Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 4
4 (Ö MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR sUn: n 'D'Ai 2. FEBRÚAR 1992 SIÐFRÆÐI///‘i;^ry/z^ eiga valdamenn ad veraf ____ Siðfræöi valdsiits H VERNIG eiga góðir valdamenn að vera? Hvað þurfa embættismenn ríkisins að varast? Hvaða skilyrði verða að vera fyrir hendi, til að maður geti kallast valdamaður? Hvernig er siðfræði valdsins? eftir Gunnar Hersvein Þegar einstaklingi er falið vald, ber honum að spyija sig einnar spumingar: „Elska ég þá sem valda- sprotinn lostar?“ Ef hann finnur til ástar á mönnunum, náunganum, wmmmmmmmmm fólkinu, þá getur hann orðið góður valdhafi. Það veg- ur þungt á metun- um hvert ást hans beinist. Verk vald- hafa, sem elskar ekki fólkið, verða ekki til góðs nema af tilviljun. Og ef valdhafinn ber meiri virðingu fyrir hugmyndum en fólki, eða á beinlín- is enga ást til að gefa, þá eru sára- litlar líkur á því að ákvarðanir hans verði þjóðinni til heilla. Ástin og stefna hennar er því besti mæli- kvarðinn á hvort beiting valdsins muni leiða til góðs eða ills. Streym- andi þrá eftir heill og hamingju allra í þjóðfélaginu þarf að vera forsenda veigamikilla ákvarðana. Það er heppilegt að spyija eftir- farandi spuminga, til að komast að því, hvort tiltekinn einstaklingur sé valdamaður í raun réttri: 1. Eru athafnir hans viljandi, eða óviljandi verk? 2. Em ákvarðanir teknar af honum sjálfum eða öðmm? 3. Getur hann látið hrinda fyrirmælum sínum í framkvæmd? 4. Næst árangur og hafa ákvarðanimar áhrif, eða breyta þær engu? 5. Getur hann staðið gegn mótspyrnu, þegar tilskipanir hans valda hagsmunaárekstmm? En það er ekki nóg að geta tekið ákvarðanir og fylgt þeim eftir. Það er aðeins hin sjáanlega hlið. Huldar ástæður liggja að baki ákvarðana og þær vega mest þegar til lengdar lætur. Spyija má er ástæðan fyrir ákvarðanatöku opinbers ráða- manns, a.) sjálfsást, þrýstingur, ættartengsl, eigin hagsmunir, kæmleysi, hroki, hatur,. tilviljun? Eða er það b.) náungakærleikur, almenningsheill, góðvilji, heill þess hóps sem málið varðar, m.ö.o. það sem er best fyrir alla, þegar grannt er skoðað, og til lengri tíma er litið? Ákvörðunin er góð í eðli sínu ef „b“ er ástæðan, annars vafasöm. Sníkjudýr lifa, og vilja lifa á vald- höfum sérhvers samfélags. Valdhaf- inn þarf að vera á varðbergi gagn- vart þeim og reyta þau reiðilega af sér. Þau munu aldrei láta hann í friði! Og ótal blóðsugur vilja sjúga úr honum blóð, en þó ekki til heilsu- bótar. Hans innri rödd varar hann iðulega við fölskum ástæðum, en enginn hefur upplýsingar um hvort Góður valdhaf i — verður að elska náungann eins og sjálfan sig. hann hlustar á röddina eður ei. Varast ber gryfju lýginnar! Og vei blekkingunni, því valdhafínn veit að hann getur logið; sagt að ákvörðun hans hafi tekið mið af almennings- heill, þó hún hafi ekki gert það. Hann getur einnig logið að sjálfum sér, en þá hljóðnar rödd samvisk- unnar, og sníkjudýrið fitnar í loðn- um útskýringum. Margir ráðgjafar valdhafanna í gegnum mannkynssöguna hafa leynt eða ljóst flutt lofræður um tóma sjálfsást, og gert náungakær- leikann að hlátursefni. „Menn upp- skera völd og ríkidæmi, ef þeir eru nógu