Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 „Ég á ekki Eskifjörð, þó ég veiti hluta fólksins hér atvinnu." til sín nokkra samkennara sína. Mönnum leist ekki meira en svo á áhöfnina og kölluðu bátinn „Jón skólaskip“ en útgerðarmaðurinn Aðalsteinn hafði engar áhyggjur af fengsæld áhafnarinnar, jafnvel þó hvorki hafi gengið né rekið í fyrstu. Ástæðan reyndist vera vit- laus nót. „Mér datt ekki í hug að skipta mér af því sem skipstjórinn gerði, fannst að hann ætti að ráða á sínu skipi. Þegar skipt hafði verið um nót, mokaði Þorsteinn upp síld- inni og brátt festist nafnið „Jón sífulli“ við bátinn. Jón Kjartansson, sem þá var forstjóri ÁTVR og mik- ill húmoristi, hringdi eitt sinn í mig og heimtaði hlut í bátnum þar sem hann væri búinn að koma á sig svo miklu órorði, það væri alltaf verið að tala um að Jón væri að koma fullur heim.“ Um 1950, á meðan Aðalsteinn starfaði ennþá í frystihúsinu, kom hann upp neti síldarsöltunarstöðva á Austurlandi, fyrstur manna í þeim landshluta. Síldin, sem hafði aðal- lega verið fyrir Norðurlandi, fór að færa sig austur og þegar „Jón sí- fulli“ kom drekkhlaðinn að landi var því allt til reiðu við söltunina. Athafnaþráin og bjartsýnin var mikil á þessum árum. „Ég réði ekk- ert við mig, þó ég hefði viljað fara hægar í sakirnar. Mérfinnst gaman að atast í hlutunum og hef lítið breyst hvað það varðar. Hér áður fyrr var ég óhemjuduglegur, ég var beykir, ræsari, verkstjóri, gætti tal- Aðalsteinn Jónsson, „Alli ríki“ hélt upp á sjötugsafmæli sitt í vikunni en gaf sér þó tíma til að spjalla um happa- fleytur, ráðmenn, bridsinn, börnin og gildi peninga eftir Urði Gunnarsdóttur/ Myndir: Rognar Axelsson LYGN Eskifjörðurinn er í litlu samræmi við vindstigin sjö rétt fyrir utan fjarðarmynnið. Það er bræla á miðunum og skipstjórarnir iða í skinninu að komast í loðnutorfurnar. í bænum situr Aðalsteinn Jóns- son framkvæmdastjóri með síma í hendi og heyrir hljóðið í sínum mönnum á sjó og landi. Segir elskan mín og hvernig gengur, laumar út úr sér einhverju spaklegu og skellihlær. En á fimmtudaginn var, lagði hann frá sér simann lungann úr deginum og hélt upp á sjötugs- afmæli sitt með pomp og prakt, bauð öllum bæjarbúum til veislu. Aðalsteinn er Eskfirðingur, fæddur í Eskifjarðar- Seli 30. janúar 1922, sonur hjónanna Jóns Kjartanssonar og Guð- rúnar Þorkelsdóttur. Faðir hans lést, þegar Aðalsteinn var aðeins sex ára, næstyngstur sex systkina. Eins og nærri má geta var brauðstritið erfítt ekkju með svo stóran barnahóp og Aðal- steinn er alinn upp í sárustu fá- tækt. Það segir hann hafa haft mikil áhrif á sig síðar meir. „Þegar ég fór að vinna mér inn pening, varð ég ósjálfrátt ákaflega spar- sarttur enda gerði ég mér fulla grein fyrir gildi peninga og vissi hversu mikið þurfti fyrir þeim að hafa.“ Aðalsteinn fór snemma í vist í sveit og á fyrstu vertíðina 16 ára gamall á Norðfírði. Heldur gengu sjóferðirnar brösuglega því hann var svo sjóveikur að hann gafst upp á sjómannsstarfinu og gerðist land- maður. Vertíðarvinnan reyndist þó ekki þau uppgrip sem hann hugði, því uppskeran að loknum fímm mánuðum reyndist vera 35 krónur. Árið eftir fór hann á vertíð í Sand- gerði og var þar fjórar vertíðar til viðbótar. „Við fengum 1.000-2.000 krónur fyrir hverja vertíð og þar sem ég var svo sparsamur, lagði ég allan peninginn fyrir. Eftir fímm ár hafði ég því eignast um 10.000 krónur sem var allnokkur peningur og fyrir hann keypti ég mér hlut í bát. Ég hafði brennandi áhuga á því, þar sem þá ætti ég ekki afkomu mína undir öðrum en sjálfum mér. Slegist var um pláss á bát og ég hafði margsinnis séð að þeir sem áttu hlut voru teknir fram fyrir aðra, jafnvel þó þeir sem ekkert áttu plássið væru mun vanari.“ Ertu enn sparsamur? „Nei, biddu fyrir þér, ég veit ekki hvað það er. Nú getur maður veitt sér það sem hugurinn girnist. En ég vil heldur ekki segja að ég hafi borist á og það kann að helgast af bakgrunni mínum. Það er lærdómsríkt að lifa tvenna tíma.“ Ólíkir bræður í félagi við fjórða mann keypti Aðalsteinn 55 tonna eikarbát sem skírður var Björg. Þetta var vorið 1946. Ári síðar var Aðalsteinn hins vegar ráðinn verkstjóri í nýstofnað hraðfrystihús þeirra Eskfirðinga. Hann lærði til verkstjórnar í Hafn- arfírði um veturinn og kynntist þar konuefni sínu, Guðlaugu Stefáns- dóttur frá Ólafsfirði, en hún var þá ráðskona á bát frá Ólafsfirði. Rekstur frystihússins gekk ekki sem skyldi. Aðalsteinn starfaði sem verkstjóri allt fram til ársins 1955, en þá sagði hann upp störfum. Hafði heyrt það utan að sér að til stæði að segja honum upp og vildi því vera fyrri til. Árið eftir keypti hann svo bát ásamt bróður sínum Kristni, bát sem reyndist hin mesta happafleytá. „Við vorum ólíkir bræðurnir en samrýmdir. Ég fullur bjartsýni og athafnaþrár, hann vildi fara varlegar. En við bættum hvorn annan upp held ég.