Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 8
8 Ð
ívtÖRGUNIÍÍjÁTJIÐ'SÍJNNUbAfeljk'2. Í'EBkÚAÍi léÖÉ
AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR
ISATINNISAKLAUS
Þegar það sannast, að saklaus maður hefur verið dæmdur sek-
ur, kemur það jafnan miklu róti á hugi fólks. Sem betur fer kem-
ur það sjaldan fyrir í réttarríkjum, þar sem borgararnir hafa sett
sér strangar varúðarreglur gegn slíku í löggjöf sinni. Þar er sú
regla í heiðri höfð, að betra sé, að hundrað grunaðir gangi lausir
en að einn saklaus sitji í fangelsi. Samt verður aldrei komizt hjá
því, að slík ógæfa hendi, og hefur mikið verið skrifað um helztu
orsakir þess konar mistaka, í þeirri von, að þau endurtaki sig þá
síður.
Hér verður sagt frá einu slíkra mála, sem mikla athygli vakti á
sínum tíma, þegar maður, sem síðar var álitinn saklaus, var dæmd-
ur fyrir að myrða lögregluþjón og þurfti að dúsa í hegningarhúsi
á þrettánda ár. Kviðdómur taldi hann sekan og neyddist dómarinn
þá til þess að kveða upp refsidóm samkvæmt því þótt hann æli
með sér miklar grunsemdir. Dómarinn andaðist áður en hann
gæti knúið á um endurflutning málsins. Það var aðeins fyrir óbil-
andi trú móður fangans á sakleysi hans og ótrúlega þrautseigju
hennar, að málið fékkst tekið upp að nýju með aðstoð harðsnúinna
blaðamanna.
Þessir atburðir gerðust í Chicago í lok áfengisbannsins 1932.
Vegna fyrirhugaðrar heimssýningar var borgarbúum mjög í mun
að hrinda af sér óorðinu sem borgin fékk á sig vegna blóðugra
bardaga A1 Capones og kumpána við aðra kóna. Þegar lögreglu-
þjónninn var myrtur vildu borgarbúar finna sökudólginn hið fyrsta
og láta dæma hann.
Þetta dugði þó ekki til þess að hreinsa Chicago af óorðinu. Þótt
borgin hafi áratugum saman verið ein hin öruggasta í heimi og
verið þar I flokki með borgum eins og Tókíó, Singapore og Miinchen,
lifir minningin um hinn fámenna glæpamannaflokk A1 Capones
um allan heim, svo að almenningur um öll lönd telur hana hættu-
legri en borgir eins og Kaupmannahöfn, Amsterdam, París og
Róm, þó að því sé alveg öfugt varið!
Feðgarnir sjást í fyrsta skipti. Ljósmyndin er tekin fyrir framan
Joliet-hegningarhúsið 15. ágúst 1945. Joseph Majczek sem var dæmd-
ur saklaus tólf árum áður er látinn laus og fagnar syni sínum sem
hann liafði aldrei séð áður. Lengst til vinstri stendur rannsóknablaða-
maðurinn Jack McPhaul en á milli feðganna er blaðamaðurinn Jim
McGuire.
Joseph Majczek var 22ja ára
gamall árið 1932. Kona hans
hét Helen og þau bjuggu í fá-
tæklegri íbúð sunnarlega í
Chicago, stórborginni á bökk-
um Michiganvatns í Illinois-
ríki. Þau áttu ungan son. Borgar-
hverfið þar sem þau áttu heima var
að mestu byggt fólki sem ættað var
frá Póllandi og Lithaugalandi. Það
var fyrir sunnan járnbrautarteina
og miklar vörugeymslur og nefndist
„Back-of-the-Yards“.
Majczek vann hörðum höndum
til þess að framfleyta sér og ijöi-
skyldu sinni en Helen gekk með
annað bam þeirra þegar hér var
komið sögu. Fortíð hans var ekki
með öllu skuggalaus. Mjög ungur
að árum hafði hann þvælzt inn í
félagsskap með miklu eldri mönnum
sem slógu ekki hendi á móti skjót-
fengnum gróða, jafnvel þótt lög
þyrfti að btjóta. Eitt sinn brutust
þeir inn í vörugeymslu og höfðu
Joseph sér til hjálpar. Árvökulir
borgarar komu þeim undir manna
hendur. Kviðdómur taldi þá alla
seka, en dómarinn sá aumur á Jos-
eph vegna æsku hans og ákvað að
gefa honum annað tækifæri í lífinu
til þess að verða heiðvirður maður.