slyngir og klókir bragðarefir, en lifa við sult og seyru, ef þeir ástunda kærleika. Snjall valdhafi gerir náungakærleik að dyggð fá- tæklinganna, en makar krókinn sjálfur," sögðu ráðgjafamir. En Nýtt hnitmiðað markaðsnám Haukur Haraldsson TMI leiðbeinandi Markaðs- og sölunám Hagnýtt nám sem nýtist frá fyrsta degi Breytingai hafa verið örar í viáskiptalífinu hér ó landi undanforin misseri og flest bendir lil að engu minni breytingar séu framundan. Vænfonleg- ar breytingar kalla ó skjót viðbrögð í fyrirtækjum, sérstaklega ó sviði markaðs- og sölumóla. Breyt- inga mun ekki síst gæfa í stóraukinni samkeppni, bæði ó heimamarkaði og erlendum mörkuðum. Nú hefur Stjórnunorfélag íslonds þróoð þetta nóm- skeið að nýjum og breyttum aðstæðum í hagnýtt og heilsteypf markaðs- og sölunóm í samvinnu við færustu markaðsmenn. Tími og staður: Nómið tekur yfir tvær vikur, olls 32 stundir, og hefst 25. febrúar. Emil Emilssson, markaðsstjóri SigurðurÁg. Jens- son, markaðsfræð- ingur, framkv.stjóri Innritun hafin í síma 621066. Efni: Farið er yfir uppruna og stöðu markaðsfræðinnar. Lögð er óhersla ó að skýra grundvallarhugtök auk þess sem rætt er um hlutverk markaðsfræðinnar í þjóðféloginu og fyrirtækinu. Farið verður ítarlega yfir framkvæmd markaðssetningar og hún skýrð með raunhæfum dæmum. Fjallað verður um alþjóðaverslun og í því sam- bandi litið ó lög og reglur, sem gilda um slík viðskipti, ósamt markaðssetningu ó erlendum mörk- uðum. Fyrir hverja: Núverandi og verðandi markaðs- og sölustjóra. Leióbeinendur: Sigurður Ág. Jensson, markaðsfræðingur, Emil Emilsson, markaðsstjóri sparisjóðanna, Haukur Har- aldsson, TMI leiðbeinandi og sölu- og markaðsróð- gjafi. liggur fallið ekki í augum uppi þeg- ar það er einmitt valdhafínn sem á að elska mest? Illmenni sögunnar þrá ævinlega dýrkun þjóðar sinnar, en uppskera eilíft hatur, því ekki elskuðu þeir þegnana. Það þarf góð- an siðferðisstyrk til að stjóma, því allan liðlangan daginn hljóma rámar raddir hinna fölsku ráðgjafa um að breytt verði á annan veg, en hinn besta. Höfuð sérhverrar þjóðar verð- ur að vera óspillt, og elska náungan eins og sjálfan sig! Sannur valdhafi virðir frumreglu frelsisins; að láta þegna sína í friði, og grípa einungis í taumana ef til- tekinn einstaklingur, eða hópur, fer að skaða hagsmuni annarra. Hann stuðlar að bættu öiyggi, reynir að koma í veg fyrir glæpi, og afstýra slysum. Það er t.a.m. rangt að banna sígarettur, en það skerðir ekki frelsi reykingamannsins, þó á vindlingaþakka sé varað við hætt- unni sem skapast vegna tóbaksreyk- inga. Það er gert af umhyggju fyrir heilsu manna. Það skerðir heldur ekki frelsið, þó veiðimenn þurfi byssuleyfi, áður en þeir geta keypt sér skot- vopn. Það_ er til að tryggja öryggið. Ástin er forsenda réttlætis og frelsis. Réttlátt stjómkerfí byggir á mann- rækt! Og valdhafar er skuld- bundnir til að tryggja jafn- rétti með því að hamla gegn einokun ríkis og einkafyrir- tækja, og stöðnun embætti- skerfisins. Siðfræði valdsins er rétt- læti, frelsi og ást. Handhöf- um valdsins hveiju sinni ber skylda til að greiða fyrir menntun þegnanna. Safna þekkingunni saman í skóla, gera hana öllum aðgengi- lega, og að hver