Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 25
moiigunbÍX&Íð VBLVMWmm&í . FEBRÚAR 1992 CP 2&s lYiurgunumuiu/oiguruur uun»»uit. Yænn bolur borinn úr skóginum. Böðvar Guðmundsson framkvæmdarstjóri, Hreinn Óskarsson starfsmaður Skógræktarfélags Árnesinga, Snorri Sigurfinnsson garð- yrkjustjóri og Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri. „Ég tel þetta vera merkan áfanga, ekki bara að þessi tré skuli hafa lif- að þarna heldur einn- ig hversu þessi gróð- ursetning hefur smitað út frá sér“ Þetta er ákjósanlegt útivistar- svæði. Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri í trjálundi þar sem skemmtilegur lækur hjalar. sumt féll en annað lifði. Það sem stóð upp úr á þessum árum var framlag Selfoss til þessarar starf- semi með vinnukrafti unglinganna. Ef þess hefði ekki notið hefði þessu ekki þokað. Nú sjá menn og fá af- rakstur í viðnum og einnig í því að ræktunaráhugi er mjög mikill á Selfossi. Hann á rætur að hluta að rekja til gróðursetningarferðanna að Snæfoksstöðum. Krakkamir Snorri Sigurfinnsson garð- yrlq'ustjóri við grisjunar- störf. telja þetta sjálfsagðan hlut og það viðhorf vex með þeim.“ 70 þúsund á þessu ári Böðvar Guðmundsson skógfræð- ingur og framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Árnesinga sagði grisj- unina framkvæmda hliðstætt því sem gerðist á Norðurlöndunum. Fyrst væri grisjað eftir 15 ár síðan eftir 30, þá 45 og síðan er trén væru 70-80 ára. „Við þurfum að koma tjánum niður í það að vera 1.700 talsins á hektara og við 50-60 ára aldur förum við niður í 600 tré á hektara. Þessi tré sem eru hér geta sjálfsagt orðið 250-300 ára gömul,“ sagði Böðvar. Snæfoksstaðir eru í eigu Skóg- ræktarfélags Árnesinga. Jörðin er 720 hektarar að stærð og þar hafa á undanförnum árum verið gróður- settar 40 þúsund plöntur og í ár verður J)ætt um betur og stefnt að því að gróðursetja 70 þúsund plönt- ur. Unglingar frá Selfossi hafa unn- ið við gróðursetningarstörf á jörð- inni undanfarna áratugi og hefur það verið dýrmætt framlag fyrir framgang skógræktarinnar og skil- ar sér nú til baka í viði. Tijáiundurinn sem verið er að grisja og aðrir svipaðir geta orðið dýrmætur fræbanki í framtíðinni. Að sögn Böðvars eru fræin af þess- um tijám orðin vön loftslaginu hér og hafa fengið aðra eiginieika en fyrstu trén sem flutt voru til lands- ins og þessi eru ræktuð af. Tré sem fiutt eru milli loftslagsbelta laga sig að aðstæðum með því að í fræjum þeirra koma fram eiginleikar sem duga á nýja staðnum. Það er óvenjuleg sjón að sjá við borinn út úr skógi hér á landi en skilningur vex nú ört á því þýðing- armikla hlutverki sem skógræktin getur og mun gegna í framtíðinni, sem búgrein og til umhverfísbæt- andi áhrifa. Sig. Jóns. Fangar eru hinir gleymdu bræður Eigi verður annað sagt, en að þjóðin sé sammála um nauð- syn þess að öllum geti liðið vel og einstaklingar notið sín sem best. í öllu þjóðfélaginu hafa orðið stórstígar framfarir og allt hefur þetta átt sinn þátt í því, að þjóðin er nú áræðnari og framsæknari en nokkru sinni fyrr. Horfið er harðréttið og burtu hiri sára fátækt, sem drap í dróma og eyðilagði hæfileika svo margra ágætis manna og kvenna. Ýmis félagsleg lagaákvæði, tryggingar, virkar samfélagsað- stoð og starfsemi margra áhuga- samtaka um mannúðarmál eru því til sönnunar. Áður fyrr var það glæpur að vera veikur. Fátækt var talin guðs- áfellisdómur. Það bættist við ólán þessa fólks, að því var talin trú um, að það hefði fallið í ónáð hjá Guði. Fátækrahjálp var næsta lítil, og hjúkrunarstörf talin til óþrifa- verka. En viðhorf til fanga hafa ekki breyst. Hefndarhugur má ekki ríkja og samfélagið verður að skilja, að ytri refsing á sér tak- markað betrunargildi. Við þurfum að vitja fangans með huga og hvöt mannbótahugsjónar. Fangelsi þurfa að vera á bekk með sjúkrahúsum og endurhæfing- arheimilum og fangar njóti að- hlynningar á svipaðan hátt og það gerist og af samskonar liugarfari. Vonska manna er einkum veik- leiki. En mannlegur veikleiki er oft einn flötur á dýrgrip verðmætis persónuleika. Þess vegna þurfa skorðumar að vera þar styrkastar við sál slíkrar manngerðar. Við dæmum en gerum okkur ekki nægilegt far um að