Dómurinn var því aðeins skilorðs-
bundinn svo að hann þurfti ekki
að afplána hann nema honum yrði
aftur eitthvað á. Honum var mjög
í mun að reynast traustsins verður.
Um þetta Ieyti var erfitt að fá fast
starf í Chicago, en hann tók hvaða
vinnu sem bauðst.
Seinni hluta dags 9. desember
1932 var hann niðri í kjallara á
húsinu þar sem íbúð þeirra hjóna
var og vann við að moka kolum frá
útveggjum að kyndiklefa. Úti var
ellefu stiga frost. Ekki langt frá
húsinu var William D. Lundy lög-
regluþjónn að Ijúka varðgöngu sinni
um hverfíð. Hann ákvað að Ijúka
vinnunni þennan dag með því að
sníkja sér drykk í krá þar sem hann
var kunnugur. Þetta var á síðustu
dögum áfengisbannsins í Illinois svo
að veitingar á áfengum drykkjum
voru enn ólöglegar. í suðurhluta
Chicago-borgar þrifust hins vegar
margar óhrjálegar knæpur þar sem
heimabrugg var aðallega selt þó að
formsins vegna væri einnig hægt
að fá þar kaffí, te og gosdrykki. I
umræddri krá réð frú Vera Walush
ríkjum. Hún seldi einnig smurt
brauð og annað matarkyns svo að
hún kallaði fyrirtæki sitt „delicat-
essen“. Jafnvel miðað við aðrar
krár í hverfmu þótti þessi búla
skelfíng subbuleg. Ganga þurfti í
gegnum eldhúsið hjá frúnni til þess
að komast inn í krána. Hún hafði
spjald í eldhúsglugganum þar sem
hún auglýsti vaming sinn og gátu
kunnugir lesið það úr orðalaginu
að hálft glas af þrísoðnum landa
kostaði venjulegt fólk fímmtíu sent
en lögregluþjónar gætu drukkið
ókeypis. Frú Bessie Barron sá um
að útvega frú Veru Walush hinn
görótta drykk. Allt var þetta kol-
ólöglegt, en lögreglan lét kerlingar
þessar í friði gegn „gestrisni". Af
því að banninu var um það bil að
ljúka, nenntu lögregluþjónar ekki
að standa í því lengur að eltast við
slíka starfsemi, enda freistuðust æ
fleiri til þess að njóta þess konar
„gestrisni" áður en áfengissalan
yrði gefín fijáls og ekki þörf á því
lengur að hafa þá góða.
Lundy lögregluþjónn hafði lokið
daglegri eftirlitsgöngu sinni um
hverfíð og var 'nýkominn inn í hlýj-
una hjá frú Walush þegar tveir
menn ruddust skyndilega inn og
höfðu byssur á lofti. Þeir munu ein-
hvem veginn hafa komizt að því
að frú Vera Walush lagði aldrei
neitt inn í banka. Þá hefur því grun-
að að hún geymdi allan illa fenginn
auð sinn í húsinu. Sú var líka raun-
in á. Eins og margir innflytjendur
treysti kerla bönkum ekki fyrir fé
sínu. Hún hafði nurlað saman níu
þúsund dolluram sem hún geymdi
til helminga neðst í moðkassa og
ísboxi í tveimur hornum eldhússins.
Ránsmönnunum brá í brún þegar
þeir sáu einkennisklæddan lög-
regluþjón sitja með glas í hendi við
hlið frúarinnar. Hik kom á þá. Lög-
regluþjónninn seildist til byssu sinn-
ar sem hann hafði í hylki utan á
mjöðminni. Ræningjarnir höfðu þá
engar vöflur á heldur skutu sam-
tals sjö kúlum í líkama hans. Lundy
seig niður á gólfið, enn lifandi, en
gaf upp öndina skömmu síðar með
sambland af samantvinnuðum
blótsyrðum og kristiiegum bænar-
orðum á vörunum.
