hrifning kennarans fór dvínandi með hverjum tímanum sem leið,“ segir Guðni Koibeinsson. GEYSISHÚSIÐ í UPPRUNALEGT HORF Frá því var greint í frétt Mogunblaðs- ins hinn 22. janúar síðastliðinn að Reykjavíkurborg hyggðist kaupa verslunarhúsnæði Geysis á horni Aðalstrætis og Vestur- götu. Ætlunin er að reka þar margþætta upplýsinga- og kynningarstarf semi, en verslunin verður lögð niður í núverandi mynd í vor eða sumar. í frétt Morgunblaðsins segir ennfremur að ætlunin sé að breyta húsinu í upp- runalegt horf, en svo skemmtilega vill til, að í myndasafni Ólafs K. Magnússonar fundust myndir af hús- inu í upprunalegri mynd, þegar Ing- ólfs Apótek var þar til húsa. Mynd- irnar eru teknar fyrir 1955, en það ár var útliti hússins breytt, er versl- unin Geysir flutti í húsið. Þá voru gluggar á jarðhæð stækkaðir og lok- að fyrir miðglugga á efri hæð. Stóru búðargluggarnir verða hins vegar óþarfir með hinu nýja hlutverki húss- ins og því þykir rétt að breyta því í upprunalegt horf. Geysir hóf starfsemi árið 1919 eð£ fyrir rúmum 72 árum og var fyrst til húsa í Hafnarstræti 1, sem raunar sést á einni myndinni. Síðan flutti verslunin í áðumefnt hús og mun það vera það húsnæði í borg- inni, þar sem verslun hefur lengst verið rekin samfleytt. Tvær myndanna í safninu að þessu sinni eru af þessu húsi, frá mismunandi sjónarhomi, en þriðja myndin er tekin um svipað leyti á horni Aðalstræt- is, Kirkjustrætis og Túngötu, en húsið sem við blasir til hægri, Uppsalir, er nú horfið og Dillonshús, sem sést ofar í göt- unni er komið upp á Árbæjarsafn. Þær raddir hafa heyrst að nær hefði verið að láta Dillonshús standa þar sem það var og reka þar kaffihús og eins hafa margir furðað sig á hvers vegna Uppsalir, sem að margra dómi var eitt fallegasta húsið í mið- bænum, var rifið, en ekki varðveitt. Áformað er að færa verslunarhús Geysis í upprunalegt horf, eins og það er á þessari mynd, sem var tekin áður en Geysir flutti starf- semi sína í það. SVEITIN MÍN ER... SKAMMBEINSSTAÐIR Á HOLTUM Sltammbeinsstaðir í Holtum Helga Pétursdóttir „Fjallahringurinn sem sést frá Skammbeinsstöðum er stór- kostlega fallegur og hefur mikið aðdráttarafl fyrir mig,“ segir Helga Pétursdóttir húsmóðir í Reykjavík. „Mörgum finnst Holtahreppur ekki sérlega fal- leg sveit en mér finnst hún vina- leg og ég saknaði hennar mikið þegar ég fór þaðan um tvítugt i byrjun stríðs. Þegar ég fæddist, á Skamm- beinsstöðum árið 1917, yngst tíu systkina, var tvíbýlt þar. Auk foreldra minna, Péturs Jónssonar og Guðnýjar Kristjánsdóttur, þjuggu þá á Skammbeinsstöðum Guðríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Jakobsson og átta böm þeirra. Það var mikið fjör hjá okk- ur krökkunum á kvöldin þegar frí var frá vinnu. Gestagangur var ævinlega mikill á Skammbeins- stöðum, ekki dró það úr að mamma átti pijónavél og pijónaði fyrir hálfa sveitina. Sóknarkirkjur í Holtunum eru Hagi og Marteinstunga, sem var okkar kirkja. Kirkjusókn var mikil þegar ég var að alast upp, enda fólkið margt á bæjunum. Á mínu heimili fóm allir til kirkju þegar messað var, enda var pabbi með- hjálpari og forsöngvari. Við geng- um yfirleitt til kirkju uppábúin með skóna okkar í poka. Eg á óskap- Iega góðar minningar frá þessum ferðum og öðm því sem gerðist á uppvaxtarámm mínum. Nú er ekki lengur föst byggð í eystri bænum á Skammbeinsstöð- um, þar sem við bjuggum, en vest- ari bærinn er eun í byggð. Fólkinu í Holtahreppi hefur fækkað svo mikið að mér finnst ömurlegt til þess að vita hve fátt er orðið eftir á þeim bæjum sem enn eru þar í ábúð.“ ÞANNIG . .. GRENNA GEIR GUÐMUNDSSON ÓG SFEINN V. ÓLAFSSONSIG Línurit í matsalnum Aðferðirnar sem fólk notar til að ná af sér aukakilóum eru jafn misjafnar og árangur þeirra. Aðferðin sem hér segir af er lík- lega ein af þeim snjöllustu en þar var fléttað saman hefbundnum aðferðum og nýjungum innan megrunar„fræðanna“. Auk lík- amsæfinga og aðgæslu í matar- æði settu þeir Geir Guðmundsson og Sveinn Ólafsson verkfræðing- ar hjá VKS hf. upp línurit í mat- sal vinnustaðarins þar sem allir sem áhuga höfðu á gátu fylgst með framförunum. etta hófst fyrir um ári þegar við Sveinn horfðumst loks í augu við það að við værum orðnir full sverir um okkur," segir Geir. „Við settum í gang áætlun sem fólst í því léttast um 100 grömm á dag eða sem svarar 800 hitaeining- um. Við fórum að hreyfa okkur meira, fórum m.a. í þolfimi hjá V/orld Class og þegar hægt var hjól- aði ég í vinnuna en Sveinn stundaði sund. Okkur fór strax að iíða betur þegar við hreyfðum okkur meira og þá minnkaði matarlystin. Hversu undarlega sem það hljómar er það engu að síður vanalegt. Við hreyf- inguna komast þeir þættir í rétt horf sem stjórna matarlystinni. Til að halda okkur við efnið sett- um við svo upp línurit í mötuneytinu þar sem við skráðum samviskusam- lega þyngd okkar. Það var stuðning- ur að því að lögð er áhersla á hollan mat í mötuneytinu og VKS hf. styrkir starfsmenn sína til heilsu- ræktar. Það kom því aldrei til greina að leita á náðir einhverra töfra- lyfja.“ Sveinn segir megi-unina hafa gengið mjög vel framan af, á sjö mánuðum léttist hann um 9 kíló, úr 91 kíló niður í 82 og Geir léttist um 20 kíló, úr 106 kílóum niður í 86. „Markmiðið er ekki að léttast sem hraðast heldur varanlega og jafnt og þétt. Við höfum hins vegar staðið í stað frá því í október og fínnst kominn tími til að grípa til frekari aðgerða. Við ætlum að huga að mataræðinu og æfa stífar, það er líkamsræktin sem hefur haft úr- slitaáhrif í megruninni. Hún hefur í för með sér betri líðan, minna stress, aukinn styrk og þol og mað- ur er allur hressari. Hvað línuritið varðar er það enn í gangi, nú hefur þriðji maðurinn bæst í hópinn og upp á vegg er komið nýtt línurit en það er fyrir þá sem ætla að þyngja sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.