Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992
Hermitage-safnið í
St. Pétursborg —
eitt mikilvægasta
listasafn veraldar.
MYNDLIST///vab verbur um myndlistararfinnf
Breytingar í austurvegi
Þær breytingar sem orðið hafa í löndum hinna fyrrum Sovétríkja
á síðustu tveimur árum og eru enn að gerjast hafa haft gifurleg
áhrif á alla þá heimsmynd, sem blasir við mannkyninu. Mörg vanda-
mál eru þó enn óleyst, og tímabundið munu hinar nýfrjálsu þjóð-
ir þurfa mikla aðstoð erlendis frá við að koma undir sig fótunum.
í þessu sambandi hefur mest verið talað um kjarnorkuvopn, tækn-
iaðstoð, matvælagjafir og viðskiptasambönd; en það eru einnig
ýmsar blikur á lofti á sviði menningarmála, og skulu hér nefnt tvö
dæmi.
eftir Eirík
Þorlóksson
Þegar er tekið að bera talsvert
á auknu framboði af myndlist
frá þessu svæði á myndlistarmörk-
uðum Vesturlanda. I sumum tilvik-
um kann þetta að eiga sér eðlilegar
■■■■■■■■■■■ orsakir, svo sem
að einkaaðilar séu
að selja erfðagripi
til að afla sér er-
lends gjaldeyris
o.s.frv. Þó leikur
enginn vafi á, að
umtalsverður hluti
af þessum mynd-
verkum er stolinn
fengur, sem smyglað hefur verið
úr landi af skipuiögðum glæpahóp-
um, sem ætla sér að maka krókinn
á hinum vestræna markaði. Eftir
fréttum að dæma virðist þetta auð-
velt viðfangsefni um þessar mund-
ir, þar sem iögregluvald, öryggis-
gæsla og minjavemd er í molum á
stómm svæðum í hinum nýju ríkj-
um. Þetta er því kjörinn athafnatími
fyrir framtakssama stigamenn, sem
geta komið þessum munum á mark-
að á Vesturlöndum, þar sem kaup-
endur virðast ekki hafa miklar
áhyggjur af því hvemig þessir
listmunir komust í þeirra hendur.
Þessari vá er ekki hægt að vísa
frá sem einkamáli viðkomandi
þjóða, því hér er í mörgum tilvikum
verið að fjalla um hluti, sem í raun
tilheyra sameiginlegum menningar-
arfi alls mannkyns. Á þessu sviði
veitti hinum nýju lýðveldum ekki
af eins konar þróunaraðstoð, þar
sem Vesturlandabúar gerðu sitt til
að tryggja að þessar þjóðir nái að
halda í sinn menningararf. Þetta
má gera með tækniráðgjöf af ýmsu
tagi, en mikilvægast yrði eflaust
að reyna að koma í veg fyrir óhefta
sölu listaverka frá þessum löndum
á mörkuðum Vesturlanda; þar
þyrfti að koma til mikil samvinna
lögregluyfirvalda, tollgæslu, lista-
safna og listaverkasala. Slíkt er
mögulegt, ef listunnendur fyrir
vestan kunna sér hóf.
En ólöglegur útflutningur list-
muna er ekki eina hættan sem steðj-
ar að myndlistinni í þessum nýju
lýðveldum. Staða listamanna hefur
gjörbreyst til hins verra, þar sem
nú hefur myndast eins konar tóma-
rúm, þar sem áður var forsjá ríkis-
ins varðandi menntun, verkefni,
vinnuaðstöðu og efnisöflun; sú
staða á eflaust eftir að versna enn
áður en listamenn fá aftur svipuð
tækifæri og starfsbræður þeirra á
Vesturlöndum.