Morð á lögregluþjóni var mjög
alvarlegur glæpur í augum borg-
aryfírvalda og raunar borgarbúa
alira. James Allman lögreglustjóri
gaf fyrirmæli um umfangsmikla
leit að morðingjunum þegar sama
kvöld og skipulagði hana og stjórn-
aði henni sjálfur. Hundruð grunaðra
manna voru yfirheyrð um nóttina
og næstu daga og næstu daga í
aðallögreglustöð borgarinnar. Fátt
var til þess að fara eftir í leitinni
unz einhver varð til þess að segja
lögreglunni, að maður í nágrenninu,
Theodore Marcinkiewicz að nafni,
hefði einhvern tíma haft á orði að
hann hygðist „leggja bannsetta
Walush-krána í rúst“. Aldrei reynd-
ist þó unnt að staðfesta að hann
hefði sagt þetta. Marcinkiewicz
frétti að lögreglan væri að leita að
honum. Hann skelfdist að lögreglan
kynni að þvinga einhvers konar
játningu út úr honum og leitaði á
náðir Joe Majczek, en þeir voru
æskuvinir. Hann bauð Majczek um
að fá að fela sig í íbúð þeirra hjóna
í nokkra daga í þeirri von að hinir
réttu ræningjar og morðingjar
fyndust á meðan. Joseph vorkenndi
vini sínum og leyfði honum þetta.
Nágranni hjónanna skýrði lög-
reglunni frá því að hann hefði séð
Marcinkiewicz fara inn í íbúð þeirra.
Lögreglan fór heim til þeirra
snemma að morgni en Marcink-
iewicz var þá farinn þaðan. Majczek
sagði lögreglunni að hann hefði
ekkert farið í burtu frá húsinu
Joseph Majczek
var dæmdur fyrir
morð og sat inni
á þrettánda ár.
En móðir hans
gafst ekki upp...
morðdaginn vegna þess að Helen,
kona hans, væri komin langt á leið.
Hann hefði ýmist verið hjá henni í
eldhúsinu og verið að afhýða baun-
ir eða niðri í kjallara við kolamokst-
ur. Helen staðfesti þetta svo og
faðir hennar. Nokkur vitni höfðu
séð morðingjana hraða sér af morð-
staðnum. Lýsingu þeirra bar ekki
saman við útlit Majczeks. Vitnin
töldu ránsmennina hafa verið há-
vaxna en Majczek var lágvaxinn
og mjög grannholda. Eftir á að
hyggja finnst mönnum varla hafa
verið ástæða til þess að handtaka
hann, hvað þá dæma. Stjórnmála-
ástandið og andinn meðal almenn-
ings í borginni var hins vegar þann-
ig að menn vildu finna sakborning
hið allra fyrsta. Borgarbúar vora
ákaflega gramir vegna óorðsins
sem komist hafði á borgina, ekki
aðeins innan Bandaríkjanna, heldur
og um allan heim, á bannárunum.
Bófaflokkar bruggara, smyglara og
vínsölumanna höfðu að lokum bor-
izt á banaspjót og dugmiklir frétta-
menn höfðu sent æsifréttir af þess-
um átökum út um víða veröld. Al-
mennum borgurum þótti þeir gjalda
ómaklega fyrir fáa glæpamenn.
„Allur heimurinn þekkir nöfn nokk-
urra glæpamanna í borginni okkar,
en enginn veit hvað okkar góði og
kraftmikli borgarstjóri heitir, hvað
þá allir okkar fræðimenn og upp-
fínningamenn.“ Nú varð að sýna,
að lögum og rétti væri framfylgt í
Chicago. Kosnum embættismönn-
um og stjórnmálamönnum þótti
þetta líka nauðsynlegt. Undir-
heimalýð borgarinnar yrði að skilj-
ast, að framferði hans yrði ekki
þolað. Heiður borgarráðsmanna,
lögreglunnar og borgarbúa allra var
í veði. Eftir tæpt ár átti að halda
heimssýninguna miklu í Chicago.
„Framfaraöldin" nefndist hún.
Thomas Courtney, ríkissaksóknari
í Illinois, krafðist þess að allt yrði
tafarlaust gert til þess að upplýsa
málið og leiða það til lykta. Borgar-
stjórinn í Chicago, Anton Cermak,
hafði náð kjöri með því að höfða
sterklega til þess að lögum og rétti
yrði haldið uppi í borginni, og að
hann myndi ekki taka neinum silki-
hönskum á glæpamönnum. Margir
gestir vora væntanlegir á heims-
sýninguna og í hópi þeirra var búist
við mörgum virðingarmönnum og
áhrifamönnum hvaðanæva að úr
heiminum. Þeir yrðu að finna að
þeir væru öruggir í borginni.
