Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2, FEBRÚAR 1992 € ,,7 Mesta áhættan í desember 1979 fyrirskipaði Brézhnev innrás 80.000 manna sovézks herliðs í Afghanistan og tók þar með mestu áhættuna á vald- atíma sínum. Innrásin jafngilti meiriháttar stefnubreytingu. I fyrsta sinn síðan 1945 var sovézku herliði beitt til að þröngva vilja Kremlveija upp á þjóð, sem hafði ekki áður lotið sovézkum yfirráðum. Viðbrögð Vesturlanda urðu harð- ari en Brézhnev hafði búizt við. Bandaríkjamenn og rúmlega 30 aðrar þjóðir tóku ekki þátt í Olymp- íuleikunum í Moskvu sumarið 1980. Viðskiptin við Bandaríkin drógust saman vegna efnahagslégra refs- iaðgerða. Slökunarstefnan varð fyrir áfalli og samskiptin við Bandaríkin versn- uðu á síðustu árum Brézhnev- tímans. Rússar sökuðu Bandaríkja- menn um að standa ekki við við- skiptasamninga og neita að stað- festa SALT Il-sáttmálann. Setning herlaganna í Póllandi í desember 1981 varð til þess að sambúðin kólnaði ennþá meir. Á slökunarárunum hafði Bréz- hnev eignazt marga vestræna lúx- usbíla, sem hann ágirntist. Á síð- ustu æviárunum var honum meiri sómi sýndur en öllum fyrri leiðtog- um Sovétríkjanna, jafnvel Stalín. Hann var fyrstur allra sæmdur orð- unum Hetja Sovétríkjanna og Hetja sósíalískrar vinnu með fimm stjörn- um og hlaut bókmenntaverðlaun Leníns fyrir stríðsendurminningar, sem aðrir höfðu skráð. Þótt Brézhnev hefði aðallega fengizt við áróður í stríðinu var hann gerður að marskálki og hon- um var þakkaður sigur á Þjóðverj- um í áður lítt kunnri viðureign, sem hann hafði verið viðstaddur hjá Nýir tímar: Brézhnev sýnd fyrirlitning sex árum eftir dauðann. Malja Zemlja á strönd Svartahafs 1943. Brézhnev reyndi að líkjast Stalín með einkennisbúningum og heið- ursmerkjum, en var enginn Stalín. Heilsu hans fór að hraka 1974 og eftir það virtist hann tákn um veik- leika sovétkerfisins, en ekki styrk þess. Öðru hveiju gaus upp kvittur um að hann væri iátinn. Síðustu mánuðina var Brézhnev tæpast fær um að gegna skyldu- störfum og félagar hans í stjórn- málaráðinu höfðu nægan tíma til að velja eftirmann. Hann lézt 10. nóvember 1982 og var jarðaður undir múrum Kremlar eins og Stal- ín, en ekki Khrústsjov. Dauði hans markaði upphafið að endalokum stjórnar gömlu valdaklíkunnar í Kreml. KGB-maðurinn Tveimur dögum eftir að Bréz- hnev lézt var tilkynnt að Júríj Vlad- ímírovitsj Andropov hefði verið val- inn eftirmaður hans. Þótt hann væri augljósasti arftakinn sökum hæfni var fátt annað um hann vitað en að hann hafði verið yfirmaður KGB í 15 ár og tekið þátt í að bæla niður uppreisnina í Ungveija- landi 1956 þegar hann var sendi- herra þar. Hann hafði verið skjól- stæðingur Ottos Kuusinens, finnska kommúnistans sem fékk sæti í sovézka stjórnmálaráðinu, var fæddur í Nagútskoje í Suður-Rúss- landi 15. júní 1914, sonur járn- brautastarfsmanns og hafði starfað fyrir flokkinn meginhluta ævinnar. Andropov hafði tekið við starfi hugmyndafræðingsins Súslovs við fráfall hans í janúar 1982. Brézhn- ev vildi Konstaijtín Tsjernenkó fyrir eftirmann, en Andropov náði völd- unum með stuðningi Ústínovs land- Arftakinn: Andropov. varnaráðherra, Gromykos utanrík- isráðherra og tveggja upprennandi leiðtoga, Grígoríj Rómanovs (sem féll seinna í