í Sovétríkjunum var að finna
nokkur afar merk listasöfn (sem
voru að miklu leyti arfur frá keis-
aratímanum), sem valdhafar settu
síðan metnað sinn í að standa vel
að. í þessum söfnum, einkum
Pushkin-safninu í Moskvu og
Hermitage-safninu i St. Péturs-
borg, er að finna dýrgripi sem
snerta mikilvæga þætti allrar lista-
sögunnar. Hermitage-safnið er va-
falítið eitt mikilvægasta listasafn
veraldar; þar er að finna meira en
þijár milljónir safngripa, sem eru
geymdir í yfir þijú hundruð og
fimmtíu sýningarsöíum í fimm stór-
um byggingum. Meðal merkra hluta
í safninu má nefna eitt stærsta
myntsafn í heimi, stórfengleg verk
úr gulli og marmara frá tímum
Skíða, Forn-Grikkja og Rómveija,
og loks lykilverk í vestrænni lista-
sögu eftir Leonardo da Vinci, Rafa-
el, Rembrandt, Van Gogh og Mat-
isse, svo fátt eitt sé talið.
Eins og við mátti búast vegna
staðsetningar þess hefur Rússneska
sambandslýðveldið tekið að sér yfir-
stjórn Hermitage-safnsins, en virð-
ist ekki enn hafa markað ákveðna
stefnu um framtíð þess. Nú berast
hins vegar einnig fréttir um að
önnur hinna nýju lýðvelda hafi uppi
kröfur um að fá til sín ýmsa dýr-
gripi úr safninu, og er það m.a.
gert á grundvelli þjóðmenningar,
trúarsögu og fornleifafunda. íslend-
ingar ættu að skilja að það er hinum
nýfijálsu þjóðum mikilvægt að fá
sinn menningararf heim, og því er
réttlætismál að þessum kröfum
verði sinnt á heiðarlegan hátt; þar
með er sjálfgefið að þetta mikla
safn á eftir að rýrna nokkuð á kom-
andi árum.
Fólk á Vesturlöndum þarf að
fýlgjast vel með þróun mála á þessu
sviði á næstunni, og vera tilbúið
að veita alla þá aðstoð sem sem
hin nýfijálsu lýðveldi þurfa á menn-
ingarsviðinu ekki síður en á öðrum
sviðum. Þau þurfa t.d. að koma upp
nútímalegum listasöfnum, sem eru
þess umkomin að varðveita menn-
ingararfinn, rannsaka hann og
kynna fyrir safngestum, og allt slíkt
kostar fé, sem ekki er mikið um í
þessum -iöndum nú um stundir.
Frelsi þjóða snýst nefnilega ekki
aðeins um verslun og viðskipti,
hagnað og eignasöfnun, heldur ekki
síður um menningarlegt sjálfstæði,
og því er fátt mikilvægara en að
listalíf hinna nýfijálsu þjóða nái að
skjóta rótum á traustum grunni.
Þetta vill oft gleymast í allri stjórn-
mála- og efnahagsumræðunni, og
því er vert að minna ráðamenn á
það.
DJASS/Erfortíbarfíknin endalausf
Ungmennin
fomaldarfrægu
í UMSÖGN um disk Tough Young Tenors: Alone Together (Antil-
les/Skífan), sagði gagnrýnandi nokkur. „Ungir eru þeir já, en töff
— nei.“ Þetta má til sanns vegar færa, enda er safnið komið frá
einhverjum markaðshestinum, en djassinn, jafnt sem klassíkin, er
markaðssettur eins og popp um þessar mundir. Það eru þeir mið-
aldra sem eru töff í djassinum núna.
Píanistinn ágæti, James Will-
iams, sem hingað kom með
Djass-sendiboðum Art Blakeys er
þeir léku í Austurbæjarbíói, sagði
nýlega í viðtali við „Down beat“,
■■■■■■■■■■i að til að eiga
„séns“ á almenni-
legri markaðs-
setningu í Banda-
ríkjunum yrðu
menn að vera
undir þrítugu eða
yfir sjötugt. Það
er dálítið til í
þessu og helgast
ekki síst af diskakaupendunum.
