Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 Fær Streisand Óskarinn? KONA hefur aldrei feng- ið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn, en svo get- ur farið að kona vinni stytt- una í fyrsta sinn í þeim flokki í ár því sjaldan hafa jafnmargar myndir kven- leikstjóra keppt um útnefn- ingu til verðlaunanna. Alls koma sex myndir eftir kvenmenn til greina þegar talað er um útnefn- ingar til Óskarsverðlaun- anna. Þær eru „Little Man Tate“ eftir Jodie Foster, „Rambling Rose“ eftir Martha Coolidge, „Rush“ eftir Lili Fini Zanuck, „The Doctor" eftir Randa Haines, „Europa, Europa" eftir Agnieszka Holland og loks „The Prince of Tides“ eftir Barbra Streisand. Hún þykir reyndar sigur- stranglegust af þeim en það er á brattann að sækja. Nú eru 16 ár liðin frá því fyrsta og eina konan, sem útnefnd hefur verið til verðlaunanna af Óskarsakademíunni, hlaut þann heiður en það var ítalski leikstjórinn Lina Wertmuller fyrir myndina Sjö fegurðardísir. Alls kjósa 287 leikstjórar akadem- íunnar um hver hreppir verðlaunin en aðeins sjö af þeim eru konur. Streisand kvartaði sáran undan því þegar fyrsta mynd hennar, „Yentl“, var UFranska leikkonan Anne Parillaud, sem hlaut heimsfrægð þegar hún lék Nikítu í samnefndum þriller Lucs Bessons, fór þegar til Hollywood og nú verður fyrsta myndin hennar vestra frumsýnd í þessum mánuði. Hún heitir „Map of the Human Heart“ og er eftir Vincent Ward. Með aðalhlutverkin auk Pa- rillaud fara Patrick Berg- in, Jason Scott Lee og John Cusack. Efni myndar- innar snýst um gamla góða ástarþríhyringinn. MÞá verður einnig fljótlega frumsýnd myndin „Miss- issippi Masala“ eftir ind- verska leikstjórann Mira Nair, sem hlaut alþjóða- frægð fyrir mynda sína „Salaam Bombay!" um líf bamanna á götum stórborg- arinnar. Denzel Washing- ton fer með aðalhlutverkið í myndinni sem segir frá svertingja er verður ást- fanginn af indversk ættaðri stúlku í Suðurríkjum Bandaríkjanna. MMargir bíða eflaust með óþreyju eftir mynd Ric- hards Attenboroughs um ævi og ástir Charlie Chapl- ins með Robert Downey yngri í hlutverki meistarans. Það hefur ekki gengið and- skotalaust að koma mynd- inni af stað og hafa a.m.k. þrír handritshöfundar unnið við hana á einu eða öðru stigi en þeir eru William Boyd, William Goldman, sennilega frægasti hand- ritshöfundurinn í Holly- wood, og leikritaskáldið Tom Stoppard. Framleið- andi myndarinnar er Car- olco, fyrirtækið sem auðg- aðist á Rambó-myndunum forðum. ekki útnefnd árið 1983. Hún hafði ástæðu til að ætla að líkt og kollegar hennar, Ro- bert Red- ford (Ósk- ar 1980) og Warren Beatty (1981), fengi hún náð fyrir augum akademíunnar fyrir metnaðarfulla frumraun. „The Prince of Tides“ hefur fengið rífandi góða dóma og Nick Nolte, sem fer með aðalhlutverkið, er talinn eiga góða möguleika á að hreppa Óskarinn fyrir bestan leik í karlhlutverki. Akademían hefur áður hampað vel tilfinningadr- ama af svipaðri tegund eins og t.d. „Terms of Edear- ment“ og Kramer gegn Kra- mer. En hvort Streisand hljóti náð fyrir augum kol- lega sinna í akademíunni er vandi um að spá. Það yrði þá saga til næsta bæjar. Skopmynd af Strei- sand úr bandarísku tímariti; verður hún fyrst kvenna til að hljóta Óskarinn fyrir leikstjórn? 14.000 sjá „Bilunina“ Alls hafa nú um 14.000 séð gamanmyndina Bilun í beinni útsendingu eftir Terry Gilliam með Robin Williams og Jeff Bridges í aðalhlutverkum að sögn Karls Schöiths, bíóstjóra. Þá sagði hann ríflega 30.000 manns hafa séð framtíðarþrillerinn Tor- tímandann 2 og hann sagði að enn kæmu 200 til 300 manns á íslensku bíómynd- ina Böm náttúrunnar í hverri viku en hún nálgast 30.000 manns í aðsókn. Um þessa helgi byijuðu myndimar „The Indian Runner" eftir Sean Pen- nog„Bingo“ en um næstu helgi verður íslenska myndin Ingaló framsýnd í bíóinu (sjá annarstaðar). Þegar sýningum á henni líkur í aðalsalnum verður nýjasta mynd Barböra Steisand, „The Prince of Tides", framsýnd. Nick Nolte