ónáð) og Míkhaíls nokk- urs Gorbatsjovs. Heilsa Andropovs bilaði aðeins þremur mánuðum eftir að hann tók við völdunum og hann sást ekki í tvo mánuði. Hann hvarf aftur sjón- um 18. ágúst ög sást ekki opinber- lega eftir það. Val Andropovs sýndi að meiri þörf var talin á styrkri stjórn en „brézhnevisma án Brézhnevs". Sú aðferð Brézhnevs að tryggja breiða samstöðu um stefnuna hafði gefizt illa síðustu stjórnarár hans og meiri áræðni var talin tímabær. Andropov reyndi að hleypa nýju lífi í sovétkerfið, auka aga og reglu- semi og útrýma spillingu. Hann var móttækilegri fyrir hugmyndum um efnahagsumbætur en Brézhnev og gerði sér grein fyrir þörf á uppyng- Síberíumaðurinn: Tsjernenko. ingu í kerfinu. I utanríkismálum var megin- markmið hans að fá Vestur-Evr- ópuríki til að hafna staðsetningu meðaldrægra bandarískra flauga. Milljónir tóku þátt í mótmælum gegn eldflaugunum, en íhaldsmenn sigruðu í kosningum í Vestur- Þýzkalandi og Bretlandi. Samskipt- in við Bandaríkin héldu áfram að versna vegna deilunnar um flaug- arnar, en þó kom til tals að efna til leiðtogafundar. Þu áform urðu að engu þegar sovézkar orrustu- flugvélar skutu niður kóreska far- þegaflugvél 1. september og 269 biðu bana. Efnahagsástandið lagaðist. Hag- vöxtur jókst í rúmlega 4% og um- ræður um breytingar á hagkerfinu voru leyfðar. Nokkrar verksmiðjur fengu aukna sjálfstjórn í tilrauna- skyni. Uppynging var reynd með því að auka völd Gorbatsjovs, Rom- anovs og tveggja annarra skjól- stæðinga Andropovs, Lígatsjovs og Vorotnikovs. Andropov vann greinilega að því að Gorbatsjov tæki við, en honum gafst ekki tími til að koma nógu mörgum stuðningsmönnum til áhrifa og treysta sig í sessi. Hann lézt í febrúar 1984 eftir aðeins 15 mánuði í embætti og Tsjernenko var valinn eftirmaður hans til að viðhalda valdajafnvægi í foiystunni unz yngri maður gæti tekið við. Gamla valdaklíkan var greinilega óánægð með hörku Andropovs, sem hafði hafði ógnað völdum hennar, og vildi færa ástandið aftur í fyrra horf, en áhrif umbótasinna undir forystu Gorbatsjovs jukust. Síberíumaðurinn Konstantín Ústínovitsj Tsjern- enko var 72 ára gamall og elzti leiðtoginn, sem flokkurinn hafði valið. Hann var fæddur í þorpinu Bolshaja Tes í Síberíu 24. septem- ber 1911, var af smábændaættum og hafði verið skjólstæðingur Brézhnevs síðan þeir kynntust í Moldavíu í stríðinu. Brézhnev skip- aði hann starfsmannastjóra 1964 og aðalfulltrúa í stjórnmálaráðinu 1979. Áhrif Tsjernenkos stöfuðu ein- göngu af því að hann hafði verið helzti aðstoðarmaðui' Brézhnevs. Hann var svo heilsutæpur að stund- um sást hann ekki vikum saman. Vangaveltur um nýjan leiðtoga hóf- ust svo að segja strax og hann tók við af Andropov. Gorbatsjov gekk honum næstur að völdum, þar sem Tíkhonov forsætisráðherra var 78 ára og kom ekki til greina sem eftir- maður. Andropov hafði tryggt Gorbatsj- ov svo mikil völd að honum tókst í tókst að treysta stöðu sína jafnt og þétt. Hann tók áhættu með tillögum um róttækar efnahagsumbætur, en Tsjernenko gekk ekki í lið með þeim valdamönnum, sem sáu hag sínum bezt borgið með afturhvarfi til Brézhnevtímans, og reyndi að tryggja „jafnvægi" í forystunni. Þegar Gorbatsjov tók við völdun- um rúmu ári síðar að Tsjemenko látnum skar hann upp