Flestir eru þeir ungir að árum og
vilja stjörnur á líku reki. Allt upp-
hófst þetta æskuæði með Marsalis-
bræðrunum, en nú eru þeir virðu-
legu djassarar að nálgast þrítugt.
Þeir leituðu aftur til Davis og
eftir Vernharó
Linnet
Coltranes í upphafi ferils síns og
það gera „Ungu töff tenórarnir"
líka, en á stundum halda þeir
lengra aftur — allt til Bens Webst-
ers.
Fortíðarfíknin er allsráðandi í
bandarískum djassi — það er að
vísu ekkert nýtt, en áður fyrr voru
fíklarnir taldir til sérvitringa, eins
og tenórsaxafónleikarinn góði,
Scott Hamilton, sem gekk í skóla
Bens Websters og Chus Berrys.
Merkilegt er þó að á síðari árum
hafa fáir stælt meistara klassísks
saxafónleiks — föður djass-saxa-
fónleiksins — Coleman Hawkins.
Saxafónleikararnir í Tough
Young Tenors eru fimm og blása
allir í tenóra eins og nafnið gefur
til kynna. Þeir eru Walter Blanding
jr., sem er yngstur þeira félaga,
nítján ára er diskurinn var hljóðrit-
JHvad eiga þœr sameiginlegtf
Kvenskörungar
Uta í eigin barm
EINSTAKLINGAR sem leiða baráttu gegn misrétti og mótlæti verða
oft táknrænir fyrir þau málefni sem þeir berjast fyrir. Þeir sem vænta
leiðsagnar og innblásturs frá þessum leiðtogum sínum, vilja ekki trúa
öðru en þeir séu heilir og sannir í baráttunni. Ef þvílíkur táknrænn
leiðtogi víkur að einhveiju leyti frá því marki sem fylgjendur hans
telja að hreyfingin stefni að eða snúist um, er hætt við að orðið svik
heyrist einhvers staðar í horni.
eftir Guðrúnu
Nordal
Karlkynsorðið leiðtogi á kannski
kvenskörunga, sem urðu tákn-
rænir fyrir kvennabaráttunna beggja
megin Atlantshafsins, Gforia
■■■■■■■■■■■i Steinem í Banda-
ríkjunum og
Germaine Greer í
Bretlandi. Þær eiga
margt sameigin-
legt. Þær komust í
sviðsljósið á sjö-
unda áratugnum
og eru því báðar
komnar yfir fimm-
tugt, hvorugar hafa þær gifst eða
eignast fjölskyldu, og báðar bera þær
aldurinn mjög vel. Þær hafa ætíð
verið í fararbroddi kvennabaráttunn-
ar og haft mikil áhrif á konur með
skrifum sínum. Reyndar hefur glæsi-
leiki þeirra beggja haft töluvert að
segja að þær hafa orðið svo þekkt
andlit í löndum sínum, fremur en
einhveijar aðrir góðir pennar. Það
segir auðvitað sitt um áhrif hinna
hefðbundnu ljölmiðla.
Nú vill svo til að bæði Steinem
og Greer hafa skrifað bækur sem
boða kannski ekki stefnubreytingu í
baráttu þeirra fyrir rétti kvenna;
heldur frekar áherslubreytingu. I
stað þess að eggja konur til átaka
og til frekari glímutaka við karl-
menn, hvetja þær konur til að finna
sinn innri kraft og treysta innsæi
sínu; Steinem með því að segja sína
eigin sögu en Greer með því að blása
kjarki í þær konur sem ganga í gegn-
um breytingarskeiðið.