skilja. Fangar eru oft ekki verri en annað fólk, en eru oft næmgeðja öðrum fremur, tilfinningar þeirra ber kvika og einatt er hjá þeim minna en skyldi taumhald rólegrar yfir- vegunar og skapfestu. Einstakling- ur, sem fer afvega og er grátt leik- inn, hefur orðið fyrir holskeflu, sem vakin er af samviskulausum gróðrabrallsmönnum, er æsa upp lífsþorsta óþroska ungmennis og beina honum að hégóma og eitur- lindum, er eyðileggja skapgerð ungrar sálar. Margur fanginn hefur orðið leik- soppur ástríðna og duttlunga í æsku og ekki haft þann vilja og skapfestu að geta sagt duttlungum augnabliksins stríð á hendur, sem leitt hefur hann á braut ógæfu og afbrota. Og svo þegar allt hefur snúist einstaklingnum til ógæfu koma fjölmiðlar og gera sér mat úr ömur- leika viðkomandi til þess eins að velta sér upp úr ógæfu hans. Og svo reisum við fangelsi úr gijóti og búr úr járni og hugir okkar brennimerkja hinn fallna, eins og það var gert með járni áður fyrr á bert hörund, þótt lög banni slíkt. Félagslegir erfiðleikar og önnur ytri neyð er vandamál fanga, og í lífi þeirra eru einnig grafin ennþá erfiðari vandamál, vonbrigði, upp- reisnarhugur, sektarkennd, von- leysi, einmanakennd og fleira þessu líkt þjá líf þessara manna og afleiðingin er svo oft alger uppgjöf eða ægileg innri barátta. Vitjum fangans í fangelsi sínu og við munum finna þar bróður, veikan á vissan hátt og tökum á því sem viðfangsefni til sóknar honum til heilla og hjálpa honum að ná fótfestu í samfélaginu á ný. Á þeim grundvelli hafa félaga- samtökin Vemd, Fangahjálpin, tekið sér stöðu og starfað í 30 ár. Verkefni Verndar eru þeir ein- staklingar, sem brotlegir hafa gerst við refsilöggjöf landsins og þannig leitt yfir sig sjálfa og aðra böl, sem oft er erfitt að bæta. Allir, sem vilja veita þessum málaflokki lið, verða að gera sér ljóst, að þrátt fyrir þrotlaust sjálf- boðastarf er fjármagn það afl sem þarf til þeirra hluta sem gera skal. Félagasamtökin Vemd, Fanga- hjálp eru einu landssamtökin sem halda uppi starfsemi við aðstoð fanga, og reka þau m.a. í því sam- bandi endurhæfingarheimili fyrir 17 menn. Birgir Þ. Kjartansson Hjartans þakkir til al/ra þeirra, sem sýndu mér hlýhug og vináttu með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á 60 ára afmœli mínu. Guö blessi ykkur öll. Ólafur Runólfsson. KAYS nýjastq sumartískan '92 o.fI. o.fI. Yffir 1000 síður. Verð kr. 400,- án bgj. Pöntunarsími 52866. ÍBESTAI HÆTTIÐ AÐ BOGRA VIÐ ÞRIFIN! — Nú fást vagnar meö nýrri vindu þar sem moppan er undin með éinu handtaki án þess að taka þurfi hana af skaft/nu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún | tilvalin í veggjahreingemingar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. Auðveídara, rtjooegra og Nýbýlavegi 18 Sími 641988 ---Auglýsing---------- Hárlos Kæri Velvakandi! Ég er fullorðinn maður sem langar til að segja frá jákvæðum hlut, er kom fyrir mig, svona bara til að jafna dálítiö það nei- kvæða, sem dynur yfir mann allan ársins hring. Það eru nú annars meiri ósköpin. En þetta með mig var að ég var kominn langleiðina að missa hárið. Hvern einasta dag fylltist greiðan og ég fylltist sífeilt meiri og meiri áhyggjum. Þá var það að mér var bent á Weleda- hárvatnið. Ég tölti af stað og fann loksins Þumalínu á Leifsgötunni, en þar fékkst það. Ég hafði nú ósköp litla trú á þessu en sagði við sjálfan mig að varla skaðaði að reyna, ég væri svo sem búinn að reyna margt, án nokkurs ár- angurs. Það þarf ekki að orð- lengja það að á örfáum dögum gerðist hreinlega kraftaverk á mér; það var alveg ótrúlegt. Þess vegna er ég svo þakklátur og get ekki orða bundist. Ég tel í dag að ég hafi aldrei haft betra hár, nú tveim mánuðum eftir að ég byrjaði að nota hárvatnið. Ég verð að geta þess í leiðinni að ég hef þjáðst af miklum fótakulda og nefndi það svona í „forbyfart- en“ við stúlkurnar. Þær voru ekk- ert nema elskulegheitin og hjálp- semin og út fór ég með nuddolíu með amikunni góðu og fleiru og munurinn er mikill, fótakuldinn er horfinn eins og dögg fyrir sólu. Mér finnst ég verða að segja frá þessu. J.H.J. Lesandabréf úr Velvakanda 3. janúar 1990. XJöföar til XXfólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.