herör gegn spillingunni, sem hafði grafið um sig á Brézhnevtímanum, og fulltrú- um hennar. Vegna glasnost-stefnu hans var birtyr fjöldi greina um embættismenn, sem hefðu dregið sér fé, þegið mútur og selt djásn frá keisaratímanum og verðmæta kirkjumuni. Uppgjörið í árslok 1988 hafði verið skipt um nöfn á öllum verksmiðjum, skól- um, námsstyrkjum, skipum, torgum í Moskvu og Leníngrad og borg við Volgu, sem höfðu borið nafn Bréz- hnevs. Nokkrum mánuðum áður hafði tengdasonur hans, Júríj Tsjúr- banov, verið leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir að hafa þegið mútur í sambandi við baðmullarhneyksli í Úzbekistan, og gerður að einu helzta tákni spillingarinnar á Bréz- hnevtímanum. Vélvirkinn Tsjúrbanov hafði kynnzt dóttur Brézhnevs, Galínu, þegar hann var ofursti í innanríkis- ráðuneytinu og var gerður að líf- verði hennar. Hann hafði skilið við konu sína til að kvænast Galínu, sem hafði áður verið gift loftfim- leikamanni, en skilið við liann og gifzt öðrum sirkusmanni, sem hún skildi líka við. Brézhnvev gerði Tsjúrbanov að hershöfðingja og aðstoðarinnanrík- isráðherra. Slíkt var ekki óvanalegt á Brézhnevtímanum. Mágur Bréz- hnevs var skipaður næst æðsta maður KGB og drykkfelldur sonur hans ráðherra utanríkisviðskipta. Gamlir drykkjufélagar fengu sæti í stjórnmálaráðinu. Þegar Galína varð þreytt á Tsjúr- banov gerðist hún hjákona sirkus- trúðsins Borís zígauna, sem var 20 árum yngri en hún. Borís og tveir embættismenn voru handteknir 1982, þegar djásn frá keisaratíman- um og erlendur gjaldeyrir fundust í íbúðum þeirra. Borís zígauni lézt í fangelsi og Semjon Tsvígun, mág- urinn sem Brézhnev hafði skipað annan æðsta mann KGB, framdi sjálfsmorð. Talið var að hann hefði reynt að veija heiður fjölskyldunn- ar. Tsjúbranov var ekki handtekinn vegna baðmullarhneykslisins fyrr en í janúar 1987. Samkvæmt blað- afréttum hafði víðtæk spilling blómstrað undir verndarvæng hans í í Úzbekistan. „Baðmullarkóngar" og spilltir embættismenn höfðu dregið sér fé með því að hagræða tölum um uppskeruna. Mörgum var mútað, þar á meðal glæpamönnum, svo að þeir gerðu ekki alvöru úr morðhótunum. Embætti gengu kaupum og sölum og leigumorðingj- ar reyndu að kála mönnum frá Moskvu, sem rannsökuðu málið. Hneykslið teygði anga sína upp í æðstu valdastofnanir í Moskvu. Blöðin sögðu að margir háttsettir valdamenn hefðu grætt á starfsem- i„mafíunnar“ í Mið-Asíu — þeirra á meðal sjálfur Brézhnev og Sharaf R. Rashidov, sem var leiðtogi fiokksins í Úzbekistan til 1983. 'Innanríkisráðherra Brézhnevs, Ní- kolaj Stsjólokov hershöfðingi, greiddi götu Tsjúbranovs og skaut sig til bana til að þurfa ekki að mæta fyrir rétti. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa dreg- ið sér fé til að kaupa 16 bíla frá Vesturlöndum handa fjölskyldunni. Málið var kallað „Watergate- hneyksli Sovétríkjanna vegna spill- ingar, sem hefði þrifizt á æðstu stöðum á Brézhnevtímanum. Tsjúbranov var dæmdur í 12 ára vinnuþrælkun, en aðrir sakborning- ar fengu vægari dóma. Réttarhöldin höfðu ekki aðeins beinzt gegn Tsjúrbanov heldur allri spillingu „stöðnunarlímabilsins“ og voru áfellisdómur yfir Brezhnev, guðföð- ur stöðnunar og innrása í nágrann- aríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.