Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMUFSSTRAIIMAR «UB®*IBÆSRBI 2. FEBRÚAR 1992 C 5 LÆKNISFRÆÐI47 morgni lífsins... Glasaböm og klakaböm FYRSTA glasabarnið kom í heiminn á Englandi árið 1978, stát- in stelpa og heitir Louise Brown. Fæðing hennar þótti að vonum sæta tíðindum en kunnugt var að vísindamenn höfðu árum sam- an stefnt að slíku marki með dýratilraunum og margs konar rannsóknum öðrum. eftir Þórarin Guðnason Glasafrjóvgun fer þannig fram að þegar egg losnar úr eggjastQkkum konunnar er það sótt inn í kviðarholið og geymt í 2-3 daga í glerskál eða glasi. ásamt með sæðisfrumum eig- inmannsins. í þessu íláti nær ein þeirra að bijótast inn í eggið og hleypa þannig nýjum einstaklingi af stokkunum eins og gerist sí og æ í ríki náttúrunn- ar. Síðan er frjóvgaða egginu komið á sinn rétta stað í móð- urlífi konunnar og þegar vel tekst til dafnar fóstrið þar og barn fæðist að níu mánuðum liðnum, eins og lög gera ráð fyrir. Þessi aðstoð við hjón sem ekki hefur auðnast að geta barn, en eiga sér þá ósk heitasta, er nú á dögum framkvæmd með nokkuð öðrum hætti en á upphafsárunum fyrir og eftir 1980. í stað þess að ná egginu með holskurði eins og þá tíðkaðist var farið að leita það uppi með grönnum kviðar- holskíki sem smeygt er inn í hol- ið gegnum smáskurð í magálinn. Enn síðar tóku menn í þjónustu þessa málefnis skyggningu þá með hljóðbylgjum, sem er til margra hluta nytsamleg og oftast er nefnd ómskoðun, en stundum sónar eins og sumstaðar erlendis. Með henni er bæði hægt að stað- setja eggin sem hafa losnað og einnig stjórna holnál sem sogar þau upp og út úr kviðnum. — Nú tölum við um eggin en ekki eggið, því að fljótlega eftir að farið var að stunda glasafijóvgun að ráði var konunni gefið horm- ónalyf fyrir eggjatöku, lyf sem örvar kynkirtla hennar til eggja- framleiðslu ogþví nást nú aðjafn- aði fleiri egg en áður svo að úr meiru er að velja og varaskeifur tiltækar ef eitthvað fer úrskeiðis. Þegar ljóst er orðið að lífs- neisti hefur kviknað í glasinu er fijóvguðu eggjunum, helst fleir- um en einu, þrýst inn í legholið gegnum mjóa slöngu sem lögð er upp um leghálsgöngin. Þá er ekki annað eftir en bíða og sjá hvernig smælkinu reiðir af. Eins og sakir standa mun talið allgott ef milli tíu og fimmtán af hveiju hundraði fóstranna þrauka áfallalaust vikurnar fjörutíu. Ef ekki verður neitt úr neinu má alltaf reyna aftur. — Hér á Landspítalanum er glasafijóvgun nýlega hafin og mun deildin þar eiga von á fyrstu börnunum á þessu ári. Margvíslegar breytingar aðrar en hér var getið hafa orðið á tækninni við þessar aðgerðir. Ein er sú að eggjum og sáðfrumum er sprautað inn í aðra legpípu konunnar og til þess ætlast að fijóvgunin fari þar fram en ekki í gleríláti á rannsóknastofu. Arangur af þessum tveimur að- I ferðum / A kvað vera / M mjög svipað- ur, en eins og nærri má geta þarf að minnsta kosti sú legpípan sem valin er að vera heilbrigð og vel opin; að öðrum kosti kemst fijóvgaða eggið aldrei alla leið inn í móðurlífið. En hvort börn sem verða til með þessari aðferð geta kallast glasabörn hlýtur að vera álitamál. Þá er eftir að minnast á enn eina nýjung í þessum flóknu og viðkvæmu málum, en það eru klakabörnin. Vitað er að lifandi frumur, þar á meðal egg og sæði, þola að frjósa og liggja í frysti um hríð án þess að bíða af því tjón. Ef glasafijóvgað egg er geymt í frysti má grípa til þess hvenær sem þörf gerist, þíða það og vekja upp af heimskautasvefninum og fá því skjól og hlíf í móðurlífi konu, sem er óbyija vegna þess að bæði hún og eiginmaður henn- ar eru af einhveijum sökum ófijó. Fyrir nokkrum dögum birtust fréttir í fjölmiðlum af fæðingu fyrsta barnsins með slíka fijóvg- unarsögu að baki. En eitthvað hafa mál blandast því að fyrir fjórum árum var haft eftir traust- um heimildum að samtals hefðu á annað hundrað klakabörn fæðst í Ástralíu, Evrópu og Norður- Ameríku. VINLAND Newport Hospitality White A RHODE ISLAND SEMI-DRY TABLE WINE PRODUCED & BOTTLED BY VINLAND WINE CELLARS MIDDLETOWN, RHODEISLAND leg tegund af frönskum uppruna) og hefur fá sérkenni. Vín úr Seyv- al Blanc eru almennt talin vera hlutlaus í bragði og sýrurík. Helsti kostur þrúgunnar, sem fyrst og fremst er ræktuð í vínhéruðum Englands [!], er hversu vel hún þolir kulda. Vidal Blanc hefur mjög svipuð einkenni. Þrúgurnar ná góðu sykurmagni í köldu loftslagi, sýru- stigið er hátt og bragðið hlutlaust með mildum ávaxtakeim. Vidal Blanc er einvörðungu, eftir því sem næst verður komist, ræktuð í austurhluta Bandaríkjanna, þ.e. á þeim slóðum sem Newport Hosp- itality Wliite er upprunnið frá. Eiginlega er eklri mikið hægt að segja um þetta vín. Það er frem- ur sérkennalaust, hálfþurrt og helst að það minni á Móselvín úr karakterslausum þrúgum á borð við t.d. Elbling. Það er líka mjög létt, h'kt og Móselvínin, enda áfengismagnið bara 9,5%. Newport Hospitality White er hvorki vont né fráhrindandi vín - einungis litlaust. Það er ágætis hugmynd hjá ÁTVR að bjóða upp á þetta vín en einnig auðvitað deginum ljósara að ef þessi Vínlandstenging kæmi ekki til ætti þetta vín ekkert erindi inn á fastalistann. Vissulega væri mikill fengur í því ef í boði væru fleiri tegundir frá Bandaríkjunum. En þá ætti auðvitað að líta til annarra ríkja en Rhode Island, sem því miður hefur litla burði til að framleiða gæðavín. Frekar væri að bjóða einhveijar tegundir frá Oregon og Washington á vesturströndinni, sem á síðustu árum hafa verið í mikilli sókn, ekki síst eftir að margir þekktir evrópskir vínframleiðendur settu þar upp útibú. Flest vín Bandaríkj- anna, og þar að auki þau lang- bestu, koma svo líka frá Kaliforn- íu. Það er synd og skömm að ekk- ert almennilegt vín þaðan skuli vera í boði á fastalista ÁTVR, hvorki rautt né hvítt! New Hospitality White kostar 880 krónur. Rauðarárstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.