“ Ekki gekk þrautalaust að verða sér úti um leyfí til að smíða bát. „Okkur var sagt að við værum of seinir að sækja^ um leyfið, að það þýddi ekkert. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að affarasælast sé að fara á fund þeirra manna sem ég ætla að eiga einhver viðskipti við í stað þess að standa í eilífum bréfaskriftum, sem ætla allt að kaffæra. Landlegudag einn gekk ég því á fund hinna háu herra í stjórnarráðinu og endaði á forsætis- ráðherra, Ólafi Thors. Hann sagðist ekkert mega vera að því að tala við mig. „Þá kem ég bara á morg- un,“ sagði ég. „Heyrðu, við skulum taka j)etta standandi," segir hann þá. Ég rakti fyrir honum mála- vöxtu, sagðist vera búinn að leggja inn umsókn fyrir smíði báts en hann sagðist ekkert geta gert fyrir mig. „Ég reiknaði ekki með því,“ sagði ég. „Til hvers komstu þá?“ segir Ólafur. „Ég kom til að biðja þig að vera ekki á móti þessu, ég er búinn að tala við hina ráðherrana og þeir eru því fylgjandi að ég fái leyfið. „Ég skal verða síðasti maður að standa á móti því,“ svarar Ólaf- ur að bragði og bauð mér vindil, sem ég afþakkaði og þar með var viðtalinu lokið. Leyfið fékk ég skömmú síðar." Jón sífulli Um haustið 1957 kom báturinn til landsins, 67 tonna eikarbátur búinn nýjustu siglingartækjum, sem bræðurnir skírðu í höfuðið á föður sínum, Jóni Kjartanssyni. Að afloknu fyrsta árinu stóðu þeir bræður uppi skipstjóralausir og leit- uðu víða að góðum manni. „Mér hafði verið bent á ungan kennara úr Garðinum, Þorstein Gíslason. Ég vissi það eitt um manninn að að hann hafði verið stýrimaður hjá bróður sínum Eggerti Gíslasyni og að hann væri vel ættaður. Ég hef ekki skrifað mörg bréf um ævina en það sem ég hripaði Þorsteini er án efa það sem hefur skilað mér mestu. Þorsteinn, sem hafði enga reynslu af skipstjórn, þáði boðið og það var mikið happ. Hann er engum öðrum líkur að dugnaði og reglu- semi og svo er hann þægilegur í umgengni. Það stenst ekkert svona dugnað eins og hans, menn á borð við hann skara alltaf fram úr.“ -Trúir þú þá ekki á að yfir sumum mönnum sé sérstakt lán, svo sem frægum aflaklóm? „Það kann vel að vera en dugnaðurinn ræður miklu, menn eru ekki alltaf heppn- ir.“ Þegar leið að því að vertíð hæf- ist, var Þorsteini falið að hóa saman áhöfn en þar sem flestir vanir síld- veiðimenn voru þegar búnir að fá pláss, varð það úr að Þorsteinn réði stöðvarinnar og var framkvæmda- stjóri, allt á sama tíma. Þegar mest var að gera svaf ég ekki nema þrjá tíma á nóttu, gat ekki sofíð leng- ur.“ Hann er árrisull maður en legg- ur sig eftir hádegið. Þeir sem til hans þekkja gæta þess að trufla Aðalstein ekki á meðan hádegis- lúrnum varir, Guðlaug kona hans laumar því að, að hann sé geðillur þegar hann vakni. Annars sé skap- ið gott. Gengi uppávið .Hvernig gekk þér að fá fyrir- greiðslu í bönkunum, ungum og félitlum? Aðalsteinn svarar litlu í fyrstu, segir það hafa gengið vel eftir að gengi fyrirtækjanna fór batnandi en þegar spurningin er ítrekuð segir hann sem svo: „Út- gerðarmenn segja ekki eitt ljótt orð um bankastjóra fyrr en þeir eru dauðir,“ og þar við situr. Á þeim rúmu 35 árum sem liðin eru frá því að Aðalsteinn keypti sér hlut í fyrsta bátnum, hafa eignir hans aukist jafnt ogþétt. Árið 1960 keyptu þeir bræður meirihluta í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, fimm árum eftir að verkstjórinn ungi hafði sagt upp störfum. Kaupin gengu ekki átakalaust fyrir sig en með tímanum hægðist um hjá hin- um hluthöfunum í félaginu. Aðal- steinn hefur verið framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins í rúm 30 ár. Meðal eigna þess má telja skut- togann Hólmatind, loðnuskipin Hólmaborg, Jón Kjartansson og Guðrúnu Þorkelsdóttur og loðnu- bræðslu, sem er hin stærsta á land- inu. Þá á Aðalsteinn, í félagi við Kaupfélag Héraðsbúa, útgerðarfyr- irtækið Hólma, sem gerir út skut- togarann Hólmanes. Aðalsteinn er því atvinnurekandi um 250-300 manna á Eskifirði. Honum hefur haldist vel á starfsfólki, margir samstarfsmanna hans hafa starfað í fyrirtækinu í áratugi og hann seg- ir starfsfólkið duglegt, það skili sér í gæðum framleiðslunnar, en hróður hennar hefur borist víða. Aðalsteinn segir gengi fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.