hreppti Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Þar á eftir verð- ur sýnd svertingjamyndin „Boyz-N-the Hood“ en páskamynd Stjömubíós verður Krókur, metsölu- mynd Steven Spielbergs. Hún er komin yfir 100 milljón dollara markið í aðsókn vestra. /VII KVIKMYNDIR^ /Hver eru hin helgu véf Frn Skmeyjum Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri mun gera sína sjöttu bíómynd í fullri lengd næsta sum- ar en hann hlaut annan af tveimur stærstu styrkjum Kvikmynda- ^jóðs til að gera myndina Hin helgu vé. Er hún fyrsta myndin hans frá 1982 sem ekki gerist á víkingatímanum og því liggur beinast við að spyrja Hrafn hvort tíma- biU víkingamynda hans sé lokið. Það veit maður aldrei," segir hann. „Maður hefur átt í ástarævintýram sem hafa kuinað en hitnað aftur án þess jafnvel að maður vildi það. Enginn ræður sinni veg- ferð.“ Og hann heldur áfram: „Eftir að hafa gert sjónvarpsþættina um Hvíta víkinginn fínnst mér ég geta kvatt tímabilið sáttur með sama bravúm- um og ég byrjaði það með Hrafninum flýgur þótt orð- ið hafi slys með bfómyndina um Hvíta víkinginn, sem eftir Amald Indriðason í skugga hrafnsins: vikingatímabilinu lokið? var stytt gegn mínum vilja. Hin helgu vé á það sam- eiginlegt með fyrstu bíó- mynd Hrafns, Öðali feðr- anna, að byggja á persónu- legri reynslu hans. I Óðal- inu sem táningur í sveit en í Hinum helgum véum á atburði sem henti hann þegar hann var barn í sveit á Skáleyjum á Breiðafirði hjá Guðmundi bónda á Norðurbæ, eins og hann segir. „Þaðan er framhug- myndin komin en annars er sagan skáldskapur sem getur átt við hvar og hve- nær sem er en nýtur sín kannski best í þessu sér- staka umhverfi sem er hér á íslandi." Hin helgu vé er Hrafn Gunnlaugsson að einu litlu leyti tengd víkingamyndum Hrafhs. I henni er víkingahaugur sem ungan dreng dreymir um að bijóta upp f von um að finna guil og dýrgripi. „Það er orðið mjög langt sfðan ég gerði bfómynd á vegum Kvikmyndasjóðs, eða Qögur til fimm ár frá því sjóðurinn Qármagnaði 15 prósent af kostnaði í skugga hrafnsins," segir Hrafn. „Á þessum tíma hef ég verið með tvö verkefni f gangi, annars vegar Písl- arsögu Jóns Magnússonar, sem er mun stærra í snið- um og kostar ekki undir 140 milljónum króna, og hins vegar Hin helgu vé, sem kemur til með að kosta um 90 milljónir. Ég sótti um bæði þessi verkefni en æskileg styrkupphæð í sambandi við Píslarsöguna er meiri en allt fé sjóðsins. Niðurstaðan var því hin Helgu vé. Ég held það verði tiltölulega auðvelt að finna erlent fjármagn í Hin helgu vé,“ segir Hrafn en hann skrifaði handritið að mynd- inni upphaflega á sænsku fyrir hálfum áratug eða svo og hefur unnið við það í rólegheitum síðan. „Mig hefur alitaf langað til að gera barnamynd eins og þessa fyrir fólk á öllum aldri,“ segir hann en hann vann sfðastliðið sumar við gerð fjölskyldumyndar fyr- ir sjónvarp uppúr handriti Davíðs Oddssonar. Helstu hlutverkin f Hinum helgu véum verða í höndum krakka en stærsta full- orðinshlutverkið er „heit- feng bóndadóttir, sem var einskonar fóstra mín á þessum tíma“. Hrafn sagði myndina geta orðið tilbúna í mars/apríl á næsta ári. Páskamynd; úr Króki Steven Spi- elbergs. IBÍÓ Islenska bíómyndin Ingaló eftir Asdísi Thoroddsen verður framsýnd í Stjömubíói þann 8. febrúar nk. Með aðalhlutverkin í henni fara Sólveig Arnardóttir, sem leikur titilhlutverkið, en af öðr- um leikuram má nefna Ingvar Sigurðsson, Egg- ert Þorleifsson, Þorlák Kristinsson eða Tolla, Magnús Ólafsson og Bessa Bjarnason. Ásdís skrifar handrit- ið auk þess sem hún leik- stýrir, en myndin segir frá stúlkunni Inguló sem í byijun sögunnar vinnur á trillu hjá pabba sínum norður á Ströndum. Tökur stóðu yfir allt síðasta sumar en mynd- in kostar um 50 milljón krónur. Framleiðendur era Gjóla hf., Transfílm í Þýskalandi og Filminor í Finnlandi. Ingaló er fyrsta myndin af fjóram ís- lenskum bíómyndum sem framsýndar verða á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.