Bók Germaine Greer sem hún
kallar Breytinguna (The Change:
Women, Ageing, and the Meno-
pause), kom út á síðastliðnu hausti
og vakti mikla athygli. Greer segir
nútímaþjóðfélagið vera gagntekið af
hinni eilífu æsku, þar sem elli og
eldri konur eigi ekki upp á pall-
.borðið. í slíku þjóðfélagi veki kon-
ur á breytingarskeiðinu óbeit, þær
séu komnar á endastöð og ekkert
spennandi bíði handan þeirrar
stoppistöðvar. Greer gagnrýnir
hormónagjafir og telur að konur
verði að ganga í gegnum þetta
tímaskeið eðlilega til þess að geta
vaknað upp sem nýjar konur -
kannski sem sérvitrar nornir - í
stað þess að ganga af hólmi og
gefa sig hormónum á vald. Ef
konur hafi þrek til að þola þessa
raun muni þær vakna upp fijálsari
en þær hafi nokkurn tíma verið á
ævinni. Konur verði að njóta þess,
eins og karlar, að eldast.
Gloria Steinem nefnir sína bók
Bylting að innan (Revolution from
within); nokkurs konar ævisaga
rituð í anda hinnar nýju nýaldar.
Steinem lítur yfir farinn veg og í
sinn eigin barm og segir að þrátt
fyrir athafnasemi sína og um-
hyggju fyrir öðrum, hafi hún aldr-
ei haft þrek til að skoða sjálfa sig
fyrr en nú og hún hafi komist að
raun um að hana hafi ætíð skort
sjálfsálit. Orsök þessa voru erfið
uppvaxtarár og líf hennar hafi síð-
an verið flótti frá þeim hörmung-
um. Hún hefur nú fyllt upp í þenn-
an tómleika í sálinni með því kanna
lönd tilfinninganna og þannig hafí
henni tekist að endurskapa sig á
breytingarskeiðinu.
Greer og Steinem eru bjartsýnar
um framtíð kvenna og það kemur
kannski á óvart að þær eru sam-
mála um að konur verði róttækari
með aldrinum en karlar íhaldssam-
ari!
Ungu tenór-
töffar-arnir.
aður, og hefur blásið með stórsveit-
um Counts Basies og Cabs Call-
oways. James Carter, sem var tutt-
ugu og tveggja ára við upptökur
og leikur nú með sveit Júlíusar
Hepmills. Todd Williams, sem er
ári eldri en Carter, og hefur blásið
með Wynton Marsalis. Herb Harr-
is, sem leikið hefur með Marcus
Roberts, og Tim Warfield jr. sem
leikur nú með trompetleikaranum
Marlon Jordan, en lék áður m.a.
með organynjunni Shirley Scott.
Hrynsveitina skipa kapparnir
Marcus Roberts píanisti, Reginald
Vela bassaleikari og Ben Riley
trommari.
Á diski þeirra félaga eru ellefu
velþekktir ópusar og meðal höf-
unda Monk, Ellington og Stray-
horn. Það er gaman að hlusta á
þá enda vel blásið þó víða sé leitað
fanga. Sá saxistanna sem skemmt-
ir mér best er James Carter. Hann
biæs Chelsea Bridge „a la“ Ben
Webster og í blúsunum eru línurn-
ar stundum með svip af Lockjaw
Davis, með skvettu af Sonny Roll-
ins út í. Það er fijálsari blær yfír
honum en hinum blásurunum, sem
flestir keyra Dexter-Coltrane hrað-
brautina. Þó eru margar fallegar
ballöður hér svo sem þegar táning-
urinn Walter Blanding jr. blæs
„Ask me Now“ eftir Monk.
Lokalag disksins er blús Sonnys
Stitts: „The Etemal Triangle".
Margir eiga útgáfu höfundar,
Sonny Rollins og Dizzy á gömlu
Verve-skífunni, sem er óviðjafnan-
leg. Hér blása ungmennin af æsku-
fjöri og þyrfti bjór til að kæla
mann niður hlustaði maður á þá í
Púlsinum.
Tough Young Tenors marka
engin tímamót með diski sínum en
það er gaman að hlusta á piltana,
jafnt fyrir þá sem vilja klassíska
sveiflu og hart „bopp“.