Kráarfrúin Vera Walush sagði
fyrst í stað að Majczek hefði ekki
verið annar ræningjanna og morð-
ingjanna. Hún var beðin um að
íhuga þessa staðhæfingu nánar.
Talið er að hún hafi verið minnt
rækilega á það hve auðvelt væri
að loka knæpunni og gera eigur
hennar upptækar fyrir brot á hinum
svokölluðu Volstead-lögum. Hvað
sem því líður er svo mikið víst að
er Majczek var aftur leiddur fyrir
Walush flýtti hún sér að segja: „Já,
já, þetta er annar maðurinn." Hún
gætti þess að horfast ekki í augu
við hann. Síðar bar hún vitni um
það fyrir rétti að Majczek hefði
skotið byssukúlum á Lundy þótt
fimm vitni væru leidd fram sem
sögðu að hann gæti ekki verið ann-
ar maðurinn sem sást hlaupa frá
húsinu. Móðir Josephs, Tillie Majcz-
ek, réð lögfræðing í þjónustu sína
til þess að taka að sér vörn sonar
síns. Hún var íjarska óheppin i
vali sínu. Lögfræðingurinn var Will-
iam W. O’Brien, akfeitur og sífullur
slarkari sem átti sér drykkjubræður
í undirheimum borgarinnar. Þeir
settu hann í þurrkví annað veifið
svo að hann gæti varið þá í mála-
ferlum þeirra. Hún valdi hann ein-
göngu vegna þess að hún hafði
rekizt á nafn hans í blaðafrétt.
Hann tók málíð að sér með hang-
andi hendi því að ekki var sjáanlegt
að það gæti fært honum nokkuð
verulegt í aðra hönd. Leiður og
áhugalaus sinnti hann málinu lítt.
Vörnin varð öll í molum. Til þess
að flýta málalokum synjaði hann
sakborningi um að flytja mál sitt
sjálfur í réttarhöldunum.
Teddy Marcinkiewics var nú
fundinn og var hann leiddur fyrir
rétt ásamt Joe Majczek. Tólf manna
kviðdómur grandvarra borgara
kvað upp þann úrskurð að báðir
væru sekir um rán og morð. Sam-
kvæmt lögum og engilsaxneskri
réttarvenju var nú dómaranum sá
kostur einn nauðugur að kveða upp
endanlegan dóm í samræmi við úr-
skurð kviðdómenda. Þá kom í ljós
að dómarinn hafði miklar efasemdir
um sekt sakborninga. Honum þótti
sönnunargögnin allsendis ófull-
nægjandi. Hann stefndi Veru Wal-
ush til fundar við sig í skrifstofu
sinni, yfirheyrði hana góða stund
og bar síðan meinsæri upp á hana.
Hún neitaði að taka framburð sinn
til baka. Dómarinn var því skyldug-
ur til þess að kveða upp dóm sam-
kvæmt úrskurði kviðdóms. Hinir
tveir sakborningar voru dæmdir í
99 ára fangelsi hvor og skyldu þeir
fluttir í hegningarhús Illinois-ríkis
í Joliet.
Dómarinn var mjög miður sín
eftir að hafa kveðið upp þennan
þunga dóm. Hann sagði vinum sín-
um að sér hefði ekki verið annað
fært en hann hefði heitið sjálfum
sér því um leið að vinna að því að
tryggja mönnunum tveimur endur-
upptöku og ný réttarhöld. Svo illa
vildi til að dómarinn veiktist
skömmu síðar og andaðist áður en
hann hefði getað fengið málið tekið
upp að nýju. Blöðin misstu fljótt
áhuga á málinu og smám saman
gleymdist það flestum nema nokkr-
um ættingjum og vinum meðal Pól-
veija og Litháa í suðurbænum í
Chicago.
Móðir Josephs, Tillie Majczek,
gat þó aldrei gleymt ógæfu sonar
síns. Hún var alltaf sannfærð um
sakleysi hans. Henni datt í hug að
gæti hún útvegað nægilegt fé í
verðlaun gæti sig einhver fram að
lokum með upplýsingar sem frels-
uðu son hennar úr fangelsinu og
hreinsuðu mannorð hans og fjöl-
skyldunnar. Tveir synir hans voru
að vaxa úr grasi því að Helen Majcz-
ek hafði orðið léttari að öðrum syni
þegar hún tók jóðsótt í miðjum rétt-
arhöldum. Móðirin hlóð á sig störf-
um við að skúra skrifstofur í mið-
borginni. Hún lagði hvern eyri á