einstakling- ur geti fengið að læra það sem hæfileikarnir gefa vís- bendinu um. Valdsmanni ber að fylgjast með því að störf sem henta hæfum ein- staklingum, séu þeim ekki útilokuð af afiirigðilegum ástæðum. Lýðræðiskerfið getur forpokast eins og kerfi hefur oft tilhneigingu til að gera. Embættismenn geta hæglega sofnað á verðinum, því vaninn vill vera þeirra meistari og herra. Og þegar hæfileikafólk fær hvorki tækifæri né reynslu, þá skaðar það þjóðfélag- ið og minnkar líkumar á því að rétt verði brugðist við meiriháttar áföll- um, sem vissulega koma alltaf. Víðsýnir valdamenn geta hafið sig yfir hrepparíg og hleypidóma, og tekið ákvarðanir með heill og hamingju almennings í huga. Sið- ferðið verður gott ef valdhafinn elskar náungann eins og sjálfan sig. Þá dreifir hann valdinu, og hluta af ábyrgðinni, til þeirra sem hafa metnað til að vinna verkin vel. Hann beinir kröftum sínum að því að upp- ræta alla spillingu, og ber ábyrgð gagnvart almenningi á að hamingj- an sé einlægt lokamarkmiðið, en til þess þarf þekkingu og skilning á mannlegu eðli og réttlæti. Takmark- ið er ekki að geta stjórnað löngunum og skoðunum meirihlutans, heldur að gera fólki fært um að stjórna sér sjálft í orðsins fyllstu merkingu. Speki: Víðsýnn, ástríkur og af- skiptahægur valdamaður vinnur að réttlæti og frelsi í þjóðfélaginu. \\fí/Getur nafn íslands tengst vínframleiösluf Vín afslóðum Leifs Eiríkssonar... líklega ÍSLENSKT LOFTSLAG býður ekki upp á að hér séu ræktaðar beijategundir hentugar til vínframleiðslu og kemur nafn íslands þar af leiðandi sjaldan sem aldrei við sögu í tengslum við vín. En á dögunum var byijað að selja víntegund í verslunum ÁTVR, frá Vinland Wine Cellars í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum, sem ber heitið Newport Hospitality White 1989. Nafn fyrirtækisins sækir nafn sitt til íslensku fornsagnanna og Vínlandsfundar Leifs Eiríkssonar. Leifur er jafnvel sagður vera Islendingur en ekki Norðmaður! Það ættu því ekki að risa upp neinar deilur um þjóð- erni Leifs í kringum þetta vín hér á landi þó það sé síðan opin spuming hvort Vínland hafi í raun verið þar sem Rhode Island er nu. Framleiðandinn kynnir vínið þannig á flöskumiðanum: „Árið 1000 fann íslendingurinn Leifur Eiríksson stað í norðurhluta Ameríku þar sem villtar þrúgur uxu í miklu magni. Hann nefndi staðinn Vínland. Aðrir víkingar settust þar að en hurfu síðan á burt. Ekki er vitað með vissu ná- kvæmlega hvar Vínland var. Gamli steintum- inn í Newport gæti verið af norrænum uppruna eða þá frönskum eða portúgölsk- eftir Steingrím Sigurgeirsson um. Hann gæti jafnvel verið elsts ummerki Evrópumanna í Amer íku. Við höfum ákveðið að not£ hann sem vörumerki þeirra vím sem við búum til á þessum sögu Iegu tírnurn." Þrúgumar sem notaðar em vínið era ræktaðar annars vegai í Rhode Island—ríki og hins vegai í New York—ríki. Vínland gæti svc sem allt eins verið þar í grennc eins og annars staðar. Tvær þrúg ur eru notaðar, annars vegar Seyv al Blanc og hins vegar Vidal Blanc Seyval Blanc er þrúga sem orð ið hefur til við erfðablöndur tveggja annarra tegunda af Seibe — stofni (Seibel er fremur ómerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.