Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 C 27 Ingólfs Apotek var til húsa þar sem nú er verslunarliúsnæði Geysis, en Geysir var aftur á móti til húsa í Hafnarstræti 1, eins og sjá má. Við hinn endann á Aðalstræti stóðu Uppsalir, sem nú er horfiðj en ofar, á horni Túngötu og Suðurgötu má sjá Dillonshús, sem nú er á Arbæjar- safni. SÍMTALID .. ER VIÐADELINE SCHLICHER ELLILÍFEYRISÞEGA HARKANÞÝSK 9049422621418 Schlicher. - Góða kvöldið frú Schlicher, þetta er Kristín Marja Baldursdótt- ir frá íslandi, hjá Morgunblaðinu. Við sáumst síðast þarna heima hjá þér í Brernen þegar Þýskaland var sameinað, nianstu? Já, alveg rétt, jú komdu sæl. - Þú ert aldrei heima? Nei, ég var að heiman alla síð- ustu viku, var að gæta barna. For- eldrarnir fóru á kaupstefnu í Köln og ég var nteð börnin frá ntánu- degi til laugardags, fékk 350 mörk (Ikr. 12.600)fy rir. - Jæja, er þetta skyldfólk þitt? Nei, hér í Bremen er til nokkuð sem heitir „Ömmuhjálp“. Ég hef unnið við hana í eitt ár og er nteð fimm fjölskyldur á mínum snærum. Gæti barna ýmist á ntorgnana eða á kvöldin, heilan dag eða helgi og stundum ntarga daga í senn. Sjáðu til, það er allt orðið svo óhetnju dýrt hér í Þýskalandi, ellilaunin duga ekki lengur. - Já, ég ætlaði nú einmitt að spytja þig hversu hár ellilífeyrir væri í Þýskalandi. Hvað færð þú tii dæmis, kona sem býrð ein? Ég fæ 1200 mörk (lkr.43.200) á mánuði. - Það mun vera svipað og hér á íslandi. Af þeirri upphæð þarf ég að greiða 700 mörk (Ikr.25.200) á mánuði í húsa- leigu. Síðan þarf að borga raf- magn, sjónvarp og siðan verður maður að borða líka eins og þú veist. - Jú, ég kanú- ast við það. En mér þykir þú ansi dugleg. . Þetta er oft erfítt, en það þýð- ir ekki að sitja heima með hendur í kjöltu sér. Ég verð hjá tveimur fjölskyldum á‘ morgun, allan daginn. Ég fæ 6 mörk (Ikr.216) á tímann með einu barni, 7 mörk ef þau eru tvö. En með þessu get ég lagt fyrir og far- ið í frí. - Jæja? Einungis í ódýrar ferðir. Viku- ferðir kosta yfirleitt 300 mörk með morgunmat. í morgun pantaði ég far til Monakó. Sex dagar kosta 298 mörk. - Já! Gott hjá þér. Þegar ég varð 75 ára, núna í september síðastliðnum, fór ég til Prag. Veistu hvar það er? - Já, já, jú, ertu orðin 75 ára já. Jæja og hver fer með þér til Món- akó? Ég fer bara ein. Þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinum. Rútan er líka alltaf full af fólki. Heyrðu, þú þarft að konta hingað aftur. - Já ég veit það. En ertu jafn ánægð með sameininguna og þú varst þegar ég var þarna? Ach, was. Þeir barma sér fyrir austan. Húsaleigan hjá þeim hefur hækkað, tífaldast. En þetta fengum við sosurn líka að hafa eftir stríðið. - Hvað hefur eiginlega hækkað? Allt! Nú verðum við að borga fyrir Austur-Þýskaland. Öll þjón- usta hefur hækkað, rafmagn, hiti, sjónvarpsgjaldið fór úr 57 mörkum í 71 mörk á 3ja mánaða fresti, og maturinn! Ég keypti 6 epli um daginn og þau kostuðu nær 7 mÖrk! Ég hef ekki efni á slíku. - Ja, nú þykir mér... Já, jæja. Klukkan er orðin átta, ég var á leið í rúmið. - Jú, frú Schlic- her, þakka þér fyrir spjallið. FRÉTTA- LJÓSÚR FORTÍD Sól tér sortna Sólmyrkvinn 1954 SÓLMYRKVANUM 30. júni 1954 var gerð góð skil í Morgunblað- inu daginn eftir, enda eru sólmyrkvar bæði merkilegt og sjald- gæft fyrirbrigði. Það var líka eins gott að missa ekki af neinu, því ekki var von á næsta myrkva fyrr en eftir 130 ár. Mikill áhugi var hjá fólki sunn- anlands á myrkvanum sem von var á um hádegið. Við suður- ströndina lá það belti sem vísinda- menn höfðu reiknað út að best sæist til myrkvans. Veður var hið ákjósanlegasta svo væntingar fólks voru miklar. Við suður- ströndina og f Vestmannaeyjum var almyrkvi á sólu og bauð því Flugfélag fslands blaðamönnum í svokallað sólmyrkvaflug um morguninn. Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir því sem ber við augu flug- ferðina austur á Skógasand. Þar er lent rétt fyrir hádegi og eru margir mættir til þess að fylgjast með myrkvanum og hafa með sér litað gler til þess sjá betur. Smám saman fer að skyggja er tunglið þokar sér fyrír sólina. Blaðamanni finnst engu líkara en að það sé smá að éta af henni. Hann skýrir síðan frá þvf sem fyrir augu ber þá sólin almyrkvast: „Kl. er rúmlega 5 mínútur yfir tólf á hádegi. Sólin hefur almyrkv- ast. Nokkrar undrandi og lítils- megandi verur horfa til himins frá Skógasandi á íslandi. í sólarstað sjá þær nú aðeins svarta kringlu. En umhverfis hana er örmjór gló- andi hringur, sem fögrum geis- lakrans stafar út frá. Nú er sem nótt hafi faliið yfir. Stjörnur tindra á himni, dimm ský bera við sjóndeildarhringinn og kvöldroðinn má heita horfinn. All- ir litir eru horfnir úr landslaginu, túnin eru ekki lengur græn og fólkið á sandinum er álengdar séð eins og dökkur skuggi. Manni verður hrollkalt. Örstutta stund, fyrst eftir almyrkvann, er óhætt að horfa berum augum á hina svörtu kringlu, sem milljónir manna beina nú athygli sinni að. o*r boB I >lkkur i **f*>uMi Horff i stlmfrkvánn myrkvans í gær lókst vd Breytwi hnattslaðu íslands? I PáSaSsáaflBSEí 'asíaajfl n 'íu.íuXf I faorfðu ú sólmyrkvnnn um hádeolff f sær JR kVl Uukka.n ? Kólmyrkvinni | Kppáir fæddu Syrir timaiur í HöSn Vísindarannsóknir gengu llla sðkun dimmvl8ris ÓMÓ. ». Jdnl. — frt RnUr Um ' r<skrm h*i» »4 wi*t»(»ou»n^ i I' tm kUMM. 1 «1». Urm I I r» Uí« mUpiulr BUUB ljl|« jrtrtrt»*l «U( tmíu tri Buiarik lu mjrtrrlB. b*X« tiU »*• «*rt mrrt’r-l M ™ njmU. m ollvtl, eitdi Ttíur Memll*íLI »* "* *“»■ 1lUJ4nlr ajoano fyl*dú»t • ^rruðrðum vKfevtcu .jrkrMtum I ^4nr«rpL T.ka»r - oru kvlluojmdlx íyrtr »Wov«ip- tU «8 *Uiux» Utrtl I 4r flurrtlum o* UlOf ótvmj*. k hln m*r*rl«l«iu»iu öðvor hBtSU frttUBjmn l fW*- J ■uht tuklfurt U1 *Oiu*- tlum, Kffl Aýrðu hhuUndum |*lr ,kki h»H Mur. A þróun mjAvuu. . I Fu*Ufru«lo*«r fóru o* * «tóf- Sóiœjrkvimi — Stórkostlegasta náttáruíyrir- brigði síðun Hekln guus k Skögssaudi féli ffiyifar yfir og stjBraurskiiuiáteá| HMmdblHPi Undir Eyjafjöllum blikai* raf- magnsljós í bæjarglugga.“ Hinn algeri sólmyrkvi stóð yfír í rúmlega eina mínútu á Skóga- Sandi. Veðurblíðan gladdi ekki síst alla þá vísindamenn sem þar voru staddir við athuganir. Það jók gildi þeirra að veður var slæmt víðast hvar annars staðar þar sem rann- sóknir fóru fram. Óvíða hefur því myrkvinn sést betur en frá suður- strönd íslands. í Reykjavík fylgdist líka fjöl- menni með myrkvanum. Þar var deildarmyrkvi, þ.e.a.s. hluti sólar- innar var skyggður. Verslanir og skrifstofur í Austurstræti tæmd- ust svo og flest öll heimili. Alllr fjölskyldumeðlimir fylgdust með og létu verk niður falla, eða eins og Morgunblaðið komst að orði: .... og enginn sagði orð þótt drægist svolítið með matartilbún- inginn, því auðvitað héldu svo hversdagslegir hlutir húsmóður- inni ekki innandyra.“ Þeir sem best höfðu undirbúið sig undir sólmyrkvann höfðu fengið sér logsuðugleraugu, en annars var algengt að gleraugu væru sótuð. Einnig var hægt að kaupa dökkt gler í verslunum, en þrautalend- ingin var að sóta glerið sjálfur. Á einum vinnustað hafði starfsfólk brotið rúðu og sótað við kertaloga. Morgunblaðið sagði líka frá einu „sólmyrkvaslysi". Austur í Landeyjum brenndist maður er hann og félagar hans voru að lita gler yfir eldi. Slettist bensín á manninn og kviknaði í skyrtu hans. Hann gat kastað af sér skyrtunni, en brenndist eitthvað á bijósti og handleggjum. Ekki voru fréttir af fleiri óhöppum sem rekja mátti beint til sólmyrkvans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.